Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 23

Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 23 Nýr forseti E1 Salvador Hófsamur og sjálf- stæður án fyrri stjórnmálatengsla ALVARO Magana, sem var kjörinn forseti El Salvador á fimmtudag er vel metinn hagfræðingur, menntaö- ur í Bandaríkjunum og talinn sjálfstæður og hófsamur í skoðun- um. Síðustu sautján árin hefur Magana verið bankastjóri og ekki haft nein tengsl við stjórnmáia- flokka landsins. Sjónarmið Magan- as komu fram í viðtali nýlega varð- andi nauðsynlegar aðgerðir í San Salvador. Hann lagði þar áherzlu á að efnahag landsins yrði að byggja upp á ný og það myndi stuðla að meiri almennri kyrrð á meðal íbú- anna. Sú stjóm sem Ueki við «tti að hafa þetta að meginmarkmiði. Magana tekur við forsetaemb- ættinu í kjölfar kosninganna til stjórnlagaþingsins í marzlok. Að- alverkefni þess er að semja nýja stjórnarskrá og efna síðan til al- mennra kosninga, líklega á næsta ári. Annað verkefni stjórnlaga- þingsins var að velja forsetann, svo sem nú hefur verið gert. Magana er fæddur 8. október 1925. Hann er sagður blátt áfram í viðmóti, með napran húmor. Hann fær og orð fyrir að vera laginn og skörulegur stjórnandi, ákveðinn og fylginn sér ef honum býður svo við að horfa. Magana hefur fátt látið hafa eftir sér enn sem komið er um hvaða ráðstafana eigi að grípa til svo að kleift verði að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu. Vinstrisinnar í landinu tóku ekki þátt í kosningunum og kölluðu þær skrípaleik, eins og fram hef- ur komið. Herinn, kristilegir demókratar, sem fóru með völd fyrir kosningarnar 28. marz, og hægrisinnar, sem hafa nú meiri- Dr. Alvaro Magana forseti El Salvador. hluta á stjórnlagaþinginu, eru allir á einu máli um að ekki eigi að semja við vinstrimenn fyrr en þeir hafi lagt niður vopn. I viðtalinu við Magana sem áð- ur var vitnað til sagði hann að kæmist friður á í landinu myndi það hjálpa stjórninni að sinna verkefnum sínum, en náðun til handa skæruliðum yrði að vera einróma samþykkt á þinginu. Af fimm flokkum á þinginu eru fjór- ir hægri flokkar. Magana er fæddur í Ahuachap- an, bæ ekki ýkja langt frá landa- mærum við Guatemala. Foreldr- ar hans voru bændafólk. Hann lauk prófi í lögum frá háskólan- um í San Salvador, en hélt síðaij til Chicago og nam hagfræði und- ir handleiðslu Martin Friedmans á árunum 1951 — 1955. Hann er kvæntur og sex barna faðir. Magana er þeirrar skoðunar að almennt séu íbúar E1 Salvador ekki flokkslega sinnaðir, heldur sækist þeir fyrst og fremst eftir bættum lífskjörum og friði. „Fólk tók þátt í kosningunum vegna þess að það vonaði að þá yrðu breytingar — sykurverðið myndi lækka, strætisvagnafargjöldin lækka og launin myndu hækka,“ sagði Magana og bætti við að for- seti landsins yrði umfram allt að vera heiðarlegur, hagsýnn og raunsær og síðast en ekki sízt góður stjórnandi. Fréttaskýrend- ur telja að Magana hafi flesta þessa eiginleika til að bera. Botha og Kaunda ræðast óvænt við KopfonU'in (ialc, Suóur Afríku, 30. apríl. AP. P. W. BOTHA, forsætisráð- herra Suður-Afríku, og Kenn- eth Kaunda, Zambíuforseti, áttu þriggja tíma „gagnlegar viðræður“ á landamærum Suður-Afríku og Botswana í dag, fostudag. Þetta er einn af fáum fundum leiðtoga Æfingar á Iwo Jima Tokyo, 30. apríl. AP. JAPANSKA rikisstjórnin heimilaði í dag, (ostudag, landgönguæfingu bandarískra landgönguliða á Iwo Jima, þar sem ein blóðugasta orrusta Kyrrahafsstriösins geisaði, i næstu viku. Þetta verður fyrsta landgöngu- æfing landgönguliðanna á eynni síðan hún var skiluð Japönum 1968. Um 800 landgönpiliðar munu taka þátt í æfingunni. hvíta meirihlutans í Suður- Afríku með blökkumanna- leiðtoga. Birt var stutt, varkár frétta- tilkynning um fundinn og það benti til þess að enginn áþreif- anlegur árangur hefði náðst. Sagt var að leiðtogarnir hefðu átt „hreinskilin skoðanaskipti um ástandið í sunnanverðri Afríku í leit þeirra að friðsaml- egri lausn á vandamálum heimshlutans". Viðræður leiðtoganna fóru fram við ílangt borð, sem var þannig fyrir komið í byggingu á landamærunum, að annar end- inn var í Botswana en hinn í Suður-Afríku og bæði Botha og Kaunda höfðu annan fótinn í Botswana og hinn í Suður- Afríku. Þetta átti að sýna að viðræð- urnar færu fram á jafnréttis- grundvelli. næstu árum. Umframframleiðsla hleðst upp, sykurneysla minnkar, notkun gervisætuefna færist sí- fellt í vöxt svo sem cyclamats, saccarins og aspartame. Afleiðingar gífurlegra verð- sveiflna í sykri hafa m.a. verið þær að notendur sykurs hafa ýtt undir framleiðslu „high fructose corn syrups" til að nota þegar verð sykurs er hátt. Alkóhólframleiðsla til eldsneyt- is er vörn sykurframleiðendanna við of lágum verðsveiflum. Þannig hefur markaðurinn brugðist við og verða því verð- sveiflur mun minni á sykri á næstu árum en verið hefur hingað til. Við skulum hafa það í huga að útflutningur verður óhugsandi. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eru til þjóðir sem hafa fallvatnsorku, stuttar vegalengdir á markað og mólassa á staðnum, sem ekki hafa látið sér detta í hug að framleiða hreinan krystallaðan sykur úr „mólössum" til neyslu og matvælaframleiðslu. Pólitík Ef frumvarpið verður að lögum ásamt óhjákvæmilegum sykurlög- um, sem örugglega verður lætt inn seinna eigi sykurverksmiðjan að þrífast vegna óheyrilegs kostnað- ar, þá neyðist almenningur í land- inu til þess að sætta sig við eftir- farandi afleiðingar: Vöruverð til neytenda hækkar, verðbólga eykst, íslenskir matvælaframleið- endur standast ekki samkeppni erlendra aðila í verði og almenn lífskjör rýrna. Ef til vill er hugmyndin sú að íslendingar neyðist til þess að draga sig úr samstarfi vestrænna þjóða og slíti samningum við frí- verslunarsamtökin, EBE og EFTA, og hverfi aftur í myrkviði fyrri ára. Sykurlög sem sett yrðu mundu ganga í berhögg við gerða samn- inga við Fríverslunarbandalagið og EBE og stofna þannig útflutn- ingi á fiski þangað í hættu vegna tolla sem yrðu lagðir á af banda- lögunum. Þessa dagana virðast byggingar pólitískra minnisvarða og at- kvæðaveiðar ganga þvert yfir al- menningsheilí. Reykjavík 29./ 4. 