Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Norska ljóöskáldið Hans Börli Skógarverkamaður, ádeiluskáld og lífsspekingur eftir Ivar Orgland Meðal þeirra, sem hafa áhuga á ljóðlist, er Hans Börli mikils met- inn. Ég hef aldrei heyrt neinn ljóðaunnanda kveða upp neikvæð- an dóm um þetta skáld, sem hefur einu sinni verið fulltrúi Noregs í keppni um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, en ekki fengið verðlaun ennþá frekar en Rolf Jacobsen. Mér er mjög minnisstætt, þegar ég talaði einu sinni við náttúru- fræðing sem er sérfræðingur í fugla- og dýralífi og hann sagðist ekki hafa sérlegan áhuga á ljóð- um, en kvaðst lesa Hans Börli sér til mikillar gleði og gagns. Honum fannst Börli ekki aðeins ákaflega fínt, ljóðrænt skáld, heldur einnig afar næmur í náttúrulýsingum sínum. En fyrir þennan vísinda- mann skipti það miklu máli. Það mun vera erfitt að rekast á ranga náttúrumynd í líkingum Hans Börli. Hann yrkir ekki sízt um heim, sem hann þekkir frá blautu barnsbeini: skógarheim Austur- Noregs, þar sem hann hefur verið skógarverkamaður allt sitt líf. Og samt er skáldskapur hans ekki bundinn við þetta svæði á þann hátt, að víðsýnið og útsýnið vanti. Þvert á móti er Hans Börli eitt þeirra norsku skálda, sem hafa hvað mesta tilfinningu fyrir smæð mannsins. Orðaforðinn er í senn heimalegur og alþjóðlegur. Við rekumst á nöfn frá ýmsum lönd- um hnattarins, bæði samtímanöfn og söguleg, en Börli dregur ekki síður inn í ljóð sín heiti stjarna — Arcturus, Capella, Orion, Sirius — sem stækka sjóndeildarhring þeirra. Segja má að fegurðar- skynjun hans sé rómantísk, en þessi rómantík stendur föstum rótum í umhverfi hans. I kvæðinu nLeiðin til eilífðarinnar" ( Veien til evigheten) segir hann: „Leiðin til eilífðarinnar/ liggur um hlaðið heima“ (Veien til evig- heten/ gár over gardstunet heime). Hans Börli fæddist í Eidskog í Austur-Noregi (skammt frá Sví- þjóð) þann 8. desember 1918. Hann ólst upp á litlum afskekkt- um bæ, og eftir að hann lauk barnaskólanámi hóf hann starf sem skógarverkamaður. Börli gaf út fyrstu ljóðabók sína 1945, og samtals eru bækur hans nú orðnar um tuttugu, flestar þeirra ljóðabækur, en líka fáeinar í óbundnu máli. Börli skrifar á norsku bókmáli, sem hann notar á mjög eðlilegan hátt. Hann hefur oftsinnis fengið bókmenntaverð- laun fyrir starf sitt. Sem ljóðskáld notaði Börli í fyrstu endarím og fasta hrynj- andi, en veik síðar frá því. Bestu ljóð hans eru frá um 1960, en ein- kenni þeirra er frjálst ljóðmál í anda módernismans. Dæmigert fyrir ljóðskáldið Hans Börli er einnig það að hann notar mikið af mvndum í ljóðum sínum, sérlega ljóðrænar samlíkingar. En þessa aðferð má reka til Finnlands- sænskra módernista, t.d. Edith Södergran og Elmer Diktonius, en auk þess má sjá áhrif frá Harry Martinson og Artur Lundkvist, m.