Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 27
74
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Það snýst allt
orðið um vélar!
Af Tryggva Jónssyni, verkamanni á Þórshöfn
Tryggvi Jónsson, sjómaður og verkamaður á Þórshöfn gengur um gólf í húsi sínu með
hendur í vösum.
Já, ég bý ágætlega í þessu húsi, segir hann: keypti það fyrir einum fjórum árum á 5V2
milljón. Sóma hús. En ég skal segja þér eitt, ég fékk lán uppá 2,8 milljónir hjá Sparisjóði
Húsavíkur til húsakaupanna. Það var allt í lagi með það, þangað til þeir fóru að rukka
inn vextina. Vextirnir yfir árið reyndust vera á aðra milljón, hvorki meira né minná, en
lánið var til tíu ára. Þetta þýddi það að ég hefði borgað húsið margfalt til Sparisjóðs
Húsavíkur, svo ég spurði þá þessa menn hvort ég mætti ekki bara borga lánið upp. Jú,
jú, þeir sögðu það væri ekkert sjálfsagðara. En þetta eru meiri andskotans vextirnir.
Eg hef aldrei keypt neitt stórt nema þetta hús. Ég hef aldrei átt bíl og konan ekki
heldur. Ég skil ekkert í mönnum að vera að leggja peninga í bílakaup. Það hlýtur að vera
óráð. Hér á Þórshöfn eiga sumar fjölskyldur tvo og þrjá bíla, eins og ekkert sé.“
Tryggvi er fæddur árið 1911 að
Læknesstöðum við Skorvík á
Langanesi. Foreldrar hans voru
Matthildur Magnúsdóttir og Jón
Ólafsson.
Þeir bjuggu tveir bræðurnir á
Læknesstöðum, segir Tryggvi. Og
það var á tímabili gott bú. Við
kynntumst aldrei fátækt börnin
og yfirleitt þekktist ekki fátækt á
þessum bæjum á Nesinu, sem nú
eru allir komnir í eyði. En það var
einangrað. Þeir lögðu ekki veginn
til okkar fyrr en við vorum farin.
Alveg einkennilegt helvíti að
leggja veg, þegar enginn er eftir
til að nota hann. Við vorum ellefu
systkinin hvorki meira né minna
og nú eru þau börn orðin eldgöm-
ul, sem þú getur merkt af því að ég
er orðinn 71 árs. Eg var fimmti í
röðinni. Undireins og við höfðum
burði tókum við að vinna við bú-
skapinn og það var mikil vinna.
Svo var útræði mikið frá Læk-
nesstöðum og ég var aðeins svolít-
ill patti þegar ég fór fyrst til sjós.
Eg var snemma áfjáður að komast
á sjó.
Eg var ósköp veraidarlaus í
mínum uppvexti og lærði fátt á
bókum. Ætli ég hafi ekki verið í
skóla í einn vetur í allt. Maður
varð náttúrulega fljótt læs og
skrifandi og ágætlega reiknandi.
Annað var nú ekki kennt í þá daga
og ekki farið fram á meira. Þessi
lærdómur hefur dugað mér og ég
hef ekkert látið snuða mig. Maður
verður að geta bjargað sér nokkuð
í deilingunni, en þá er maður líka
vel settur. Það er voðalegt hvernig
farið er með blessuð börnin í dag.
Krakkar sem ætla í sveit missa
orðið af sauðburðinum, af því
skólinn stendur fram á sumar.
Samt byrjar hann strax í sept-
ember. Eg skil ekkert í kennurun-
um að eira þessu.
