Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
37
aðstæður eru mismunandi á hin-
um ýmsu stöðum. En þetta skiptir
ekki máli vegna þess, að ekki er
um að ræða sambærilega vinnslu.
I Bandaríkjunum er um að ræða
ræktun á sykurreyr og sykurróf-
um og vinnslu og hreinsun á sykri
úr þeim. Hjá okkur er um að ræða
kaup á melassa og vinnslu og
hreinsun á sykri úr honum með
nýlegri aðferð (Finnsugar-Pfeifer
& Langen). Melassi er úrgangsefni
frá venjulegum sykurverksmiðj-
um með um 50% sykurinnihaldi,
sem yfirleitt borgar sig ekki að
vinna frekar vegna of mikils
orkukostnaðar. Þar sem varma-
orka er fáanleg á lágu verði, getur
frekari sykurvinnsla úr melassan-
um borgað sig. Ennfremur sveifl-
ast verð á melassa miklu minna en
sykurverð á uppboðsmörkuðum.
Þessi aðferð þarf meiri gufu en
notuð er við venjulega sykur-
framleiðslu. Okkar áætlanir sýna
ótvírætt, að fyrirhuguð sykur-
vinnsla úr melassa í Hveragerði er
gott fyrirtæki.
í framhaldi af tilgreindum orð-
um koma svo orðin: „Og ætli Norð-
menn, sem búa við lágt orkuverð
og eru nálægt „melassa" mörkuð-
unum væru ekki löngu búnir að
reisa sykurverksmiðju ef nokkur
grundvöllur væri fyrir því.“ Þessi
spurning, sem felur í sér fullyrð-
ingu, þarf nánari athugun. í
fyrsta lagi hafa Norðmenn aldrei
komið sér upp sykurframleiðslu
vegna þess, að sykurrófur ná ekki
viðhlítandi þroska í Noregi vegna
of lágs sumarhita og innflutning-
ur á rófum og reyr er of kostnað-
arsamur. í öðru lagi er jarðgufu
ekki að finna í Noregi, en gufa
framleidd með rafmagni, sem
kostaði einungis 6 aura/KWh (6
Mille), myndi verað fjórum sinn-
um dýrari en jarðgufan í Hvera-
gerði. Kostnaðarverð gufu, sem
framleidd yrði með olíu, sem að
sjálfsögðu er jafndýr í Noregi og
annars staðar, yrði margfalt
hærra.
í greinargerð okkar Guðmundar
Björnssonar frá 13. mars 1981 er
fjallað um samkeppnisaðstöðu ís-
lenskrar sykurverksmiðju gagn-
vart erlendri. Þetta var gert vegna
rangra staðhæfinga í umsögn
starfshóps Iðnaðarráðuneytisins
frá jan. 1981 um þetta atriði.
Til nánari áréttingar varðandi
samkeppnisaðstöðuna er hægt að
sýna eftirfarandi sundurliðun og
samanburð, og eru tölur miðaðar
við verðlag í nóv. 1979.
Orkukostnaður, gufa og raforka
Vinnsla og pökkun
Flutningskostnaður til íslands
Kostnaðarverð á íslandi
Af þessu sést, að sams konar
verksmiðja úti í Evrópu gæti ekki
keppt við íslensku verksmiðjuna á
íslenskum markaði.
„Bandariskir sérfræðingar í
gosdrykkjaiðnaði reikna með því
að sykur muni kosta þar í landi
sem samsvarar 1,19—1,98 finnsk-
um mörkum hvert kíló næstu ár-
in“ (0,12—0,20 $/Lbs), segir í um-
sögninni. Það er auðvitað rangur
samanburður að bera þessar tölur
saman við verð á sykri frá áætl-
aðri sykurverksmiðju í Hvera-
gerði, komnum til heildsala hér.
