Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
81
m, framkvæmdastjóra Skrifstofutækni hf., um tölvumál og fleira, en fyrirtækið er 10
fólk er miklu fljótar að læra þessa
tækni nú en fyrir örfáum árum.
Enda spretta hér upp hvert forrit-
unarfyrirtækið af öðru. Vegna
þess hvernig landinu er stjórnað
erum við 5 árum á eftir ná-
grönnum okkar í hagnýtingu
tölvutækninnar, til að mynda eru
íslenzkir bankar sennilega röskum
5 árum á eftir tímanum í þessu
tilliti og þegar þess er gætt að
bankarnir stýra atvinnulífinu, en
t.d. ekki stjórnmálamennirnir, þá
er ekki von að við séum langt kom-
in á þessu sviði.
En það sem hefur gerst, er ein-
faldlega tækniþróun á tölvusvið-
inu og slíka þróun stöðvar enginn.
Tölvur hafa hríðlækkað í verði á
síðustu þremur árum og eru nú á
færi hvers og eins að kaupa. Þetta
sama hefur gerst með myndbönd-
in, slík tæki voru ekki á færi nema
fárra fyrir þremur árum.
Okkar reynsla er sú að undir-
búningur fyrir sölu á tölvukerfi
sem nota á í atvinnureskstri sé
verk sem tekur eitt ár. Skipulagn-
ing þjónustu er tímafrekasta
verkið og jafnframt það sem er
dýrast. Það þýðir ekkert að ætla
sér að bjóða fyrirtæki, t.d. bók-
halds- og endurskoðunarskrif-
stofu, tölvukerfi sem ekki er hægt
að gera við á einum degi ef það
bilar. Til þess að bjóða slíka þjón-
ustu þarf meira en peninga, það
þarf skiplag, tækniþekkingu og
aðstöðu.
Við búum að því hjá Skrifstofu-
tækni að vera með starfandi þjón-
ustu á þúsundum skrifstofuvéla
auk rösklega 200 örtölvukerfa og
höfum því ekki þurft að byrja með
þjónustudeildina á núlli, ef svo
mætti segja.
Tækniliðið er því með töluverða
reynslu sem síðan hefur auðveldað
okkur að fara út í tölvuviðskiptin
tiltölulega hratt. Um samkeppn-
ina er það að segja að við erum á
tæknisviðinu og þar er samkeppni
með dálítið öðrum hætti en geng-
ur og gerist, það myndast yfirleitt
nokkus konar verkaskipting meðal
fyrirtækja og ég held að það sé
fremur lítið um það að samkeppn-
in taki á sig mynd skæruhernaðar.
Við eigum t.d. ágætt samstarf við
önnur fyrirtæki á þessu sviði þótt
við séum án efa allir í samkeppni
við annan einhvers staðar."
íslendingar kunna ekki
aö nota arkitekta
— Fer það vel saman, í einu og
sama fyrirtæki, að selja ritvélar,
reiknivélar, innréttingar, hús-
gögn, Ijósritunarvélar og flókinn
tölvubúnað?
„Já, það tel ég. Allt eru þetta
tæki sem notuð eru á nútíma
skrifstofum og við stefnum að því
að hjá okkur geti fyrirtæki fengið
allt sem þau þurfa á þessu sviði.
Þær ritvélar sem við verðum með
eru raunar tölvur og eiga nánast
ekkert sammerkt með ritvélum
nema það eitt að vinna sama verk
þótt þær geri jafnframt mun
meira, eru aðveldari í notkun og
nánast hljóðlausar. Um húsgögnin
er það að segja að við erum með
svokallaða „Herman Miller Coll-
ection", þetta eru nánast módel-
húsgögn fyrir þá sem vilja hafa
smekklega hluti á vinnustöðnum
sem jafnframt hafa notagildi.
Þessi húsgögn eru dýr, enda vand-
aðri en gengur og gerist. Við sér-
pöntum þessi húsgögn eingöngu
og kaupandinn ræður sjálfur
hvaða áklæði hann notar, ann-
aðhvort áklæði frá Herman Miller
eða það sem hann kaupir sjálfur
t.d. íslenskt áklæði."