Ég hef oft ient í sjávarháska á
minni sjómannsævi. Einu sinni
var það sem ég var með bát fyrir
annan mann í Heiðarhöfn. Við
vorum tveir um borð á línu. Einn
daginn lendum við í mokfiski og
báturinn var orðinn æði siginn,
þegar við höfðum dregið inn 5 bjóð
svo ég segi að það sé ráðlegast að
skilja hin 3 bjóðin eftir, því bátur-
inn taki ekki meira. Maðurinn tók
því með semingi, en setti þó á end-
anum belginn út. Þetta var á laug-
ardegi og hann ætlaði á ball á
Þórshöfn um kvöldið, maðurinn,
og mundi missa af bílnum, ef hann
þyrfti aðra ferð út að sækja bjóðin
sem eftir voru. Maðurinn hélt því
áfram að nauða í mér að taka öll
bjóðin í einni ferð. Ég sagði hon-
um að ég gæti hæglega fengið
annan í staðinn fyrir hann í seinni
ferðina, en einhverra hluta vegna
lét ég undan. Við snerum við og
byrjuðum að draga á nýjan leik.
Þá vildi hvorki betur né ver til en
svo að báturinn seig svo að það fór
að renna sjór inná bæði borð. Ég
hélt að þetta væri mín síðasta
stund. En með því að henda meiri
partinum af aflanum útbyrðis,
kom báturinn upp aftur. Það
fannst mér kraftaverk eins og
komið var. Vélin var auðvitað
stopp, en ég kom henni nú fljót-
lega af stað. Ég skil ekki enn þann
dag í dag hvað hefur haldið bátn-
um uppi nema einhver skepna hafi
gert það. Kannski beinhákarl. Ég
sá oft beinhákarl þetta sumar.
Við höfðum oft skipti við út-
lendinga frá Læknesstöðum. Eitt
sinn var nærri illa farið í þeim
skiptum. Það var í stríðinu. Við
keyptum jafnan salt af skipum
sem lágu þarna útaf og vorum
orðnir saltlausir, þegar við sáum
einn daginn stórt og mikið skip.
Við fórum um borð til þeirra og
skiptum á 10 tunnum af salti og
dilkaskrokki. Ég vissi aldrei
hverrar þjóðar þessir menn voru,
en það var sagt þeir væru Þjóð-
verjar. Rétt sem við lentum birtist
varðskip. Varðskipsmenn sáu dilk-
inn hangandi í gálga í skipinu og
vildu fá að vita um okkar ferðir.
Ég sagði sem var, því það þýddi
ekki að leyna neinu, þegar kjöt-
skrokkurinn var fyrir augunum á
þeim. Þeir vildu fá að vita hvað
væri í tunnunum og ég sagði að
þeir mættu gjöra svo vel og opna
þær, það væri í þeim salt. Én þeir
gerðu það ekki, og sektuðu mig
ekki heldur, en það sögðust þeir
ætla að gera ef þeir stæðu mig að
þessu aftur.
Við keyptum ekki öðru vísi salt
en af sæfarendum. Færeyingar
voru hér mikið fyrir stríð og
stunduðum við föst viðskipti við
þá. Það var einmitt vegna salt-
kaupa sem skútukarlar fórust um
árið við Fagranesið. Bóndinn þar
hafði keypt salt, en hugðist ekki
borga það fyrr en um haustið með
nýslátruðu fé. Færeyingarnir
komu svo um haustið að heimta
sitt endurgjald, fóru átta í land og
drukknuðu sjö. Það var hörmu-
legt. En þetta var besta leiðin að
fá salt fyrir okkur að versla við
sjómennina. Ég man bara ekki
eftir því að við sæktum salt annað,
á meðan Færeyingarnir fiskuðu
hér. Þeir voru svo fjandi góðir,
maður skildi þá eins og sjálfan sig.
En það var verra með Englending-
inn og Þjóðverjann. Það var
hvimleitt að eiga við þá.
Mér hefur alltaf liðið best á
sjónum en á miðjum aldri neydd-
ist ég í land. Þá fór ég í aðgerðina.
%
Hæð
eftir
hæð
Grein og myndir:
SVEINBJÖRN I.
BALDVINSSON
KRISTJÁN E.
EINARSSON
Þegar sól hækkar á lofti og hlýn-
ar í veðri er þess skammt að
bíða að fuglasöngur taki að
hljóma og gróður að teygja úr
sér eftir vetrarsvefninn. En
sumarið boðar líka komu sína á
annan hátt. Til dæmis með hátt-