Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 42
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Annað bréf til dr.
Björns Sigurbjörnssonar
Frá Gunnari
Oddssyni, Flatatungu
og Magnúsi Óskars-
sgni, Sölvanesi
Undirritaðir þakka þér kærlega
grein þina í Morgunblaðinu 6. apr-
íl sl., en hún er svar við opnu bréfi,
er við sendum þér og birtist í
sama blaði. Eru svör þín á þann
veg, að ekki verður hjá því komist
að fjalla um þau nánar og and-
mæla ýmsu, sem þú heldur þar
fram, og víkja fleiru að.
Vísindaheiöur RALA í veði
Þú segist hafa tekið fram í út-
'varpinu, að RALA beri ábyrgð á
fræðilegum útreikningum upp-
græðsluáforma vegna Blöndu-
virkjunar. Hér er því um að tefla
vísindaheiður þeirrar stofnunar,
sem þú veitir forstöðu. Það er mun
alvarlegra mál heldur en um hefði
verið að ræða þín einkaviðhorf og
skoðanir.
Hæpinn samanburður
í svari þínu við spurningu 2
vitnar þú í mjög nákvæmar og víð-
tækar beitarþolsrannsóknir á
Auðkúluheiði, sem þú eða þín
stofnun byggi á áform sín um upp-
græðslu og áburðarþörf til við-
halds gróðri á örfokalandi hátt yf-
ir sjávarmáli.
Nú spyrjum við þig, dr. Björn,
leggur þú að jöfnu beitarþol gró-
inna haga og uppgræðslu örfoka
lands? Eru þetta vísindi?
Við drögum ekki í efa niðurstöð-
ur Ingva Þorsteinssonar á beitar-
þoli þess lands, sem undir vatn
fer, þótt þú sniðgangir þær sjálfur
í grein þinni. Enginn aðili var
sjálfsagðari til þess að meta beit-
arþol á þessu landi en RALA eða
Ingvi Þorsteinsson. Hann hafði
rannsakað gróðurfarið, útbreiðslu
plötutegunda, efnainnihald þeirra
og mælt stærð landsins. Hann veit
því öðrum mönnum betur um
ástand og notagildi hins náttúru-
lega gróðurs.
Hinsvegar sagði það honum og
öðrum ekkert um, hvernig til tæk-
ist með uppgræðslu og viðhald
gróðurs til beitar á örfoka landi
þarna á hálendinu, þar sem hinn
náttúrulegi gróður hafði ekki
lífsskilyrði og öll gróðurmold var
horfin. Við höfum heldur aldrei
heyrt Ingva Þorsteinsson halda
því fram, að hann væri sérfræð-
ingur í uppgræðslu.
Beitarþolstilraunir þær, sem
gerðar voru á Auðkúluheiði ein-
vörðungu á grónu landi (metra
þykkum moldarjarðvegi) undir
umsjón Einars E. Gíslasonar hér-
aðsráðunauts, svara því engu um
lífsmöguleika sáðjurta á örfoka
hrjóstri heiðanna.
Afturámóti gáfu þessar tilraun-
ir til kynna, að þurrlendisgróður á
metra þykkum humusjarðvegi
heiðanna svaraði svo vel áburð-
argjöf, að tvö ærgildi höfðu í sig á
hektaranum (eitt ærgildi: ein ær
með 1,4 lömb).
Að byggja útreikninga um upp-
græðslu örfoka lands hátt yfir sjó
á þessum tilraunum, er slík fjar-
stæða, að við trúum því varla að
nokkur vísindamaður hjá RALA
annar en þú, dr. Björn, leyfi sér
slíkt.
Sjálfsagt að Landgræöslan
meti uppgræðsluþörfina
Sá aðili hérlendur, er hefir í
senn mesta fagþekkingu og
reynslu í uppgræðslu, er tvímæla-
laust Landgræðsla ríkisins. Við
teljum því mjög ósmekklegt og
ófaglegt af þér, að vísa ekki frá
þér til Landgræðslunnar upp-
græðsluþætti þessa máls og út-
reikningum þar að lútandi. Það
gerðir þú því miður ekki.
Hliðstætt væri, ef Sveinn Run-
ólfsson hefði fyrir hönd Land-
græðslunnar tekið að sér að meta
beitarþol landsins, sem fer undir
vatn, og ekki látist vita af RALA
og Ingva Þorsteinssyni.
