Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 46
AZAfZÁ'- srAB//-E:
j^AK 7famT£{X/R.
SKUUIM </oha ao
AHoBT£\DC/# SKETC/&T
EKK/ í AE//C//V//- A‘^0
AfU//D/ 6KK EE ÞE/&
L\><4S./*0 Et/A/vD/ /AV Æ
VölJJA/// ?___________-í
mmm
W%y
AE/KCJK///K f/EFSr, AOET/0
EK Í/R/J/Z/í/V SVSJ///C/.
HfKDT/AD ED 'A VéSÐ/
t/MHKEKF/S /CEKHAJ/&////*.
- 06 OEGAR ARGEf/T/j/A
•S/Kc/KAK . . .
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Spænnka knatLspyrnulandslidið.
áhyggjuefnin núna síðustu vik-
urnar fyrir HM?
Santamaría — Mín skoðun er sú
að mikilvægast sé að bæta sál-
fræðilega hlið knattspyrnumann-
anna. Þeir verða spenntir á taug-
um og útkeyrðir eftir strangt
leiktímabil. Þess vegna hefi ég
valið að veita þeim hvíld, svo að
þessi æsingur og spenna hjá þeim
hverfi algjörlega við að þurfa að
sigra „leikinn á sunnudag". Vita-
skuld þýðir þetta ekki að leikmenn
verði ekki ó góðri æfingu í júní,
þar sem þeir munu æfa áfram, en
ekki undir því álagi að verða að
sigra alla sunnudagsleikina (í
deildarkeppninni).
Blm. — Hvernig verður lokaund-
irbúningi landsliðsins háttað?
Santamaría — Leikmennirnir
þurfa að jafna sig líkam- og
tæknilega fyrir HM. Við munum
einbeita okkur að þessum tveimur
atriðum. Þeir eru alls ekki nægi-
lega vel undirbúnir tæknilega séð
en það mun lagast.
Blm. — Samt sem áður ríkir
nokkur óvissa um gengi Spánar.
Gæti liðið valdið aðdáendum sín-
um miklum vonbrigðum?
Santamaría — Okkar markmið er
að verða heimsmeistarar. Við höf-
um mikla möguleika, það er eng-
inn vafi á því.
Blm. — Skipti það máli ef HM
færi ekki fram á Spáni?
Santamaría — Nei það skiptir
engu máli. Við eigum ungt lið, en
með góða reynslu að baki þar sem
það hefur leikið fjölda landsleikja.
Það getur samt verið að enn vanti
einhverja reynslu og meiri sam-
stöðu í liðið. Ef HM yrði haldin ári
seinna, þ.e.a.s. á næsta ári yrði
það kjörið fyrir okkur. En leik-
mennirnir munu yfirstíga alla erf-
iðleika og mæta djarfir til leiks í
sumar.
Blm. — Hvaða leikmenn munu
leika gegn Svisslendingum?
Santamaría — Hugmynd mín er
þessi; tefla í byrjun fram liði er
gæti orðið endanlegt val fyrir HM,
og sjá til á meðan á leiknum
stendur með þær stöður í liðinu er
enn eru óljósar. En vitaskuld fer
allt eftir því hvaða leikmenn verða
100% tilbúnir til að spila.
Blm. — Hvað sem því líður getum
við nú þegar sagt að búið sé að
velja landsliðið, sem á að leika á
HM. Eða hvað?
Santamaría — Það má segja að
nokkrir leikmenn eigi þegar fast
sæti í landsliðinu. Ég hef reynt að
gefa leikmönnum næg tækifæri til
þess að sýna hvað í þeim býr. í
byrjun valdi ég A- og B-lið. Síðan
þegar ekki reyndist unnt lengur að
vera með tvö lið, hef ég haft fjöl-
mennan hóp leikmanna í minni
umsjá, með það í huga auðvitað að
velja endanlegt landslið.
Blm. — Það hefur mikið verið tal-
að um að sóknin sé veiki punktur-
inn í liðinu. Menn eru sammála að
þar ætti Juanito að eiga sitt fasta
sæti og það frá upphafi. Af hverju
fær Juanito ekki grænt ljós hjá
þjálfaranum?
