Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 53 Sjö nýjar skurðgröfur og ein gömul próventukona eftir Pétur Pétursson þul Vegfarendur er átt hafa leið undanfarið um Ingólfsstræti hafa eigi komist hjá því að veita at- hygli stórfelldum umsvifum er þar eiga sér stað á lóð Seðlabankans og Ingólfs Arnarsonar land- námsmanns Islands. Auk vega- tálmana er reistar hafa verið, þannig að engum er fært nema fuglinum fljúgandi, ymja þar og emja kjaftvíðar skurðgröfur er ógna með hvofti sínum. Bryðja þær grjót og gnísta véltönnum um leið og þær moka feng sínum á tíuhjólatrukka er bíða malandi á gryfjubarmi. Hér er unnið að Mammonshöllinni miklu, Víð- gelmi, eða Auðkúlu þeirri er geyma skal gullforða og Fáfnisarf. Svona hafa peningamál þróast á Islandi síðan Jón Maríasson var seðlabankastjóri og geymdi skjöl bankans í skrifborðsskúffu við Austurstræti, en sendi þvottinn sinn í pokaskjatta með dampskip- inu til ísafjarðar, þar sem náin skyldmenni nudduðu skyrtur hans og flibba og sendu um hæl með næstu ferð, í pússi bátsmanns. Þá var nú ekki verið að eyða og spenna í óþarfa prjál. Jón Maríasson var fulltrúi kynslóðar er lifað hafði tíma tvenna. Forleikur Tschaikowskys, 1812, er meðal vinsælla tónverka er oft heyrast á hljómleikum sinfóníu- sveita. Færri eru þeir er kynni hafa af bréfum Guðrúnar Skúla- dóttur, Magnússonar landfógeta er dvaldist í próventu í skjóli Stef- ánunga í Viðey og ritaði þar bréf mörg og markverð. Árið 1813 ritar hún Grími Jónssyni amtmanni, móðurbróður Gríms Thomsens, skálds. Þá hafa danskir fésýslu- menn og bankajöfrar gripið til þess ráðs, að liðnum Napóleons- styrjöldum, að freista þess að rétta bágan fjárhag ríkiskassa Danaveldis, að þrykkja nýja bankóseðla, ef forða mætti hruni gjaldmiðils og efla átrúnað ný- krónu. Guðrún Skúladóttir ritar Grími fregnir frá Islandi: „Margir áf almúga hafa dáið á þessu ári, framundir 20 manneskj- ur urðu úti hér og hvar í vetur í áhlaupahríðum. Heinkel fór vestur á Vestfirði með vörur sínar, en hann kom hingað fyrst til ólukku manna. Hann kom með bankaforordning- una og sagði það hverjum manni, að bankaseðlarnir gömlu væru svo gott sem ónýtir. Það gengur aldeilis yfir mig, að peningaumbreytingin hefur aukið dýrtíðina hjá ykkur, svo lækningin, sem átti að vera, hefir aukið sjúk- dóminn.“ Síðan greinir Guðrún frá lands- högum og segir: „En þegar almúginn er fallinn, þá fara höfðingjarnir að eiga bágt.“ Fleira margt, segir sú hin fróma kona, dóttir landfógetans. Hálf önnur öld er liðin siðan .. en þegar almúg- inn er fallinn, þá fara höfðingjarnir að eiga bágt“ (Guðrún Skúladóttir í bréfi til Gríms Jónssonar) hún hripaði bréf sitt. Margt er breytt, en meginmál hin sömu. Víkjum nú að umsvifum á lóð Seðlabankans og landnámsmanns vors. Fyrir horska framgöngu andófsmanna, með Þorstein Stephensen í fararbroddi, hörfuðu seðlabankamenn úr vígi sínu á fornhelgum stað. Síðar hófust þeir handa um framkvæmdir og færðu sig um set. Fengu þeir samþykki borgaryfir- valda að reisa stórhýsi á Arnar- hóli, enda skyldi bifreiðageymsla í kjallara og á þaki geyma bifreiðir borgarbúa og leysa þannig vanda margan. Nú spyrja skattborgarar: Hve margir rúmmetrar koma til af- nota á hvern bankamann í höfuð- borginni? Hvað um sjúklinga? Og hjúkrunarlið? Má ætla að bílageymsia Seðla- bankans leysi vanda bifreiðaeig- enda í Reykjavík? Bílastæði sem fyrirhuguð eru á vegum Seðla- bankans munu á þriðja hundrað talsins. Hve margir eru starfs- menn bankans og hve margir þeirra eiga bíl? Verður rúm fyrir fleiri bíla en starfsmannanna? og hvað er þá unnið? Gjaldmiðillinn sjálfur, seðlar og mynt, litur, lögun, stærð og form eöa núllafjöldi skiptir engu máli. Vinnan, athöfn iðjumanns, skaut náttúrunnar, afurðir, afla- sæld og verkmenning er það sem skiptir sköpum um afkomu þjóða. Hver minnist þess að hafa heyrt viðvörunarorð frá Þjóðhagsstofn- un til auðmanna, að fara sér hægt í gróðakröfum sínum. Hrakspár um kollsteypu efnahags séu laun goldin skv. framfærsluvísitölu eru þeirra ær og kýr. Þjóðhagsstofnun hefði lagst gegn