Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 45
znno') S/fVín
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
45
■f? ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
y ujjunr^-aa'u u
Hver ber ábyrgðina?
Kafn Stefánsson skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Arið 1981 var tileinkað fötluð-
um og árið 1982 er ár aldraðra.
Svoleiðis er, að ég vinn í verslun
hér í borginni. A hverjum degi
kemur til mín gamall maður til að
versla. Heyrn hans fer síhrakandi
og er nú svo komið, að það er ill-
mögulegt að tala við hann. Hann
hefur sagt mér, að hann bíði eftir
Þessir hringdu . . .
Óviðeigandi mynd
á föstudaginn langa
Á. B., Hveragerði, hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
fannst það afskaplega óviðeigandi
hjá þeim í sjónvarpinu að sýna
leikritið „ísmaðurinn kemur" á
föstudaginn langa. Þarf að rök-
styðja slíkt mörgum orðum? Þeir
mega taka sig verulega á sem ráða
húsum hjá þessari helstu menn-
ingarstofnun okkar íslendinga; ég
held að flestir okkar geti verið
sammála um það. Þá vil ég nota
þetta tækifæri til að taka undir
raddir þeirra Hvergerðina sem
eru á því, að hér séu allt of margir
hundar. Það þarf að gera eitthvað
róttækt til að sporna við þeirri
leiðindaþróun, sem er að verða á
því sviði í okkar bæjarfélagi.
Sýnið meira frá íþr-
óttamótum fatlaðra
O.SL, Akureyri, hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Núna um
heyrnartækjum; þau hafi komið
til landsins í janúar, en liggi enn á
hafnarbakkanum.
Eins hef ég heyrt að rafhlöður í
heyrnartæki liggi svo lengi í toll-
inum, að þær séu orðnar mjög lé-
legar og dugi skammt, þegar not-
endur fá þær afhentar.
Nú spyr ég: Hver er sá aðili, sem
ber ábyrgð á svo skammarlegri
þjónustu við fatlað og aldrað
fólk?“
helgina fer fram íþróttamót fatl-
aðra, bæði í Reykjavík og á Akra-
nesi. Mér hefur þótt mikið á það
vanta að sjónvarpið gerði þessum
mótum verðug skil í fréttaflutn-
ingi sínum. í íþróttamálum fatl-
aðra er unnið merkilegt starf, sem
vert er að vekja athygli á. Verður
það ekki síst gert með því að flytja
greinargóðar fréttir og frásagnir
af íþróttamótunum, þar sem ár-
angurinn af þessu starfi kemur
fram í dagsljósið. Ég skora á sjón-
varpið og aðra fjölmiðla að sinna
þessu betur.
Orðið að
hreinustu plágu
Jónas Þórisson, Hveragerði,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Mig langar til að taka
heils hugar undir grein Sigrúnar
Sigfúsdóttur, fréttaritara Mbl. í
Hveragerði, þar sem hún fjallaði
um hundahald hér í bænum. Þetta
vandamál er orðið að hreinustu
plágu á okkur íbúunum. Hundar
ganga lausir um göturnar og valda
vandræðum, bíta fólk og eltast við
bíla, svo að hvergi er friður. Börn
þora varla að fara í skólann fyrir
þessu. Hér var samþykkt reglu-
gerð um hundahald, en þeirri sam-
þykkt er ekki fylgt eftir að neinu
marki, sumir skulda margra ára
afgjöld fyrir hunda sína og óreiða
ríkir á öllu í þessu sambandi. Það
er óhætt að fullyrða að hér í bæ
eru margir óánægðir með ástand-
ið.
„Arnar Jónsson og Borgar Garðars-
son eru alveg óborganlegir i hlut-
verkum sinum."
Ég ætla
aftur
Kári, 12 ára, skrifar:
„Kæri Velvakandi!
„Ég var svo grjótheppinn, að
hann faðir minn elskulegur bauð
mér með sér í leikhúsið eitt
kvöldið um daginn. Við fórum og
sáum sýningu Alþýðuleikhússins
„Don Kíkóti“ eða Sitthvað má
Sanki þola.
Nú hef ég að vísu endrum og
eins séð teiknimyndaþætti sjón-
varpsins um þennan sama ridd-
ara og skjaldsveininn hans,
Sánkó Pansa, en get ekki sagt að
það hafi gert neitt til að vekja
áhuga minn á þessu efni.
