Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
79
vandamál með víxláhrif kaup-
gjalds og verðlags, en það er leið-
inlegt að ríkið skuli alltaf ganga á
undan með hækkanirnar. Hvað
sem þessum vanda annars líður,
þá verður að hækka kaup lág-
tekjufólks, ef það á að geta lifað
mannsæmandi lífi í þessu landi.
Hitt er svo önnur saga hvort
nokkuð er til skiptanna. Ef það er
ekki þá verða aðrar stéttir að taka
það á sig að koma lágtekjufólki á
réttan kjöl.
Hin seinni ár hefur Ólafur Ey-
land gefið sig nokkuð að verka-
lýðsmálum og situr nú meðal ann-
ars í trúnaðarmannaráði Einingar
á Akureyri.
En ég hef aldrei verið flokks-
bundinn maður, segir hann. Eg
hef ævinlega kosið og vona nú að
ég hafi kosið rétt. Enda þótt ég
sitji með Einingarmönnum þá hef
ég verið kallaður krati og ekki
kippt mér neitt upp við það, frekar
en smekkleysuna „NATO-mella“
sem kommarnir kalla mig.
Ég hef setið fjögur þing Alþýðu-
sambands Norðurlands og hef
bæði haft gagn og gaman af þeim
fundum. Yfirleitt hef ég haft gam-
an af því að kynnast verkalýðs-
málum, en það hefur alltaf borið
við að vinnudagurinn sé of langur
til að gefa sig eitthvað að marki að
slíku stússi. Ég hef aldrei skorast
undan því að vinna að verka-
lýðsmálum, mætt á fundi og fylgst
með. Það er skylda mín. En betur
má ef duga skal. Það segir nefni-
lega lítið ef aðeins örfáir i stóru
félagi láta til sín taka. Ég álít að
það hvíli ábyrgð á manni í þvílík-
um félagsskap sem verkalýðsfé-
lagi, þó það sé ekki nema að rétta
upp höndina. Það er ábyrgðarhluti
að koma af stað verkfalli.
Ég veit svei mér ekki hvað er
framundan. Er ekki alltaf verið að
bíða eftir einhverju frá Þjóð-
hagsstofnun til að sjá hvað sé
hægt að heimta mikið? Samning-
arnir renna út 15da maí svo það
fer hver að verða síðastur að gera
upp hug sinn til þeirra. Það var
stórt spor síðast í samningagerð
þegar samningarnir voru aftur-
virkir. Ég álít að hinir allra lægst
launuðu verði bókstaflega að fá
launahækkanir nú umfram aðra
þjóðfélagsþegna.
Það er lægð núna á íslandi, en
það er svo um allan heim. Og hvað
með það þó það sé stundum á
brattann að sækja! Ég held það
geti ekki verið gaman að lifa ef
maður mætir ekki erfiðleikum á
lífsleiðinni. Það er lítið varið í það
að fá allt upp í hendurnar. Ég segi
það ekki, að lífið geti ekki leikið
mennina misjafnlega, ég missti nú
konu mína á besta aldri og stúlku-
barn fimm ára gamalt, en svona er
nú einu sinni lífið. Ég hef alltaf
litið bjartsýnum augum á lifið;
það birtir alllaf upp um síðir.
Tekurðu ekki þátt í lsta maí há-
tíðarhöldum?
Jú, það geri ég. Raunar er ég í
lsta maí-nefnd á Akureyri, en hef
ekki haft tök á því að mæta á
fundi sökum lasleika. Það hefur
tvívegis hent á minni ævi, að
vinna á lsta maí. Það var þegar ég
var strætisvagnabílstjóri. Þá var
haldið uppi áætlunarferðum á
lsta maí. En það er leitt þegar
lsta maí ber uppá helgi, eins og
nú, en ekki virkan dag, því þá er
ekki tekið eins eftir þessum degi.
Einhver hafði á orði að fresta lsta
maí, eins og þeir frestuðu jólunum
einhverjir úti í heimi, og láta hann
bera uppá mánudag — og festa
hann þar kannski í sessi svo sem
tíðkast hjá verslunarmönnum.
Það er ekki óvitlaus hugmynd.
Verður ekki lsti maí á sunnudegi
næsta ár?
J.F.Á.
að slíkt sé ekki nema eðlilegt í
náttúrulegum atvinnuvegi — en
núorðið er hægt að brúa þetta bil.
Þið reynduð Fontinn?
