Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAI 1982
Spá um hrun
AtlantshaMaxins
eftir dr. Björn
Jóhannesson
P i
Kunningjar mínir frá því á New
York-árum mínum, bræöurnir
Sigurður og Gunnar Helgasynir
hjá Flugleiðum, senda mér oft
Ijósrit af laxagreinum sem þeir
veita athygli á ferðum erlendis.
Eitt slíkt ljósrit barst mér nýlega,
en það er forsíðugrein í hinu
kunna bandaríska dagblaði BOST-
ON GLOBE frá 27. mars 1982, og
ber fyrirsögnina: „Doomsday pre-
dicted for the Atlantic salmon“.
Þessu mætti snúa á íslensku sem:
„Spá um dómsdag Atlantshafs-
laxins", en það táknar að þessari
•fisktegund verði brátt útrýmt.
Hér er nauðsynlegt að skjóta því
inn í, að samkvæmt enskri mál-
venju táknar orðið „salmon" lax
sem dvalist hefur samfellt í sjó
tvö ár eða meir (oft nefndur
„vænn“ lax á íslensku), en eins-
árs-Iax-í-sjó (á íslensku „smálax")
er á ensku nefndur „grilse". í um-
ræddri grein mun í flestum tilvik-
um átt við 2ja-ára-lax-í-sjó (væn-
an lax, minnst 7—8 pund).
Grein BOSTON GLOBE, sem
samin er af starfsmanni blaðsins,
styðst við umsagnir fjögurra
kanadískra og bandarískra vís-
indamanna, sem eru sammála um
hættuna sem steðjar að 2ja-ára-
„Þar eð verulegur hluti
íslenska laxins leitar
væntanlega á Græn-
landsslóðir, hefur neta-
veiðin þar sams konar
áhrif á íslenska og
kanadíska laxinn.
Hlutdeild væns lax í ís-
lenskum ám minnkar
óhjákvæmilega af þess-
um sökum jafnt og þétt,
og getur að lokum horf-
ið, fari svo fram langa
hríð um óbreyttar neta-
veiðar við Grænland.“
laxi-í-sjó, eða vænum laxi. En það
sem gerir greinina sérstaklega
áhugaverða, einnig fyrir laxa-lönd
Evrópu, eru dæmi þar sem getið er
um hin uggvænlegu áhrif úthafs-
veiða á stærðardreifingu einstakl-
inganna innan þeirra laxastofna
sem ná að snúa heim af hafinu til
að hrygna. Skal þetta atriði skýrt
nokkru nánar.
II.
í ánni Matamek í Kanada, sem
sl. 15 ár hefur þjónað sem til-
raunaá og sem í dag er enn al-
gjörlega ómenguð, var laxveiðin
1979 um 2g%raf því sem hún var
1967, og hafði á þessu tímabili far-
ið jafnt minnkandi. Þess er ekki
getið hvort smálax er tekinn með í
þessar tölur, en frá því greint, að
sumarið 1981 hafi 90 hundraðs-
hlutar laxins sem gekk í ána verið
smálax, en sumarið 1967 var sam-
svarandi tala 50%. Skýring þessa
er auðsæ: Netaveiðar Grænlend-
inga, sem fara fram í ágúst og
byrjun september, hirða aðeins
2ja-ára-lax-í-sjó eða fisk sem er
eldri. Smálaxinn (eins-árs-fiskur-
í-sjó) sem hvarf úr ánum til hafs
fyrr um sumarið er þá enn of smá-
vaxinn til að festast í netunum.
Netaveiðar á þessum árstíma, ár
eftir ár, minnka þannig jafnt og
þétt þann hundraðshluta af væn-
um laxi, sem á þess kost að snúa
heim til að hrygna. Af þvi leiðir
svo, að af þeim gönguseiðum sem
árnar framleiða minnkar einnig
jafnt og þétt sá hundraðshluti sem
hefur erfðaeiginleika til að dvelj-
ast í hafi samfellt tvö ár eða leng-
ur. Við úthafsveiðar Grænlend-
inga bætast svo „óviljandi" lax-
veiðar skipa sem eru að þorsk- og
síldveiðum á hafi úti. Þegar
þorskveiði er bönnuð hér við land,
mega bátar eigi að síður hafa alit
að 15% af þorski í aflanum, og
hliðstæð regla mun gilda um
nefnda „óviljandi“ laxveiði. Höf-
Eitdwaðfyrir
pig
Við leggjum áherslu á
fjölbreytni í skrifborðs-
stólum og vandaöa vöru.
15 ára reynsla hefur
kennt okkur margt og
ennþá vinnum við að því
að bæta framleiðsluna
og auka úrvalið.
Björn Jóhannesson
undur greinarinnar telur, að sjó-
mennirnir gangi þannig frá veið-
arfærum, að „óviljandi" afli af
verðmætum laxi verði í hámarki.
Loks taka netaveiðar með strönd-
um fram — sem stundaðar eru í
ríkum mæli af öllum laxa-löndum
við norðanvert Atlantshaf öðrum
en íslandi — ætíð tiltölulega
meira af vænum laxi en smálaxi.
III.
Samanlögð áhrif nefndra út-
hafs- og strandveiða valda því, að
vænn lax er á hröðu undanhaldi.