Hins vegar vil ég segja það,
eftir að hafa farið í Alþýðuleik-
húsið, að ég vil hvetja alla, unga
sem gamla, til að fara og sjá
þessa sýningu, því ég hef aldrei
séð skemmtilegra leikrit og fer
ég þó oft í leikhús. Arnar Jóns-
son og Borgar Garðarsson eru al-
veg óborganlegir í hlutverkum
smum. Ég ætla aftur!
állSll .«MIUUI tó;4Úoii w/l
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja
milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að
skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur
orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis-
föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar þess óski nafnleyndar.
^ Wm „
Sýnishorn af vinnu úr myndlistarfongum. Ljósmynd Mbl. Sigurgeu.
Kynningardagur
Fjölbrautaskólans
í Vestmannaeyjum
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum er einn hinna ungu fjöl-
brautaskóla og er óhætt að fullyrða
að með stofnun hans haustið 1979
hafi orðið þáttaskil í menntamálum
Vestmanneyinga.
Helgina 13.—14. mars gafst
fólki kostur á að skoða sýningu,
sem var árangur af vinnu nem-
enda og kennara.
Þessi sýning gaf lifandi innsýn í
þau fræði, sem nemendur leggja
stund á og fengu sýningargestir að
spreyta sig á ýmsum atriðum, allt
frá sálfræðiþrautum til tölvu-
stýrðra prófa.
Sýningin var fjölsótt og vakti
greinilega jafnmikla ánægju
barna og bæjarfulltrúa.
Mörgum kom það á óvart hversu
fjölbreytt og ólík viðfangsefni er
glímt við í slíkum fjölbrautaskóla.
Nemendur skólans eru um eitt
hundrað. Flestir eru á uppeldis- og
viðskiptabraut og á vélstjórnar-
og iðnbrautum.
Áhugi er fyrir að auka náms-
framboðið næsta haust. Sérstak-
lega var áhugi fyrir því að bæta
við tækjabúnað fyrir grunndeild
málmiðna, en það mun tefjast
vegna ónógra fjárveitinga.
Það er vandaverk að byggja upp
skóla, sem hæfir vel fimm þúsund
mánna bæ, sem byggir allt sitt á
sjávarafla. Það kann að koma í
Nemendur undirbúa sýningu.
ljós að fyrirmyndir af Reykjavík-
ursvæðinu henti ekki fullkomlega
við slíkar aðstæður. Það er hugs-
anlegt að skólarnir í dreifbýlinu
verði að finna sitt eigið rekstrar-
form og hanna sínar eigin náms-
brautir, sem annars vegar opni
leiðina upp á við til frekara náms
og hins vegar skili fólki með hag-
nýta þekkingu og færni út í atvinnu-
lífið á staðnum. En umfram allt
ætti skóli að efla menningu og
mannrækt og auðga þannig líf
hvers og eins, en slíkt er erfitt að
skipuleggja fyrir fram, segir í
fréttatilkynningu frá skólanum.
Stiginn dans í góða veðrinu í „opnu húsi“ við Höfða.
Akranes:
Opið hús á Höfða
Akranesi, 7. apríl.
í DAG, á alþjóðaheilbrigðisdeginum,
var opið hús á dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, en þann 2. apríl sl.
fór Félagsmálaráð Akraness í sam-
vinnu við sjúkravini Rauða krossins
og fleiri sjálfboðaliða af stað með
félagsmálastarf fyrir eldri borgara á
Akranesi.
Fyrst um sinn er fyrirhugað að
komið verði saman tvisvar í viku á
Höfða milli kl. 1.30 og 4.30. Á mið-
vikudögum verður boðið upp á ým-
is námskeið og verður þyrjað á
leirmunagerð. Á föstudögum verð-
ur aftur á móti fjölbreyttari
dagskrá af ýmsu tagi, m.a. verður
spiluð félagsvist, sungið og dans-
að. Dvalarheimilið Höfði leggur til
húsnæði, aðstöðu og vinnu
starfsmanna eftir því sem hægt
er. Þá er fyrirhugað að veita þjón-
ustu við fótsnyrtingar, hár-
greiðslu og því um líkt.
Ymsar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar að Höfða i vor og sumar.
Haldið verður áfram við lóða-
framkvæmdir, einnig fram-
kvæmdir í kjallara vegna endur-
hæfingar og annarrar þjónustu.
Þá er fyrirhugað að kanna þátt-
töku og hefja framkvæmdir við
6—8 íbúðir í raðhúsum á lóð
Höfða, sem tengjast myndu dval-
arheimilinu með ýmsa þjónustu.
Ibúðirnar yrðu alfarið í eigu aldr-
aðra.
— Julíus