Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 Útsala á kjólum og pílsum Fjölbreytt úrval af kjólum og pilsum seljast á mjög lágu veröi. Verö á kjólum 120 kr., pilsum 75 kr. Nýir kjólar og samkvæmisbuxnadress. Þessa árs framleiosla, verö frá kr. 300—400. Kjólamarkaöurinn Austurstræti 8. Vallartorg. _á_ adidas ÍÞRÓTTA- SKÓR trx coMPrrmoN Verð kr. TBX TRAHMNO Verð kr. 405.- AVUS/CAM_RA Varðkr. 381.- JOGGING- SKÓR Margar geröir :_ rsŒ • ^H /< UTIUF Glæsibæ, sími 82922. spurt og s varad Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Svörin við fyrstu spurningunum birtast í dag. Þau verða síðan birt eftir því sem spurningar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til fóstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju- LeSendaþjÓnUSta MORGUNBLAÐSINS &»*»*« og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunar- KJ malum boreannnar i nær þrja aratugi. þrjá áratugi. Begóníur, animónur, rósir og dalíur Steinunn Ólafsdóttir, Hringbraut 85, spyr: 1. Ég gróðursetti paprikufræ fyrir nokkru. Arangurinn hefur orð- ið ágætur og litlir ávextir meira að segja komið í ljós. Hins veg- ar veit ég ekki almennilega hvernig hlúa á að jurtunum svo þær dafni sem best. Hvernig á að vökva þær og þurfa þær áburð? Svar: Allt virðist í besta lagi með paprikuræktina. Þetta er fremur nægjusöm jurt, eftir því sem mér er tjáð, en ég hef sjálfur ekki feng- ist við ræktun hennar. Það eru að- eins nokkur ár frá því að farið var að rækta hana hér til nytja í gróð- urhúsum og mun hún gera svipað- ar kröfur til næringar og umhirðu sem tómatplantan. Þarf frjóa moid, blandaða húsdýraáburði og vatnsþörfin -fer eftir lofthita og sólfari. Best er að hafa granna tréspíru að blýantsgildleika, sem stungið er niður í moldina. Ef mold festist varla við spíruna, þá þarf að vökva. Þar gildir sama lögmál og við jólakökubaksturinn, þegar prjóni er stungið í sælgætið til að kanna hvort nægilega sé bakað í forminu. Hálfsmánaðarieg blómaáburðargjöf ætti að vera fullnægjandi næring. Húsdýra- áburður Ólöf Benediktsdóttir, Sporðagrunni 12, spyr: 1. Mig vantar ráðleggingar varð- andi reynitré, sem stendur við húsið okkar. Það er um 20 ára gamalt og 3ja—4ra metra hátt. Það stendur við gluggalausan vegg og í jarðvegi, sem hugsan- lega er grýttur. Tréð er orðið rytjulegt, blóm koma seint og eru smá og berin eru lítil og ljót. Okkur fýsir því að vita hvort eitthvað sé hægt að gera til að Iífga það við. Hugsanlegt er að hella sé undir því, en við vitum það ekki fyrir víst. Er hægt að flytja slík tré með góð- um árangri. Svar: Tæpast kemur til greina að leggja í þann kostnað eða erfiði að fara að flytja þetta gamla tré á annan betri stað. Hér er trúlega ekki um annað að ræða en bera húsdýraáburð að trénu seinnipart vetrar, en ef við verður komið að gefa því nokkrum sinnum nú í sumar áburðarvatn og þá helst blöndu af húsdýraáburði og til- búnum blönduðum áburði (t.d. Dalíur eru vinsa-l blóm. Græði 4A, sem inniheldur 23% köfnunarefni, 14% fosfór, 9% kalí og 2% af snefilefnum). Hæfilegt er að setja ca. 1 kg tað og 50 gr. blandaðan áburð í 10 lítra vatns og láta það standa yfir eina nótt áður en vökvað er með því. Að sjálfsogðu þarf að hræra vel upp í ílátinu áður en vökvað er. Sennilega glötuð Lilja Sörla, SeKiarnarnesi, spyr: 1. Eg er með begóníulauka, sem komnir voru upp. Ég hafði þá Matthías A. Mathiesen: Bankaskattar