Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 63 alltaf úti á daginn, en tók þá svo inn á nóttunni. Bina nótt- ina gleymdi ég að taka þá inn og þeir frusu. Eru þeir þar með alveg ónýtir, eða koma þeir upp aftur? Svar: Hætt er við að begónían hafi glatast. Þ6 er rétt að grafa pottinn í beð og lifa í voninni um að lífs- mátturinn sé enn til staðar í beg- óníuhnýðinu. Grafa í mold Ellen Finnbogadóttir, Selbrekku 10, spyr: 1. Ég á von á garðrósum, ágrædd- um, erlendis frá í nóvember eða desember. Hvernig get ég geymt þær þar til gróðursett verður næsta vor? 2. Hvar er hægt að fá Magða- lenu-rifs? 3. Er hægt að skipta rifsi? Svar: 1. Besta aðferðin er sú að grafa þær niður í mold á þeim stað, sem engin hætta er á að vatn geti runnið að þeim. Þá er mold sett á ræturnar en viðarull undir og yfir stilkana. Síðan er mold mokað yf- ir, en að því búnu er lagður yfir tjörupappi eða annað efni sem nægir í vatnshelt þak og mokað þar yfir sandi. I marz er byrgið brotið upp, rósirnar teknar inn og settar í ílát og jarðveg. Klippt ofan af rósunum og þær „drifnar" við birtu, yl, áburðargjöf og góða umönnun þar til hægt er að gróð- ursetja þær úti í gróðurbeð garðs- ins. 2. Hér er um stikkilsberjarunna að ræða, sem er afar harðger og ber stór og safarík ber, en gefur hins vegar ekki mikla uppskeru, hver einstök planta. Afar auðvelt er að fjölga plöntunni með blað- græðlingum fyrstu vikurnar í júlí. Flestar gróðrarstöðvar hér á Reykjavíkursvæðinu munu hafa fengið græðlinga hjá Grasagarð- inum í Laugardal. Það er rétt að leita til gróðrarstöðvanna. 3. Það er mjög auðvelt að skipta rifsi með þvi að kljúfa sundur rót- arhnausinn seint á haustin eða snemma á vorin, áður en runninn laufgast. Grasrót í kvisti Baldvina Guðlaugsdóttir, Dalvik, spyr: 1. Hvernig á ég að ná grasrót úr birkikvisti? Svar Eina ráðið er að taka runnann upp, skola af honum allan jarðveg og fjarlægja allar grasrætur. Hreinsa síðan rækilega grasrætur úr beðinu og gróðursetja kvistinn aftur. Þetta þarf helst að gerast snemma vors, fyrir laufgun runn- ans. Margir toppar Ingvar Jóbannsson, Hlíðar- vegi 3, Njarðvík, spyr: 1. Hvað gerir maður ef of margir toppar myndast á grenitrjám og enginn þeirra virðist hafa betur í baráttunni við hina? Svar: Best er að sýna biðlund og láta náttúruna um að velja hinn rétta sprota til nýrrar toppmyndunar. En ef þolinmæðin er ekki til stað- ar, þá má hjálpa einum sprotanum t.d. með því að binda spýtu við stofninn, ca. 15 sm langa og sveigja síðan einn hliðarsprotann af þessari spelku og tjóðra hann í toppstöðu með mjúku bandi við þessa hjálparstoð. Einnig má klippa brott alla þessa bræðra- lagssprota nema einn, sem valinn er til forystu. Klippt af dalíu Hjördís Jónsdóttir, Rauðalæk 12, spyr: 1. Ég keypti dalíulauk og setti hann í pott til að koma honum Svan Flestir skrúðgarðyrkjumenn hafa lært skipulagstilhögun og teiknun heimilisgarða. En einnig eru hér starfandi landslagsarki- tektar, sem taka að sér skipulag húsalóða. Það er engum vand- kvæðum háð að komast í samband við einhvern þessara manna, t.d. með því að spyrjast fyrir í næstu blómaverslun eða leita einhvern þeirra uppi í símaskránni. Þóra Steingrímsdóttir, Hrísateigi 1, spyr. 1. Ég setti niður rósir í hittifyrra, þær eru af laukum. Þær eru nú ' orðnar hátt í metra háar, en virðast vera visnar. Söngullinn stendur þó enn uppi. Á ég að klippa af þeim? Svan Það hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða, að hér sé um rósir spurt. Rósir geta ekki vaxið upp af lauk eða hnýði. Ef hér hef- ur verið um t.d. dalíu eða liljulauk spurt, þá eru allar líkur á að rætur þeirra hafi ekki þolað frosthörkur vetrarins og skarti aldrei framar lífi frá sínum rótum. Umpottun er ekki endilega mikið verk, en þarf nærgætni við. betur til áður en ég planta hon- um