Þú segir, að þið Sveinn land-
græðslustjóri hafi staðið saman
að tillögugerð um uppgræðslu
vegna Blönduvirkjunar.
Hvenær byrjaði sú samstaða,
dr. Björn?
Hún var ekki hafin fyrir des.
1980. Á fjölmennum fundi í þeim
mánuði lýsti landgræðslustjóri
undrun sinni á því, að ekki skyldi
leitað til stofnunar hans varðandi
tillögur og landbætur á Blöndu-
svæðinu. Landgræðslunni væri þó
ætlað að framkvæma verkið, sagði
Sveinn, og ennfremur, að um bæt-
ur fyrir gróðurtap ætti að gilda
Móselögmál: Auga fyrir auga,
tönn fyrir tönn; ellegar hektari
fyrir hektara í glötuðu gróður-
lendi og uppgræddu. Á þeim sama
degi hljóðaði landgræðsluáætlun
RALA upp á 1398 ha, er átti að
bæta 5660,4 ha af grónu landi,
glötuðu vegna virkjunarinnar.
(Skýrsla RALA, nóv. 1980. Áhrif
Blönduvirkjunar á gróður og beit-
arþol afréttarlands austan og
vestan Blöndu, töflur 15 og 16.)
Rangar tölur um gósenland
Á bls. 15 í þessari skýrslu,
stendur orðrétt: „Gróðurlendið,
sem fer undir vatn hefur mjög
hátt beitargildi, hvort sem um er
að ræða 475 m eða 480 fm vatns-
borðshæð. Það svarar til 1,8 ha
gróðurlendis á ærgildi, sem er
talsvert hærra en fyrir afréttar-
landið í heild og með því besta sem
gerist í afréttum landsins." Beit-
artap samkvæmt töflu 15 í samriti
er 2602 ærgildi. þessar tölur getur
þú ekki einu sinni farið rétt með.
Þú segir beitartapið 2200 ærgildi
„Þú segist hafa tekið
fram í útvarpinu, að
RALA beri ábyrgð á
fræðilegum útreikning-
um uppgræðsluáforma
vegna Blönduvirkjunar.
Hér er því um að tefla
vísindaheiður þeirrar
stofnunar, sem þú veitir
forstöðu. Það er mun al-
varlegra mál heldur en
um hefði verið að ræða
þín einkaviðhorf og
skoðanir.“
og 2,5 ha gróðurlendis þurfi fyrir
ærgildið. Hér ber ykkur Ingva æði
mikið á milli. Við trúum Ingva
betur. Hans niðurstöður um beit-
arþol eru fengnar með rannsókn-
um. Þínar niðurstöður virðast
grundvallast á löngun til þess að
gera sem minnst úr gróðureyðing-
unni við tilhögun I og uppgræðslu-
áætlanir seturðu fram af spá-
dómsgátu án undangenginna til-
rauna.
Þegar um er ræða uppgræðslu
og viðhald gróðurs, leggjum við
meira upp úr áliti Landgræðslu-
manna Sveins Runólfssonar og
Stefáns Sigfússonar en spádómum
þínum. Þeirra er í senn þekkingin
og reynslan.
í umsögn til Alþingis 1. 3. 1978
segir Sveinn Runófsson m.a.:
„Landgræðsla ríkisins leggur því
eindregið til að virkjunaraðilar
kosti í sumar víðtækar upp-
græðslutilraunir á þessu svæði til
þess að kanna beitarþol upp-
græddra svæða á þessum stað.“
Og ennfremur:
„Til þess að uppgræðslan skili
eðlilegri uppskeru um ókomin ár
yrði að bera á allt svæðið í mjög
mörg ár.“
Hér talar raunvísindamaður,
óskar eftir tilraunum, svo að hægt
sé að svara, hvert raungildi upp-
græðslan hafi til beitar. Jafn-
framt birtir hann það álit sitt að
bera verði á landið í mjög mörg ár,
svo að það hafi tilætlað notagildi,
enda verði það beitt samhliða upp-
græðslu, en ekki girt og friðað.
Sama álit hafa Stefán Sigfússon
fulltrúi landgræðslustjóra og dr.
Ólafur Dýrmundsson landnýt-
ingarráðunautur látið í Ijós á
fundi hér fyrir norðan.