Og Dr. Naiman, sem staðið hefur
fyrir rannsóknunum við Matam-
ek-ána, ályktar svo: „Eg geri ráð
fyrir því, að laxveiðin muni bíða
afhroð innan fárra ára. Tveggja
ára lax mun ekki sjást lengur, og
um leið munu úthafsveiðarnar
hrynja." Augljóst er að þegar 2ja-
ára-lax-í-sjó er ekki lengur við
lýði, er að fullu brostinn grund-
völlur fyrir úthafsveiðar við
Grænland. Þess er ennfremur get-
ið í BOSTON GLOBE-greininni,
að í allmörgum kanadískum ám,
sem fyrr voru ágætar laxveiðiár,
sé vænn lax horfinn með öllu, og
orðinn mjög sjaldséður í öðrum
ám.
Þar eð verulegur hluti íslenska
laxins leitar væntanlega á Græn-
landsslóðir, hefur netaveiðin þar
sams konar áhrif á íslenska og á
kanadíska laxinn. Hlutdeild væns
lax í íslenskum ám minnkar
óhjákvæmilega af þessum sökum
jafnt og þétt, og getur að lokum
horfið, fari svo fram langa hríð
um óbreyttar netaveiðar við
Grænland. ^
IV.
Færeyjaveiðarnar hafa einnig
neikvæð áhrif á stærðardreifingu
einstaklinga innan laxastofna, þó
ekki í eins ríkum mæli og Græn-
landsveiðarnar. Færeyingar veiða
lax á flotlínu en ekki í net eins og
Grænlendingar. A línuna veiðist
lax af öllum stærðum, og um 25%
aflans er raunar svo smár lax, að
honum er fleygt fyrir borð. En
með því færeyskir sjómenn eru að
sálga 2ja-ára-laxi-í-sjó (vænum
laxi) í tvisvar sinnum lengri tíma
en smálaxinum, orka veiðar þeirra
með líkum hætti og netaveiðin við
Grænland: Vænum laxastofnum
er eytt í stórum ríkari mæli en
smálaxinum, og í þeim íslenskum
ám þar sem áhrif Færeyjaveið-
anna eru hvað mest, mun af ört
dvínandi heildarveiði hundraðs-
hluti væns lax minnka jafnframt.
V.
I sambandi við framangreindar
hugleiðingar mætti geta þess, að
það kostar íslenska laxá jafn
mikla átu eða orku að framleiða
sjógönguseiði sem skilar sér til
baka sem 15 punda lax og annað
seiði jafnstórt sem snýr heim sem
5 punda fiskur. Þannig orka bæði
Grænlands- og Færeyjaveiðarnar
þann veg að rýra stórlega náttúr-
legan afrakstur af íslenskum lax-
ám. Og tjónið reynist enn tilfinn-
anlegra, með því að stangveiði-
menn eru fúsir að greiða þeim
mun meira fyrir veiðileyfi sem
von er á stærri fiski.
„Það verður enginn
ríkur á einni nóttu“
— segir Birgir Viðar Halldórsson,
eigandi Góðborgarans við Hagamel
„Góðborgarinn er með stærra markaðssvæði en nokkur annar mat-
sölustaður á landinu svo ekki ætti það að hafa áhrif til hins verra,“
sagði Birgir Viðar Halldórsson, eigandi Góðborgarans við Hagamel 67,
sem nýverið hefur opnað aftur eftir
„Breytingin hjá okkur hefur
orðið umtalsverð eftir að við
breyttum húsnæðinu," sagði
Birgir. „Áður seldum við um
85% af okkar hamborgurum út,
en á einni helgi má segja að
dæmið hafi snúist við.“ í sal
Góðborgarans eru sæti fyrir 36
manns og þar er m.a. stöðugt í
gangi myndband, sem hægt er að
horfa á alls staðar úr salnum
„Við höfum bryddað upp á
ýmsum nýjungum í okkar
rekstri. T.d. vorum við fyrstir
með bæði fisk- og roast beef-
borgara og fyrir stuttu tókum
við upp þá nýjung að veita fólki
11 króna afslátt gegn framvísun
notaðs bíómiða. Það hefur mælst
vel fyrir, þótt einn og einn hafi
misskilið þetta og komið með
fjölda miða og ætlað að borða
ókeypis."
Góðborgarinn hóf starfsemi
sína í janúarlok og er því aðeins
þriggja mánaða gamalt fyrir-
stutta lokun vegna breytinga.
tæki. „Það hefur tekið tíma að
byggja staðinn upp og svo hefur
það ekki gert hlutina auðveldari,
að samkeppnin er orðin geysi-
lega hörð. Það líður varla sú
vika, að ekki sé opnaður nýr
matsölustaður. Sumir hafa reynt
að fara út í undirboð en gefist
upp á því eftir örskamman tíma.
Við erum þó eini hamborgara-
staður borgarinnar, sem veitir
þjónustu til borðs."
— Hvað þarf mikla sölu til að
hamborgarastaður af þessu tagi
standi vel undir sér?
„Það þarf um 3.500 borgara
sölu í hverjum mánuði til að
standa undir öllum kostnaði. Nú
orðið kostar ekki undir 800.000
krónum að koma sér upp stað,
sem slíkum. Það vill hins vegar
gleymast hjá mörgum, sem fara
út í svona rekstur, að hann geng-
ur ekki upp nema menn leggi sig
alla fram. Það verður enginn
ríkur á einni nóttu,“ sagði Birgir
Viðar.
Úji s