Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 12. MAI1982 57 keyptu 375 tonn af sveppum á ári í stað 50 tonna nú. Ekki er ég sérfræðingur í mark- aðsöflun og sölustarfsemi fremur en Bjarni, en mér hefur oft gengið illa að finna framleiðslu hans í búðum, þegar beirra var þörf skv. matseðli heimilisins. Ég tel ekki ólíklegt, að auka mætti stórlega sveppakaup íslendinga með sveigjanlegri verðstefnu, sjón- varpsauglýsingum og öðru því sem árangursríkri sölumennsku fylgir. Matarvenjur landsmanna breyt- ast nú hratt og auðvelt virðist vera að sveigja neyzlu þjóðarinnar á nýjar brautir. En þótt svepparækt misheppn- aðist hjá einhverjum einstakling- um, þá myndi það tæplega ríða þeim, keppinautum þeirra né þjóð- arbúinu að fullu. Menn taka á honum stóra sínum við slíkar að- stæður og leitast við að finna önn- ur not fyrir aðstöðuna. Hugsan- lega mætti t.d. nýta aðstöðu til svepparæktunar til annarrar „ljóslausrar" ræktunar, t.d. til framleiðslu á Mung-baunaspírum, sem nú eru notaöar í vaxandi mæli við matargerð á Vesturlönd- um og hafa í árþúsundir verið mikilvæg fæða í Asíu. Fátt virðist heppilegra til auk- innar atvinnusköpunar á íslandi, en að nýta náttúrukosti landsins til aukinnar framleiðslu ýmissa garðyrkjuafurða, sem nú eru flutt- ar inn í vaxandi mæli. Þetta leysir Björn Friðfínnsson að sjálfsögðu ekki allan vanda, en framtíð yltækar hlýtur fyrst og fremst að ráðast af menntun og framtaki þeirra, sem kjósa að gera hana að ævistarfi. Hið opinbera getur svo hjálpað til með því að sinna vel hlutverki sínu á sviði fé- lagsmála og menntunar og með því að skapa gróðrarumhverfi fyrir atvinnugreinina með al- mennum aðgerðum á sviði við- skipta- og fjármála. Neyzla grænmetis eykst og nýj- ar tegundir ryðja sér til rúms. Fyrir nokkrum árum hóf t.d. Garðyrkjuskólinn í Hveragerði ræktun á „papriku", sem þá var að mestu ókunnug jurt íslenzkum neytendum. I dag mun árleg sala þessarar afurðar nema um 75 tonnum, en innlendir framleiðend- ur anna aðeins helmingi af því magni. Vafalaust má rækta fleiri slíkar garðyrkjuafurðir, sem við ekki þekkjum í dag og finna þeim markað hér á landi með réttum aðgerðum. Við það geta myndast mun fleiri störf með mun minni fjárfestingu og áhættu en samfara eru umræddri og umdeildri sykur- verksmiðju í Hveragerði. Skrifborðsylrækt En þegar atvinnugrein er í vexti og hægt er að auka grózkuna með breyttri lánastefnu, lækkun að- flutningsgjalda, stækkun garð- yrkjuskólans o.fl., koma einhverjir skrifborðsfræðingar og segja við garðyrkjumenn og stjórnmála- menn: „Þetta er ófullnægjandi. Við verðum að gera þetta í stærri stíl og stofna „ylræktarver"." Síðan er sezt niður og skrifaðar skýrslur um það, hvernig fram- leiða má sólskin með raforku og nýta það til ræktunar jurta á lægra verði en áður hefur þekkzt hér á landi. Að vísu þurfi að skapa fyrirtækinu séraðstöðu varðandi opinber gjöld og raforkuverð og þar sem um nokkra rekstrar- áhættu sé að ræða sé ekki við því að búast, að almenningur muni leggja fram nægilegt stofnfé. Fyrirtækið þurfi líka að verða stórt í sniðum og það henti ekki neinum smákörlum, sem hokri við garðrækt með fjölskyldunni. Næst þegar kemur að því að gera hrossakaup á Alþingi, minn- ast menn skýrsluhlaðans góða um ylræktarverið. Málið er upplagt. Það er kynnt fyrir þingmönnum kjördæmisins og síðan er gert um það samkomulag allra flokka að sett skuli á stofn „ylræktarver ríkisins". Einn góðan veðurdag er það svo risið af grunni, glæsileg stofnun með fjölda launaðra starfsmanna og góðri aðstöðu fyrir þá á ýmsa lund. Störf við fyrirtækið verða eftirsóknarverð ekki sízt fyrir hokrandi garð- yrkjumenn og þau verða vænleg til kjórfylgis fyrir meðmælendur úr hópi þingmanna. (Við Lands- höfnina í Njarðvík starfa nú 10 ríkisstarfsmenn.) Reksturinn