Dr. Björn á flótta
Þú virðist ekki þurfa neinar til-
raunir, niðurstaðan fengin með
eigin „hugvísindum". Þú sagðir
nóg að bera á þriðja hvert ár
(skýrsla RALA nóv. 1980); og hún
var notuð í kostnaðarútreikningi
RARIK í vetur. Nú er það annað
hvert ár. Er hér ekki um litla
breytingu að ræða; og næsta
augljóst, að hún er fengin, vegna
þess að Landgræðslan og Búnað-
arfélag íslands komust í málið. En
samband þessara aðila og RALA í
uppgræðslumálinu hófst í janúar
1981 að frumkvæði tveggja fyrr-
töldu aðilanna.
Þú segir það rangt í spurningum
okkar að tala um 600 metra hæð
yfir sjávarmáli, en við nefndum að
vísu 400—600 metra hæð yfir sjó;
og höfum við bréf uppá það frá
virkjunaraðila, að uppgræöslan
verði í meira en 500 metra hæð
yfir sjávarmáli að hluta til. Hér er
því ekki ranglega spurt, heldur
ranglega svarað.
Danskur túnvingull
á hrjóstri heiðanna?
Þá eru það grastegundir og
stofnar, sem nota á við uppgræðsl-
una. Þú nefndir fyrst og fremst
stofna af túnvingli, er Land-
græðslan hefir notað með góðum
árangri, en sú uppgræðsla er al-
farið í mun minni hæð og mest á
Suðurlandi.
Túnvingull sá, sem þú nefnir,
mun vera danskur. Þú leiðréttir,
sé þessi skilningur rangur. En
danski túnvingullinn var notaður í
smá uppgræðslutilraunum á
Hveravöllum, og fékk þar hægt
andlát; er aldauða, þó að tilraunin
væri girt og friðuð.
„Þá er búist við, að fræ verði
tiltækt af íslenskum stofnum bæði
af túnvingli og vallarsveifgrasi og
auk þess af beringspunti, en verið
er að rækta fræ af þessum tegund-
um,“ segir þú í svari þínu til
okkar.
Við tökum að sjálfsögðu undir
vonir þínar um að vel takist til
með kynbætur og frærækt af
harðgerðum stofnum. En eitt eru
vonir og annað niðurstöður. Upp-
græðslutilrauninni, sem hófst sl.
sumar og standa á í fimm ár er
m.a. ætlað að svara, hvort tiltækir
séu til uppgræðslu þeir grasstofn-
ar, sem lifa og gefa uppskeru við
þau skilyrði, er umrætt land býður
upp á.
Hefði nú ekki verið faglegra
fyrir þig sem raunvísindamaður
að bíða með alla túlkun á niður-
stöðum, þar til tilraun þessari
væri lokið? En þá fyrst er hægt að
segja til um með nokkurri ná-
kvæmni, hvort uppgræðslan
heppnast, hvað hún kostar og
hvaða stofnar gefa besta raun.
Auðvitað er þar heimilt að spá dr.
Björn, en þeir spádómar verða
trauðlega metnir til raunvísinda.
„Rangar ákvarðanir byggðar
á röngum forsendum hafa
reynst þjóðinni dýrkeyptar á
undanförnum árum.“
Þá viljum við minna á niður-
lagsorðin í svari þínu 6. apríl: „Að-
alatriðið frá mínu sjónarhorni er,
að menn séu með sem réttastar
upplýsingar, þegar dómur er lagð-
ur á hina ýmsu valkosti, en rangar
ákvarðanir byggðar á röngum for-
sendum hafa reynst þjóðinni
dýrkeyptar á undanförnum ár-
um.“
Við viljum taka undir þessi heil-
ræði þín. En hvernig heldur þú
boðskap þeirra? Við skulum að-
eins draga það saman:
1. Þú segir beitargildi landsins 2,5
ha fyrir ærgildið í stað 1,8 (I.Þ.)
2. Þú segir beitartap 2200 ærgildi
í stað 2602 ærgildi (I.Þ.).
3. Þú segir mismun á glötuðu
gróðurlendi við tilhögun I og II
30%, en Ingvi Þorsteinsson segir
um 45,6% miðað við stærð al-
gróins lands. Ólafur Dýrmundsson
notaði tölur Ingva. Verður því að
telja hans niðurstöður réttari en
þínar, þar til tölur Ingva hafa ver-
ið hraktar.