— „Léttar innréttinar" eins og
þig seljið, eru umdeildar meðal
starfsmanna ýmissa stórfyrir-
tækja, sem vilja fremur fasta
veggi milli herbergja. — Eru þess-
ar innréttingar það sem koma
skal, þrátt fyrir það? Hefur tekist
að yfirvinna helstu gallana?
„Auðvitað eru skiptar skoðanir
um „opnar innréttinar" eins og
annað. Þær skrifstofur sem hafa
mistekist með „opnum innrétting-
um“ eru vissulega ömurlegar, en
það er sjaldnast innréttingum að
kenna heldur því að viðvaninga
hafa skiplagt þær. Það er stað-
reynd að íslendingar kunna ekki að
nota arkitekta og eru beinlínis
hræddir við þá, enda engin furðá'
eftir allan þann róg sem búið er að
bera á þessa starfstétt öðrum
fremur. Eg er sannfærður um að
„opnar innréttingar" er það sem
koma skal og með þeim er hægt að
skapa vinnustaði þar sem fólki líð-
ur betur og nýtur starfsgleði í rík-
ara mæli. Gæði innréttinga eru
misjöfn eins og er með allar vörur
án þess að fara nánar út í þá
sálma. Við höfum, að fenginni
reynslu, ákveðið að selja Herman
Miller innréttingar einungis fyrir
milligöngu arkitekta, við gerum
tilboð eftir teikningum arkitekta.
Enda gildir það með þessar inn-
réttingar að hafi aðili ekki efni á
að fá arkitekt til þess að hanna
vinnustaðinn, þá hefur hann held-
ur ekki efni á að kaupa þessar inn-
réttingar. Það er ánægjulegur
vottur um góð lífskjör í landinu að
fólk er farið að gera meiri kröfur
fyrir í vasa manns og eru einfald-
lega tengdar við heimilissjónvarp.
Hræðslan við tölvur, sem oft
verður vart við, en þar er annars
vegar uggur um að tölvur geri fólk
atvinnulaust og hins vegar að
tölvur verði notaðar til þess að
safna persónuupplýsingum í vafa-
sömum ttlgangi, beinist að röng-
um aðila. Það er ekki við tölvuna
að sakast. Hún er steindauður
hlutur, nánast ekkert annað en
kassi fullur af rofum sem verður
óvirkur við það að straumur er
rofinn til hans. Við skulum athuga
það að tölva í höndunum á misind-
ismanni getur skapað álíka hættu
og hlaðin haglabyssa í höndunum
á sama manni. Hvorugt tækið er
hættulegt fyrr en maðurinn tekur
það í þjónustu sína og afleið-
ingarnar ráðast af tiiganginum.
Þess vegna er þetta hræðsla við
þjóðfélagið, efi um að siðferðisstig
þess sé nægjanlegt, ótti við aga-
leysi og vantraust á stjórn þess.
Ef óttinn um atvinnuleysi af völd-
um tölvutækninnar væri á rökum
reistur þá lægi beinast við að
banna tölvunotkun og þá vaknar
fiskiðnaður er með mestu fram-
leiðni sem um getur í heiminum á
því sviði, meðalaldur Islendinga er
með því hæsta sem þekkist og það
er ekki minnst því að þakka að
tölvutæknin er notuð í almennri
heilsugæslu. Það hefur nýlega
komið fram að s.k. burðarmáls-
dauði ungbarna er minnstur á Is-
landi allra þjóða og þar á tölvu-
tæknin örugglega sinn þátt í sem
hjálpartæki til þess að fylgjast
með barni fyrir fæðingu, í fæðingu
og á fyrstu dögum eftir fæðingu.
Hvert sem við lítum sjáum við
óteljandi möguleika á að nota
tölvur til þess að ná auknum ár-
angri í störfum og auðvelda okkur
að lifa í landinu."
Markaðurinn á
íslandi og Indlandi
— Þið hafið nýlega fengið um-
boð fyrir hinar kunnu Xerox-vél-
ar.