ö.o. fulltrúum sænsks mód- ernisma og verkamannaskáld- skapar. BÍörli varð einnig ungur mjög hrifinn af Ijóðum sænsk-ameríska skáldsins Carl Sandburgs. Sand- burg orti um hart hversdagslíf, venjulegt fólk, verkamenn með sigg í lófum, um dansmeyjar, fylli- byttur, fátæka bændur á „præri- en“. Börli hefur sjálfur sagt frá því hve mikið hann græddi á því að lesa Carl Sandburg. Sandburg sýndi honum, að hversdagslegt líf er nógu góður grundvöllur skáldskapar, ef skáldið er bara nógu gott. Carl Sandburg var einn fremsti fulltrúi hins svokallaða Chicago-skóla í amerískri ljóða- gerð, snemma á þessari öld. Þessi aðferð var Börli eðlislæg, þegar hann orti um hversdagslíf skógarverkamannsins. Hér má benda á nakið raunsæi í ljóðum Steins Steinars, eins og það birtist í ádeilukvæðum hans. Eins og við vitum, þekkti Steinn líka ljóð Carl Sandburgs, og mun hafa orðið fyrir áhrifum frá honum. I ljóða- bókum Steins er meira að segja Ijóðaþýðing, sem Steinn hefur gert eftir Sandburg, en það er litla ljóðið „Gras“. Ætla mætti, að öreiginn og verkamaðurinn Börli hafi fyllt flokk sósíalískra þjóðfélagsskálda. En þó að hann hafi um tíma verið aðdáandi þessarar pólitísku stefnu, missti hann trú á hana. Börli trúir ekki lengur á sigur sósíalismans. Hann er efagjarn og trúir því ekki að maðurinn geti betrumbætt heiminn- til neinna muna. Framfarir á einu svæði verða afturför á öðru. En Börli trúir á hið einfalda og ósvikna hversdagslíf, á hlutina, sem hönd hans snertir og notar, eins og öx- ina. Þessir hlutir bjarga honum frá lífsflótta og vonleysi. Þó að Börli geti ekki talist sósí- alisti eða pólitískur baráttumaður er þjóðfélagsleg samviska hans einlæg og djúp. Hann hefur dýpsta samúð með mönnunum í „dongery“-fötum (verkamanna- klæðum), en andúð á öllu yfir- borðslegu, tilgerðarlegu. Hann kann illa við notkun margra og óljósra orða, en aðhyllist fram- sagnarhátt, sem kemur að kjarna málsins. — í kvæði sínu „Við eig- um skógana" (Vi eier skogene) segir hann: Ingen av mitt folk har noensinne eid et tre. Likevel eier vi skogene med blodets röde rett. Verkamennirnir eiga skógana eins og barnið á móður sína, segir í lok kvæðisins. — Hans stétt hef- ur tekið þátt í byggingu pýramíd- anna og Empire State-byggingar- innar, þjáðst undir leðuról gúmmíplöntueigendanna við Am- azon-fljótið. — Börli er óvinur oddborgarans. Hann er einnig óvinur átrúnaðar hans, ef svo mætti segja. Hann segir í kvæðinu „Trúarjátning mín“ (Min tros- bekjennelse): Jeg trur pá den nakne legende om mennesket Jesus Kristus. Jeg trur pá ham slik han var för menneskene formet hans bilde pá perlebesatte krusifikser, för sjölbehagelige prester lespet hans navn over silkedukede altere i katedraler reist til hans ære, för de velsignet blodige krigsvápen og sang hans navn over slagmarkene, för de kamuflerte falskhet og ráttenskap med hans hellige stráleglorie. Jeg trur pá tömmermannens sönn — den fattigste av de fattige. Ilan som ekki eide en stein á kvile sitt trötte hode mot. Ilan som prediket kjærlighetens og brorskapens evangelium for pöbelen pá byenes torg. Denne Jesus — det evige og sanne menneske — mátte dö mellom röverne pá (iolgata, dömt som en fare for samfunnet. Slavenes og piskesvingernes gjennomrátne samfunn. Men hans Via Dolorosa gár som en skinnende vei gjennom alle árhundrer. Det store og gode menneskes vei — mot lengselens morgenland. Börli notar oft stutt ljóðaform sbr. „Naktar manneskjur" (Nakne mennesker): Ki snölaus, blásende januarnatt lá liket av en ihjelsultet ukrainer nakent ved ei stinkende avfallstönne i konsentrasjonsleiren Buchenwald. — lá ei billedskjönn millionöse og