Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar KAFFISALA Kvenfélags Háteigs- sóknar verður á morgun, sunnudag- inn 2. maí, í Domus Medica, og hefst k. 3 og stendur fram til kl. 6 síðdeg- is. Skólar í Englandi Pantanir á sumarnámskeiö í Englandi veröa afgreiddar næstu vikur. Beztu og vönduöustu skólarnir. M I m ir, Brautarholti 4. Sími 10004 (kl. 1—5 e.h.). Til sölu Til sölu einbýlishús á Höfn í Hornafirði eða í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 97-8595. Eitt af táknum vorsins hér í Reykjavík er kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar, þegar okkur gefst tækifæri til þess að fjöimenna með vinum og kunningjum í Dom- us Medica og njóta hinna ágætu veitinga, sem þar eru á borð born- ar og ræða um landsins gagn og nauðsynjar og endurnýja kunn- ingsskapinn, því að öll erum við kunningjar, og eigum það sameig- inlegt að vilja styðja við bakið á kvenfélaginu og örva það í nýjum átökum við mikil og göfug verk- efni. Þeir, sem kunnugir eru starfi Kvenfélags Háteigssóknar, vita, hversu gífurlegum grettistökum félagið hefur lyft í þeirri viðleitni sinni að búa kirkjuna okkar, Há- teigskirkju, sem best úr garði, svo að hún megi þjóna sínu ætlunar- verki, fögur og heilög, að vera verðugur staður fyrir lofsöng og bæn Guði til dýrðar. Annar þáttur í starfi félagsins, sízt fyrirferð- arminni og ekki síður mikilvægur, er margháttuð félags- og menn- ingarstarfsemi, sem glatt hefur og hrært margt hjartað í næstum þrjátíu ár. Hafið hugheilar þakkir fyrir allt ykkar starf, kæru konur. Næsta stórátak kvenfélagsins, er að stuðla að því, að upp komi altarismynd í kór kirkjunnar, sem leiða skal hugi okkar til ihugunar á leyndardómum guðsríkisins. Það eru margar fórnfúsar hend- ur, sem leggjast á eitt til þess að félagið megi gegna hlutverki sínu sem best í samfélagi okkar. Eg vil því heita á Háteigssöfnuð og aðra velunnara kirkju og félags að fjöl- menna á sunnudaginn í Domus Medica og styrkja þannig starf Kvenfélags Háteigssóknar með því að kaupa sér og sínum veislu- kaffi. Tómas Sveinsson Gallerí Langbrók lokað um tíma Sýningarstaðurinn Gallerí Langbrók hefur starfað í Land- læknishúsinu á Bernhöftstorfu í tvö ár. Þar sem húsnæðið þarfnast endurnýjunar verður galleríið lok- að frá 1. maí til 5. júní. Þá hefst starfsemin að nýju með sýningu á smámyndum aðstandenda Lang- brókar, sem eru 14 talsins. Þar verða sýnd ýmiss konar verk svo sem textil, keramik, skúlptúr og grafík. Þessi sýning, Smælki-’82, verður í tengslum við Listahátíð, sem sett verður sama dag, þ.e. 5. júní. Kaffi og kök- ur íIðnó EINS og mörg undanfarin ár standa Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík fyrir veizlukaffi í Iðnó í dag og verður þar boðið upp á veit- ingar á vægu verði. Húsið opnar klukkan 14 og veitingar verða á hlaðborði til klukkan 17. húsgögn, Langholtsvegi 111, símar 37010 — 37144. þetta segja atvinnubilstjórar um firestone S-au radíal hjólbarda Asgrímur Guðmundsson ekur á Toyota Crown Ég hef ekki ekið á betri dekkjum en Firestone S-211, endingin er mjöi og þau fara einstaklega vel undir bílnum. Miðað við rúmlega7.000 kílómetraakstur á malarvegum hafa Firestone S-211 komið verulega á óvart. Þau eru ótrúlega mjúk, steinkast er svo til úr sögunni og bíllinn lætur vel að stjórn. Verð á Firestone S-211 er afar hagstætt og þess ber einnig að geta að bensín- eyðsla er mun minni ef ekið er á radial- dekkjum. samvisku mælt með Firestone S-211. Éggetþvímeðgóðri Tire$tone S-211 Fullkomið öryggi - alls staðar ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: GARÐABÆR MOSFELLSSVEIT: KEFLAVÍK: Nýbarði sf. Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Nýbarði sf. Borgartúni 24, sími 16240 Skemmuvegi 6, sími 75135 Bensínafgr. OLÍS, sfmi 50606 Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24, (Hreyfilshúsinu) sími 81093 Holtadekk Hjólbarðaþjónustan Bensínafgr. ESSO, sími 66401 Brekkustlg 37 (Njarðvík) sími 1399

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.