Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
Erfiðleikar framundan
og vaxandi verðbólga
— segir í séráliti bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins um íslensk efnahagsmál
Washington, 30. apríl. AP.
ERFIÐLEIKAR blasa nú við í ís-
lensku efnahagslífi og útlit fyrir
áframhaldandi lítinn eða neikva*ð-
an hagvöxt, að því er segir í séráliti
bandaríska viðskiptaráöuneytisins,
sem birt var í dag, fimmtudag.
Horfurnar eru þó enn góðar hvað
varðar hinar mikilvægu þorskveið-
ar, segir í álitinu, og ekki eru líkur
á að greiðslujöfnuðurinn breytist til
hins verra mjög skyndilega.
„Ekki er líklegt að í kjölfar
þessarar þróunar fylgi atvinnu-
leysi en greiðslujöfnuðurinn mun
áfram verða óhagstæður, þó ekki
stórvarasamur, og stjórnvöld
munu enn sem fyrr reyna að
halda í horfinu í glímunni við
efnahagserfiðleika þessarar þjóð-
ar, sem vissulega er mjög velmeg-
andi. Ný verðbólgualda er hins
vegar fyrirsjáanleg," segir í áliti
viðskiptaráðuneytisins.
í álitinu segir, að þeir þættir í
íslensku efnahagslífi, sem ýta
undir aukna verðbólgu, ættu að
vera mönnum mikið áhyggjuefni
og eru þeir taldir þessir helstir:
Vaxandi peningaframboð, stöðug
þörf atvinnuveganna fyrir meiri
lán og/ eða verðhækkanir, geng-
islækkunin í janúar og hækkun
fiskverðs og kjarasamningarnir,
sem nú eru framundan.
„Ef gengi dollarans, sem í fyrra
hækkaði mjög miðað við 1980,
lækkar, sem einhverju nemur, á
þessu ári mun dýrari innflutning-
ur valda verulegri verðbólgu á ís-
landi. Sú þróun er þó ekki óhjá-
kvæmileg, þegar höfð er í huga
veik staða evrópsks gjaldeyris, en
íslenskt efnahagslíf er hins vegar
sérstaklega næmt fyrir óhag-
stæðri þróun á erlendum gjald-
eyrismörkuðum," segir í séráliti
bandaríska viðskiptaráðuneytis-
ins.
Varsjárborg girt
miðunarstöðvum
Varsjá, 30. apríl. AP.
TÆKNIMENN á vegum pólska
hersins unnu að þvi í dag að koma
fyrir miklu neti af miðunarstöðvum
allt umhverfis Varsjá og er tilgangur-
inn augljóslega sá að finna útvarps-
stöð, sem neðanjarðarhreyfing Sam-
stöðumanna rekur, en þeir hafa boö-
að útsendingar í kvöld.
Herstjórnin er staðráðin í að ná
Samstöðumönnunum eða a.m.k. að
trufla útsendinguna en gert er ráð
London, 30. april. Al*.
REIÐKENNARINN Diane Lockett
var ekki í neinum vafa hvað gera
skyldi er hún sá tvo ræningja ráðast á
konu í Hyde Park í London. Hún var
að kenna nokkrum nemendum sínum,
en lét það ekki hafa áhrif á sig.
Hleypti hesti sínum, Brentwood, á
sprett og gómaði þjófana.
Varð hún að fara um fjölfarnar
götur í Knightsbridge-hverfinu og
m.a. á móti umferðinni á einstefnu-
götu áður en henni lánaðist að króa
þjófana af. Reyndust þeir vera tveir
fyrir, að þeir hvetji til mótmæla og
andstöðu við yfirvöldin á morgun,
sem er 1. maí, hátíðisdagur verka-
lýðsins. Pólska öryggislögreglan er
með mikinn viðbúnað vegna morg-
undagsins og hefur nú þegar tekið
sér stöðu víða þar sem fólk hefur
áður safnast saman til mótmæla,
eins og t.d. á Sigurtorginu í Varsjá.
í gær, fimmtudag, voru fyrstu
fangarnir látnir lausir af þeim
óharðnaðir unglingar.
„Þeir voru dauðskelfdir," sagði
Lockett við fréttamenn eftir atvikið.
Öðrum hélt hún með hesti sínum
föstum upp við vegg á meðan hún
skipaði hinum að afhenda sér pok-
ann með peningunum í. Reyndist
hann innihalda 1000 pund. Lockett
fékk 40 pund fyrir sitt framlag í
verðlaun og hesturinn Brentwood
varð heldur ekki útundan. Honum
var færður stóreflis poki af gulrót-
um.