Talað hefur verið um að aðrir
hafi reynt að fá það umboð hér á
undan ykkur, en án árangurs?
Á þriðja hundraö tölvukerfa eru þjónustuð af viðhaldsdeild fyrirtækisins. Hér er Þór Olafsson þjónustustjóri
kanna bilun á DTN-tölvu.
að
til vinnustaða og vill hafa þar fal-
legt í kringum sig, ekki síður en
heima hjá sér.“
Kitvélar að verða úreltar?
— Þið seljið ekki lengur ritvél-
ar. Endurspeglar það þá trú ykkar
að þær séu að verða óþarfar, að
tölvur margs konar leysi þær end-
anlega af hólmi áður en langt um
líður?
„Ritvélin er ekki óþörf og verður
það ekki á næstunni. Þróunin er
sú að í stað „mekanísku" vélanna
eru að koma rafeindatæki, raunar
tölvur sem leysa gömlu ritvélarn-
ar af hólmi eftir því sem þær
ganga úr sér. Ég sé hinsvegar
enga ástæðu til þess að henda
góðri ferðaritvél einungis þess
vegna, hins vegar bjóðast brátt
ferðaritvélar af nýrri gerð sem eru
helmingi léttari, næstum því
hljóðlausar, og geta auk þess
gengið fyrir rafhlöðum þannig að
ásláttur er fisléttur."
— Tölvubúnaður sá er þið selj-
ið, er hann einkum ætlaður stofn-
unum og fyrirtækjum, eða eruð
þið einnig að hugsa um „heimil-
ismarkaðinn"?
„Þær tölvur sem við seljum eru
undantekningarlaust atvinnutæki
ætluð fyrirtækjum af öllum
stærðum. Við höfum ekki farið inn
á markað fyrir heimilistölvur enn
sem komið er og er ástæðan ein-
faldlega sú að okkur hefur ekki
unnist tími til þess.“
— Hver er framtíð tölvunnar
hér og í heiminum. Verður notkun
jafn útbreidd og flestir virðast
telja, t.d. í heimahúsum. Er ekki
hætt við einhvers konar „frá-
hvarfi" almennings, þegar tölvan
er að því komin „að taka völdin"?
„Framtíð tölvunnar er stór-
kostleg. Frá því fyrsta tölvan fór í
gang í Maryland í febrúar 1946, en
það var sú fræga ENIAC, vatns-
kælt flykki sem þurfti hús á stærð
við Háskólabíó, hefur þróunin ver-
ið með ólíkindum hröð á þessum
36 árum. Nú eru tölvur með svip-
aða reiknigetu og ENIAC fáanleg-
ar fyrir 3 þúsund krónur, komast
spurningin hvers vegna bíllinn var
ekki bannaður á sínum tíma til
þess að vernda hestvagnaflutn-
inga sem atvinnugrein?
Sem betur fer eru íslendingar
ein gagnmenntaðasta þjóðin í
Evrópu, lífsgæði meiri en annars
staðar, þjóðarframleiðsla á hvern
íbúa með því mesta sem þekkist og
mestur hluti náttúruauðlindanna
er enn ónýttur. Lýðræði er hér
meira en í Skandinavíu þar sem
enginn getur gert neitt án þess að
missa ríkisstyrkinn. Þau vanda-
mál sem við glímum við eru ein-
faldlega vaxtarverkir, það er varla
liðin öld síðan við skriðum útúr
moldarkofunum. Sú staðreynd að
við erum 5 árum á eftir ná-
grönnum í tölvutækninni er vegna
þess að við höfðum annað að gera
en um leið ættum við að geta
talsvert lært af þeim mistökum
sem þar hafa orðið og ef til vill
enn frekar í Bandaríkjunum.
