Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 I»e.ssa mynd birti ég í Tímanum 20. marz 1973. Hún er af brúnni, sem G.V. minntist á. Vinur minn í Kalmar hafdi sent mér bækling um hana. I'arna sjást siglingabilin, samtaís um 600 m löng, en alls er hún rúmlega 6 km og fjórfold. Meðalverð fyrir hvern km var 229 milljónir nýkrónur. Til skilningsauka hefir hlutfall hafdvpis, botnlaga, og stöpulseta verið teiknuð inn í myndina. H V ALF J ARÐ ARBRÚ Eftir Friörik Þorvaldsson I Morgunblaðinu 24. marz var ágæt grein eftir Guðmund Vést- einsson, kennara og bæjarfulltrúa á Akranesi, um Hvalfjarðarbrú. Guðmundur er einnig varaþingm. fyrir Eið Guðnason, sem brugðið hafði sér af bæ skyldra erinda. Þannig bar það að, ar G.V. flutti þingsályktunartillögu um brú yfir Hvalfjörð, og urðu um hana nokkrar umræður. Ekki voru þær allar jákvæðar og báru sumpart svipmót þeirrar grunnfærni, sem ekki fær dulizt þegar mál hafa ekki verið hugsuð. Þrátt fyrir glögga framsögu- ræðu kom upp sá kvíðadómur að brúin yrði níu sinnum dýrari en Borgarfjarðarbrúin og einn þing- maður, kominn um langan veg, sló því föstu. Var ræða hans um mál, sem hann þekkti ekki vitund, fá- gætt dæmi þess hvernig ekki á að bregðast við þjóðþrifamálum, og forvitni hans um hvaða nafn brúin myndi fá var sem hugboð um að líklega væri honum ofvaxið að hindra gerð hennar. Flokksbræður mínir og raunar aðrir þm. Vesturlands tóku máli G.V. vel. Þó fannst mér sem Davíð Aðalsteinsson væri dálítið grassár í málinu, og þakklæti hans yfir þessum liðsauka varla feginsam- legra en þó Guðmundur hefði stol- ið frá honum mjólkurkú. I fyrra hafði D.A. flutt þingræðu um Hvalfjarðartestamentið, og hafði hugvekju hans og annarra þingm. Vesturlands verið vísað til blunds í stjórnarráðið. Till. G.V. er dæmi um það hvernig reynslan kennir mönnum. Fyrir fáum árum keypti hann ásamt öðrum áhugamönnum bíla- ferju A/R og var þar röggsamur stjórnandi. Nú flytur hann till. um brúargerð. Stopult skömmtunar- form í þéttbýli ekki síður en á langleiðum, svo og vitsmunaleg og hagsýsluleg yfirsýn hafði fært honum sanninn heim — eins og mér. Þannig kvað till. hans við nýjan tón. Hún er afdráttarlaus, nútímaleg yfirlýsing um það að fallið skuli frá allri ræktarsemi við þröngsýni og þá hugaróra að nauðsynlegt sé að draga auðsæ mál á langinn í rósemdarskyni meðan tjaslað sé við það simpl- asta. Ágætismaðurinn Jósef Þor- geirsson dró dæmi af Borgarfjarð- arbrú. Nú er það víst að allir hugs- andi menn sáu í upphafi að hún var hið mesta þjóðþrifaverk og hún hefir sýnt í daglegri reynd hvílík auðlind hún er út um allar trissur. En að leggja gerð hennar sem mælikvarða á síðari verk ætla ég að sé líkt og að fletta upp í vitlausri orðabók. Það var hrífandi sjón að sjá risastóra Ijósaperu tróna á Edison Tower í Menlo Park og kasta aukabirtu á umhverfið, sem þó var dagsbjart. Minnismerkið stendur á blettinum í New Jersey, þar sem kumbaldi Edisons var þegar hon- um tókst að búa til fyrstu nothæfu ljósaperuna. Þótt vitsmunir hans og margar launalausar andvöku- nætur séu eilíft fordæmi um framtak brautryðjandans hygg ég að handbragð hans muni skammt endast íslenskum iðjuhöldum þeg- ar þeir fara að ryðjast inn á EFTA-markaðinn með sérsmíðuð vasaljós. Því síður held ég að Borgarfjarðarbrú sé heppilegt dæmi um vinnubrögð. Eðlilegra gæti talizt