Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
73
með þá. Þegar hann fór keypti ég
þriðjung i þessu húsi, sem hét
Búðardalur en er nú Eyrarvegur
10, og hef ég búið hér síðan.
Áður en stríðinu lauk tók ég að
mér póstflutninga frá Þórshöfn til
Raufarhafnar og um allt Langa-
nesið. Þá var nesið allt byggt. Ég
hafði með mér trausta og góða
hesta í þessum ferðum, enda
reyndi nú stundum á þá á vetrum.
Axarfjarðarheiðin var oft vond yf-
irferðar. Ég var landpóstur í upp-
undir þrjátíu ár og er kallaður enn
af sumum hér „Sigmundur póst-
ur“.
Uppúr 1970 fór ég að vinna í
frystihúsinu hér og gerði það þar
til fyrir tveimur árum að ég veikt-
ist og varð að fara á spítala. Ég
hef ekki farið til vinnu eftir það,
er algerlega búinn í fótunum.
Hin seinni ár hef ég jafnan
brugðið mér á hestbak, en ég fór
ekkert á bak í vetur og býst ekki
við að ég geri það framar. Ég geri
ekkert meira en að liggja inní
bekknum mínum og lesa og svo
éta. Ég fékk á tímabili svolítil eft-
irlaun frá ríkinu, en þá vildi Ragn-
ar Arnalds fara að spara og setti
mig útaf fjárlögum. Ég fékk bréf
þess efnis, þar sem einnig sagði að
Tryggingarstofnun ríkisins myndi
bæta mér þetta upp svo ég hefði
engan skaða af þessari ákvörðun
— en ég hef aldrei orðið var við
það. Núna fæ ég nokkrar krónur
úr lífeyrissjóði sem ég greiddi
meðan ég var maður til að vinna,
og svo fæ ég ellilaun — en þetta er
hungurlíf. Maður þarf að greiða
lóðargjöld og fasteignagjöld og
ótal gjöld önnur, og svo hrað-
hækkar allt sem maður þarf til
sín. Þessi litli peningur sem ég fæ
mánaðarlega segir lítið í lífs-
baráttunni nú á dögum.
Ég er ekki vel sáttur við það að
vera lagstur í hálfgerða kör. Mér
finnst ég ekki gamall, en ég er bú-
inn líkamlega, það er ekki að neita
því. Ég finn oft fyrir því, þegar
menn eru að baksa við eitthvert
erfiði, að geta ekki lagt hönd að.
Það er átakanlegt.
Hún er öll skökk þessi tilvera.
Við fæðumst bjargarlaus og þurf-
um svo eilífðartíma til að afla
okkur orku til að lifa, en strax á
sextugsaldri förum við að tapa
þessari orku og verðum að aum-
ingjum aftur. Hún er öll skökk
þessi tilvera. J.F.Á.
um vallarstarfsmanna sé
nefnt.
Miðstöð þessarar starfsemi,
sem nær til allra keppnisvalla
í borginni, er á Laugardals-
velli og gamla miðstöðin á
Melavelli er nú að nokkru leyti
orðin útibú.
Nú er komið sumar sam-
kvæmt almanakinu og þess
beðið á íþróttavöllunum líkt
og annars staðar, að landið og
veðurguðirnir láti svo lítið að
kíkja á dagatalið og útvegi sól
og vöxt í samræmi við það. En
á meðan náttúruöflin stauta
sig fram úr dögunum er jarð-
vegurinn undirbúinn. í orðsins
fyllstu merkingu meira að
segja.
Um daginn litu Morgun-
blaðsmenn inn í Laugardal og
fylgdust með störfum fólksins
og festu sumt á filmu. Þann
dag voru m.a. „krítaðir" nær
allir malarvellir íþróttafélag-
anna (þ.e. merktir með til-
heyrandi línum og strikum) og
á sjálfum Laugardalsvellinum
var verið að reyna nýja jarð-
vegsgötunarvél. Það mátti
segja um starfsemina á
íþróttavöllunum þennan mis-
viðrasama vordag, eins og
roskin kona í Landsveit hafði
einatt á orði: „Mikið gengur á,
en meira stendur þó til.“
„Þetta þótti alveg voðalegt orð“
Þegar flestir halda heim á leið að
loknum starfsdegi hefst vinnutími
ræstingakvennanna. Sumir vinna
jafnvel í mörg ár á skrifstofu án þess
aö sjá nokkurn tíma konurnar sem
sjá til þess að næsta morgun eru
gólfin gljáandi, ruslafoturnar tómar
og öskubakkarnir tandurhreinir. Ein
þeirra kvenna sem fæst við ræst-
ingar i húsinu númer 6 við Aðal-
stræti er Guðlaug Gísladóttir. Við
áttum stutt samtal við hana á dögun-
um.
