Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
CHRYSLER
Við lokum í viku
vegna tækniþjálfunar
Viö lokum verkstæöi okkar frá mánudeginum 3.
maí nk. fram aö næstu helgi, vegna þess aö tveir
sérfræöingar frá Chrysler-verksmiöjunum halda
hér námskeið fyrir bifvélavirkjana okkar. Viö biöj-
umst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta
kann aö valda viöskiptavinum okkar, en bætt
menntun bætir þjónustuna. Þessa daga verður þó
hægt aö fá neyöarþjónustu.
ðltökull hf.
<\
ffi
unuF
Glæsibæ, sími 82922.
Allt í útilffið
Fyrir sólarlandaferöirnar og íslenzka sumariö:
Stutterma bolir, stuttbuxur, Bermudabuxur, blússur
og jakkar frá italíu.
Glæsilegt úrval
'
1. maí ávarp Sjálfsbjargar
„Patlaðir ei«a rétt á fjárhaKslegu
og félagslet;u öryggi og mannsæm-
andi lífskjörum. Þeir eiga rétt á,
eftir því sem hæfileikar þeirra
leyfa, að fá atvinnu og halda henni
eða taka þátt í nytsamlegu, frjóu
og arðgefandi starfi og að ganga í
verkalýðsfélag. Fatlaðir eiga
kröfu á að tekið verði tillit til sér-
þarfa þeirra á öllum stigum fjár-
hagslegrar og félagslegrar skipu-
lagningar."
Ur yfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðra.
Á hátíðisdegi verkalýðsins
fylkjum við liði og göngum með
félögum verkalýðshreyfingarinnar
undir kröfum um vinnuvernd,
jafnrétti til náms og starfs. Við
viljum benda á þau réttindamál
sem við berjumst fyrir og með því
skýra fyrir almenningi, hvers
vegna fatlaðir og samtök þeirra
eiga samleið með verkalýðshreyf-
ingunni.
Okkar kröfur eru:
Við leggjum áherslu á að kröfur
fatlaðra sem ASÍ hefur tekið upp í
yfirstandandi samningum nái
fram að ganga. Og vísum til
áskorunar á Alþingi sem gerð var
á síðasta Alþýðusambandsþingi
um lífeyrisréttindi öryrkja og
annarra þjóðfélagsþegna, sem
ekki starfa á hinum almenna
vinnumarkaði.
Við leggjum áherslu á að fatlað-
ir eigi kost á vernduðum stöðu-
gildum á almennum vinnumarkaði
og/eða starfi á vernduðum vinnu-
stað í sinni heimabyggð. Við krefj-
umst þess að allt fatlað fólk, sem
vinnur á vernduðum vinnustöðum
og á almennum vinnumarkaði,
njóti þess ótvíra-ða lagaréttar að
eiga í raun aðild að verkalýðs-
félögum með fullum félagsskyld-
um og réttindum.
Við krefjumst þess að veitt
verði lán cða styrkir til að breyta
almennum vinnustöðum og tækja-
búnaði sem jafni aðstöðu fatlaðra
á vinnumarkaðinum.
Við leggjum áherslu á að aukin
verði endurhæfing og vinnumiðl-
un. Fatlist maður af völdum slyss
eða sjúkdóms verði leitað allra
leiða til að koma honum í atvinnu
á ný.
Við krefjumst, að fötluðu fólki
sé gert kleift að eignast og reka
bifreið. Að bifreið verði metin til
jafns við önnur hjálpartæki hjá
þeim sem vegna fötlunar verða að
fara akandi til og frá vinnu.
Við krefjumst að niðurlagi 51.
greinar laga um almannatrygg-
ingar verði breytt þannig að ör-
yrkjar, sem dveljast lengur en
einn mánuð á stofnun, þar sem
sjúkratryggingar greiða dvalar-
kostnað þeirra, fái sjálfir greitt
50% lágmarksbóta.
í þessu sambandi er rétt að
benda á, að fatlaður einstaklingur
sem verður að dvelja á stofnun,
fær nú 602 kr. á mánuði í vasapen-
inga frá Tryggingastofnun ríkis-
ins, en sú greiðsla er felld niður,
fái einstaklingur greiðslur úr líf-
eyrissjóði.
