Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAI 1982
„ Hoak er ab per ? BQ er aá r>ct
i ávt'sanc\)r\e.p-ti& mítt!"
HCIlAAIIfí
Krtu búinn ad vera hér lengi?
Skrefatalningin og
atkvæðatalningin
Jón Ógmundur l'ormóðsson skrif-
ar:
„Flestir stjórnmálamenn eiga þá
ósk að kjósendur verði búnir að
gleyma óvinsælum verkum þeirra á
kjördegi. Þeir sem bera ábyrgð á
því að tekin var upp tímamæling í
innanbæjarsímtölum og öðrum
nágrennissímtölum — skrefataln-
ing — á ári fatlaðra í fyrra vonast
eflaust til þess að það verði ekki
munað í sveitarstjórnarkosningun-
um nú á ári aldraðra né í Alþingis-
kosningunum á þessu ári eða hinu
næsta.
Markmiðið með skrefatalning-
unni var jöfnun símgjalda í fram-
haldi af þingsályktun um jöfnun
símgjalda frá 1974 og lögum um
stjórn og starfrækslu póst- og síma-
mála frá 1977. í jöfnuninni fólst
ekki niðurgreiðsla heldur réttlát
leiðrétting á of háum töxtum á
langlínusamtölum sem bitnuðu
einkum á fólki utan Reykjavíkur-
svæðisins.
Ekki var þó minnst á skrefataln-
ingu sem leið að jöfnunarmarkmið-
inu í lögunum né ályktuninni, að-
eins drepið á frínúmeraleiðina í lög-
unum, þ.e. sama gjald fyrir að
hringja í helstu stjórnsýslustofnan-
ir í Reykjavík hvaðan sem væri af
landinu, og endurskoðun gjaldskrár
í ályktuninni. Svo voru skrefataln-
ingartæki pöntuð án fjárlagaheim-
ildar hinn 1. mars 1979, í
samgönguráðherratíð Ragnars
Arnalds, og Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra erfði
síðar þetta vandræðamál. Með þvi
að setja skrefatalninguna á hinn 1.
nóvember 1981 fór Steingrímur
Hermannsson aðeins eina af mörg-
um jafnréttisleiðum þótt honum
væri í lófa lagið að fara leið frelsis,
jafnréttis og bræðralags í formi
verðhækkunar á umframskrefum
(þó ekki á kostnað langlínunot-
enda). Skal þetta nú skýrt nánar.
Póst- og símamálastjóri viður-
kenndi opinberlega í blaðagreinum
í ágústlok 1981 að ná hefði mátt
sömu jöfnun og með skrefatalning-
unni með því að hækka verð á um-
framskrefum (áætluð 35% fjölgun
skrefa er sama og 35% hækkun á
verði hvers skrefs). Þá hefði fjöldi
símtala í bæjum eða næsta ná-
grenni skipt máli sem fyrr en ekki
tímalengd dagsamtalanna þar.
Málfrelsi manna hefði ekki verið
skert á óeðlilegan hátt en skrefa-
talningin náði þegar í upphafi til
96% símanúmera í landinu og nær
innan fárra ára til þeirra allra ef
ekkert verður að gert. Með skrefa-
talningaraðferðinni kostar nú
miklu meira að tala í síma á dag-
inn, t.d. 5—6 sinnum meira en var
ef tala þarf í hálftíma og um 4 sinn-
um meira en með verðhækkunarað-
ferðinni (hins vegar er um 'A dýr-
ara að tala á kvöldin og um helgar
með verðhækkunaraðferðinni).
Fólkið í landinu veit betur hve mik-
ið og hvenær það þarf að nota sím-
ann en þeir stjórnmálamenn sem
hafa ekki gefið sér tíma til að skilja
þarfir þess í máli þessu, þarfir svo
margra sem heima sitja og vinna á
daginn, aldraðra, öryrkja, sjúkl-
inga, nemenda, húsmæðra o.s.frv.
Þetta nægir um samanburð á leið-
um með tilliti til frelsisins. En hvað
um bræðralagið? Sætta menn sig
við óþarfa skerðingu á málfrelsi
sínu? Neytendasamtökin vilja að
símnotendur fái að velja á milli
ofangreindra leiða, skrefataln-
ingarinnar eða hækkunar á verði
umframskrefa, sömuleiðis Banda-
lag kvenna í Reykjavík sem hefur
innan vébanda sinna 32 aðildarfé-
lög með um 15.000 félagsmenn og
loks meirihluti borgarstjórnar
Reykjavíkur í síðari ályktun sinni.
Þá hafa um 12.000 íbúar á Reykja-
víkursvæðinu lýst ugg sínum á und-
irskriftalistum í skyndikönnun
vegna skrefatalningarinnar. Mót-
mælin eru víðtæk, opinská eða þög-
ul eftir aðstæðum. Benda mótmælin
til bræðralags? Hefði ekki orðið
sæmileg eining um hefðbundna
verðhækkunarleið úr því að fólk
utan Reykjavíkursvæðisins hefði
fengið sömu jöfnun og með skrefa-
talningaraðferðinni?
