Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
3
PORTOROZ
BLÓMUM SKRÝDD
PORTOROZ
— HÖFN RÓSANNA
Verð frá 8.350 m/hálfu fæði
f V
...
' ,
Feröaskrifstofan
Austurstrætí 17,
Reykjavík,
símar 20100 og 26611
Los Jardines Del Mar ★ ★★★ á Marbella
Nýtízkuleg íbúöabygging í fögrum garöi andspænis hinu fræga
lúxushóteli Melia Don Pepe og undir sömu stjórn. Blómskreytt-
ar svalirnar gefa byggingunni einstaklega fallegan svip og nafn-
inu merkingu, en þaö þýöir „garðarnir viö hafiö". íbúðirnar eru
loftkældar og vel búnar nýtízku stíl, meö einu svefnherbergi,
setustofu, eldhúsi, baöherbergi og stórum svölum. í garöinum
er góö sólbaösaöstaöa, tvær sundlaugar og stutt er á strönd-
ina. Nýr matsölustaður er á jaröhæö, meö inngangi úr garöin-
ITALIA
LIGNANO
^ SABBIADORO
Hin eina sanna, dásamlega Gullna strönd. Verð frá kr. 7.560
Aö margra dómi glæsilegasti baöstaöur Evrópu í dag. Þar eru mörg beztu hótel Spánar. Umhverfið
er mjög fagurt, appelsínu- og olífulundir teygja sig upp hlíðarnar og bera viö bláma fjallanna í
fjarlægö, en litadýrð blómskrúösins er ólýsanleg. Tvær mjög góöar baðstrendur, El Fuerte og La
Fontilla, þar sem ylvolgar öldur Miöjaröarhafsins gjálfra viö hvítan sandinn. í gamla bænum í
Marbella standa lágreist, hvítkölkuö hús með blómskreyttum smíöajárnssvölum umhverfis róman-
tísk torg, þar sem gosbrunnarnir glitra í sólskininu. j nágrenninu eru beztu golf- og tennisvellir
Spánar. í lystibátahöfninni, PUERTO BANUS, vagga lystisnekkjur viö bryggju meðan eigendur gæöa
sér á gómsætum réttum úrvals veitingahúsa, sem standa umhverfis höfnina. í Marbella er úrval
næturklúbba og diskóteka, og þar ríkir andrúmsloft frjálsræöis, lífsgleöi og glæsimennsku.
Residence Olimpo
Ný og glæsileg íbúöabygging austast á Lignano-skagan-
um, steinsnar frá miðborginni, um 300 m frá ströndinni.
Olimpo stendur viö smábátahöfnina í Lignano Sabbia-
doro, en þar er ein stærsta lystisnekkjuhöfn Evrópu
„MARINA GRANDE“ með um 1800 viöleguplássum.
ibúðirnar eru nýtizkulegar, bjartar og rúmgóðar, vel bún-
ar húsgögnum og áhöldum, stúdíó meö svefnkrók (B)
eða með einu svefnherbergi (C), setustofu með 2
svefnplássum, eldhúsi, baðherbergi og stórum yfir-
byggðum svölum. Útsýni er annað hvort til miðbæjarins
og strandarinnar eða yfir höfnina, þar sem lystisnekkjur
vagga i glitrandi sólskininu.
Á jarðhæðinni eru úrval verzlana og þjónustufyrirtækja
og þar veröur eigin skrifstofa Útsýnar. Gisting í Resid-
ence OLIMPO verður boðin í brottferð eftir 23. júlí.
SPANN — COSTA DEL SOL
MARBELLA Verö frá kr. 7.770
Kaupvangsstræti 4,
Akureyri,
sími 96-22911.
Hótel International — Lignano
Eitt af beztu hótelum Lignano, ákjósanlega staðsett al-
veg við ströndina og næst Lunu-byggingunni. Vistleg
herbergi, öll með baði og svölum. Góð setustofa, veit-
ingasalur og bar. Fallegur garður i kring. Hálft fæöi.
Luna — 2 — 3 — 4
— er nýtízkuleg íbúöabygging í Lignano Sabbiadoro.