vökulögum 1921 og orlofslög- um Stefáns Jóhanns hefði hún verið spurð. Matthías Johannes- sen hefir það eftir Ólafi Thors í merkri ævisögu, að hann hafi ekki séð eftir neinu eins og því að berj- ast gegn vökulögum sjómanna. Þar fór hann að ráðum „sérfræð- inga“ um þjóðarhag. Sé hag íslensku þjóðarinnar þannig komið sem seðlabanka- stjóri gefur í skyn og vill vera láta, er þjóðinni hollast að hyggja að Ijóðum skoska skáldsins Robert Burns og þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á þeim og búa sig undir að lifa í: „heiðursfátækt, þrátt fyrir allt“ Minnumst þess að „allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir alh.“ H.C. Andersen sagði: „Keisar- inn er í klæðaskápnum." Það er kominn tími til þess að keisarinn komi fram úr pen- ingaskápnum og hyggi að hag al- þjóðar. Hagur þjóðarinnar almúga — vinnandi fólks — er ekki skráð- ur hvað skýrast hjá svonefndri Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun er skipuð knektum Vinnuveitendasam- bandsins og auðhyggjumanna. Þar er dregið ský fyrir maísól hins vinnandi manns. Norrænt vísnamót í Reykholti MANDDAGINN 3. maí nk. verður síðasta vísnakvöldið á þessum vetri haldið í Þjóðleikhússkjallaranum. Aðsókn að vísnakvöldunum í vetur, sem nú eru orðin niu talsins, hefur verið stórgóð og hofur oftast þurft að loka húsinu fvrir kl. 22. Dagskráin á þessu síðasta kvöldi verður fjölbreytt að vanda og fram koma m.a.: Sönghópurinn Hálft í hvoru sem kynnir nýja hljómplötu sem hann hefur unnið fyrir Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu og út kemur nú 1. maí, tvær ungar söngkonur þær Margrét Gunn- arsdóttir og Erna Ingvarsdóttir, Trad-kompaníið leikur dixie- landmúsik, ljóðskáld kemur í heimsókn að vanda, nú svo mætir kór félagsins o.fl. Regluleg starfsemi vísnavina hefst aftur í september í haust, en það er aldeilis ekki sumarfrí þang- að til. Áformað er að halda hér á landi norrænt vísnamót í sumar með þátttöku gesta frá öllum Norðurlöndunum. Sjálft mótið mun fara fram i Reykholti helgina 25.-27. júní, en því lýkur með tón- leikum í Þjóðleikhúsinu sunnudag- inn 27. kl. 21. Eftir það verður þó um óformlega dagskrá að ræða bæði í Reykjavík og úti á landi í samvinnu við Norræna húsið, norrænu félögin og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Nánari fréttir af mótinu eru væntanlegar fljótlega. Ferdaskrifstofan |—|(TÚ^-,----------- EVROPUFERÐ LUXEMBURG OG ALPAFJÖLLIN 8.-27. júlí Verö kr. Komið er viö í fraegum íþrótta- og útilífsstööum s.s. Lech og Zillertal i Týról, Kóngsvatni og Oberammaergau í Bæjern og í Cortinu á Italíu og Bled í Júgóslavíu. Þriggja vikna verö meö góöu fólki á þægilegum bíl í fallegu umhverfi og þrifalegum hótelum. Dagleiöir eru flestar stuttar og fallegustu ökuleiöirnar eru jafnan valdar. Ekki er gist skemur en 2 nætur á hverjum staö, mest fimm nætur. Fjölbreytileikinn er aðalsmerki þessa feröaskipulags, til aö menn geti fengiö sem mest út úr aöeins einni sumarleyfisferö. Boöiö er upp á margar og fjölbreytilegar skoöunarferöir á öllum stöðunum. Á kvöldin er farið saman í skemmtistaöi, t.d. Týrólakvöld í Innsbruck og Bæjarakvöld i Berchtesgaden. Fariö um átta þjóölönd, þ.e. Luxemburg, Belgíu, Frakk- land, Þýzkaland, Sviss, Liechtenstein, Austurríki og Júgó- slavíu. Gist í sex borgum þ.e. Luxemburg, Schaffhausen, Lech, Innsbruck, Villach og Berchtesgaden. Fallegar miðaldaborgir heimsóttar s.s. Colmar í Frakk- landi og Stein am Rhein í Sviss. Fegurstu héruð álfunnar skoðuö allt frá dýpstu dölum upp til efstu tinda s.s. Zillertal-Alparnir, Dólómítarnir og Bæjersku alparnir. Frægar listaborgir skoðaðar: Innsbruck, Luxemborg og Salzburg og vinalegir fjallabæir s.s. Vaduz, Selva og Rattenberg. Stórhertogadæmið Luxemburg, græna hjartað í Evrópu skoðaö rækilega, bæði sveitir og bæir, vínrækt og virkj- anir. Vígvellir tveggja heimsstyrjalda skoðaðir, Ardenna-fjöllin í Belgíu (Bastogne ) og Verdun j Frakklandi. Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911. □ □ □ □ □ □ □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.