Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 25 sem sett var í húsi félagsins á Granda í gær. Gunnar FriAriksson, forseti SVFl, Ljósm.: RAX. Hið fjölmenna þing SVFÍ, ræAustól. Slysavarnafélagid er hreyfing fjöldans og stjórnað af fólkinu sjálfu — segir Gunnar Friöriksson, er hann nú hættir sem forseti Slysavarnafélagsins í setningarræðu sinni á landsþingi Slysavarnafélags íslands í gær, skýrði Gunnar Friðriksson frá því að hann gæfi ekki lengur kost á sér sem forseti, en í stjórn félagsins hefur Gunnar verið í 26 ár, þar af forseti þess í 22 ár. I stuttu samtali við fréttamann Mbl. sagði Gunnar að hann hefði haft mikla ánægju af að starfa að þessum málum og með því fólki, sem þar leggur fram krafta sína. — Hér hugsa allir um það eitt að geta aukið iirvggi fólksins í landinu, segir hann. — Að sjálfsögðu þykir mér vænt um þetta starf, og mun halda áfram að styðja það eftir megni, bætti hann við. — En öllum má vera ljóst að eftir 26 ár í stjórn hefur maður tekið úr sér teygjuna. Þvi finnst mér nú nauðsynlegt að ungir, ferskir menn taki við þar sem ég hverf frá, og haldi uppi merki þessa félagsskapar. Er hann var spurður um hvað honum væri minnisstæðast úr starfinu, sagði Gunnar: — Mér er það ákaflega minnisstætt þegar ég kom fyrst í stjórn félagsins 1956, að þá vorum við með starfsemina í 2 herbergjum í leiguhúsnæði í Grófinni 1, og að fyrsta málefnið sem ég fékk var að fá því breytt. Það tókst. Við byrjuðum að byggja hér á Grandanum 1958. Reykja- víkurborg hafði boðið okkur ókeypis bragga inni í Vatna- görðum, en við hugsuðum stærra. Með stuðningi þáverandi borgar- stjóra og hafnarstjóra fengum við hér úthlutað lóð og gátum haldið 10. landsþingið i þessum ágætu húsakynnum okkar. Fram að því höfðum við oft þurft að halda þingið á 4 stöðum í borginni. Það gleður mig mjög að hafa átt þátt í þessari aðstöðubreytingu. — Auðvitað hefur aðalstarfið verið fólgið í uppbyggingu björg- unarstöðva og tækjabúnaðar kring um allt landið, en slíkt er í sí- felldri þróun og framför, sagði Gunnar, og nefndi sérstaklega átakið sem nú er verið að gera í fjarskiptaþjónustu, sem hann ræddi svo í skýrslu sinni: — Síðastliðið ár var áfram unn- ið að þeirri uppbyggingu fjar- skiptakerfis björgunarsveita, sem hófst fyrir um það bil 3 árum. Samstarfið innan „Fjarskiptaráðs björgunarsveita" hefur verið gott og eru nú komnar fastar starfs- venjur varðandi innflutning tækja og niðurfellingu innflutnings- gjalda. Stórn SVFÍ hefur lagt áherslu á að hraða þessari upp- byggingu og hafa fulltrúar félags- ins í fjarskiptaráði heimsótt flest- ar björgunarsveitir landsins og leiðbeint þeim. Árangur þessa starfs er nú að koma í ljós. Má segja að allar björgunarsveitir frá Hornafirði til Akraness séu komn- ar með stöðvar á VMF-tíðnum. Á Vestfjörðum eru 4 sveitir við Djúp komnar í samband ásamt Pat- reksfirði og fleiri eru væntanlegar mjög fljótlega. Á Norðurlandi hafa Sauöárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og Mývatnssveit fengið sér tæki, en á Austurlandi eru það einungis Vopnafjörður, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Þá hafa einnig verið keyptir 4 endurvarpar. Tveir þeirra verða fast staðsettir, annar á Hákolli í Bláfjöllum, en hinn á Húsavíkurfjalli í S-Þingeyjar- sýslu. Hinir tveir eru færanlegir. Ástæða er til að ætla, að meiri- hluti björgunarsveita landsins verði kominn í fjarskiptasamband á næsta vetri. — Allt starf Slysavarnafélags- ins byggist auðvitað á því að fólkið í landinu hefur staðið fast að baki félagsins, segir Gunnar Friðriks- son. I