Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
35
fé fyrir sjúkrahús, söfn og leik-
hús.
Reagan er sannfærður um að
það sé til nóg af góðu fólki eins
og Barböru Bush til að halda vel-
ferðarprógrömmum áfram, þótt
ríkið hætti að halda þeim gang-
andi með háum ríkisstyrkjum.
Þingmenn beggja flokka og full-
trúar Reagans hafa rætt fjárlög
hans fyrir 1983 fram og aftur
undanfarnar vikur og reynt að
ná samkomulagi á lokuðum
fundum. En viðræðurnar ganga
hægt og allir aðilar eru á varð-
bergi gagnvart hinum, svo þeir
endi ekki uppi sem „vondu karl-
arnir". Reagan segist vera reiðu-
búinn að líta á leiðir til að afla
ríkinu meiri tekna og jafnvel
skera útgjöld til varnarmála
eitthvað niður. Demókratar
treysta ekki orðum hans og segja
að hann hafi ekkert lagt til sem
getur auðveldað samkomulag.
Einhverjar fréttir af umræð-
unum heyrast daglega, en þær
fjalla yfirleitt um að ekkert
gangi. Fólk veltir fyrir sér hvort
það sé í rauninni nauðsynlegt að
fylgjast svo náið með fjárlaga-
umræðunni. Svarið er yfirleitt
jákvætt, hún sé svo mikilvæg að
fólk verði að fá upplýsingar um
hvað sé á seyði. Reagan hefur
lagt til mikinn niðurskurð á vel-
ferðarprógrömmum, sem mun
koma illa við þá sem njóta góðs
af þeim og þeim sem starfa við
þau. Þetta fólk hefur mikinn
áhuga á að vita hvert stefnir. En
samningaviðræðurnar fjalla
fyrst og fremst um hallann á
fjárlögunum og hvernig hægt sé
að leiðrétta hann. Óttast er að
vextir lækki ekki fyrr en eitt-
hvað jákvætt gerist. Hagkerfið
mun ekki taka við sér fyrr en
vextir lækka og þannig hefur
eitt áhrif á annað og allir bíða
eftir að pólitíkusarnir komi sér
saman um að bjarga heiminum.
Það sýndi sig þó í apríl að rík-
ið og pólitíkusar þurfa ekki að
hafa puttana ofan í öllu. Mjög
skemmtilegt útileikhús, Wolf
Trap, í námunda við Washington
brann og skemmdist illa í byrjun
apríl. Slökkviliðið hafði ekki fyrr
skrúfað fyrir kranana en fjár-
framlög byrjuðu að berast til
leikhússins svo það geti verið
endurbyggt og starfrækt í
sumar. Metropolitan óperan frá
New York er fastur gestur í Wolf
Trap og leikflokkar, hljómlista-
menn og skemmtikraftar hvað-
anæva að koma þar fram. Leik-
húsið er umkringt skógi og var
reist úr fallegu timbri. í sumar
verður sætum komið fyrir til
bráðabirgða, en það hefur ávallt
verið vinsælt að sitja á grasflöt-
inni fyrir aftan sætin og gæða
sér á nesti og á meðan lista-
mennirnir fremja listir sínar.
Hvað er hægt að hugsa sér hug-
gulegra en sitja undir stjörnu-
björtum himni á hlýju sumar-
kvöldi og hlýða á fagra tóna
hverfa út í himingeiminn?
Ríkið þarf ekki að hafa
áhyggjur af málefnum eins og
Wolf Trap, en færri gefa fé af
sjálfsdáðum til t.d. bókasafna í
miðborgum eða eliiheimila í
smábæjum. Það er ótrúlega fá-
tækt aö finna í þessu landi og
efnahagsástandið nú leikur
marga grátt. Fátækt og glæpir
fara oft saman, en þó alls ekki
alltaf. Hinckley og von Bulow
höfðu það báðir ágætt áður en
þeir gripu til morðvopnanna.
Þeir þurftu að bíða lengi eftir að
dómstólarnir tækju niál þeirra
fyrir, en áhugi fólks dvínaði ekki
þrátt fyrir það. Þeir gætu líklega
orðið margfaldir milljónamær-
ingar á því að skrifa ævisögu
sína og margir eiga örugglega
enn eftir að græða á ódæðisverk-
um þeirra. Furðulegt hvernig
heimurinn gengur fyrir sig.