Já, við vorum til sællar minn-
ingar með Fontinn og það gekk
illa. Það kom nú til af því, að hann
var alltaf að bila. Þó var atvinna í
kringum hann og það dofnaði yfir
öllu þegar hann fór, því í atvinnu-
lífinu leiðir eitt af öðru. Ýmis
þjónusta spratt upp í kringum
togarann og húsbyggingar jukust
o.s.frv. Aðstaðan hjá okkur þarf
að batna og þá getum við vel tekið
á móti togaranum. Það er marg-
sannað mál að fólk vill koma til
Þórshafnar og setjast hér að, ef
atvinna er næg og traust. Þá er þá
steindautt pláss ef það vaknar
ekki við komu heils togara! Ég hef
trú á því að við munum klára
okkur með þennan togara, í sam-
vinnu við Raufarhafnarbúa. En
við höfum það ágætt Þórshafn-
arbúar eins og ég hef sagt þér og
kærum okkur ekki um neinn bar-
lóm. Það var nóg af slíku í blöðum
fyrir nokkrum árum, segir Sölvi
Hólmgeirsson.
(Ljósm. KAX).
*
Sveinn Friðriksson, gjaldkeri Ársæls á Hofsósi:
í pökkunarsalnum í frystihúsinu á Stokkseyri voru þær Kagnheiður, Birna og Sigríður að skera úr flökunum. Þær
sögðu aö helst vantaði dagheimili á Stokkseyri svo fleiri kæmust út á vinnumarkaðinn.
Stokkseyri:
Hér vantar dagheimili
I pökkunarsalnum í frystihúsinu á
Stokkseyri hittum við fyrir þrjár
konur, þa>r Kagnheiði llallgríms-
dóttur, Bimu Benediktsdóttur og
Sigríði Gísladóttur þar sem þær voru
í óða önn að laga fiskflökin til fyrir
pakkninguna. Kagnheiður er reynd-
ar trúnaðarmaður starfsfólksins á
staðnum. Ilún var spurð um aðbún-
að á vinnustað. Ilún tók undir orð
Sævars Geirharðssonar og sagði að-
búnaðinn vera mjög góðan.
„Hér vantar bara fleira fólk í
vinnu," sagði Ragnheiður. „Það er
það eina held ég sem hægt er að
finna að,“ bætti Birna við og Sig-
ríður kinkaði kolli.
„Það eina, sem okkur virkilega
vantar hér á Stokkseyri er dag-
heimili fyrir börn svo fleiri komist
út á vinnumarkaðinn, en það kem-
ur víst allt eftir kosningar," sögðu
þær og hlógu. Þeim leist bara
mætavel á kvennaframboðið í
Reykjavík, höfðu ekkert út á það
að setja en sögðu þó, að það væri
ekki sama hverjar fylltu listann
og það væri ekki sama hvaða mál-
efni kvennaflokkur berðist fyrir.
Það þýddi ekkert að kjósa kvenna-
lista bara vegna þess að eintómir
kvenmenn væru á honum.
Lítið vildu þa>r ræða um bón-
uskerfið en slíkt var sett á frammi
í aðgerðinni í vetur og sýndist sitt
hverjum.
Hvert þær væru ánægðar með
kaupið?
„Það má alltaf bæta við kaupið.
Það er svo sem aldrei of mikið.“
„Þá koma stóru hanarnir
á eftir og heimta meirau
SVEINN Friðriksson er gjaldkeri
Verkalýðsfélagsins Ársæls á Hofs-
ósi. Hann starfar í frystihúsinu á
staðnum og þrátt fyrir 65% örorku
frá fæðingu vinnur hann sína 8 tíma
á dag allan ársins hring. „Ég læt mig
hafa það meðan ég stend í báðar
lappir, en neita því þó ekki, að þetta
er erfitt á stundum," sagði Sveinn.
Við spyrjum um kjaramálin.
„Ég er ekki tilbúinn að halda því
fram, að verkafólk sé langt á eftir
öðrum í launum. En þegar verka-
fólk nær fram einhverjum rétt-
indamálum sínum þá koma stóru
hanarnir ævinlega á eftir og
heimta meira. Þannig verður
þetta eilíf togstreita. Forsenda
þess, að verkafólk komist sæmi-
lega af er mikil vinna og þá eru tíu
tímarnir lágmark. Vinnuálagið er
töluvert, því er ekki að neita, en
það er ekki mikið um að fólk
kvarti. Til hvers líka að barma
sér? Sjálfur vinn ég ekki nema
átta tíma á dag vegna heilsu
minnar, en fer svo að sinna hest-
unum mínum fimm.
Eins og staðan er í dag held ég,
að fólk sé ekki tilbúið í verkfall
enda hlýtur að vera hægt að finna
skynsamlega og sanngjarna mála-
miðlun án verkfallsátaka. Verka-
fólk verður að sjálfsögðu að fá
eitthvað í sinn hlut, þó ekki væri
nema upp í þá skerðingu, sem ver-
ið hefur á vísitölunni."
Gildi 1. maí?
Að sjálfsögðu hefur 1. maí gildi,
þó ekki væri nema fríið sem fólk
fær þann dag.
—áij