Santamaría — Við fylgjumst
mjög náið með öllum leikmönnum
er koma til greina. Nokkrir hafa
ekki verið upp á sitt besta síðustu
mánuði, hafa átt við meiðsli að
stríða o.s.frv. Það er betra að vera
ekkert að kalla þá saman. Þetta á
ekki eingöngu við Juanito heldur
fjölmarga aðra leikmenn.
Blm. — í fyrstu lítur út fyrir að
andstæðingar Spánar í 5. flokki
verði auðveldir viðfangs (5. flokk-
ur: Spánn, N-írland, Honduras og
Júgóslavía), og að Spánn muni
ekki eiga í neinum erfiðleikum
með að komast áfram í keppninni.
Hver er skoðun yðar?
Santamaría — Við verðum að
mæta til fyrsta leiks með sama
hugarfari eins og um væri að ræða
úrslitaleik. Þannig mun okkur
takast að komast áfram.
Blm. — Hverja teljið þér erfið-
ustu mótherjana?
Santamaría — Júgóslavía á alls
ekki hættulegasta liðið eins og
menn vilja halda fram. Það er
nauðsynlegt að virða öll liðin sem
við munum keppa við. Þau hafa öll
sömu möguleika, þótt liðin leiki
ólíka knattspyrnu. Við megum
ekki gleyma að N-írland er líklegt
til að koma á óvart þegar minnst
varir.
Blm. — Kemur það til góða að
leika hérna á Spáni?
Santamaría — I fyrstu, já, þar
sem hvatning frá áhorfendum er
mjög mikilvæg fyrir leikmenn. Við
verðum samt að minnast þess að
ekki hafa öll lönd er séð hafa um
undirbúning og skipulag fyrir HM
orðið heimsmeistarar á heima-
velli.
Blm. — Reyndar, en öðrum lönd-
um eins og til dæmis Argentínu
tókst að spila betur 1978 en t
nokkurri annarri keppni.
Santamaría — Argentínska liðið
lék ekki eins og venja var hjá því.
Liðið breytti sínum vanalega
leikstíl. Hver leikmaður lék ekki
fyrir sjálfan sig heldur fyrir allt
liðið. Við notfærum okkur sér-
kenni hvers leikmanns fyrir liðið i
heild.
Blm. — Af hverju er ekki meiri
ljómi yfir spænskri knattspyrnu?
Santamaría — í dag leikur enginn
glæsilega knattspyrnu. Liðin
sækja ekki fram, heldur leika
varnarleik, og Spánn, eins og eðli-
legt er, getur ekki siglt gegn
straumnum, því að leikmennirnir
leika nú orðið þannig með sinum
liðum.
HM í sumar:
„Miklar líkur á HM-titli“
Fjölmenni á 15 ára afmæli Keilis
— segir Santamaria, þjálfari Spánar
með ágætum. Þátttakendur voru 65
talsins og urðu úrslit þau, að Jón K.
Jónsson sigraði, Rúnar Sigursteins-
son varð annar og Bergur Ásgríms-
son þriðji.
Síðan var afmælisveisla í
golfskálanum á Hvaleyrinni og
sóttu hana 130 félagsmeðlimir.
Formaður Keilis, Ólafur Ágúst
Þorsteinsson, flutti ávarp þar sem
hann greindi frá starfsemi klúbbs-
ins frá upphafi og þeim framtíðar-
verkefnum að stækka golfvöllinn
úr 12 holum í 18 holur á næstu
tveimur árum. í tilefni afmælisins
veitti formaðurinn Þorsteini Ein-
arssyni fyrrverandi íþrótta-
fulltrúa ríkisins gullmerki klúbbs-
ins og Þorvaldi Ásgeirssyni golf-
kennara silfurmerki. Nokkrum fé-
lögum var einnig veitt silfurmerki
fyrir unnin störf í þágu Keilis.
Krá Melgu Jónsdóllur, frétUriUra
Mbl. í Burgos á Spáni.
SPÆNSKA landsliðið í knattspyrnu
er næsta tilbúið í slaginn fyrir HM í
sumar. Spánverjar eiga aóeins eftir
að leika einn vinalandsleik fyrir
heimsmeistarakeppnina. Sá leikur
verður við Svisslendinga. (Þeim leik
er reyndar nýlokið með 2—0-sigri
Spánverja.) Kftir þann leik mun
spænski landsliðsþjálfarinn, José
Kmilio Santamaría, leggja helsta
áherslu á sálfræðilegan undirbúning
leikmanna. Hugmynd Santamaría er
ekki sú að ofreyna spænska lands-
liðið með strangri og harðri æf-
ingaskrá fram að keppninni (13.
júní), heldur munu leikmenn verja
þeim tíma sem eftir er í tæknilegan
undirbúning, fara yfir leikreglur og
atriði er varða skipulag liðsins.
