Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 29
76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
Vestmannaeyjar:
Grein og myndir:
ÁRNIJOHNSEN
SIGURGEIR JÓNASSON
MannlíMaktar
í vertíðaratinu
HUNDRUÐ verkamanna vinna við fiskvinnsluna í Vestmannaeyj-
um, flestir í fjórum frystihúsum, sem eru í hópi þeirra stærstu á
landinu, en einnig fjölmörgum öðrum fyrirtækjum sem flest eru
tengd sjávarvinnslu á einn eða annan hátt. Ágætur afli hefur borizt
á land í vetur og því hefur vinna verið mikil þótt ekki hafi komið
sérstök aflahrota eins og til dæmis á síðastliðinni vertíð. Það er
áberandi að fólk á öllum aldri vinnur saman í fiskvinnslunni, allt frá
peyjunum sem byrja að gella á Gúanóportinu innan við 10 ára aldur
og upp í elztu jaxlana í hópi frystihúsastarfsmanna í kringum átt-
rætt. Margir gegna sömu störfum ár eftir ár og eru eins konar ankeri
í mannlífi vinnslustöðvanna þannig að víðast skapast heimur út af
fyrir sig í atinu og þegar vel aflast og mikið liggur fyrir slær
hjartsláttur þessa mannlífs í samhljóma takti, allir keppast við að
bjarga verðmætunum, fiskinum verður ekki stungið niður í skrif-
borðsskúffu til þess að bíða betri tíma. Það er oft feikilegt álag á
starfsfólk í fiskvinnslunni, en það er eins og í öðru þar sem hráefni
byggist á veiðimennsku og það hefur verið hagur þjóðfélagsins að
dugmikið fólk hefur valizt til þessara starfa, en það er furðulegt að
þetta fólk sem vinnur við og tekur ábyrgð á undirstöðu þjóðfélagsins
skuli vera láglaunafólk þessa lands. Við birtum hér nokkrar svip-
myndir sem Sigurgeir, ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyj-
um, tók hér og þar í vertíðaratinu, landmegin. — á.j.
Stefán og Bergur Bjarnfreéswon í andartakspásu.
Þóra Bernódusdóttir fellir net, það er nóg að gera hjá
öllum vinnandi höndum á hávertíðinni.
Guðrún pakkar loðnuhrognum í ís-
félaginu.
Palli á sinum stað í Fiskiðjunni.
Hafnarkallarnir, en þessir þrír eru búnir að standa í mörgu stórverkinu hjá höfninni í gegn um árin, blessaðar
kempurnar Bergur, Beggi og Siggi.
I'ær kalla fljótt um um leið og bitið
fer að minnka og ekki stendur á því
að brýnararnir komi til að bæta úr,
a.m.k. hann Kort í Fiskiðjunni.
Hressir Eyjapeyjar, ef til verðandi verkamenn, sjómenn, skipstjórar eða útvegsbændur, en
margir þeirra hafa byrjað í Gúanóportinu í gellustússinu.