út.i. Mér er sagt, að þegar hann sé orðinn um 15 sm hár sé rétt að taka um 10 sm ofan af honum. Þetta eigi að hafa góð áhrif á vöxtinn. Er þetta rétt? Svan Það gildir um flestar plöntur að þegar klippt er ofan af þeim, þá greina þær sig og mynda fleiri sprota. Stundum á þetta fullan rétt á sér, eða þegar við viljum fá plöntur er verða miklar um sig. Oftast kostar slíkt hins vegar það, að við tefjum fyrir blómgun, en getum aftur á móti seint og um síðir fengið fleiri blóm. Þetta á því betur við um blómplöntur, sem við ætlum að rækta innanhúss. Það er þá um lengri vaxtartíma að ræða fyrir plönturnar og skiptir ekki öllu máli, þótt blómgunin dragist. Vænti þess, að þessar ábendingar nægi Hjördísi til að draga þær ályktanir er best henta henni. Skipulag garða Sævar Guðmundsson, Dals- byggð 13, Garðabæ, spyr: 1. Mig vantar að láta teikna hjá mér lóðina, eða a.m.k. að fá að- stoð við skipulagningu hennar. Hvar fæ ég upplýsingar varð- andi slíkt? Prentvillu- púki á ferð Prentvillupúkinn getur oft leikið menn grátt og það gerði hann svo sannarlega hér í Mbl. í garðyrkjuþættinum í blaðinu sl. fimmtudag. Stóð í svari Hafliða Jónssonar, garðyrkju- stjóra, til Herdísar Jónsdóttur, Víðimel 49, að rifs- og aðra berjarunna þyrfti að klippa það þétt að þeir endurnýjuðust á 7610 ára fresti. Hér átti auð- vitað að standa 7—10 ára fresti. Hætt er við að fæstum garð- yrkjuunnendum entist aldur til að raekta rifs ef það tæki runn- ana allan þennan tíma að endurnýjast. Ævintýrið búið og blaöran sprungin Fyrir skömmu fóru fram á al- þingi eldhúsdagsumræður. Ætla má að margir landsmenn hafi set- ið við útvarpstækin og hlýtt með athygli á „úrræðagóða" þingmenn þjóðarinnar flytja ræður sínar. Dagskráin var löng, margir töl- uðu, þó ef til vill hafi ekki allt verið sagt af viti enda hafa þing- menn fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að atvinnuöryggi þeirra er betur tryggt ef meiri áherzla er lögð á sviðsframkomu en texta. Húsnæðismál, og þá sérstaklega vandamál byggingasjóða voru mjög í brennidepli. Ljóst er að þingmenn hafa þungar áhyggjur af húsnæðisvanda og peningaleysi ungs fólks. Að vísu fullyrti hús- næðisráðherrann, að staða bygg- ingasjóðanna hefði aldrei verið betri. Hann var hins vegar leið- réttur af næsta manni, sem sagði að staða þeirra hefði aldrei verið verri. Ekki treystir undirritaður sér til þess að blanda sér í orða- skak þingmanna, enda ekki til- gangurinn með greinarkorni þessu. Mig langar til þess að gera að umtalsefni ársgamla alþýðu- bandalagslausn, sem leysa átti fjárhagsvanda leigjenda og vera þeim hjálp og styrkur til þess að ráðast sem fyrst í kaup eða bygg- ingu eigin húsnæðis, þannig að þeir fjölmörgu sem „eru á göt- unni" kæmust í einhverja þeirra fáu íbúða, sem til boða standa á leigumarkaði. Með lagabreytingu í maí 1981, — eftir Þorstein Haraldsson var ákveðið, að helmingur þeirrar húsaleigu, sem leigjendur greiða, skyldi verða frádráttarbær frá tekjuskattstofni þeirra. Fagn- aðarbylgja fór um landið, þegar þessi tíðindi spurðust. Málgagn fjármálaráðherrans vegsamaði hann, og hjörtu unga fólksins slógu örar. Leigjendur gerðu húseigendum ljóst, að nú yrði hver króna tíund- uð og póssuðu vel uppá allar kvitt- anir fyrir greidda húsaleigu. Árið leið, og loks bárust langþráð skattskýrslueyðublöð inná heimil- in. Og hvað blasti við augum? Leigjendur gátu ekki dregið helm- ing greiddrar húsaleigu frá tekj- um sínum 1981, nema afsala sér föstum frádrætti. Fastur frádráttur er ýmist 10% af tekjum, eða þá hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, tiltekin lágmarksfjár- hæð. Hjá engum leigjanda (utan hugsanlega þeim, sem hófu bygg- ingu, eða festu kaup á eigin hús- næði) nýttist helmingur greiddrar húsaleigu til raunhæfs frádráttar skattskyldum tekjum. Þeim sem greiða vexti