Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
Tölvuöld er gengin í garð hér á
lanrii sem annars staðar, og flestir
eru sammála um að á næstu árum
muni verða gífurlegar breytingar á
öllum vestrænum þjóðfélögum. Ilér
á lanrii sem annars staðar munu
tölvur í auknum mæli leysa mannafl
af hólmi. Skiptar skoðanir eru um
ágæti þessarar þróunar; sumir telja
þetta muni leiða til þess að fólki
gefist aukinn tómstundatími, efna-
hagur þjóða fari batnandi og fyrir
tilstyrk tölva muni verða unnt að
gera margvíslegar uppgötvanir er
koma muni öllu mannkyni til góða á
næstu árum, svo sem í læknisfræði.
Aðrir sjá fremur ókostina; fólk mun
ekki vita hvað það á að gera við hinn
mikla frítíma, atvinnuleysi muni
fylgja i kjölfar tölvubyltingarinnar,
og öllu einkalífi fólks verði stór
hætta búin vegna þess hve auðvelt
vcrði að misnota allar þær persónu-
legu upplýsingar, sem safnast saman
á tölvuheila víðs vegar. — Um þetta
má deila, en um hitt eru flestir sam-
mála: Tölvuöld er gengin í garð, og
framhjá þeirri staðrcynd verður ekki
gengið, hvernig svo sem menn munu
bregðast við.
Vaxandi fjöldi íslenskra fyrir-
tækja vinnur nú að tölvuvæðingu
starfseminnar, dagblöð, bankar og
trésmíðaverkstæði og alit þar á
milli. Um leið eru svo önnur fyrir-
Rætt við Leó M. Jónss
Starfsfólk fvrirtækisins, talið frá
vinstri: Sigrun Hálfdánardóttir,
Hans Árnason, Stella Kristinsdóttir,
Bergur Björnsson, Leó M. Jónsson,
Stefán Kjærnested, l»ór Olafsson,
Júlíus Ólafsson, Sveinn Á. Lúðvíks-
son. Á myndina vantar þá Stefán
Gunnarsson, Kagnar Jónsson og
Lúðvík Lúðviksson.
legt. Næstum því allar tölvur er
hægt að nota til þess að auka
framleiðni í iðnfyrirtækjum. Eina
skynsamlega ákvörðunin væri ein-
faldlega sú, að fella niður tolla af
öllum tölvutækjum og þar með
leikfangatölfum. Um leið vitum
við að sú ákvörðun mun láta bíða
eftir sér.“
Samkcppni, en þó
ágætt samstarf
— Hvað með samkeppnina á
þessu sviði, er hún ekki orðin hörð
í seinni tíð, er pláss fyrir fleiri
aðila á þessu sviði hérlendis, og
hafa þau tæki sem þið bjóðið,
eitthvað fram yfir önnur sem eru
hér á markaðnum fyrir?
Tölvan tekur aldrei völdin
en það er hægt að
tryggja völd með tölvum
Bergur Björnsson, stjórnarformaóur Skrifstofutækni hf., t.v. og Leó M.
Jónsson framkvæmdastjóri. Myndirnar tók Kristján Kinarsson, Ijósmyndari
Morgunblaðsins.
Xerox-ljósritunarvélar af ýmsum gerðum eru fluttar inn af Skrifstofutækni.
tæki að þróast í að vera ráðgef-
andi á sviði tölvunotkunar, tölvu-
innflutningur er orðin mikil at-
vinnugrein, og hugtakið „skrif-
stofa framtíðarinnar" heyrist æ
oftar, þegar framtíðarmöguleika á
þessu sviði ber á góma.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem nú
starfar einkum að sölu, ráðgjöf og
uppsetningu á öllum hugsanlegum
tækjum til „skrifstofu framtíðar-
innar“, er Skrifstofutækni hf. í
Reykjavík, sem er 10 ára um þess-
ar mundir. Blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, Leó M. Jónsson
rekstrartæknifræðing, að máli
fyrir skömmu, og ræddi þessi mál
við hann. Leó er aðaleigandi fyrir-
tækisins ásamt Bergi Björnssyni,
og hann var fyrst spurður hvrnig
það hefði atvikast að þeir keyptu
fyrirtækið.
Tókum við rekstrinum
í apríl 1980
„Við tókum við rekstri fyrirtæk-
isins í apríl 1980,“ sagði Leó. „Ég
hafði áður unnið fyrir fyrirtækið
sem rekstrarráðgjafi og þekkti
það því nokkuð. Til þess að nýta
möguleika fyrirtækisins, við-
skiptasambönd og þá tækniþekk-
ingu sem þar var til staðar, þurfti
aukið rekstursfé og virkari stjórn-
un. Eigendur meirihluta hluta-
fjárins voru ekki tilbúnir til að
leggja meira fé í fyrirtækið, og
enginn þeirra starfaði við það.