Oftast eru til leiðir út úr ógöng-
um. Á Alþingi hafa þannig nokkrir
þingmenn Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins lagt fram til-
lögu til þingsályktunar um könnun
á afstöðu símnotenda til mismun-
andi valkosta við jöfnun símkostn-
aðar. Þar var skorað á samgöngu-
ráðherra að láta fara fram könnun
á afstöðu símnotenda til þess hvor
leiðin verði farin til að jafna sím-
kostnað landsmanna: 1) skrefataln-
ing innanbæjarsímtala eða 2)
Þegar rollurnar
eru búnar aö éta
þjóðargjöfina
' ,. ■' ....
■
vill þjódin ekki éta rollurnar
“W ' W':
Gunnar Sveinsson skrifar:
„Eg er mjög óhress yfir þessum
heimaríku smákóngum norðan
heiða og náttúruverndarmönnum
sem stutt hafa við bakið á þeim.
Besta náttúruverndin er nefnilega
fólgin í því að virkja og virkja mik-
ið. Eg skal leiða nokkur rök að því.
Með því að gera stór uppistöðulón
eykst jarðvatnið á stóru svæði í
kringum lónið og loftslagið mildast.
Erlendis hefur þ^ð ráð verið tekið,
gagngert til þess að auka jarðvatn
þurrkasvæða, að gera stór stöðu-
vötn.
Ég hef unnið við Búrfell allar göt-
ur síðan þar var virkjað, eða á ann-
an áratug. Ég hef orðið vitni að því
á hverju einasta vori, síðan þjóðar-
gjöfin var gefin 1974, að land-
græðsluvélin hefur komið svífandi
og dreift áburði og grasfræi. Hálf-
um mánuði seinna eða svo hafa
karlarnir komið með stóra rekstra
og beitt á nálina, þegar hún hefur
verið að byrja að koma upp. Þegar
þeir hafa svo verið búnir að láta
rollurnar éta upp þjóðargjöfina,
hefur ævinlega sýnt sig að þjóðin
hefur ekki viljað éta rollurnar
þeirra, a.m.k. hefur markaður hér
verið ónógur fyrir kindakjöt og
þjóðin orðið að standa fyrir kostn-
aðarsömum útflutningi.
Við virðumst vera furðulangt á
eftir tímanum. I gamla daga var
nauðsynlegt að beita á óræktarland,
þegar búið var á litlum kotum og
túnskækillinn bar ekki nema eina
kú eða tvær. Þá var nauðsynlegt að
reka fé á fjöll. Nú eru ræktunar-
möguleikarnir heima í byggt nær
ótakmarkaðir og aðstaðan því gjör-
breytt. Við beit í heimahögum
mundu sparast ófáar milljónir
króna vegna smalamennsku á
hverju hausti og auðveit yrði um vik
með sumarslátrun.
Mér hefur blöskrað það að sjá
bændurna koma með rekstrana þeg-
ar landgræðsluflugvélin hefur verið
búin að sá og nálin rétt farin að
koma upp. Fyrirhöfn og fjármunir,
allt til einskis. Að auki hefur Lands-
virkjun verið þarna með stóran hóp
manna við girðingarvinnu og upp-
græðslu, og þar sem þetta starf hef-
ur fengið að vera í friði þar sýnir sig
líka árangurinn, gróðurvinjar
breiða nú úr sér þar sem voru eyði-
merkur 1966. Þetta er Landsvirkjun
til mikils sóma. Af þessu gætu nátt-
úruverndarmenn lært ákveðna
lexíu. þeir hafa tekið skakkan pól í
hæðina.
Til þess að standa fyrir upp-
græðslu þarf áburð, og það mikinn
áburð. Til þess að fá mikinn áburð
þurfum við að virkja mikið. Við
fáum hann ekki öðruvísi. Ef við
virkjum stórt getum við selt áburð-
arverksmiðju(m) rafmagn á hóflegu
verði og landgræðslan keypt ódýran
áburð. Við eigum ekki að fá smá-
kóngum alræðisvald í virkjunarmál-
um okkar, ekki einu sinni þótt þeir
séu með beinar eða óbeinar hótanir.
Mér finnst steininn hafa tekið úr í
vitleysunni, þegar ráðherrar lýsa
því yfir hver í kapp við annan að
þeir séu ekki ánægðir með útkomu
úr samningaþófi við hótunarmenn,
en kveðast allt til vinna til að lægja
ófriðaröldur kringum virkjana-
áform. Þarna eru þeir að gefa
mönnum undir fótinn með að beita
ofbeldi eða hóta því og þá sé látið
undan jafnvel óbilgjörnustu kröfum
þeirra. Og almenningur borgar. Allt
til þess að ekki verði farið að
sprengja stíflugarða og setja
maurasýru á jarðvinnslutæki. Viss
þingmaður leyftði sér að tala um að
skuldugum bændum hefði verið hót-
að, en vísaði í málflutningi sínum
um Blönduvirkjun til Aalta-málsins
í Noregi. Er þetta ekki að láta skína
í vígtennurnar, að vera með óbeinar
hótanir?
Ég get ekki séð, að við Islendingar
þurfum að sjá svo mjög eftir heiða-
löndum, þótt þau hverfi undir uppi-
stöðulón fyrir þjóðhagkvæmar
virkjanir, allra síst þegar það er við-
urkennd staðreynd að við verðum að
fækka búfé svo að um munar vegna
markaðserfiðleika og setja kvóta á
landbúnaðarframleiðslu."