Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
84
Purrkurinn fær
góðar móttökur
Englandsferö kvartettsins í
fullum gangi þessa dagana
Quarterflash-flokkurinn er samsteypa tveggja hljómsveita
Nefndu sig Sjávarréttamúttuna
og slóu hressilega í gegn
Örlitlar upplýsingar um Quarterflash-flokkinn bandaríska
Lagið Harden My Heart hefur
farið eins og eldur í sinu um
Bandaríkin og reyndar höfum við
mörlandar ekki farið varhluta af
því heldur. Þetta er dæmigert
„soft-rokk“-lag fyrir dæmigeröa
„west-coast“-hljómsveit. Reynd-
ar hafa margir ruglast í ríminu og
taliö þetta lag vera afkvæmi
Fleetwood Mac og reyndar ekki
furða þar sem tónlist þessara
flokka, Quarterflash og Mac, er
keimlík í meira lagi.
Þaö eru þau Rindy Ross, sem
syngur og leikur á saxófón, Marv
Ross og Jack Charles, gítarleikar-
ar og bakraddaeigendur, Rick
DiGiallonardo, hljómborösleikari,
Brian David Willis, trymbill, og
Rich Gooch, bassaleikari, sem
skipa sextettinn Quarterflash.
„Þetta hefur gengið vonum
framar" sagði Ásmundur
Jónsson er Járnsíöan ræddi við
hann í London á miðvikudag.
Hann er í Englandi meö Purrki
Pillnikk, sem hóf tónleikaferð
sína meö Fall á föstudag í síð-
ustu viku.
þau sameinuðust annarri hljóm-
sveit, sem nefndi sig Pilot. Út úr
því kom svo Quarterflash, sem er
hluti ástralsks málsháttar, sem
hljóðar svo: „A quarter flash and
three parts foolish."
„Strákarnir hafa leikiö á fjór-
um tónleikum til þessa og þeir
hafa allir tekist framúrskarandi
vel aö mínu mati. Purrkurinn hef-
ur leikið í um 40 mínútur á undan
Fall og í öll skiþtin hefur strákun-
um tekist vel aö ná til fólksins og
fá þaö á hreyfingu. Á fyrstu tón-
leikunum var fjöldi manns frá út-
gáfufyrirtækjum og annaö
áhrifafólk og flestir í þeim hópi
„fíluöu" Purrkinn vel. Móttökurn-
ar hafa veriö mun jákvæöari en
ég bjóst nokkru sinni við,“ sagöi
Ásmundur ennfremur.
Purrkurinn tók sér stutt hlé frá
tónleikum á miðvikudag og hélt í
hljomver og tók þar uþp nokkur
lög. Þaöan var haldiö norður til
Manchester og svo áfram til
York þar sem tónleikar áttu aö
vera á fimmtudagskvöld. Þá
upþlýsti Ásmundur Járnsíöuna
um aö Purrkurinn myndi leika á
þremur tónleikum í Manchester i
staö tveggja fyrirhugaðra.
EUROVISION-SÖNGVAKEPPNIN:
Norðmenn urðu
ekki neðstir
Strumrner horfinn
og KJ lítt hrósað
Glóövolg tíöindi frá Engilsöxum
Það var þýska Ijóskan Nicole,
sem bar, öllum á óvart, ægis-
hjálm yfir alla aðra í Eurovision-
söngvakeppninni, sem fram fór í
Harrowgate á Englandi á laugar-
dag. Það, sem annars kom mest á
óvart var annars vegar það, að
Norömenn urðu ekki aftastir á
merinni eins og mörg undanfarin
ár svo og hitt að Englendingar
sigruðu ekki.
Fyrir keppnina haföi þaö veriö
taliö næsta öruggt, að þau Sally
Ann Triplett og Stephen Fisher frá
Englandi myndu bera sigur úr být-
um en það fór ekki aldeilis á þann
veg. Ekki aöeins sigraði Nocole
meö yfirburðum, þeim mestu sem
um getur í 2 ár sögu þessarar ann-
ars þrautleiöinlegu keppni, heldur
fékk hún einnig hæstu stigatölu,
sem sögur fara af á þessum vett-
vangi.
Alls hlaut hún 161 stig fyrir lag
sitt „Ein bisschen frieden" (Örlitinn
friö), en það lag, sem næst kom
8000 hafa
séð „Rokk í
Reykjavík"
Rúmlega 8.000 manns hafa nú
séö kvikmyndina Rokk í Reykja-
vík, en sýningum á myndinni í
Tónabíói er nú lokið. Verður hún
sýnd áfram í Regnboganum þar
sem búið er aö koma fyrir 4-rása
stereohljómtækjum.
Myndin var sýnd á Akureyri fyrir
skömmu og er ætlunin að hún fari
hringferö um landið Myndin var
bönnuð börnum innan 14 ára ald-
urs á sínum tima, en nú hafa veriö
felldar úr henni nokkrar setningar
þannig að hún er nú aðeins bönn-
uð innan 12 ára.
hlaut 100 stig. Voru það ísraels-
menn, sem hlutu þann heiöur.
Svisslendingar fengu 97 og Belgar
96.
Norðmenn gerðu sér lítið fyrir
og vippuöu sér úr botnsætinu upp
í það 12., en þaö voru vinir okkar í
Finnlandi, sem lutu þann vafasama
heiður að tylla sér á botninn.