að þm. af Akranesi hefði tekið dæmi af brú, sem er álíka löng og sjónlínan úr Rykjavík og upp í dráttarbraut vinar míns, Þorgeirs Jósefssonar. Árið 1969 lá fyrir fastmótuð kostnaðarspá um svoleiðis brú, sem var nærri fullgerð, þegar Hvalfjarðarskýrslan birtist. Heimsfrægt bankafirma hafði tekið að sér fjárfestinguna og keyrt verkið svo áfram að áætlun stóðst. Framkvæmdin er því engin þjóðsögn. Hún er staðreynd. Tvö- falt breiðari og fimm sinnum lengri en brúarstubburinn, sem koma þarf í Hvalfirði. Ég harma að geta ekki á þessari stundu fullyrt um verð hennar. Veit bara að tryggt „startfé" var sem svarar 567 milljónum nýkr., og í minni skýrslu er hvergi staf að finna um viðbótarfé, en talið að hún muni borga sig á 10 árum. Byggðist það á svipaðri reglu og við Bosporusbrúna, sem European Investment Bank fjármagnaði. En mestan hluta upplýsinga minna í þessu efni hefi ég frá Sir Walter Freeman, sem meðal annarra hannaði þá brú. Ég var svo lánsamur að fá smíðasögu hinnar brúarinnar í hendur 1973. Sagan er ekki löng, aðeins 16 stórar bls., en orðdrjúg og prýdd mörgum myndum. En það eru fleiri harðir á sprettinum en Rotschild í Bretlandi. Ég hefi áður sagt frá þýzkri brú, sem þó hefði ekki getað orðið okkur til hliðsjónar í Borgarfirði. Hún var sem sé ekki komin á fram- kvæmdastig þegar smíði Borgar- fjarðarbrúar hófst. Hinir stór- brotnu þýzku verktakar, þar á Friðrik Þorvaldsson meðal Dyckerhoff & Widmann A/G, luku verkinu mánuði fyrr en áætiað var, og þá var ónotað af fjárveitingunni upphæð, sem þeim hefði nægt fyrir einni Höfða- bakkabrú. En er þörf á frekari könnun um Hvalfjörð? Stórfé var fleygt í loftpúðaprófun, sem auk þess skaðaði Akraborg um ca. 70 þús. kr. Einnig fékkst fjárveiting til kosta ferjutrúboð þar. Þá gerði ég tillögu um að fá Johan Magnius, víðkunnan verkfræðing, til að að koma hingað í upplýsingaskyni. Hr. Magnius hafði þá látið af störfum hjá Skánska Cementgjut- eriet fyrir aldurs sakir, en var samt ólgandi af lífsþrótti þegar reglurnar gerðu hann „gamlan". Allar hans brýr eru sagðar hafa verið „rekordbroar“. En sei sei nei. Það er ekki altént þénanlegt að vera af ópassanlegri stærð í tú- tommupakka íhaldsins. Þessu til viðbótar höfum við svo Hvalfjarðarskýrsluna. Satt að segja fannst mér ónærgætni hjá Mbl. að birta þaðan myndina, sem fylgdi grein G.V. Vonandi hafa allir séð að það var ágizkun en engin vinnuteikning. Fyrir nokkrum árum fékk ég að skoða Lincoln-bílagöngin við New York. Yfir þeim brunuðu skip en inni var bjart og mollulaust. Verk- fræðingur sagði að lagning þeirra hefði verið vandasöm. „Tröðin" sem slík göng væri lögð í yrði að vera hnökralaus og með jafnstilltu þanþoli. Ef einhvers staðar sarg- aði á misfellu, jafnvel staksteini, gæti það valdið sprungum. Þó ég þættist skilja þetta hefi ég á því ekkert vit, tel enda líklegt að ný tækni sé komin í gagnið svo óhætt sé að leggja í Hvalfjörð göng, sem kryppast um klappa- bríkur og leirkvosir á víxl líkt og vatnaskrímslið, sem indíánar kalla ógópógó. Þannig sé varkárn- in í byrjun aldarinnar úrelt. Þó las ég nýlega í japönsku tímariti (enskprentuðu) að engum hefði enn tekizt, enda óþarft, að um- bæta loftræstingakerfið, sem norskættaður verkfræðingur O. Singstad, fann upp og notaði í tunnelana við N.Y. fyrir mörgum áratugum. Svona verður reynslan af ýms- um