Til þess að samanburðurinn verði
réttur þarf að bæta við öllum
kostnaði við innkaup og flutning á
sykrinum frá Bandaríkjunum til
heildsala á Islandi og auk þess
pökkunarkostnaði og kostnaði af
molasykursgerð, þar sem verðið er
sennilega miðað við ópakkaðan
strásykur eða a.m.k. í 50 kg sekkj-
um. Ef þessum kostnaði er bætt
við umræddar tölur, yrði vegið
meðalverð á ameríska sykrinum,
komnum til heildsala hér, a.m.k.
2,24-3,15 FIM/kg eða 4,90-6,90
ísl. kr. Umsagnaraðili telur, að nú-
verandi sykurverð í Bandaríkjun-
um sé 1,40 FIM/kg (0,141 $/Lbs),
en sá sykur myndi kosta, kominn
til heildsala á íslandi, a.m.k. 2,48
FIM/kg eða 5,44 ísl. kr.
„En hvað myndi þá íslenskur
sykur kosta?“ segir í umsögninni
undir lokin og síðan er vitnað í
Erlend verksmiðja
Verksmiðja framleiðsla seld
í Hveragerði á íslandi
0,165 FIM/kg 0,778 FIM/kg
1,932 FIM/kg 1,932 FIM/kg
0,153 FIM/kg 0,556 FIM/kg
2,250 FIM/kg 3,266 FIM/kg
niðurstöður starfshóps Iðnaðar-
ráðuneytisins, sem búið er að gera
rækileg skil í skýrslu okkar Guð-
mundar Björnssonar frá 13. mars
1981 og vísast til hennar. Þó verð-
ur ekki komist hjá því að leiðrétta
alvarlegan misskilning, sem fram
kemur hjá umsagnaraðila:
1) Á bls. 3 segir orðrétt:
„Starfshópur, sem Iðnaðarráðu-
neytið skipaði komst að þeirri
megin niðurstöðu (miðað við fast
verðlag) að sykurverksmiðjan
gæti borið sig ef heimsmakaðs-
verðið væri yfir FIM 2,50 per kíló.“
Ennfremur segir á 4. bls.: „ .. að
til þess að sykurverksmiðjan gæti
borið sig þyrfti heimsmarkaðs-
verðið að vera hærra en FIM 3,00.“
Umsagnaraðili ruglar hér al-
gerlega saman verði á hvítum
sykri á frjálsum markaði erlendis
(heimsmarkaðsverði) annars veg-
ar og kostnaðarverði sykurs,
komnum í geymslu heildsala á ís-
landi, hins vegar. Þetta er sams
konar villa og henti starfshóp Iðn-
aðarráðuneytisins 1981, þar sem
vegið kostnaðarverð sykurverk-
smiðjunnar er borið saman við
fob-verð á sekkjuðum strásykri í
Evrópu.
2) Þegar útreikningar á arðsemi
eru byggðir á föstu verðlagi, er
ekki óeðlilegt að miða við 3%
ársvexti af fjármagni. Þessu til
stuðnings má benda á, að verð-
tryggð lán eru nú með 2,5% árs-
Tæknifræóipróf
Véltæknifræöi, sérsviö hita- og hreinlætiskerfi.
Flugvélatæknifræöi.
Fjarskiptatæknifræöi.
Byggingartæknifræöi.
Efnatæknifræöi.
Námsstyrkir og lán. Sendum bækling.
Ný námskeiö hefjast 24. ágúst 1982.
Útvegum húsnæöi, ef óskaö er.
Goteborgs Tekniska Institut
Karl Gustavgt. 5, 411 25 Göteborg,
sími 09 546 — 31 17 49 40.
vöxtum, sem eru raunvextir, og
engin rök eru fyrir hærri vöxtum í
jíessum útreikningum.
3) Stofnkostnaðartölur hafa all-
ar verið færðar til verðlags í júlí
1981. Allar verðhækkanir frá fyrri
áætlQnum (nóv. 1979 og sept. 1980)
jafnt innlendar sem erlendar,
hafa verið teknar að fullu til
greina. Um niðurstöðutölur vísast
til greinargerðar Guðmundar
Björnssonar frá 4. des. 1981, en
fjármagnsþörf er þar talin hafa
hækkað um rúm 23% frá nóv 1979.