Harden My Heart er ekki alveg
nýtt af náiinni og kom reyndar fyrst
út fyrir tveimur árum. Þaö var þá
flokkurinn Seafood Mama, sem
gaf það út, en höfuðpaurar sjávar-
réttamúttunnar voru einmitt þau
Marv og Rindy Ross. Lagið náði
strax miklum vinsældum í heima-
fylki þeirra, Oregon, og var leikiö
sundur og saman í útvarpsstöðv-
um þar um slóðir.
Bæði voru þau Marv og Rindy
kennarar áður en þau ákváðu aö
leggja út á poppbrautina stjörn-
umstráðu og leita frægðar og
frama fyrir einum fimm árum síö-
an. Þau komu lengi vel saman sem
dúett með flokk hljóöfæraleikara
að baki sér, en þar kom að því aö
„ÞAÐ, sem helst er talað um í
breska poppheiminum þessa
dagana er skyndilegt hvarf Joe
Strummer í Clash“, sagði Ás-
mundur Jónsson í viðtali við
Járnsíðuna, en hann er nú stadd-
ur í Englandi meö Purrki Pillnikk.
„Clash er á tónleikaferöalagi um
Bretland og Strummer fór að hætti
Jaz í Killing Joke og hvarf gersam-
lega. Enginn viröist vita hvar hann
er niður kominn og hefur þetta sett
allt úr skorðum hjá hljómsveitinni.
Úr því ég minnist á Jaz er ekki
úr vegi að geta þess að ég las
dóma um nýjustu plötu Killing
Joke í Sounds núna um daginn.
Ekki er hægt aö segja að sá dómur
sé KJ hagstæöur því platan er
bókstaflega rifin niður".
ANTI NOWHERE LEAGUE í VIÐTALI:
Svo myndi ég græða ofsalega og
hirða allan hagnaðinn sjálfur
Ein þeirra hljómsveita,
sem hvað mesta athygli
hafa vakið á Bretlandseyjum
undanfarið, er Anti Nowhere
League. Við höfum áöur
skýrt frá vandræðum þeirra
og útistöðum við lögregluna
og e.t.v. er ekki að furða
þótt drengirnir komist upp á
kant við lögin. Útlitið eitt sér
ætti að nægja til þess. Anti
Nowhere League er pönk-
band eins og þau gerast
frísklegust. Tónlistin minnir
mikið á Sex Pistols á gelgju-
skeiði þess flokks. Hljóm-
sveitin sló í gegn meö lag-
inu Streets of London. í út-
setningu ANL er þetta þræl-
frískur rokkari en var í önd-
veröu hugljúf ballaða.
Járnsíðan rakst fyrir stuttu á
viötal viö þessa annars fágætu
drengi, sem nefna sig Magoo,
Animal og Winston. Sá fjórði er
ekki nafngreindur enda hefur
hann kannski ekki sagt neitt af
viti. Hann nefnir sig víst MPT.
Ekki svo að skilja að svör hinna
séu ýkja djúphugsuð. Þau eru
hins vegar dálitil andstæða við
hin stöðluöu svör margra er-
lendra poppara í viðtölum. Hér á
eftir fer stuttur úrdráttur úr
spjallinu, sem birtist í hinu ágæta
blaöi ZigZag.
— Finnst ykkur fjör að vera í
hljómsveit og eiga aödáendur?
Magoo: Nei. Okkur finnst ekk-
ert gaman að vera í hljómsveit.
Okkur finnst ekki heldur neitt
varið í tónlistina. Viö erum bara
að þessu svona aö gamni okkar.
Animal: Ég þoli ekki tónlistina.
Magoo: Já og okkur finnst fer-
legt þegar verið er að taka
myndir af okkur og viö þolum
ekki að fara í stúdíó því við þol-
um ekki að aðrir segi okkur fyrir
verkum.
— Ætlið þiö ykkur að græða
mikið á þessu og eignast lag í
efsta sæti vinsældalistans?
Animal: Við munum aldrei eiga
neitt helvítis lag i efsta sætinu.
Aldrei. Okkur er skítsama hvort
við eigum mikla peninga eöa ekki
því við hcfum hvort eð er alltaf
verið blankir.
Winston: Ég myndi gera hvað
sem er fyrir pening. Hvað sem er.
Magoo: Ég myndi kaupa búð
ef ég eignaöist einhvern tima
pening. Svo myndi ég græða
ofsalega og eiga allan hagnaöinn
sjálfur.
Félagarnir hlæja allir rosalega.
Animal: Okkur er andskotans
sama þótt allir hati okkur. Þá
getum við bara talaö viö sjálfa
okkur.
— Eruð þið allir meö húðflúr?
Animal: Já. Ég safna húðflúri.
Winston: Það er eins og að
hafa spjaldskrá. Þegar eitthvað
merkilegt gerist læt ég setja nýtt
húöflúr og þegar ég horfi á
myndirnar get ég strax munað
hvað gerðist þá.
Animal: Ég held að mönnum
sé það eölilegt að láta húöflúra
sig. Það er ættgengt. Fólk hefur
alltaf látið gera þetta. Ættflokkar
í gamla daga máluöu myndir á
sig til að hræða óvinina burtu. Til
þessaö halda lífi.
Þar höfum við það. Ekki
kannski innihaldsmesta viötal,
sem menn hafa lesiö um ævina,
en tvímælalaust öðruvísi og það
er þaö sem gildir í dag. Að vera
öðru visi en allir hinir, hvernig
svo sem farið er að því.
Hinn umdeilda hljómsveit Anti Nowhere League. Frá vinstri: MPT,
Magoo, Animal og Winston.