Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 19
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Ekkí víst
að maður
jánkí öllu
Mangi í Miklaholti hafði Tungurn-
ar.
„Ég bið þig fyrir allt mitt,“
sagði Óli. „Ég skal reyna," svaraði
ég, „að sjá um ferðirnar, en með
konuna og strákinn vil ég ekkert
hafa að gera.“
Skömmu seinna þegar Óli var
enn í Ameríku stóð svoleiðis á að
ég var uppi á bílpalli þegar
frænku Óla bar að og spurði hún
um frænda sinn.
„Hann fór til annars heims,"
svaraði ég.
„Jæja, var hann eitthvað veikur,
ég hafði ekkert heyrt um það,“
segir frænkan.
„Já, þetta skeður oft snögglega,"
segi ég og svo var það búið.
Nokkru síðar þegar Óli er kominn
heim hitti ég hann á þorrablóti,
frænkan hafði haldið hann látinn,
en þarna hittust þau í fyrsta sinn
eftir heimkomu hans. Hann hafði
ekki mörg orð um þetta við migj
sagði aðeins: „Það er ekki alltaf
sama hvernig svarað er.“ Okkur
Ólafi kom ágætlega saman, ef
hann var að rífa kjaft, svaraði ég
út af. Hann er einkennilegur mað-
ur að sumu leyti, oft með hávaða í
Reykjavík, en Ijúfmenni fyrir
austan. Kallinn gat verið meinleg-
ur í tilsvörum, en þetta er mjög
skýr kall og ég var alveg hissa að
mér skyldi aldrei hafa dottið í hug
það sem hann gerði í Kamba-
stoppinu fræga, þegar hann keyrði
burtu með konur og karla spræn-
andi á sitthvort borð. Það var
stórfeill að hafa ekki dottið það í
hug.
Öft var nú spjallað ýmislegt á
leiðinni í rútunum. Einu sinni var
ég að fara upp Skeið á móts við
Blesastaði, fór hægt, enda drullu-
bleyta. Mest var af kvenfólki í
bílnum, en einhver skarfur var
þarna á leið upp í Tungur og ég
hægði ferðina einnig vegna þess
að Pétur gamli í Edinborg þurfti
úr þarna. Þá galar skarfurinn aft-
ur í: „Það er belja að fara fram úr
þér.“ Mér varð ekki um þetta og
svaraði: „Þú ert heppinn, þá getur
þú fengið að ríða.“ Hann varð al-
veg ómögulegur við þetta svar.
Þetta voru aðallega áætlunar-
ferðir sem ég vann við, slapp vel
við sætaferðirnar, en þær voru að-
allega á böllin. Ég lenti aldrei í
neinu slæmu þar, eitt sinn varð
ein stelpan úr bílnum kolvitlaus á
dansgólfinu, ég lét það alveg eiga
sig. Ein vildi ekki inn, var eitthvað
lasin og fór ekki úr bílnum. Ég var
þá bara í bílnum líka, það var al-
veg nóg fyrir mig að hugsa um
hana, ég hafði alveg nóg með það.
Við sátum úti í bíl.“
— Og hafið haft það gott?
„Ekki mjög slæmt, held ég, ekki
meðan á því stóð. Ég vissi alveg
hvað hún vildi, við vissum það
bæði og það var okkur nóg að vita
það.“
Kamar á ferð og flugi
Prakkarastrik?, jú, víst voru
þau mörg, þó nú væri, það gerði
ekkert til. Það var árið 1931 eða
1932 að það voru ábúendaskipti á
bæ í Garðinum. Presturinn sá um
málið. Drifið var í að smíða kamar
í sambandi við breytinguna og var
hann smíðaður upp að húsinu
þannig að ein hliðin var opin. Einn
morguninn var kamarinn kominn
upp á stromp á bænum. Prestur
fékk tvo menn til að taka hann
niður, Pál Pálsson á Lambastöð-
um og Gunnar Jónsson, kallaður
ýmist Gunnar Islendingur eða
Gunnar Rússi. Hann drakk svolít-
ið og var hávaðasamur við vín.