viðfangsefnum og almennum lærdómi, án þess menn þurfi sí og æ að reikna hver í sínu lagi að 2 og 3 eru ekki 4, sem þó mætti sanna með stærðfræðilegu þrátti og út- úrdúrum. Hnötturinn hefir löndin svip- aðrar gerðar — með firði, dældir og fjöll. Margföld reynslukeðja af þaulhugsuðum aðferðum vítt um heim kemur okkar eigin skynsemi til liðveizlu, svo það er að siga á sig dómi sögunnar að þverskallast við þeim augljósu sannindum að brú yfir Hvalfjörð er eina leiðin, og sem engu öðru fé þarf til að kosta nema því, sem sparast við að losna við óþarfa eyðslu. Guðmund- ur Vésteinsson er fyrstur áhrifa- manna um þetta mál, sem ekki hefir látið sér hverfa dómgreind. Vera má að fjölmiðlar eigi nokkra sök á þeirri værð, sem hef- ir stungið mönnum svefnþorn. Fréttamenn og pólitíkusar leggja misjafnt mat á mál. Ég minnist ekki að hafa séð blöð rekja um- Um fátt er meira fárast en trú og trúleysi. Og fólk virðist hafa lyft list og lífi þjóða og einstakl- inga hærra en trú. „Auk oss trú,“ var eftirminni- legasta bæn lærisveina Krists. „Mikil er trú þín“ virðist einn- ig vera hans mesta hrós á stór- um stundum undra og ánægju. Nú er slíkt litið hornauga, tal- ið úrelt, óskiljanlegt eða leiðin- legt. Allt eftir viðhorfi og mennt þess sem dæmir hverju sinni. Trúrækni, bænrækni og guð- rækni, að ekki sé nefnd kirkju- rækni ailt talið af flestum úrelt- ar fornar dyggðir, sem gjarnan megi kveðja fyrir fullt og allt. Að vissu leyti er þetta eða gæti verið okkur prestum, boð- endum kristilegrar lífstefnu og hugsjóna, að kenna. Við kunnum sem sé ekki nógu vel að haga orð og hugsun, ræðu og framsetningu eftir kröfum tímans. Vissulega er það vandasamt og ekki á allra færi. Þröngsýni og fastheldni er oft blandað saman, auk þess auð- farnar troðnar götur vana og værðar. Ekki er heldur hæft að kirkjan klæði sig um of og með hraða eftir reglum tízku hverju sinni. En samt eru slík klæðaskipti ekki eins hættuleg sem hyggja mætti. Við verðum að tala mál, sem hverri kynslóð er tamast og bera boðskap kirkjunnar fram og þá um leið orku trúar eftir þeim leiðum og með þeim tækjum, sem útvarpstækni, sjónvarpsfólk Hvaö er trú? og kvikmyndaunnendur atom- aldar gera ráð fyrir. Þar kemur engin Jónsbókar- stíll og hugvekjumærð til greina, hversu kröftugt sem slíkt var á sínum tíma. Börn 20. aldar hafa líka sína trú. Og hún verður vart efld með orðalagi og aðferðum 18. eðá 19. aldar klerka, hversu snjallir sem þeir nú annars voru. En trú — hvað er trú? spyrja margir. Og sumum, jafnvel fræðimönnum, verður ógreitt um skýr svör. Trú — er það ekki einhver játning, sem jafnvel prestar koma sér aldrei saman um?, spyr einhver. Aðrir telja trú vera einhverjar skoðanir, sem ýmsum verður erfitt að tileinka sér. Skoðanir, sem um er deilt af guðfræðingum, kirkjudeildum og trúflokkum og sundra fremur en sameina, vekja flokkadrætti, andúð og jafnvel hatur og ofsóknir og því heppilegast að leiða slíkt hjá sér. En sé vel að gætt, þá eru þetta allt saman aðeins umbúðir eða leiðir til að efla og rækta trú, misjafnlega glögg markmið til að keppa að, hækjur og stafir að styðjast við. Það er raunverulega engin katólsk, lútersk eða kalvínsk trú til, þótt aðferðir og leiðir sundr- aðra umbúða og siða, sem vissir hópar temja sér í tilbeiðslu og orðalagi blindrar bókstafs- hyggju, hafi skapað úr því svonefndar