Síðasti æfingarlandsleikur Spán-
verja í knattspyrnu fyrir HM i sumar
er hreint formsatriði fyrir spænska
landsliðið og þjálfara þess, José
Kmilio Santamaria. Kf slæmar
kringumstæður og meiðsli leik-
manna spilla ekki fyrir vali Santa-
maría munu Spánverjar bjóða fram
það lið er leika mun á HM.
Santamaría er maður umdeild-
ur, á jafnvel marga fjandmenn.
Margir eru á þeirri skoðun að
hann sé ekki hæfur sem knatt-
spyrnuþjálfari spænska landslið-
sins (þetta er svo sem ekkert nýtt,
það verður líklega aldrei hægt að
gera öllum til geðs), og er orsökin
sú að Santamaría þykir skapstirð-
ur og fráhrindandi. Spænskir
áhugamenn um knattspyrnu kjósa
fremur skapgerð Kubala, fyrrver-
Santamaria, þjálfari spænska lands-
liðsins.
andi þjálfara landsliðsins, en nú-
verandi þjálfara.
Því er ekki að neita samt sem
áður að Spánverjar hafa ekki farið
illa út úr þeim landsleikjum, er
spilaðir hafa verið undanfarna
mánuði, þótt stundum hafi leik-
menn sýnt ófullkomna og lélega
knattspyrnu. Ef til vill eru til
verri landsliðsþjálfarar en Santa-
maría.
Við skulum sjá hvað sjálfur
þjálfari spænska landsliðsins hef-
ur um málið að segja.
— Það mun litlu skipta hvernig
leikurinn við Svisslendinga fer.
Þau úrslit hafa lítið að segja fyrir
Spánverja. Andstæðingurinn í
þetta skipti er það sem minnstu
varðar. Það eina sem við höfum
áhuga á í sambandi við þennan
leik er að spænsku landsliðsmenn-
irnir haldi hópinn. Leikurinn mun
stuðla að meiri samstöðu meðal
leikmanna." José Emilio Santa-
maría fer daglega til vinnu sinnar
hjá spænska knattspyrnusam-
bandinu; hann fylgist vandlega
með hverjum viðburði í knatt-
spyrnunni er varðar leikmenn.
Meðan á viðtali blm. við Santa-
maría stóð var þeim síðarnefnda
tilkynnt um meiðsli eins leik-
manns í landsliðinu, Zamora, og
að hann hefði neyðst til að yfir-
gefa æfingabúðir liðs síns vegna
þessa. Samstundis er tekin ákvör-
ðun um nýjan leikmann í landslið-
ið. Varamennirnir þurfa að vera
vel undirbúnir og í góðri æfingu
þegar neyðaratvik koma upp.
Blm. — Spánn hefur ekki hafið
undirbúning nægilega fljótt að
HM í sumar. Argentína hóf sinn
undirbúning með miklu fyrr. Þar
er deildakeppnin ekki byrjuð enn-
þá. Eru S-Ameríku-liðin betur
undirbúin fyrir HM en Evrópu-
liðin?
Santamaría — Eins og gefur að
skilja hefði það áhrif á amerísku
liðin, ef heimsmeistarakeppnin
færi fram í desember eða janúar,
en núna hefur það áhrif á evróp-
sku liðin.
Blm. — Spænsku leikmennirnir
munu mæta til leiks á HM eftir
langt keppnistímabil. Þeir munu
þarfnast hvíldar til að safna
kröftum á ný. Hver eru helstu
GOLFKLÚBBURINN Keilir í Hafn- síðastliðinn og í tilefni dagsins var
arfirði átti 15 ára afmæli 25. apríl efnt til afmælismóts sem þótti takast
Merkishafar Keilis, ásamt formanni. F.v. Ásgeir Nikulásson, Þorvaldur
Ásgeirsson, Þorsteinn Einarsson, Sigurður Héðinsson, Ólafur Marteinsson,
Inga Magnúsdóttir, Henning Bjarnason, Knútur Björnsson, Jón Marinósson
og Ólafur Ágúst Þorsteinsson formaður.