Íbúöirnar eru óvenju rúmgóðar, bjartar og vistlegar með
1—2 svefnherbergjum, rúmgóðri stofu meö svefnplássi,
eldhúsi, baöherbergi og svölum. Á neöstu hæð er eigin
skrifstofa ÚTSÝNAR, verzlanir, kjörbúð, hjólaleiga,
matsölustaöir og diskótek, eigin sundlaug, en byggingin
er alveg við ströndina.
* Feneyjar er einstæð borg er flytur
okkur inn i heim miöalda með sikjum
sinum og fornum byggingum. Markúá-
arkirkjan og hertogahöllin eru gimstein-
ar byggingasögunnar. i þessari dags-
ferö njótum viö siglingar í gondólum og
að reika um torg og stræti í sannkall-
aðri furðuvpröld
* Á búgaröinum Lipica voru aldir gæð-
ingar Reiðskólans i Vínarborg. Eftir
stutta sýningu höidum við til dropa-
steinshellanna heimsfrægu i Postojna.
Hálfsdagsferð.
* Vatnið i Bled er rómað fyrir einstaka,
náttúrufegurö. Gist er þar í tveggja
daga ferð i stórbrotnu landslagi júgó-
slavnesku og austurrísku Alpanna. M.a.
er komið til Wörther-vatns, austurrísku
rivíerunnar.
* Dagsferö til Lignano að heilsa upp á
kunningja og vini. Um leiö gefst gott
tækifæri til innkaupa í ágætum verslun-
um staðarins.
* Istriu-skagi býður upp á einstæða nátt-
úru og sögulega staöi. i dagsferö er
komið til Porec og Pula, hinnar róm-
versku, þar sem enn mó sjá eitt af fáum
uppistandandi hringleikjahúsum Róm-
verja.
— stendur í skjóli hæöanna viö Piranflóann á vesturströnd Istria-skagans, heilsubaöstaöur
meö röö nýtískuhótela og veitingahúsa viö strandgötuna og skógi vöxnum hæöum og vínekrum í kring.
Frá flugvellinum Ronchi, handan viö landamæri ítalíu, er aöeins klukkustundar akstur. Útsýn hefur náö samn-
ingum viö bestu gististaöina, Hotel Slovenja og Grand Hotel Metropol, sem
tryggja farþegunum fyllstu þægindi og Grand Hotel Metropo,
frábæra aöstööu. Umlukt blómum skrýddum garöi á fegursta staö í Portoroz
stendur Grand Hotel Metropol, lúxushótel meö glæsileg
salarkynni og vistarverur, langbezta hótelið í Portoroz og í
flokki vönduðustu hótela Júgóslavíu og þótt víöar væri leit-
aö. Hér er allt til þæginda og augnayndis — stór veitinga-
salur, 2 barir, klúbbur 21, næturklúbbur, diskóklúbbur,
ráðstefnusalir, sundlaug meö hituðum sjó, sauna, nudd-
stofa, snyrti- og hárgreiöslustofa, minjagripaverzlun og kas-
ínó. Hótelinu fylgir einkabaöströnd og rétt hjá er tennisvöll-
ur, bowling og mini-golf.
Hotel Roza
f sérbyggingu viö hliöina á Grand Hotel Metropol er Hotel
Roza, undir sömu stjórn, einnig hinn vistlegasti gististaöur
meö rúmgóöum herbergjum, en gestir þess hafa einnig
aögang aö salarkynnum, sundlaug og öllum þægindum
Metropol og boröa þar.
I sama garði og undir sömu stjórn er einnig Hotel Barbara,
vistlegt hótel meö rúmgóöum herbergjum, öll meö einka-
baöi. Gestir þess hafa einnig aögang aö Metropol, en boröa
í matsal í Hotel Lucija.
Hotel Slovenja
Hótel í A-flokki við strandgötuna í Portoroz og örskammt
frá ströndinni, nýtízkulegt og vel búiö, öll herbergi meö
einkabaði og svölum. Yfirbyggð sundlaug, veitingasalir, bar
og diskótek, hárgreiöslustofa, verzlanir.