1000, sem herstjórnin segist ætla
að sleppa. Búist hafði verið við, að
fleiri fengju frelsi í dag, en stjórn-
völd segja, að það verði ekki fyrr
en á mánudag. I dag var dreifimið-
um dreift á götum Varsjárborgar
þar sem hvatt var til mótmæla á
morgun. Sumir voru í líki dánar-
tilkynningar með svörtum ramma
þar sem í stóð: „Til minningar um
1. maí.“ Á öðrum var krepptur
knefi með þumalfingurinn milli
vísifingurs og löngutangar, en það
er pólskt fyrirlitningartákn.
Sakharov-nefndin í Kaup-
mannahöfn hefur farið fram á það
við danska verkalýðsleiðtoga, að
þeir skori á pólsk stjórnvöld að
sleppa Lech Walesa úr haldi.
„Vegna þess, að hann er leiðtogi
verkalýðsins og nú er hátíðisdagur
hans.“ Dean Fischer, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, sagði í dag, að fyrirheit pólsku
herstjórnarinnar um að sleppa
1000 mönnum úr haldi hrykki
hvergi til að Bandaríkjastjórn
breytti afstöðu sinni til hennar.
Hann ítrekaði einnig fyrri yfirlýs-
ingar um, að ef frelsi Samstöðu-
daganna yrði komið á aftur myndu
Bandaríkjamenn ekki skera að-
stoðina við Pólverja við nögl.
Elti þjófa á hestbaki
og króaði þá síðan af
Fjöldafundur var haldinn í Buenos Aires sl. mánudag til stuðnings herfor-
ingjastjórninni í Falklandseyjadeilunni. Á myndinni sést hvar argentínskir
æskumenn berja bumbur og hrópa slagorð um órofa samstöðu þjóðarinnar í
átökunum við Breta.
Veður
víða um heim
Akureyri +6 skýjaó
Amsterdam 10 skýjaó
Aþena 18 heióskirt
Barcelona 17 alskýjaó
Berlín 9 rigning
Briissel 8 skýjaó
Chicago 14 heióskfrt
Dublín 10 skýjaó
Feneyiar 13 alskýjaó
Frankturt 11 rigning
Fasreyjar 4 rigning
Gent 16 heióskirt
Helsinki 10 skýjaó
Hong Kong 21 rfgning
Jerúsalem 20 skýjaó
Jóhannesarborg 17 heióskírt
Kaupmannahöfn 9 rigning
Las Palmas 21 léttskýjaó
Lissabon 24 heióskirt
London 13 skýjaó
Los Angeles 21 skýjaó
Madrid 23 heióskirt
Mallorca 21 skýjaó
Malaga 20 hetðskirt
Mexicoborg 28 heióskírt
Miami 25 heióskírt
Moskva 17 Iteióskirt
Nýja Delhi 32 heióskfrt
New York 19 heióskirt
Osló 8 sólskin
Paris 15 skýjaó
Perth 17 skýjaó
Reykjavik +4 snjóól á sió. klst.
Rio de Janeiro 25 heióskírt
Róm 19 heíóskírt
San Francisco 19 heióskirt
Stokkhólmur 7 rigning
Sydney 21 heióskfrt
Tel Aviv 24 skýjaó
12 ára tekur
háskólapróf
Boise, Idaho, 30. apríl. AP.
ROBERT Hughes, prófessor í stærð-
fræði í ríkisháskólanum í Boise í Ida-
ho, hefur kynnzt mörgum áfburðanem-
endum áður, en engum eins frábærum
og Jay litla Luo, 12 ára, sem innan
skamms verður yngsti maðurinn í sögu
Bandaríkjanna sem lýkur háskólaprófi.
Luo útskrifast í stærðfræði í júní
og hyggst stunda framhaldsnám við
Stanford-háskóla. Luo var 9 ára þeg-
ar hann innritaðist. „Hann er gáfað-
asti 12 ára nemandinn sem ég hef
komizt í kynni við,“ segir Hughes.
Samkvæmt Metabók Guinness er
yngsti nemandinn sem hefur tekið
háskólapróf í Bandaríkjunum Merr-
ill Kenneth Wolf, sem tók B.A.-próf í
Yale 1945 þegar hann var 14 ára.
Faðir Luo, Zong Luo tölvufræðing-
ur, innritaði hann í háskólann þegar
hann hafði lesið grein um afburða-
nemendur. Hann er ættaður frá
Taiwan.
Dr. William Mech, sem hefur haft
veg og vanda af að kenna Luo, segir
að það kæmi sér ekki á óvart þótt
Luo fengi Nóbelsverðlaun, ef hann
sneri sér að einhverju öðru en
stærðfræði, en Nóbelsverðlaun eru
ekki veitt fyrir stærðfræði.
8 Pólverjar
ræna flugvél
8 Berlín, 30. apríl. AP.
ÁTTA menn rændu í dag, föstudag,
farþegaflugvél pólska flugfélagsins
Lot, af gerðinni AN-24, þegar hún var á
leið frá Wroclaw til Varsjár og neyddu
flugstjórann til að lenda á Tempelhof-
flugvelli í Berlín. Einn öryggisvörður
mun hafa særzt í átökum.