kirkjudeildir, sem öldum saman hafa deilt og tamið sér fordóma og ofstæki sem er eins fjarlægt friðarboðskap Krists og komast má. Ekki er heldur til nein brahamatrú, búddhatrú, múham- eðstrú eða gyðingatrú. Þetta eru allt og ótal margt fleira á trúarvegum misjafnlega þroskuð form, misdjúpir eða hreinir farvegir, sem trúarlindir mannssálna mótast í og streyma um. Slík form og bókstafsblinda eru jafnframt oft misnotuð til eflingar valds og hroka, auðs og áhrifa í höndum og hugum valdhafa þjóða og kynslóða svo sem dæmin sanna á hverri tíð. Trúin er hvorki játning eða skoðun. Hún er andleg orka, sem verður, líkt og ástin, heilög, heit tilfinning eða sannfæring um það sem við hvorki sjáum né skynjum á venjulegan hátt og verður vart í orðum tjáð eða formum falin. Ást og trú eru þannig ekki einungis æðstu eig- indir og uppsprettur hverrar heilbrigðrar mannssálar, heldur einnig frumþættir alls, sem nefnt er vísindi og listir í orðum, tónum, myndum, litum og línum, grunnur og hornsteinar menn- ingar og þroska hverrar þjóðar og einstakiings. Trúartilfinning- in vekur traust og vissu manns- við gluggann eftirsr Arelíus Níelsson vitundar um það, sem gerist á næstu stund, á morgun eða um ár og eilífð. Það er því engin heilbrigö manneskja trúlaus, jafnvel þótt hún fullyrði, að svo sé. Við verð- um öll að treysta einhverju, jafnvel bæði hlutum og vélum, hvað þá heldur mönnum og orkulindum tilverunnar bæði huldum og áþreifanlegum. Verði slíkri trú, slíkri vissu á líðandi stund ábótavant, gerir brjálsemi fljótlega vart við sig. Meginhluti af geðsjúkdómum, eirðarleysi, vanlíðan og nautna- sýki, sem fer stöðugt vaxandi í allsnægtarlöndum heims, stafar einmitt af því, að þessi gullni þáttur vitundar — trúartilfinn- ingin — hefur annaðhvort lent á villigötum eða verið vanrækt í uppeldi og aðstöðu barns eða unglings gagnvart tilverunni og því afli, sem allt hefur gjört og Guð nefnist. Foreldrar eða uppalendur eru þannig af höndu lífsins sjálfs hinn fyrsti grunnur trúarupp- eldis. Þau móta öllu öðru fremur sjálfrátt eða ósjálfrátt guðs- hugmynd og trúaraðstöðu barns- ins. Móðir og faðir, amma og afi veita trú barnshjartans stuðning og eflingu til vaxtar. Séu þau drenglynd, traust, trúföst, góð og vitur í hreinieika hjartans verð- ur trúarlíf og tilvera eftir því í vitund barnsins. Þess vegna eru hjónaskilnaðir eða geta verið svo mikið áfall, andlega talað, fyrir barn. Traustmissa gagnvart foreldrum verður oft orsök ævilangrar van- líðanar og vantrausts í sál og til- finningalífi barns ævilangt, skapar vantraust og trúleysi á sigri hins góða bæði gagnvart Guði og mönnum. Góð heimili, traustir og stranghlýir, skynsamir og dreng- lyndir foreldrar eru því vermi- reitir og verðir sannrar guðs- trúar með hverri þjóð. Hún þarf svo síðar að vermast og dafna við trúarlega helgisiði samfélags og kirkju. Faðir og móðir eignast þá sína fyllingu og fullkomnun í guðshugsjón, speki og kærleika í fegurð og friði helgidóma, must- erum og kirkjum eða þá í ljóma morguns í einveru og þögn nátt- úrunnar við altari steins eða hjal lækjar og fugiasöngs á vori. En vandlega skyldi jafnan á vegum trúar gera greinarmun á kjarna og umbúðum. Trúin á kraft elskunnar, Guð lífsins, og hinn heilagi friður hjartans í til- beiðslu, auðmýkt og lotningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.