ventet sin elsker naken i et strandslott i Florida. Nakne var de begge, liket og kvinna. Buchenwald og Klorida ligger pá samme klode. Gagnvart grimmd mannanna, eins og hún hefur komið fram í styrjöldum, ofstæki, fjöldapynd-t ingum og aftökum er Börli berorð- ur og sterkur. Eins og Arnulf Överland, mesti háðfugl í hópi baráttuskálda Noregs á stríðsár- unum, getur Börli sagt með mikilli kaldhæðni: At du makter á le! I)u. Mennesket. At det er mulig á sitte sá makelig henslengt med ettermiddags-kaffi og smultringer överst pá tidenes monolitt av forvridde menneskekropper! En í ljóði sínu „Ef þögnin" (Hvis stumheten) tekur hann málstað allra bágstaddra á þennan hátt: hvis STUMHETEN hvis öret kunne oppfatte skriket fra alle forpinte hjerler i verden — men svingningsfrekvensen er for höy som i flaggermusens skrik under flukten Det er forunderlig stille over alle skrivebord. Börli er ekki mjög hrifinn af kaldri og fágaðri rödd þulunnar, sem talar um miklar hörmungar, eins og þær væru sjálfsagðir hlut- ir: Dette svale vakre ansiktet til den kvinnelige nyheLsoppleseren: Kutinert og med utsökt diksjon bekjentgjör hun krig og mord og ulykke uten det minste lille dirr av fölelse i stemmen. En um pólitíska afstöðu sína segir hann m.a. í kvæðinu Infra- röd: Min politiske kulör er infraröd (derfor ser du den ikke med blotte öyet). Det finnes intet parti, ingen talerstol, intet forum for fettete floskler sa redningslöst langt til venstre. Tusen árs trellehat overvintret i de armods lender som ga meg livet. Kunne du sá sant stikke handa inn i hjertet mitt, ville du brenne deg, bror. Honum finnst hörmulegt að þjóðfélagið skuli berjast við af- brotamenn með þeirra eigin vopn- um. Er það nauðsynlegt, spyr hann í sambandi við aftöku norsks hryðjuverkamanns frá stríðsárun- um. — Náttúran er verkamannin- um Börli ekki rómantískar um- búðir fegurðarunnandans ein- göngu; honum er í blóð borin til- finning fyrir öllu sem lifir þar og hrærist. Þannig ber jafnvel feg- urðin raunsæjan blæ: Det kveldes, ei stjerne gror bleik som en myrblomme pá himmelviddene i vest. Menneskene pá Jorden skal enná kalle den Árkturus et par sekunder av evigheten. (ílr kvKÖinu „l'tkant Norge“) Kristniboðsflokkur KFUK: Árleg fjár- öflunarsam- koma á þriðju- daginn Kristniboðsflokkur KFUK í Reykjavík heldur árlega fjáröflun- arsamkomu sína næstkomandi þriðjudagskvöld, 4. maí. Er hún haldin að Amtmannsstíg 2b og hefst kl. 20:30. Á dagskrá er m.a. söngur Karlakórs KFUM, happ- drætti til fjáröflunar og ræðu- maður er Jónas Þórisson kristni- boði, sem starfað hefur í Eþíópíu. Nýtt ferjuskip milli Akraness og Reykjavíkur Fram hefur verið lagt frumvarp, sem felur í sér heimild til handa ríkisstjórninni að veita sjálfskuldar- ábyrgð á lánum, sem Skallagrímur hf., Akranesi, hyggst taka til kaupa á nýju ferjuskipi til siglinga milli Akraness og Reykjavíkur, enda komi viðunandi tryggingar á móti. Kaupverð þessa skips, sem er 10 metrum lengra en Akraborgin, er 29 m.kr. Það ber 75 bíla, sem er 80—100% meira en Akraborgin, enda bílþilfar á tveimur hæðum. Skipið er smíðað 1974, og mun það þegar tilbúið til afhendingar á Kanaríeyjum, ef af kaupum verð- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.