1982, Pétur Björnsson. P.W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, og Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, ræðast við í hjólhýsi á landamærum S-Afríku og Botswana í gærdag. Það er Botha sem hallar sér fram á borðið vinstra mcgin fyrir miðri mynd, en andspænis honum situr Kaunda. Simamynd — AP íranir hefja stórsókn og ná mikilvægum vegi Beirúl, 30. apríl. AP. ÍRANSKI herinn sótti yfir Karun-fljót í dag og náði á sitt vald mikilvægum spottum þýðingarmikils þjóðvegar. Þetta var liður í stórsókn, sem miðar að þvi að hrekja herlið Iraka frá oliu- héraðinu Khuzistan að sögn írönsku herstjórnarinnar. írakska herstjórnin sagði að ír- aksher hefði hrundið nýju sókninni með stuðningi herþotna og hélt því fram að 2.500 íranskir hermenn hefðu fallið í 12 tíma viðureign fót- gönguliðs og skriðdreka í mýrlendi í Khuzistan. „Vigvöllurinn er þakinn líkum óvinanna," sagði yfirmaður írakska hersins í Khuzistan í skeyti til Saddam Husseins forseta. „Herlið okkar hefur hrundið atlögu óvinar- ins og hefur kennt honum lexíu, sem hann gleymir ekki.“ íranir kváðust hafa skotið niður fimm írakskar herþotur síðan sókn- in hófst á miðnætti og í Bagdad var sagt að einni íranskri orrustuþotu og fjórum árásarþyrlum hefði verið grandað. íranska fréttastofan sagði, að „hermenn islams" hefðu náð á sitt vald tugum ferkílómetra íransks lands þegar þeir hröktu herlið íraka frá stórum hlutum þjóðvegarins Ahwaz-Khorramshar. Fréttastofan sagði að minnst 1.000 írakar hefðu verið teknir til fanga. íranska her- ráðið sagði að meðal fanganna væru fimm írakskir hershöfðingjar. Ríkisútvarpið í Tehran og ríkis- útvarpið í Bagdad hættu útsending- um venjulegra dagskrárliða og út- vörpuðu stríðstilkynningum, en á milli voru leikin hergöngu- og ætt- jarðarlög, sem minnti á eldmóðinn í upphafi Persaflóastríðsins er brauzt út 22. sept. 1980. I írönskum bænahúsum skoruðu predikarar á menn að bjóða sig fram til herþjónustu og biðja fyrir skjótum sigri í hinni nýju tilraun til að hrekja óvininn með öllu frá Khuzistan, aðalstríðsvettvanginum við suðurenda víglínunnar, sem er 483 km löng. Háttsettur kommúnistaleiðtogi myrtur af Mafíunni á Ítalíu Palermo, Sikiley, 30. apríl. AP. TALIÐ er að það hafi verið menn innan mafiunnar sem skutu og myrtu Pio La Torre, formann kommúnista- flokksins á Sikiley og þingmann, i árás í dag. Bilstjóri hans lést einnig í fyrirsátrinu. Fyrstu fregnir hermdu að hann hefði verið skotinn niður fyrir utan skrifstofur kommúnista- flokksins i Palermo. Lögreglan gaf þá skýrslu, að fimm menn, vopnaðir skammbyss- um, vél- og haglabyssum, hafi beð- ið eftir hinum 54 ára gamla La Torre er hann kom út af skrifstof- unni. Þegar bifreið hans renndi fyrir horn á fáfarinni götu skammt frá skrifstofunni, dundi kúlnahríð- in á bílnum. Loks þegar hann stað- næmdist hlupu árásarmennirnir að bilnum og skutu La Torre og bil- stjórann í höfuðið. Bílstjórinn reyndi að svara fyrir sig og dró upp skammbyssu, en var myrtur með haglaskoti. Morð þessi voru framin aðeins einum degi áður en von er á helsta sérfræðingi lögreglunnar í glæpa- málum til Palermo. Er honum ætl- að að stjórna aðgerðum lögregl- unnar í viðureign hennar við mafí- una. Skera á upp herör gegn þess- um glæpasamtökum, sem eiga sterk ítök, einmitt á Sikiley.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.