landinu eru 91 björgunar- sveit, og hús með öllum búnaði eru orðin 100 talsins, þar af 25 svo stór að þau eru um leið félagsheimili á viðkomandi stöðum. Mest af þessu komið upp með vinnu, sem fólkið á stöðunum hefur sjálft lagt fram af frábærri atorku. — Ég vil ekki að félagið hætti að vera félag fólksins í landinu, og færist á einhvern hátt undir ríkis- valdið. Við það tapar það sálu sinni, sagði Gunnar Friðriksson. Tilefni þessara orða mátti heyra í skýrslu hans til þingsins þar sem hann fjallaði um drög að leitar- og samræmingarskipulagi fyrir björgunarstarf á íslandi, sem fé- laginu höfðu borist sl. haust frá Almannavörnum ríkisins, og hald- ið um sérstakan fund umdæmis- stjóranna, þar sem menn voru sammála um að slíkt skipulag yrði síður en svo til bóta fyrir leitar- og björgunarstarf í landinu. Kvaðst Gunnar vona að ekki verði fallið í þá gryfju að kæfa það lifandi starf, sem unnið er á þess- um vettvangi, með skriffinnsku og stofnanagleði og bætti við: — Nokkurrar tilhneigingar hefur gætt í þá átt að gera Slysavarna- félagið að einhvers konar stofnun — tannhjóli í ríkisapparatinu. Það ber mjög að varast. Slysavarnafé- lagið hefur verið hreyfing fjöldans frá upphafi — hreyfing fólksins, hvar í flokki sem það hefur annars staðið og ef breyta ætti þeirri und- irstöðu, mun félagið um leið glata sálu sinni. — Þessi fjöldahreyfing, sem byggð hefur verið upp hér á ís- landi, er ákaflega sérstæð og merkileg, sagði Gunnar. — Hún hefur notið stuðnings ríkisvalds- ins, en er alfarið stjórnað af fólk- inu sjálfu. Stjórnvöld hafa aldrei blandað sér í stjórn félagsins. Þessi sjálfstæða fjöldahreyfing er aðalsmerki Slysavarnafélagsins og viðhorf stjórnmálamannanna að þessu leyti lofsvert. Stjórn SVFÍ er þeirrar skoðunar að var- hugavert sé að setja hér upp kerfi með mörgum milliliðum, þar sem stjórnun og framkvæmd mála eru verulega aðskilin. Hún hefur var- að við tilhneigingum til að færa undir ríkisvaldið stærri hlut í þessum málum, því það verki tvímælalaust hamlandi á þá mik- ilvægu starfsemi sjálfboðaliða, sem hér hefur þróast undanfarna áratugi og gefist vel. Björgunarað- ilar hafa komið upp keðju björg- unarsveita um allt land, með til- heyrandi tækjum, birgðum og stjórnarstöðvum og þær skapa þann grundvöll að þessu starfi öllu, sem ekki má vanmeta. * Gunnar Friðriksson minntist bernskuáranna, er hann heyrði Slysavarnafélagsins fyrst getið. En átakanlegt sjóslys hafði orðið í hans heimabyggð 3 árum áður en félagið var stofnað, þar sem 10. hver maður þorpsins hafði týnst í aftakaveðri. — Ættmenni mín voru meðal þeirra, sem bundu von- ir við að Slysavarnafélagið gæti orðið nokkurs megnugt við að bægja slysum frá — firra heimilin við þeim sársauka, sem hafði svo oft hrjáð þau. Þetta viðhorf mót- aði að nokkru huga minn til þess- ara samtaka í öndverðu. Það leið því ekki langur tími frá því ég fluttist að heiman, þar til ég gerð- ist stuðningsmaður félagsins. Og þegar til mín var leitað nokkru síðar um að taka sæti í stjórn slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík, þá var það af minni hálfu auðsótt mál. Ég vildi svo gjarnan verða að liði á þessum vettvangi, ef þess væri kostur. Síð- an hefi ég reynt að inna af hendi þau störf, sem mér hafa verið falin af samtökunum, sagði Gunnar Friðriksson einfaldlega, er hann nú hættir forystuhlutverki í þess- um félagsskap eftir 26 ára ómælt framlag til slysavarnamála. — E.Pá. Stór Kjarvalsmynd á uppboði Klausturhóla Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum málverkaunnendum býðst til kaups