leiða til hækkunar útlánavaxta Bitna á sparifjáreigendum og lántakendum „Kinkunn sú sem Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki íslands gefur ríkisstjórninni fyrir frammistöðu í efna- hagsmálum er síður en svo góð," sagði Matthías A. Mathiesen, alþingismaður, framsógumaður fjárhags- og viðskiptanefndar er frv. um skattskyldu innlánsstofn- ana var til 2. umræðu á Alþingi í síðustu viku. Vék Matthías að nokkrum at- riðum úr skýrslu Þjóðhagsstofn- unar svo og ræðu seðlabanka- stjóra á ársfundi bankans. Vék hann sérstaklega að þeim atrið- um sem fjölluðu um opinbera fjárfestingu en seðlabankastjóri sagði: „Það er eitt brýnasta verkefni í stjórn efnahagsmála nú og á næstunni að draga úr lánsfjár- notkun opinberra aðila." „Þegar þetta er sagt er ríkis- stjórnin enn að leggja fram á Alþingi tekjuöflunarfrumvörp, nú síðast um skattlagningu inn- lánsstofnana. Þegar frumvarp um skatt- lagningu innlánsstofnana er til umræðu virðist hreint talað út eins og þeir geri sér ekki nokkra grein fyrir því á hverjum þessir skattar lenda," sagði Matthías. „Það liggur ljóst fyrir og er staðfest af ummælum ráðherra að verði frumvarpið að lögum þá mun fyrirhuguð skattlagning innlánsstofnana væntanlega leiða til vaxtahækkunar," sagði Matthías Á. Mathiesen. Þessu næst vék Matthías að því að skattlagning innláns- stofnana væri eitt atriði efna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru fyrr í vetur og smám saman hafa verið að sjá dagsins ljós á Alþingi. „Þær ráðstafanir voru annars vegar aukin skattheimta, aukn- ar álögur á skattborgarana til þess hins vegar að halda áfram fölsun vísitölunnar, nú um 2 stig. Þegar hefur vísitalan verið á þessu ári greidd niður um 6 stig, sem nema 450 m.kr. út- gjöldum fyrir ríkissjóð á einu ári. Fjárhæð sem nemur sömu upphæð og fer til vegagerðar, brúargerðar, byggingar skóla, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva. Niðurgreiðslurnar hafa auk þess verið með þeim hætti í tíð núverandi ríkisstjórnar að beinlínis er.miðað við það að kaupmáttur launþega rýrni. Aukin skattlagning, þ.e. tekju- og/eða eiginskattlagning innlánsstofnana kemur að sjálfsögðu til skoðunar og þá hvernig. Hitt liggur ljóst fyrir af þeim greinargerðum, sem fram hafa verið lagðar og þeim umræðum sem fram fóru í fjár- hags- og viðskiptanefnd, að augljóst er að fyrirhuguð skatt- lagning innlánsstofnana hlýtur að koma niður á viðskiptavinum þeirra sparifjáreigenda og lán- takendum eða að öðrum kosti skerða eiginfjárstöðu stofnan- anna. Þetta er álit Seðlabankans svo og fulltrúa stofnananna sjálfra," sagði Matthías. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar vísar í nefndar- álitinu til þeirra greinargerða sem lagðar hafa verið fram og auk þess er sagt að menn séu sammála um að mál þetta hafi hlotið afar takmarkaðan og með Matthiaa Á. Mathiesen ollu ófullnægjandi undirbúning. Vegna þess og þeirra alvar- legu afleiðinga sem skattlagning innlánsstofnana í þeirri mynd sem fyrirhuguð er hefði í för með sér, leggur meirihluti nefndarinnar sem auk Matthí- asar skipa þeir Matthías Bjarnason, Albert Guðmunds- son og Sighvatur Björgvinsson til að málinu verði vísað til rík- isstjórnarinnar og verði skoðað til haustsins." M^J |_o, EFÞAÐERFRÉTT-%^ NÆMTÞÁERÞAÐÍ t MORGUNBLAÐINU 3_ÍXU^© / 4g» al'(;lysin(;a-| siminn kr: 22480 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.