Það leiddi síðan hvað af öðru, að
þeir vildu selja, og ég fékk til liðs
við mig Berg Björnsson, og ásamt
eiginkonum okkar keyptum við
meirihluta hlutabréfanna."
— I hverju var starfsemi fyrir-
tækisins aðallega fólgin, þegar þið
festuð kaup á því?
„Fyrirtækið seldi og þjónustaði
skrifstofuvélar, svo sem ritvélar,
reiknivélar og bókhaldsvélar frá
Olivetti á Ítalíu og tölvur frá Data
Terminal Systems í Bandaríkjun-
um. Starfsmenn voru sjö er við
tókum við.“
IJmsvifin færst yfir
á tölvusviðió
— Nú virðist starfsemin hafa
breyst talsvert á þeim tíma, sem
liðinn er frá því að þið tókuð við.
Var það ákveðið þegar í upphafi,
eða hefur þetta gerst smám sam-
an?
„Við mörkuðum ákveðna stefnu
i þessu þegar í byrjun. Við ákváð-
um að breyta fyrirtækinu alfarið
með hliðsjón af því sem stundum
er kallað „skrifstofa framtíðar-
innar", það er að því að flytja inn
og selja tæki og hluti, sem notaðir
eru við nútíma skrifstofustörf.
Jafnframt hættum við með ýmis
tæki, sem ekki borgaði sig að
höndla með vegna lítillar álagn-
ingar og lögbundinna ábyrgðar-
skilmála. Umsvifin hafa þvi færst
yfir á tölvusviðið og tölvur og það
sem þeim fylgir er orðinn stærsti
þáttur rekstursins “
— Þú nefnir lága álagningu og
lögbundna ábyrgðarskilmála. Eru
slík vandamál helstu vandamál
fyrirtækis af þessu tagi í dag,
álagning, tollar og tollflokkun?
„Vandamálin eru auðvitað þau
sömu og annars staðar. Það, að
byggja upp svona fyrirtæki á ein-
faldlega ekki að vera hægt nú til
dags. Ef einhver nafnleysingi tek-
ur sig til og gerir eitthvað, rekur
fólk upp stór augu og byrjar að
velta því fyrir sér hver eða hverjir
séu á bak við þetta. Ég hef ekki
trú á því að í þessu þjóðfélagi séu
einhverjir sérstakir einstaklingar
eða klíkur sem geti framkvæmt
eitthvað en venjulegt fólk geti
hins vegar ekki neitt. Á hinn bóg-
inn getur þessi hugsunarháttur
hjálpað mörgum til þess að afsaka
eigið framtaksleysi. Hitt er alveg
víst að væru engin vandamál í
rekstri yfirleitt, þá væri kominn
tími til að biðja Guð að hjálpa sér.
En af því þú minntist á tolla og
tollaflokkun, þá langar mig að
koma því að, sem ekki má gleym-
ast, að tollar á tölvutækjum hér
eru hér um 34% en í nágranna-
löndum hvergi hærri en 7%, en
þetta er vegna þess að 24% vöru-
gjald er lagt ofan á innkaupsverð
og toll. Þegar þess er gætt að eng-
in tækni getur aukið framleiðni
atvinnuveganna meira en tölvu-
tæknin og að atvinnuvegir okkar
keppa á mörgum sviðum við ná-
grannaþjóðirnar, sýnir það í hnot-
skurn hvernig þessu landi er
stjórnað. Að ætla að fara að fella
niður tolla af tölvum til iðnaðar
eingöngu eins og nú hefur heyrst
er einfaldlega ekki framkvæman-
„Samkeppni er sem betur fer
töluverð og hún mun tryggja
tölvukaupendum á næstu árum
nothæf og tæknilega fullkomin
tæki og ég á von á því að sam-
keppni á svið hugbúnaðar fari
verulega að harðna síðar á þessu
ári. Það vill oft gleymast að tölva
er einskis nýt án hugbúnaðar, þ.e.
forrita sem stjórnar því hvernig
hún vinnur. I raun og veru eru það
forritin sem skipta höfuðmáli,
vélbúnaðurinn er nánast auka-
atriði og á þessu atriði hefur
margur farið flatt á undanförnum
árum.
Fyrir nokkru síðan voru um það
spár, að skortur á forritum myndi
verða hemill á tölvuþróunina og
þá á ég ekki við ástandið hér, held-
ur erlendis. Fyrir tveimur árum
var t.d. gífurleg eftirsókn eftir
kerfisfræðingum og forriturum í
Bretlandi, laun þeirra fóru hækk-
andi mánuð eftir mánuð. Nú hafa
laun þeirra lækkað og eftirspurnin
að sama skapi minnkað. Ástæðan
er sú að tækniþróunin í kerfis-
fræði- og forritunarvinnu hefur
orðið með þeim hætti, að mun auð-
veldara er nú að forrita tölvur og
IIUt4U