Tökum dæmið um „heimilistölv-
una“. Bandarískir tölvuframleið-
endur ofmátu markaðinn fyrir
þessi tæki vegna þess að á hugar-
fluginu sáu þeir tölvur hella uppá
kaffið og gæta barna o.s.frv. Ekki
einu sinni bandarískur almenn-
ingur var tilbúinn að greiða hálft
bílverð fyrir tölvu til þess að
geyma í kökuuppskriftir eða spila
gervihornabolta með því að ýta á
takka. Fólk er einfaldlega ekki svo
vitlaust. Það er almenningur sem
stöðvar svona vitleysu og þess
vegna er engin hætta á því að hjá
menntaðri þjóð eins og okkur fari
tölvan sem slík að skapa einhvern
aumingjaskap. Tölvan tekur aldrei
völdin, hins vegar er hægt að
tryggja völd með tölvum og það er
enginn vafi á því að t.d. í Rúss-
landi færi glansinn snarlega af
KGB ef tölvukerfið væri af þeim
tekið.
Lítum heldur á bjartari hliðina
á þessum málum. Tölvur hafa auð-
veldað okkur dagleg störf og gert
einkalífið þægilegra, skapað aukn-
ar þjóðartekjur og bætt almenna
menntun. Tölvuvæðing fiskiðnað-
arins á sinn þátt í því að islenzkur
Okkur vantaði góðar ljósritun-
arvélar og vissum að þekktasta
merki heims, Xerox, var einhverra
hluta vegna ekki á íslenzkum
markaði. Við ákváðum að ná þessu
umboði hvað sem það kostaði. í
slikum tilfellum þýða bréfaskrift-
ir lítið svo við fórum út og rædd-
um málið við þá, fyrst fór Bergur,
síðan komu þeir til okkar og því
næst fór ég út og þá til London til
þess að ganga frá málunum.
Ástæðan fyrir því að Xerox hafði
ekki haft áhuga á Islandi fram að
þessu var einfaldlega sú að Xer-
ox-vélar voru ekki seldar fyrr en
fyrir fáum árum, fram að því voru
allar Xerox-vélar leigðar. Fyrstu
ljósritunarvélarnar sem byggðu á
svokallaðri „þurrduftstækni" voru
Xerox-vélar og þeir höfðu einka-
leyfi á slíkri framleiðslu í 15 ár og
þann tíma var einungis um leigu
að ræða og í flest öllum löndum á
Xerox eða Rank Xerox sitt eigið
fyrirtæki til þess að annast út-
leigu á ljósritunarvélum.
Xerox hafði ákveðið 1980 að
bæta Islandi við sölusvæði sitt og
þá var hugmyndin sú að fyrirtæki
þeirra í Danmörku annaðist
markaðinn á íslandi með sérstök-
um umboðsmanni hér. Það voru
ýmsir aðilar hér að spá í Xerox en
mér kæmi ekki á óvart að þeir hafi
gugnað á því verði sem Danirnir
settu upp fyrir vélarnar enda var
það fráleitt. Það er fátt sem fer
meira í taugarnar á mér en þessi
nýlendustefna Skandinava gagn-
vart Islendingum og við ákváðum
því að komast út úr því kerfi. Ef
það er eitthvað sem Ameríkanar
eru viðkvæmir fyrir þá er það
sjálfstæðið, enda telja þeir sig
vera sjálfstæðustu þjóð í heimi.
Við bentum þeim á að þetta
Danmerkurfyrirkomulag væri
ekkert annað en móðgun við Is-
lendinga sem sjálfstæða þjóð inn-
an Sameinuðu þjóðanna og full-
gildan aðila að NATO og spurðum
hvernig þeim litist á að vera undir
stjórn frá t.d. Kanada. Og þetta
var nokkuð sem mínir menn
skildu og þar voru snör handtök,
um þessar mundir
ísland var sett á blað sem sjálf-
stætt og óháð markaðssvæði og
fyrirtæki Xerox í Evrópu, Rank
Xerox Ltd. í London, falið að finna
umboðsmann. Eftir töluvert þjark
þá urðum við fyrir valinu og meira
en það; okkur var tryggt sam-
keppnisfært verð sem gerir Xer-
ox-vélar t.d. ódýrari á Islandi en í
Danmörku.