„Ég er fædd á Akranesi, en bjó
lengst af í Keflavík, eða í alls um
tuttugu og fimm ár. Til Reykjavík-
ur kom ég fyrir þremur árum. Ég
er eiginlega rétt að verða Reykvík-
ingur. Við fluttum hingað í júlí í
fyrra, þegar Stefán, eiginmaður
minn, varð húsvörður hér.“
— Hefurðu lengi fengist við
ræstingar?
„Já, nokkuð lengi. Ég vann við
slík störf á Keflavíkurflugvelli
meðan ég bjó þar suður frá. Þetta
er nú það sem konur fá að gera,
þegar þær eru búnar að koma
börnunum á legg og fara út á
vinnumarkaðinn. Það er líka hægt
að fá vinnu í fiski. Ég vann í
frystihúsi í Keflavík í nokkur ár.
Það er ákaflega lýjandi vinna.
Launin eru kannski hærri, en
vinnan er líka meiri og erfiðari."
— Hvernig kanntu við ræst-
ingastarfið?
„Ég kann alveg ljómandi vel við
þetta starf. Þetta er starf sem
þarf að vinna og á ekki að vera
verr metið en annað."
— Er það verr metið en önnur
störf?
„Það hefur verið það í gegnum
árin, en er að breytast nokkuð
núna. Blessaður vertu, „ræst-
ingakona" — þetta þótti alveg
voðalegt orð. Það er nú kannski
eittvað konunum sjálfum að
kenna. Þær hafa hreinlega
skammast sín fyrir að vera ræst-
ingakonur.“
„BeriÖ höfuöið hátt“
— Hvernig er vinnutíminn?
Stutt samtal við Guðlaugu
Gísladóttur ræstingakonu
„Ég vinn mest um helgar.“ Guðlaug Gísladóttir bregður tuskunni á eina
glerhurðina. LjÓHm. Mbl. Kmilía.
„Hann er ákaflega misjafn. Það
fer eftir því hvað konurnar eru
með stórt húsnæði á sinni könnu.
Það eru nú víst einar tíu konur
sem ræsta í þessu húsi, en hvað
mig áhrærir þá vinn ég mest um
helgar, því þá er mest næði. Það er
jú alltaf trafík hér fram á kvöld
meira og minna, eins og þú veist.
En ætli það megi ekki segja að ég
vinni þetta fimm tíma, þrisvar eða
fjórum sinnum í viku. Það fer eftir
aðstæðum. Á veturna er miklu
erfiðara að þrífa en á sumrin, því
þá berst snjórinn og slabbið af
götunum inn um allt.“
— Hvernig er þessi vinna borg-
uð?
„Sums staðar er unnið eftir
mælingu, en hér er borgað tíma-
kaup samkvæmt áætlun."
— Hafa orðið verulegar breyt-
ingar á kjörum og aðstæðum ræst-
ingakvenna á þeim árum sem þú
hefur unnið við þetta?
„Launin hafa náttúrulega
hækkað eins og önnur verka-
mannalaun og það hafa korúið
fram á sjónarsviðið ný tæki og
efni til notkunar við þessi störf."
— Er hægt að lifa af launum
fyrir ræstingar?
„Þá þyrfti maður að vera að all-
an daginn frá morgni til kvölds.
Ég vann frá klukkan átta til fimm
á Keflavíkurflugvelli. Ég man nú
ekki hvað verkakvennakaupið er
hátt núna en það er alla vega ekki
mikið. Miðað við aðstæður í þjóð-
félaginu er það of lágt."
— Eru það nær eingöngu konur
sem vinna við ræstingar hérlend-
is?
„Ég veit ekki um neinn karl-
mann í þessu, en það er þó alls
ekki útilokað að það sé til í dæm-
inu. En það er ábyggilega ekki
mikið um að karlar vinni við
þetta."
— Er eitthvað sem þú vilt segja
við starfsfélaga þína í tilefni dags-
ins?
„Já. — Berið höfuðið hátt.“
SIB.
Starfsfólk á Laugardalsvelli. Frá vinstri: Örn Valdimarsson, Einar ('lausen, Björn Kristófersson verkstjóri og Ilrefna Tryggv adóttir.