Síðan í desember 1980 hafa flug-
vélaræningjar fjórum sinnum neytt
pólskar farþegafiugvélar til að lenda
á Tempelhof.
Þungur dómur á Alþingi
eftir Pétur Björns-
son, forstjóra
Velferð lands og þjóðar liggur
ekki alltaf í fyrirrúmi á Alþingi
þegar kosningar eru á næsta leyti.
Það sést bezt á frumvarpinu um
sykurverksmiðju, sem óvænt hef-
ur skotið upp kollinum aftur í
þingi, eftir hljóðláta svæfingu í
kjölfar röksemda. Ef frumvarpið
nær fram að ganga er þungur
dómur kveðinn upp yfir lífskjör-
um þjóðarinnar.
Tæknilegar for
sendur bresta
Hugmyndin, sem lögð er til
grundvaliar sykurverksmiðju í
Hveragerði er byggð á kenningum
tveggja Finna, þeirra H. Hongisto
deildarstjóra og H. Heikkilá efna-
fræðings, sem báðir eru starfs-
menn Finnsugar Company í Finn-
landi. Þeir hafa gefið út kenningu
sína á prenti undir heitinu „Finn-
sugar Chromatograpic Separation
Process", sem byggir á vinnslu á
sykri úr „mólössum", úrgangsefni
sem myndast við hefðbundna
framleiðslu á sykri.
Þegar unnið er úr „mólassar"
innihalda mikinn raka, myndast
mjög fljótt tvísykrungur og gerjun
(fermentation + buteric acid), sem
eftir ákveðinn tíma gerir „molass-
ana“ nær óhæfa til áframhaldandi
sykurvinnslu. Þess vegna fer
ofangreind framleiðsla eingöngu
fram á sykurvinnslusvæðinu. Ef
flytja á „molassana" yfir hafið frá
Finnlandi til íslands, þarf til þess
sérhæfðan flutninga- og kæliútb-
únað og óvíst að dugi til.
Hugmyndasala frá 1976
Allt frá því að Finnarnir tveir
kynntu fyrst kenningar sínar árið
1976 hafa þeir unnið sleitulaust að
því að selja hugmyndina. Framan
af voru þeir heldur framlágir og
vonlitlir um undirtektir, þar til
nokkrir íslenskir frændur gripu
hugmyndina á lofti, þá lyftist á
þeim brúnin.
Þegar þeir eygðu fæðingu syk-
urverksmiðju hér á landi, þá má
til marks um trú þeirra á fyrir-
tækinu nefna, að þeir settu þau
skilyrði fyrir þátttöku Finnsugar í
ævintýrinu hér á landi, að sett
yrðu sykurlög sem bönnuðu inn-
flutning sykurs til landsins, sam-
fara verðlagningu, sem tryggði
10% arðsemi á þeirra framlag.
Þessar ráðstafanir mundu auð-
vitað tryggja Finnsugar losun á
„mólössum" og um leið tryggða
arðsemi á eigið fé.
Það væri of langt mál hér að
taka fyrir hverja grein kenningar-
innar fyrir sig frá tæknilegu og
hagkvæmu sjónarmiði, heldur
mun ég láta þetta sem hér birtist
nægja til viðvörunar.
„Aldrei verið gert áður“
Svör sem okkur hafa borist frá
stærstu sykurframleiðendum
beggja vegna Atlantshafsins um
þessi mál, hafa verið á þessa leið.
„Við höfum aldrei heyrt þess getið
að þetta hafi verið gert áður.“
Jafnframt var þess getið að á
pappírnum er tæknilega séð
möguleiki að ná sykri úr „mólöss-
um“, en aldrei þótt fýsilegt vegna
gífurlegs kostnaðar og flókinnar
aðferðar.
Það er einnig talið nær óhugs-
andi að ætla sér að ná 99,9%
hreinum, krystölluðum sykri úr
slíkri framleiðslu, en hann er ein-
mitt sá sykur sem krafist er af
allri betri gosdrykkja- og sælgæt-
isgerð um heim allan.
Markaðurinn
Sykurverksmiðjan í Hveragerði
þarf 550 $/tonn til að komast á
núllpunkt fjárhagslega. Aðeins
tvisvar á síðastliðnum 10 árum
hefur alþjóðlegt heimsmarkaðs-
verð náð því hástigi sem til þarf.
Til marks um þetta má nefna að
sykurverð í dag er á bilinu
250-300 $/tonn.
Megineinkenni sykurmarkaðar
undanfarinna áratuga hafa verið
gífurlegar verðsveiflur. Ýmislegt
bendir nú til að svo verði ekki á