Mér er minnistætt þegar Eng-
lendingarnir voru að láta í Jjós
efasemdir sínar um að hér gæti
verið um nokkurn markað að ræða
og einblíndu gjarnan á að íbúa-
fjöldinn væri aðeins rúmlega 200
þúsund eins og við eina götu í
London en áttuðu sig á málinu
þegar við bentum á að með sama
útreikningi væri alveg rosalegur
markaður á Indlandi að við ekki
töluðum um Kína. Það er nefni-
lega kaupmáttur einstaklingsins
sem er lóðið og ef við hefðum þetta
oftar í huga og losuðum okkur við
þá minnimáttarkennd sem er rík í
okkur þá næðum við örugglega
hagstæðari samningum víða er-
lendis en við gerum.
Rank Xerox er breskt fyrirtæki
þótt Xerox í Bandaríkjunum eigi
meirihlutann í því og Rank Xerox
er stærsta fyrirtæki heims utan
Bandaríkjanna á sviði ljósritun-
arvéla en talið er að nú séu um 530
þúsund Xerox-vélar í notkun dag-
lega í 81 landi.
Fordómar stærsta
vandamálið
— Hver eru helstu vandamálin
við að selja nýjan tölvubúnað hér
á landi? Skortur á menntuðum
starfsmönnum — ykkar og kaup-
enda — eða skortur á forritum er
hæfa ísLenskum aðstæðum, eða ef
til vill eitthvað allt annað?
„Helstu vandamál okkar um
þessar mundir, eins og annarra
fyrirtækja á tölvusviðinu, eru ein-
faldlega fordómar. Ef við þyrftum
fjármálalega fyrirgreiðslu í banka
þá strandar málið gjarnan á því
að hagdeildir bankanna meta
þróunarkostnaðinn sem fylgir
tölvutækninni ekki sem fjárfest-
ingu frekar en tækniþekkingu,
enda eru ekki fáanleg veðbókar-
vottorð fyrir þannig hlutum. Þeg-
ar ofan á þetta bætist gífurleg
fjárbinding vegna þess hve þetta
eru yfirleitt dýr tæki þá er ekkert
kúnstugt við það þótt við vöðum
ekki í peningum. En við kvíðum
því ekkert að þetta eigi ekki eftir
að breytast, bankarnir neyðast
brátt til þess að tölvuvæða dag-
lega afgreiðslu og þá eykst skiln-
ingur þeirra á þessum málum. Þá
má benda á að hvergi getur ein-
staklingsframtakið betur sannað
yfirburði sína en á tölvusviðinu ef
markmiðið er að auka framleiðni
á öllum sviðum atvinnulífsins, þar
gerir ríkisstofnun aldrei stóra
hluti.
Stærsta verkefnið okkar fram
að þessu er tölvuvæðing Fríhafn-
arinnar á Keflavíkurflugvelli og
þessa dagana fer hvert kerfið upp
af öðru. Til gamans má geta þess
að sá hugbúnaður, sem notaður er
í Fríhöfninni við afgreiðslu og
birgðaskráningu með tölvum frá
Data Terminal Systems, er sá eini
sinnar tegundar og áhugi fyrir
honum hjá fríhöfninni á Shannon
á irlandi, auk þess sem við höfum
fengið fyrirspurnir um þetta kerfi
frá fríhöfninni í Frankfurt.
Þetta kerfi vann okkar sérfræð-
ingur í DTS-tölvum, Sveinn Á.
Lúðvíksson, í samráði við starfs-
fólk Fríhafnarinnar.
Við erum að taka í notkun efri
hæðina hjá okkur hérna í Ármúl-
anum og verðum þar með ráð-
stefnusal og aðstöðu fyrir nám-
skeið í sambandi við tölvukerfi
auk þess sem ýmislegt fleira er á
döfinni sem of snemmt er að skýra
frá á þessu stigi mála. Aðalatriðið
er að framundan eru ótæmandi
verkefni og til þess að vinna þau
höfum við frábært starfsfólk og
mjög góða aðstöðu," sagði Leó að
lokum.
— AH.