Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 22
standa saman og mæta á fundi
og tjá sig um mál, sem liggja
fyrir. Ég álít að það sé margt
sem betur mætti laga ef fleiri
mættu á fundi."
Hvað heldur þú að valdi þess-
ari deyfð í verkafólki?
„Hún á eflaust stóran hlut í
því óðaverðbólgan, sem hefur
deyft áhugann og sljóvgað fólk-
ið. Það kemur fram til dæmis í
sambandi við hækkanir á vör-
um. Það er eins og þær séu
hreint sjálfsagðar hlutur í
þjóðfélaginu. Og þó að margir
séu ónægðir með verðbólguna
kemur hún verst niður á þeim
lægst launuðu. Eiga þeir ekki
einhver orð yfir deyfðina í fólk-
inu, eins og óþroskaður félags-
andi. Þá finnst mér forysta
verkalýðsfélaganna ekki gera
nóg í því að mæta á vinnustaði
og tala við við fólkið og hvetja
það til að mæta á fundi og
skýra það út fyrir fólki hvað
það er nauðsynlegt að vel sé
mætt á fundi."
Guðbjörn Jensson hefur í eitt
og hálft ár stundað nám á
Tæknisviði Fjölbrautaskólans í
Breiðholti.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
að nema einhverja iðn,“ sagði
Guðbjörn. „Kunningi minn
fræddi mig um að hann væri að
fara í fjölbraut að nema húsa-
smíði. Hann sagði mér upp og
ofan af náminu svo ég sló til og
sótti um inngöngu. Úr fjöl-
brautinni fer ég sennilega í
iðnskólann og enda vonandi
sem húsasmiður.
Eftir að ég byrjaði að læra
hefur áhuginn fyrir faginu vax-
ið heldur en hitt. Þegar fólk fer
að eldast held ég það hafi meiri
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
69
áhuga fyrir því, sem það tekur
sér fyrir hendur. Ég ráðlegg
fólki að fara í eitthvað svona
nám. Það er hægt að taka það á
löngum tíma eða stuttum. Ég er
ekki með nema barnaskólapróf
og það er langt síðan ég var í
skóla í Hafnarfirði. Ég myndi
segja að það tæki hálft ár að
læra að læra aftur."
Talið barst að kaupi og kjör-
um iðnverkafólks og hann
bætti við það sem hann sagði í
byrjun viðtalsins.
„Vinna iðnverkafólks er að
vísu á öðrum grundvelli en
vinna þeirra, sem til dæmis eru
í Dagsbrún. Dagsbrúnarfólkið
er meira í útivinnu en á móti
kemur að iðnverkafólkið er oft
á tíðum að fást við eiturefni og
óholl kemísk efni og rykduft.
Munurinn á hæst- og lægst-
launuðum í þjóðfélaginu mætti
að ósekju vera minni. Þennan
mismun verður alltaf erfitt að
eiga við. Ég man það til dæmis
í samningunum ’74 þá sátu
iðnverkamenn eftir til að semja
fyrir sjálfa sig við iðnaðar-
menn. Iðnaðarmennirnir töldu
sig í þeim samningum hafa öðl-
ast nokkurt launajafnrétti með
því að breikka bilið milli hæst-
og lægstlaunuðu. Iðnaðarmenn
hafa löngum viljað fá iðnverka-
fólk í verksmiðjum inn í sitt
félag og segja að þeir geti bar-
ist fyrir bættum kjörum betur
en Iðja. Það hefur bara komið í
ljós oftar en einu sinni að iðn-
verkafólk getur ekki treyst iðn-
aðarmönnum fyrir sínum bar-
áttumálum því þeir vilja ekki
að bilið minnki meira en orðið
er milli hæst- og lægstlaun-
aðra.
Annars er vegið mjög illa að
íslenskum iðnaði í sambandi
við samkeppni. Sem dæmi má
nefna að þegar fluttar eru inn
hillusamstæður er allt sem
þeim fylgir tollfrjálst eins og
höldur, lamir, gler og ljós, en
íslensk iðnfyrirtæki þurfa að
borga fullan toll af slíku í inn-
flutningi. Þetta sýndi sig líka í
sambandi við innflutning á
húsum þar sem um tíma alla
vega, man ekki hvort búið er að
breyta því, var allt innbú hús-
anna tollfrjálst þegar aftur
þeir sem voru að byggja hérna
einingahús þurftu að borga
fullan toll af öllu slíku."
Hvernig líst þér á samninga-
gerð í vor?