vegna húsbygginga- lána nýtist helmingur greiddrar húsaleigu til frádráttar, þar sem þetta tvennt má dragast frá sam- an. En leigjendur greiða almennt ekki slíka vexti, enda væru þeir þá tæplega leigjendur. Ævintýrið er búið, og blaðran sprungin. Brella þessi var þó að sumu leyti ágæt, því sjálfsagt hafa tekjur húseigenda sjaldan skilað sér jafnvel inná skattfram- töl, og allir góðir menn vilja upp- ræta skattsvik. Mig langar, vegna þess að ég þykist vita, að ráðherranum gekk gott eitt t.il, að læða að honum nýrri hugmynd. Hvernig væri að snúa blaðinu við og gera húsaleigutekjur skattfrjálsar, með sama hætti og sparifjárvexti. Með þeim hætti má hugsanlega ná einhverju neðan- greindra markmiða: 1. Með skattfrelsi húsaleigutekna myndi vísitala húsnæðiskostn- aðar íbúðarhúsnæðis óhjá- kvæmilega lækka. Fjárhæðir í flestum húsaleigusamningum taka mið af þeirri vísitölu. Skattfrelsið þýðir óhjákvæmi- lega lækkun þeirrar vísitölu og þar með lækkun húsaleigu. Raunhæf kjarabót til ungs fólks og leigjenda strax. 2. Skattfrelsi húsaleigutekna myndi vekja áhuga þeirra, sem aflögufærir eru, til þess að fjár- festa í íbúðum, og þannig auka framboð á húsnæði til leigu. 3. Aukið framboð á leiguhúsnæði, myndi óhjákvæmilega létta verulegri byrði af byggingasjóð- unum. 4. Sparifé fólks, sem nú gengur í ríkum mæli til innfluttra gervi- þarfa, myndi nýtast til átaka- lausrar þegjandi lausnar á brýnu félagslegu vandamáli, Þorsteinn Haraldsson „Arid leiö og loks bárust langþráð skatt- skýrslueyðublöð inná heimilin. Og hvað blasti við augum? Leigjendur gátu ekki dregið helm- ing greiddrar húsaleigu frá tekjum sínum 1981, nema afsala sér föstum frádrætti." auk þess sem dýrmætur gjald- eyrir sparast. 5. Ef ungu fólki gefst færi á að búa um hríð í leiguhúsnæði, gæfist því betra tóm til sparifjármynd- unar, sem auðveldar byggingu eigin íbúðar síðar. 6. Með skattfrelsi húsaleigutekna, næðist mun betri nýting á því húsnæði, sem fyrir hendi er t.d. í Reykjavík. Ef til vill þætti ein- hverjum hinna fjölmörgu utan- bæjarmanna, sem þar eiga íbúð- ir fýsilegra að leigja þær út, frekar að láta þær standa auðar. 7. Skattfrelsi húsaleigutekna þýð- ir styttingu vinnuvikunnar, og um leið hamingjuríkara hjóna- band ungra hjóna, sem því mið- ur fer oft í rúst vegna vinnu- þrælkunar og fjárhagsáhyggna. 8. Skattfrelsi húsaleigutekna, veldur lækkuðum útgjöldum til heilsugæslu landsins og sjúkra- húsa. Með færri magasárum og annarskonar heilsuleysi, sem fylgir vinnuþrælkun og áhyggj- um. Töluliðirnir hér að framan gætu orðið margfalt fleiri, en ég læt þetta nægja. Ef ráðherrann vildi láta svo lít- ið að fella niður eignaskatt, um leið og hann hvort sem er breytir lögum 75/ 1981, með hliðsjón af því sem hér er talið. Eignaskattur er siðlaust og úrelt skattform, sem . auk þess skilar engum afgerandi tekjum í ríkiskassann. Niðurfell- ing eignaskatts myndi tryggja svo um munaði byggingu leiguhús- næðis. Eignaskattur er siðlaust skatt- form, vegna þess, að með honum er verið að skattleggja árlega og aftur og aftur, fé sem fólk (ekkjur, ekklar og eldra fólk) greiddi ríf- legan skatt af þegar það aflaði þeirra tekna, sem til fjárfestingar gengu. Á sínum tíma þótti bæði sjálf- sagt og eðlilegt, að veita mönnum skattfrelsi, vegna arðtekna af hlutabréfum. Var það gert til þess að efla áhuga hins almenna manns á því að taka þátt í upp- byggingu atvinnurekstrar í land- inu. Á það sama ekki við hér? Þætti núverandi forseta borgar- stjórnar Reykjavíkur framanrituð lausn ekki þekkilegri kostur en leigunám íbúðarhúsnæðis í eigu gamalmenna og annarra. Er hér ekki prýðileg lausn fyrir ráðherrann, vin ungs fólks, sem ekki kom fram á Alþingi hugmynd sinni um sparnað með ofbeldisráð- stöfunum, byggingasjóðunum til bjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.