Brídge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag kvenna
Eftir tvær umferðir í para-
keppninni er staða efstu para
þessi:
Ragna — Ólafur 377
Ester — Valdimar 374
Dúa — Jón 371
, Erla — Gunnar 370
Halla — Jóhann 360
Nanna — Sigurður 360
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Nú fyrir skömmu lauk Baro-
meter-tvímenningskeppni BH.
Úrslit urðu:
Stefán Pálsson
— Ægir Magnússon 218
Dröfn Guðmundsdóttir
— Einar Sigurðsson 182
Ragnar Magnússon
— Svavar Björnsson 159
Árni Þorvaldsson
— Sævar Magnússon 134
Aðalsteinn Jörgensen
— Ásgeir P. Ásbjörnsson 117
Georg Sverrisson
— Rúnar Magnússon 113
Ragnar Halldórsson
— Þorsteinn Þorsteinsson 53
Óskar Karlsson
— Kjartan Magnússon 52
Síðastliðinn mánudag hófst
svo tveggja kvölda hraðsveita-
keppni með þátttöku níu sveita.
Staða efstu sveita:
Aðalsteinn Jörgensen 248
Sævar Magnússon 238
Stefán Pálsson 225
Ólafur Torfason 218
Meðalskor 216.
Bridgefélag
Suðurnesja
Þriggja kvölda vortvímenningi
félagsins lauk sl. þriðjudag með
sigri Einars Jónssonar og Al-
freðs G. Alfreðssonar sem hlutu
107 stig yfir meðalskor. Höfðu
þeir leitt keppnina allan tímann
og voru vel að sigrinum komnir.
Hörð keppni var um annað sætið
sem endaði með sigri Gísla
Torfasonar og Jóhannesar Sig-
urðssonar sem fengu 79 stig yfir
meðalskor.
Röð næstu para:
Gísli — Sigríður 77
Óli Þór — Eyjólfur 52
Hreinn — Einar 45
Arnór — Sigurhans 38
Maron — Gunnar 35
Jón — Sigurður 24
Sextán pör tóku þátt í keppn-
inni. Spilaðar voru 15 umferðir
með barometer-fyrirkomulagi, 5
spil milli para.
Á þriðjudaginn er fyrirhugað
að spila við Krummana í Reykja-
vík en það er árviss viðburður.
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. þriðjudag fór fram árleg
firmakeppni félagsins og var
spilað um veglegan farandbikar.
Úrslit:
Borgarprent
(Hreiðar Hansson) 130
Toyota-umboðið
(Óskar Þráinsson) 121
Bólstrun Sig. Hermannssonar
(Guðjón Jónsson) 113
Litaver
(Bergur Ingimundarson) 103
Á þriðjudaginn verður síðasta
spilakvöld vetrarins en þá verð-
ur spilaður léttur rúbertubridge.
Þá fer fram verðlaunaafhending
fyrir mót vetrarins.
Félagið þakkar þeim fyrir-
tækjum sem styrktu félagið með
þátttöku í firmakeppninni.
Keppnin á þriðjudaginn hefst
kl. 19.30. Spilað er í húsi Kjöts
og fisks í Seljahverfi.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Eftir fyrsta kvöldið í þriggja
kvölda tvímenning eru þessi pör
efst:
A-riðill (10 pör) Bjarni Pétursson
— Ragnar Björnsson Guðrún Hinriksdóttir 135
— Haukur Hansson 132
Anton Sigurðsson — Björn Árnason B-riðHI (8 pör) Haukur Harðarson 130
— Sigrún Steinsdóttir Jón Hermannsson 100
— Ragnar Hansen Sveinn Sveinsson 92
— Valdimar Jóhannsson 92
Önnur umferð verður spiluð
þriðjudaginn 4. maí í Drangey,
Síðumúla 35. Hægt er að bæta
við 4 pörum í annarri umferð
upp á miðlung. Spilamennska
hefst klukkan 19.30 stundvís-
lega.
Rýmingarsala
Þar sem við erum aö stækka verzlunina bjóðum við
20%—30% afslátt af öllum vörum. — Nú er kjörið
tækifæri að fá sér úr eða skartgripi á mjög góðu verði
Úr. Pierpont — Tevo — Favre Leuba — Citizen.
Gull og silfurskartgripir: Hálsmen — Hringir — Keðjur — Eyrna
lokkar og margt fleira.
Sendum í póstkröfu.
Valdimar (Úr og skartgripir)
Austurstræti 22, sími 17650.