„Ég er ekkert of bjartsýnn á
hana. Okkur finnst að sjálf-
sögðu VSÍ allt of stíft og okkur
finnst að laun verkafólksins í
landinu hafi verið skert veru-
lega. Ég vona bara að það náist
góðir samningar, sem geta
tryggt vinnufrið á markaðnum
í einhvern tíma. Ég tel það ætti
að semja yfir allt landið í heild
en ekki vera með sérsamninga
hingað og þangað utan lands-
sambandanna. Ég held að út-
koman yrði betri ef samið yrði
yfir landið í heild,“ sagði Guð-
björn Jensson.
Hann var spurður að því í
lokin hvort hann tæki þátt í 1.
maí hátíðahöldunum. Svaraði
hann því til að hann gerði það
nú, þó ekki væri það á opinber-
um vettvangi. Hann sagðist
bara vona að dagurinn yrði til
þess að sameina verkafólk í
landinu í þeirri baráttu, sem
framundan er.
— ai.
Stokkseyri:
Peningarnir
fljótir að hverfa
Spjallað við Sævar Geirharðsson
SÆVAR Geirharðsson er ungur
verkamaður í frystihúsinu á Stokks-
eyri. Ilann er fæddur í Reykjavík,
en hefur búið í kaupstaðnum í 10 ár.
Afskaplega brosmildur ungur mað-
ur, Sævar. Ilann hætti snemma í
skóla, „nennti bara ekki að læra, en
það er hálfómurlegl að vera verka-
maður til lífstíðar," sagði Sævar og
bætti því við að hann hygði á eitt-
hvert nám í framtíðinni. Sævar vinn-
ur aðallega í aðgerðinni.
„Það er leiðinlegt til lengdar. Ég
er hér allt árið eins og er. Aðbún-
aður í frystihúsinu er hreint ágæt-
ur og alltaf að batna finnst mér.
Það hefur verið nóg að gera hér
undanfarið og með mikilli vinnu
er hægt að hafa allsæmilegt uppúr
þessu. En peningarnir vilja vera
fljótir að hverfa."
— Þú ferð ekki á sjóinn?
„Nei, það á ekki við mig að vera
á sjónum."
— Tekur þú einhvern þátt í
starfi verkalýðshreyfingarinnar
hér á staðnum?
„Ég hef engan áhuga á að taka
þátt í starfi neinnar verkalýðs-
hreyfingar. Ég mæti afskaplega
lítið á fundi. Hvers vegna? Ætli
það sé ekki í og með vegna þess að
maður heldur að maður hafi litla
vigt í þessum málum. Það eru
stórir karlar í Reykjavík, sem sjá
um allt fyrir mann. Ég veit ekki.
Það gæti verið að ef fólk fengi að
Sævar Geirharðsson stimplar sig
inn: „Það gæti verið að ef fólk fengi
að ráða meira sínum málum, þá yrði
það kannski virkara."
ráða meira sínum málum, þá yrði
það kannski virkara."
— Ert þú ánægður með kaupið,
sem þú færð núna?
„Það má varla minna vera held
ég.
— Hvað gerir þú í þínum frí-
stundum?
„Ég fer ansi oft til Reykjavíkur
að skemmta mér. Annars hangir
maður bara heima og horfir á
sjónvarpið ef maður er ekki að
vinna.“
Að bera
ljós í hús
Grein og myndir:
SVEINBJÖRN I.
BALDVINSSON
KRISTJÁN E.
EINARSSON
ÞAÐ er mikið byggt af húsum á ís-
landi. Og það er mikið af gluggum
og gleri í þessum húsum. Forðum
var reist af bræðrum nokkrum hús
án glugga, en birta borin inn í skjól-
um. Þótti þetta byggingarlag gefast
illa og skjólurnar leka Ijósinu. Því
eru flest hús á íslandi nú full af
skínandi gleri, til að annast Ijós-
burðinn án þess að vindar nái að
gnauða um vistarverurnar.
Rúðurnar í gluggana eru unnar
í gleriðjum hér, úr risagleri frá
útlöndum. Ein slík gleriðja heitir
Ispan og er í Kópavogi. Þar vinna
um tuttugu manns við skurð,
hreinsun, tvöföldun, límingu og
svo framvegis.
Það voru ákveðin og örugg
handtök sem fyrir augu bar hjá
starfsmönnunum í gleriðjunni.
Handtök sem báru vott um
reynslu og kunnáttu og þekkingu á
efninu sem unnið er með. Alla
vega hefði blm. ekki litist á að
vinna svo hratt með jafn hart og
brotgjarnt efni. Þó var engin asi á
fólki. Allt gekk bara eins og það
átti að gera. Ekki hratt, ekki
hægt. Bara vel.