Við hvetjum verkalýðsfélög til
að vera vakandi fyrir rétti fatl-
aðra til vinnu og fyrir áframhald-
andi samstarfi við félög þeirra.
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðra er okkar
krafa.
Manngildi allra er jafnt. Félags-
legur jöfnuður er markmið okkar
allra.
1. maí ávarp norrænna jafnaðarmanna
NORRÆNIR jafnaðarmenn
hafa sameinast um sameigin-
legt ávarp nú hinn 1. maí, þar
sem lögð er áhersla á kröfuna
um rétt til vinnu og frið í
heiminum. Ávarpið er undir-
ritað af forystumönnum jafn-
aðarmanna í Danmörku,
Finnlandi, íslandi, Noregi og
Svíþjóð og er þannig:
„Jafnaðarmenn á Norður-
löndum eiga mikilvægt verk að
vinna. Við krefjumst þess að
allir eigi rétt á vinnu. Við
munum vinna að friði og al-
þjóðlegri afvopnun. Norrænir
jafnaðarmenn sameinast því
um 1. maí-kröfuna: Friður og
vinna.
Fjöldaatvinnuleysi hefur
dunið yfir vestrænar iðnaðar-
þjóðir. Meðal orsakanna er að
íhaldsríkisstjórnir hafa í efna-
hagsstefnu sinni sett til hliðar
markmiðin um fulla atvinnu
og félagslegt öryggi. Jafnað-
armenn geta aldrei samþykkt
slíka stefnu. Þeir krefjast þess
að þjóðfélagið standi vörð um
hæfileika alls fólks og vinnu-
vilja.
Jafnaðarmannaflokkarnir
og verkalýðshreyfingarnar
munu vinna að því bæði á
Norðurlöndum og á alþjóða-
vettvangi að full atvinna sé
tryggð.
Styrjaldarhætta hefur auk-
ist. Margir óttast framtíðar-
horfur. Spennan milli risaveld-
anna eykst. Vígbúnaðarkapp-
hlaupið er komið á nýtt stig.
Kúgun og mannréttindabrot
eru í sjálfu sér ógnun við frið-
inn.
Jafnaðarmannaflokkarnir
og verkalýðshreyfingarnar
munu á Norðurlöndum og á al-
þjóðavettvangi vinna að slök-
un spennu, alþjóðlegri afvopn-
un og friði. Hin sameiginlega
krafa um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd sem þátt í slökun
spennu í Evrópu, er framlag til
afvopnunar og friðar.
Við hvetjum alla Norður-
landabúa til þess að fylkja sér
hinn 1. maí undir kröfunni um
„Frið og vínnu“.
Anker Jörgenscn, form.
danska jafnaðarmannaflokks-
ins, Knud Christensen, forseti
Alþýðusamhands Danmerkur,
Kalevi Sorsa, form. finnska
jafnaðarmannaflokksins,
Rertti Viinanen, forseti Al-
þvðusambands Finnlands,
Kjartan Jóhannsson, form. Al-
þýðuflokksins, Gro Harlem
Hrundtland, form. norska
Verkamannaflokksins, Tor
Halvorsen, forseti Alþýðu-
samhands Noregs, Olof Ralme
form. sænska jafnaðarmanna-
flokksins, Gunnar Nilsson,
forseti Alþýðusambands Sví-
þjóðar.
(Fréttatilkynning.)
Svölukaffí í
Súlnasalnum
EINS og undanfarin ár efna Svölurnar,
félag fyrrverandi og núverandi flug-
freyja, til kaffisölu í Súlnasal Hótel
Sögu 1. maí.
Er þetta gert til að efla fjárhag félags-
ins en einn megintilgangur þess er að
vinna að hvers konar mannúðarmálum.
Auk kaffisölunnar í Súlnasalnum, fer
fram tískusýning á fatnaði frá Verslun-
unum Urði, Silfurskinni og Pelsinum. að
vanda verður skyndihappdrætti.
Súlnasalurinn verður opnaður kl.
14.00. Tískusýningar fara fram kl. 14.30
og 15.30.