Umsagnaraðili hefur sýnilega
ekki kynnt sér þetta mál svo sem
vera bæri, áður en umsögn var
samin. Getgátur hans um hækk-
anir eru með öllu óþarfar, þar sem
þær hafa þegar verið áætlaðar til
júlí 1981 og niðurstöður legið fyrir
undanfarna þrjá mánuði.
4) Ástæðulaust er að hækka
áætlanir um 10 af hundraði vegna
ófyrirséðs kostnaðar, sbr. 4. tölu-
lið á bls. 4. í öllum fyrirliggjandi
áætlunum hafa þegar verið inni-
faldir ófyrirséðir kostnaðarliðir
10-20%.
5) Umsagnaraðili telur, að nú sé
verð á þýskum sykri DM
0,70—0,80 á kíló fob. Ef þessi syk-
ur væri keyptur, myndi vegið með-
alverð hans, komnum til heildsala
hér á landi, verða a.m.k. 2,16—2,38
FIM/kg (4,74-5,22 ísl. kr.), en
ekki 1,80—2,00 FIM/kg eins og
umsagnaraðili staðhæfir. Þar og
víðar er farið full frjálslega með
tölur.
6) Spádómar umsagnaraðila um
metuppskeru 1982 og sykurverð
síðar á árinu eru ekki mikils virði.
Telja verður verðsvið alþjóðasyk-
ursamningsins traustari vísbend-
ingu um þróun sykurverðs. -
Það yrði hrapaleg mistök, ef
möguleiki til sykuriðnaðar á ís-
iandi yrði dæmdur úr leik á
grundvelli umsagnar Arnar
Hjaltalíns frá 25/2 1982.
Til sölu þessi bráöfallegi Skoda 120-L, árg. '77. Aóeins
ekinn 44.000 km af einum eiganda og aö sjálfsögöu selst
hann meö 6 mán. ábyrgö.
KOAVOGi
SiMl 4/0(00
Sé§Í
Wm ~ * m I
f A
Ódýrasta vorferðin
Mallorca
18. maí. 22 dagar. Allir bestu gististaðirnir.
Hagstæð greiðslukjör. Verð frá kr. 7.000,-.
Noregur
Ódýrt leiguflug til Osló 15.—28. júní. Tvær 13
daga rútuferöir um Noreg. Verð frá kr. 9.000,-.
Útvegum einnig gistingu í Osló.
Frankfurt
Ódýrt leiguflug 16. — 22 maí.
Flug og gisting frá kr. 4.920,-.
Útvegum bílaleigubíla og skoðunarferðir
Hálendi Skotlands
5 vikuferðir i sumar. 21 og 28. maí 4. júní. 3. og
10. sept Ekið um fegurstu staði Skotlands.
Verð kr. 7 700,-
Flug og bíll —
sérgrein Úrvals
Luxemborg, London, Glasgow og Kaupmanna-
höfn. Otakmarkaður akstur og ótrúlega hag-
stætt verð.
London
Vikuferðir allt árið
Brottfarir tvisvar í mánuði maí—sept. Góð og vel
staðsett hótel. Verð frá kr. 4.930,-.
Mið-Evrópa
28. ágúst 18 dagar. Rútuferð: Luxemborg —
Þýskaland — Frakkland — Sviss og Austurríki.
Fjölbreytt ferð. Verð kr. 12.100,-.
Gisting á Bretlandseyjum
Hótelgisting á hagstæðu verði hvar sem er í
Bretlandi. Greiðslumiðar á skrifstofunni. Leitið
nánari upplýsinga.
Með rútubíl
um Bandaríkin
Ótakmarkaður akstur í 7, 17 eða 27 daga. Hag-
stætt verð og skemmtilegir mjöguleikar.
St. Petersburg Florida
2. og 3. vikna ferðir allt árið. Gisting á Colonial
Gateway Inn — möguleikar á viðdvöl í New Vork.
Verð frá 11.300,- í 3 vikur.