Páll fór upp og rétti kamarinn
niður, en hann féll þá eitthvað
óþyrmilega á öxlina á Gunnari.
Gunnar varð fokvondur, en kam-
arinn komst á sinn stað. Næsta
morgun ætlaði Gunnar að fá far
með mjólkurbílnum. Hann vakn-
aði eitthvað seint og heyrir þegar
bíllinn fer hjá í myrkrinu á leið út
eftir til að ná í brúsa, en þá var
von á honum framhjá aftur eftir
stutta stund. Gunnar dreif sig í
fötin og hljóp út úr húsinu á fullri
ferð inn í opnu hliðina á kamrin-
um fræga. Þeir höfðu þá sett hann
fyrir dyrnar um nóttina, en Gunn-
ar var lengi með stóra kúlu á
hausnum eftir áreksturinn við
kamarshurðina, því hann átti á
engu von og sá ekkert nývaknaður
í myrkrinu. Einhver með hestvagn
keyrði kamarinn að Utskálum og
setti hann fyrir framan svefn-
herbergisglugga séra Eiríks.
Prestur kallaði Pál til og tuldraði
Páll mikið yfir því á staðnum að
hann vissi ekkert um ferðir kam-
arsins, en prestur bað hann að
fjarlægja fyrirtækið. A meðan
þeir röbbuðu saman var kamrin-
um hins vegar stolið enn einu
sinni og þeir sem það hafa gert
hafa borið hann um einn kíló-
metra að Skeggjastöðum. Síðan
var farið með þennan ferðaglaða
kamar að Presthúsum og þar var
hann múraður við húsið, annað
þótti ekki öruggt eftir allt ferða-
standið.
Það var einnig gott þegar strák-
ar komu að bæ einum á þessum
slóðum um miðja nótt. Þetta var
hæð og ris og svaf fólk uppi. Þar
var myrkur en ljós í glugga niðri
og þar kíktu strákar til að gæta
að. Þar lágu karl og kona uppi í
rúmi, en um síðir fór svo að karl-
maðurinn hypjaði sig á lappir og
konan fylgdi honum til dyra. Ekki
vissi ég hvort hún var fullklædd
eða ekki á þeirri ferð, en þar sem
þau standa í útidyrunum er
mjálmað úti í móa og heyrist kon-
an þá segja við næturgestinn að
hann hljóti að hafa hleypt kettin-
um út og sé nú allt í voða því þá
komist samband þeirra upp. Karl-
maðurinn fór að leita að kettinum
árangurslaust, en leizt víst ekki á
blikuna þegar þeir voru farnir að
mjálma þrír í móanum. Seinna
giftu þau sig þessi skötuhjú, en
ekki veit ég hvort þau eru búin að
finna köttinn."
Þýtur bá ekki helvítis
mikil flyksa upp
„Einu sinni voru tveir á ferð í
Garðinum að kvöldlagi um miðja
vertíð. Öðrum verður brátt í brók
Þorlákshöfn:
Allur tíminn fer í vinnu
Myndir: KÖE
Texti: — ai
Það var áliðið dags, þegar
Morgunblaðsmenn komu (il
l>orlákshafnar. Bátar voru að
leggjast að bryggju, fullir af
fiski, og í aðra báta var verið
að setja net. Verkafólkið í
frystihúsinu Glettingi hf. var
í eftirvinnu. Hestir voru að
pakka saltfiski og það var
fjör í mannskapnum. Piskur-
inn gekk milli manna þangað
til hann lenti í kassa, sem
lokað var með sterku bandi.
Jón Guðmundsson verka-
maður var að spyrða fisk.
Hann hefur unnið í fiski í
30 vertíðir og hann sagðist
ætíð gera sér nokkurn
dagamun á 1. maí. Hann
sagði, að vinnan nú væri
miklu hægari en áður var,
í Glettingi var verió aó pakka salt-
fiski í kassa. Þaó var svo sem eng-
inn flýtir á fólki, en þó gekk allt
hratt fyrir sig, áreynslulaust.