stór Kjarvalsmynd — en á listmunauppboói Klausturhóla nk. mánudagskvöld verður einmitt boðin upp stór Þingvallamynd eftir Kjarval. Myndin sem er máluð á fjórða áratugnum er 170x100 cm að stærð. AA sögn kunnugra er þetta 95ta listmunauppboð Kalusturhóla, eitt hið glæsilegasta sem sögur fara af á íslandi. Þar verða einnig boðnar upp myndir eftir Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Fossi á Síðu, Magn- ús Jónsson dósent, Eyjólf Eyfells, Sverri Haraldsson, Hring Jóhann- esson, Karen Agnethu Þórarinsson, Pétur FriArik, Jóhannes Geir og fleiri. Myndirnar verða til sýnis í húsi Klausturhóla við Laugaveg á sunnudag frá kl. 14—18 og einnig í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 3ja maí á sama tíma, en einmitt þar verður uppboðið haldið um kvöldið og hefst kl. 20.30. Þingvallamynd eftir Kjarval. MoripinblaAiA / Kriirtján H Kinmrsson Tryggvi Ólafsson við eitt verka sinna á sýningunni í Listmunahúsinu, sem hann opnar í dag, 1. maí. Þetta er önnur sýning hans þar, hin fyrri var fyrir tveimur árum. „Eg kann svo vel við ranghalana hér,“ sagði hann, „miklu betur en þessa stóru sali.“ i.jósm.; Kmiiía Bjornsd. Opnun málverkasýningar í dag: Tryggvi Olafsson sýn- ir í Listmunahúsinu Tryggi Olafsson listmálari er kom- inn til landsins eins og farfuglarnir, lengst af búsettur i hlýrri löndum, en þó eins íslenskur og nokkur stað- fugl, sem aldrei fer frá landinu við ysta haf. Hingað er hann kominn með málverk i farteski sínu, og í dag í hátíðisdegi verkalýðsins, opnar hann sýningu í Listmunahúsinu við lækjargötu í Reykjavík. „Það er rétt, að ég hef verið búsettur í Kaup- mannahöfn í meira en tuttugu ir,“ sagði Tryggvi er blaðamaður heilsaði upp á hann þar sem hann var að setja upp sýningu sína, „en ég tel þó fráleitt að segja annað en ég sé ís- lenskur málari, það getur enginn flú- ið uppruna sinn, hvorki í því né öðru,“ sagði Tryggvi. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma heim, og það getur vel verið að ég verði leiður á stórborg- inni áður en varir, svo þá er bara að taka sig upp og koma heim á ný. Ég hef þó alla tíð kunnað vel við mig í Kaupmannahöfn, kannski ekki síst vegna þess hve ég bý á góðum stað, rétt við Strik- ið, og vinnustofan er rétt við Aðal- járnbrautarstöðina. Til mín koma því alltaf margir íslendingar, og ég hef fylgst vel með því sem ger- ist í listum hér heima. Það er skemmtilegt að fá heimsóknir ís- lendinga, og gaman að rabba við kunningjana yfir öli úti í Höfn.“ Tryggvi sagði, að sýningin núna samanstæði af myndum, sem mál- aðar hafa verið sl. tvö til þrjú ár. „Þetta er rúmlega helmingur þess sem ég hef málað á þeim tíma,“ sagði hann, „hitt hef ég selt mest jafn óðurn." Á sýningunni eru 45 myndir, allt acryl á striga, auk grafíkverka og teikninga frá síð- ustu tveimur árum. Tryggvi Ólafsson er fæddur á Neskaupstað 1. júní 1940. Hann stundaði nám í Myndlista- og handiðaskólanum 1960 til 61 og fékk inngöngu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn sama ár. Þar var hann við nám í sex ár. Fyrst tók hann þátt í haustsýningu lista- manna í Höfn 1963 og fyrsta einkasýningin var í Gallerie Jen- sen 1966. Þá sýndi hann sem félagi í SUM á flestum samsýningum hópsins 1969 til 1979. Hann hefur haldið fimm einkasýningar í Gall- erí SUM og sex einkasýningar í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum sýningum í öllum höfuðborgum Norður- landa, sýnt í Hollandi og Þýska- landi og skreytt byggingar í Danmörku og á íslandi auk fleiri starfa. _ .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.