4. Þú byggir uppgræðsluáætlanir á
beitarþolsrannsóknum og áburð-
ar- og beitartilraunum á algrónu
landi.
5. Þú segir fyrir um árangur upp-
græðslu, hvaða grasstofnar muni
reynast best, hver uppskeran
verði, áburðarþörf, beitargildi
o.s.frv., enda þótt aðeins sé liðið
eitt ár af fimm ára uppgræðslu-
tilraun, sem á að svara spurning-
um þessum.
6. Þú verðtryggir mismun á
stofnkostnaði til jafns við áburð-
arverð. En samkvæmt reynslu
hækkar áburður iðulega mikið
umfram verðbólgustig. Síðan
reiknar þú 10% vexti þar af, en
viðurkennir svo, að þú hafir lítið
vit á þessu, 8% eða 6% kynni að
vera réttar niðurstöður. Samt
reiknar þú og birtir niðurstöður.
Hvers vegna kynnir þú þér ekki
vaxtakjör á verðtryggðu fé í
bankakerfinu? En látum þessi
dæmi nægja um það, hvernig þú
heldur eigin heilræði. Þau sýna,
svo ekki verður um villst, að rang-
ar forsendur leiða til rangrar
niðurstöðu.
Landvernarhugsjón í tönkum
Þú vilt láta koma skýrt fram, að
þið Sveinn Runólfsson séu sam-
mála um, að við virkjanir og aðra
mannvirkjagerð eigi að leggja
mikið í sölurnar til að bjarga
grónu landi. Best væri að geyma
vatnið í stórum tönkum eins og
hitaveitan gerir.
Við vitum vel um landvernd-
arsjónarmið Sveins Runólfssonar,
en því miður getum við ekki sagt
það sama um þig, dr. Björn.
Öll þín afskipti af máli þessu
hafa þeinst að því að gera sem
minnst úr landeyðingu og gróður-
tapi samfara virkjunartilhögun I
við Blöndu. Þessari virkjunarleið
hafa þó nær öll náttúruverndar-
samtök í landinu mótmælt. Jafn-
framt segja Helgi Hallgrímsson
og Hörður Kristinsson, er önnuð-
ust vistfræðilegar rannsóknir á
þessu landi, það meiriháttar
vistfræðilegt slys, væri virkjað
eftir leið I. Þú aftur á móti reynir
á allan hátt að ýkja kostnaðarmun
á tilhögun I og II, eins og við höf-
um nefnd dæmi um hér að fram-
an. Þessvegna því miður verður þú
að teljast landverndarmaður með
öfugu formerki. Landverndar-
hugsjón í tönkum bjargar engu
landi.
4
Tónlistarmenn
efna til happdrættis
SA\1T()K alþýAulónskálda og tón-
listarmanna, SATT, hafa efnt til
byggingarhappdrættis til aó fjár-
magna húsakaup fjrir félagsstarf
scrni sína. Ilappdrættið gengur undir
nafninu „Lifandi tónlist** og í vinning
eru tvær bifreiðir, Kenault 9 að verð-
mæti 135 þúsund krónur og Fiat
l’anda að verðmæti 95 þúsund krón-
ur auk Kenwood- og AR- hljómtækja-
samstæðu að verðmæti 46 þúsund
krónur.
Forsvarsmenn samtakanna
efndu til blaðamannafundar til að
kynna happdrættið þar sem Egill
Qlafsson, formaður félagsins, rakti
Jjess í stuttu máli. Samtökin
voru formlega stofnuð í október
1979 og frá upphafi hefur markmið
þeirra verið að leiða lifandi tónlist
til vegs og virðingar, en lifandi
tónlist átti mjög undir högg að
sækja á þessum tíma vegna diskó-
tekanna. SATT-kvöldin voru fyrsta
tilraunin í þessa átt en reynslan af
þeim sannfærði menn um nauðsyn
þess að félagið kæmist í eigið hús-
næði, þar sem hægt væri að halda
uppi lifandi tónlist ásamt aðstöðu
til daglegs rekstrar samtakanna.
SATT, í samvinnu við Jazzvakn-
ingu og Vísnavini festi kaup á hús-
næði að Vitastíg 3 og um svipað
leyti hófu þessi sömu félög san^-