Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Sigurður réttir blaðamanni snyrtilegan bækling, sem gefinn var út í tilefni 30 ára afmælis Styrktarfélagsins en í hann rita ýmsir af forystu- mönnum félagsins auk þess sem þar er að finna kveðjur og árnað- aróskir frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og stofnunum. í yfirlitsgreinum um starfsemi Styrktarfélagsins fyrr og nú segir m.a. eftirfarandi: „Félagið er stofnað til að lið- sinna lömuðu fólki og fötluðu, en um það leyti sem félagið var stofnað gekk hér mjög illkynjaður sjúkdómur, mænuveikin, sem margir fóru illa út úr, ekki sízt börn. Aðal hvatamennirnir að stofnun félagsins voru þeir Sveinbjörn Finnsson fram- kvæmdastjóri, Svavar Pálsson endurskoðandi, Haukur Krist- jánsson læknir og Friðfinnur Ólafsson forstjóri. Svavar var kjörinn formaður á stofnfundi fé- lagsins, og gegndi hann því starfi samfleytt í 20 ár. Á þessu tímabili var grundvöllurinn lagður að flestum þeim þáttum sem enn þann dag í dag einkenna starf fé- lagsins. Má þar nefna uppbygg- ingu endurhæfingarstöðvarinnar, sumardvöl fyrir fötluð börn, sem lengst af hefur verið rekin í Reykjadal, heimavistarskólann, sem rekinn var í sex ár, og margt fleira. Fyrsta stóra viðfangsefni fé- lagsins var að koma á fót endur- hæfingarstöð. Fest voru kaup á stóru íbúðarhúsi að Sjafnargötu 14 í Reykjavík og hóf endurhæf- ingarstöðin þar starfsemi sína í byrjun árs 1956. Þar var stöðin starfrækt í 12 ár, eða þar til hún var flutt í nýbyggingu félagsins að Háaleitisbraut 13. Fyrstu starfsmenn endurhæf- ingarstöðvarinnar voru 10 talsins og önnuðu þeir um 4.400 sjúkra- meðferðum fyrsta árið, sem starf- að var á Sjafnargötunni, en í dag eru starfsmenn stöðvarinnar 25 og anna þeir tæplega 30 þúsund sjúkrameðferðum á ári. Árið 1959 hóf félagið rekstur sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn. Fyrstu árin var sú starfsemi rekin á tveimur stöðum, að Varmalandi í Borgarfirði og í Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið 1963 keypti félagið Reykjadal í Mosfellssveit og þar hefur sumar- dvölin verið rekin síðan. I Reykja- dal njóta 30—40 börn sumardval- ar á ári hverju. Segja má, að til skamms tíma hafi skólakerfið verið lokað fötl- uðu fólki. Haustið 1969 braut fé- lagið ísinn á þessum vettvangi með því að stofna heimavistar- skóla fyrir fötluð börn á grunn- skólaaldri í Reykjadal. Þesi skóli var rekinn í sex ár, eða þar til skólakerfið var loks reiðubúið að taka við lömuðum og fötluðum nemendum og veita þeim fyrir- greiðslu við hæfi. Ef við höldum áfram við að stikla á stóru úr starfi félagsins, þá má nefna, að stofnuð var kvennadeild 1966, en hún hefur frá upphafi beitt sér fyrir fjáröflun handa félaginu, og í því sambandi staðið fyrir árlegum basar, sem ávallt hefur verið vel sóttur og gefið deildinni góðar tekjur. Deildin hefur varið tekjum sínum til að styrkja endurhæfingarstöð- ina og sumardvalarheimilið í Reykjadal, og þá oft með því að gefa þessum stofnunum ýmsan gagnlegan tækjabúnað. Þá hafa konurnar unnið ómælda sjálf- boðavinnu á margvíslegum sviðum í þágu félagsins. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að ferlimál fatlaðra hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri. Augu manna hafa smám saman verið að opnast fyrir þeirri köldu staðreynd, að stór hluti hús- næðis á Islandi er svo úr garði gerður, að fatlaðir og ellihrumir komast þar ekki um, nema þá með miklum erfiðismunum. Talsvert hefur hins vegar miðað í rétta átt á þessu sviði, og nú gera bygg- ingarfélög og byggingarsamþykkt- ir ráð fyrir aðgengi fatlaðra í nýj- um byggingum. En betur má ef duga skal, og í því sambandi hefur félagið ákveðið að styrkja þá aðila, Úr endurhæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Æfingar í vatni eru snar þáttur í endurhæfingu. Úr endurhæfingarstöðinni. Með tilkomu viðbyggingar hefur stöðin stækkað um helming og miklar vonir eru bundnar við ný salarkynni i viðbyggingunni. Frá keppni i íþróttum fatlaðra „Með tilkomu íþróttastarfsins hefur orðið umtalsverð breyting á högum þessa fólks“ — segir Sigurður Magnússon formaður Iþróttasambands fatlaðra Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra minntist fyrir skömmu 30 ára afmælis félagsins. Starfsemi félagsins hefur frá því í öndverðu verið athyglisverð og merkileg, og fer ekki á milli mála, að félagið og endurhæfingastöð þess njóta mikils álits. Höfuðstöðvar félagsins eru í glæsilegri byggingu að Háaleitisbraut 11—13, þar er endurhæfingarstöð félagsins og skrifstofur. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigurður Magnússon, og í tilefni 30 ára afmælis félagsins ræddi blaðamaður Mbl. við Sigurð um starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og einnig um íþróttamál fatlaðra, en Sigurður er formaður íþróttasambands fatlaöra, og einn af upp- hafsmönnum þess, að fatlað fólk hóf íþrótta- iðkun hér á landi. sem að þess dómi ganga að því með myndarskap að endurbæta eldra húsnæði og gera það fötluð- um fært til umferðar. Nú, á þessum tímamótum í starfi félagsins næst sá merkilegi áfangi, að tekin er í notkun viðbót- arbygging endurhæfingastöðvar- innar. Með tilkomu þessarar myndarlegu byggingar stækkar athafnasvæði endurhæfingar- stöðvar félagsins um helming, en orðið var afskaplega þröngt um starfsemina. Þá eru margir þættir í endurhæfingu og heilsugæzlu sem félagið vill sinna og óskað hefur verið eftir, en ekki verið hægt að sinna hingað til. í endur- hæfingarstöðinni vinna nú 25 manns, flestir í fullu starfi. Sjúkraþjálfarar og aðrir sérfræð- ingar cru um 12 talsins, en auk þess hafa fjórir læknar, sem flest- ir eru sérfræðingar í bæklunar- sjúkdómum og skyldum greinum reglulega viðtalstíma í húsnæði endurhæfingarstöðvarinnar, og fleiri munu bætast við síðar á ár- inu. Eins og áður segir er Sigurður Magnússon formaður Iþróttasam- bands fatlaðra. Iþróttir, æfingar og keppni, eru snar þáttur í lífi stórs hóps fatlaðs fólks. Hafa íþróttirnar gefið fötluðum nýtt takmark, þeir hafa fengið ný við- fangsefni til að glíma við. og er ánægja þeirra, sem þátt taka í ieiknum, greinileg. Sigurður var beðinn að segja nánar frá íþrótta- starfi fatlaðra. „íþróttasamband fatlaða er yngsta sérsambandið innan Iþróttasambands íslands, aðeins þriggja ára gamalt, og 17. sérsam- bandið, sem stofnað er. Uppbygg- ing á íþróttastarfi fatlaðra hófst þó fyrr eða árið 1971, þegar ég réð- ist til ÍSÍ sem útbreiðslustjóri. Hafði ég því meginverkefni að gegna að koma trimmstarfinu í gang, og þá komst ég að raun um, a varla var hægt að tala um íþróttir fyrir alla, meðan þeir væru afskiptir, sem á einhvern hátt höfðu skerta hreyfigetu. Þess vegna lagði ég til að þörfum fatl- aðra yrði sinnt sérstaklega, og var því vel tekið af hálfu stjórnar ÍSÍ. Og svo vel tókst til í upphafi að ég fékk með mér tvo ágætis menn úr samtökum fatlaðra, úr innsta hring, Guðmund heitinn Löve framkvæmdastjóra Öryrkja- bandalags íslands og Trausta Sig- urlaugsson framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Állir sem höfðu með mál fatlaðra að gera sýndu þessu mik- inn áhuga, og fyrsta íþróttafélag fatlaðra er svo stofnað í Reykjavík 1974. Nú eru þessi félög orðin átta og fleiri í uppsiglingu, og reglu- legir iðkendur um þúsund talsins. Það er út af fyrir sig athyglis- vert, að í íþróttastarfinu taka bæði líkamlega og andlega fatlað- ir þátt, en ef að er gáð kemur í ljós að þroskaheftir eru mjög stór Frá fyrsta þingi íþróttasambands fatlaðra, sem haldið var í vetur. í ræðustól er Hannes Þ. Sigurðsson þingforseti, við hlið hans Sigurður Magnússon, formaður íþróttasamhands fatlaðra, og Jóhann Pétur Sveinsson þingritari, sem þrátt fyrir sína miklu fótlun hefur sýnt íþróttunum mikinn áhuga, og að sögn Sigurðar gerði Jóhann sér lítið fyrir og skilaði ítarlegri fundargerð upp á 30 siður eftir þingið, fundargerð, sem margir þeir er heilir ganga til skógar, mundu vera sæmdir af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.