hefst svo með við- eigandi veizluhöldum og viðhöfn, en trúlega verða fljótlega einhver frávik frá rekstrarspám skýrsln- anna góðu. Útflutningurinn geng- ur e.t.v. skrykkjótt vegna sam- keppni á markaðnum eða geng- isbreytinga. Alls konar truflanir verða á afskipunum og óvæntar pestir herja á gróðurinn. Starfs- fólkið fer stundum í verkfall til þess að knýja fram hækkun launa og styttingu vinnutímans og skortir ekki viðmiðanir til réttlæt- ingar kröfum sínum. Gróðurinn visnar á meðan. Afkoma fyrirtækisins skiptir ekki öllu máli í huga heimamanna. Það er hvort eð er komið á staðinn og verður ekki á burtu flutt, það er í ríkisábyrgð og það yrði „pólitískt óverjandi" að láta það hætta störfum. Þegar að því kemur, að leita þarf til ríkisins um aukið stofn- framiag verður því að sjálfsógðu vel tekið. Að vísu er ríkissjóður ekki aflögufær fremur venju, en menn setjast niður til að finna tekjuöflun fyrir hann svo að hann geti lagt fram nægilegt fé. „Valkostirnir" eins og „kostir" heita á skýrslugerðarmáli liggja ljósir fyrir. Sá fyrsti er að hækka tekjuskattinn. I öðru lagi mætti hækka söluskattinn. Þriðji kostur- inn væri að setja skyldusparnað á einhvern minnihlutahóp, t.d. á tekjuháa, einhleypa eða þá sem átt hafa fleiri en einn maka á lífs- leiðinni. Fjórði kosturinn er þó líklega beztur, en hann er fólginn í því að leggja sérstakt gjald á sölu garðávaxta og renni gjaldið í rík- issjóð. Gjaldið getur heitið „yl- ræktargjald" og yrði ca. helmingi þess varið til þess að kosta skýrslugerð og tilraunir með ný ylræktarver. Það virðist engin von til þess, að sú spurning veltist fyrir mönnum: „Þegar ríkið kostar atvinnulífið, hver á þá að kosta ríkið." arfræðingur hefur þá þegar til að hugsa um, hversu margir hjúkr- unarfræðingar eru á vakt eða hversu lengi hjúkrunarfræðingur- inn hefur verið á vakt í það skipt- ið. Það verður að sinna verkefninu hvenær sem það kemur upp á eða hvernig svo sem ástandið kann að vera fyrir. Ef það er ekki hjúkrun- arfræðingur til að taka við næstu vakt, þá verður sami hjúkrunar- fræðingur að halda áfram. Haldið þið að hjúkrunarfræðingar, sem að mestu eru konur með fjöl- skyldu, vinni lengi í þessari vinnu fyrir smánarlaun, þegar þær geta haft betri laun í léttari vinnu með styttri vinnutíma? Ef þú hefur skilið það sem ég hef reynt að segja hér, svarar þú spurningunni neitandi. Þess vegna upplifum við nokkuð sem kallast hjúkrunarfræðingaskortur, þó að nógu margir hjúkrunarfræðingar séu til menntaðir í landinu til að annast hjúkrunarfræðingaþörf- ina. Ráðamenn verða að skilja að vandamálin hafa vafist upp í eft- irtalinni röð: fyrst eru lág laun, sem í öðru lagi leiða til of fárra hjúkrunarfræðinga (hjúkrunar- fræðingaskorts öðru nafni) á sjúkrahúsunum og síðast til of mikils álags á þá sem eru þó enn fyrir í vinnu. Það verður að leysa vandamálin í sömu röð og þau hafa hrannast upp. Þegar launin hækka, munu seinni vandamál keðjunnar leysast af sjálfu sér. Það er hægt að slá þrjár flugur í einu höggi. Skrifað í Gainesville, Florida, Sigurláksson og Páll Guð- mundsson í Hávaðakoti átt og stofnuðu þeir sameignarfélag með 10 Þykkbæingum. Fengu þeir Larkinn utaniandsfrá fyrir tilstilli Kristins Guðbrandsson- ar í Björgun. Hjólabáturinn ber um 5 smá- lestir og er 11 metra langur. Hann er knúinn 300 hestafla dísilvél og gengur 10 mílur á sjó og 30 mílur á landi. Suðramenn voru staddir í Þykkvabænum laugardaginn 10. apríl síðastliðinn og var róður- inn þá í lengra lagi. Siglt var að þrídröngum, en þangað er um 2ja tíma stím frá Þykkvabæn- um. Afli í ferðinni var 600 til 700 kíló. Áhófn er 6 til 8 menn og er veitt á handfæri. Skip- stjórar eru tveir, Garðar Óskarsson, Húnakoti og Haf- steinn Einarsson, Sigtúni. Ef þúmálarmeo STEINAKRÝLI fra Málninguhf þarf tu ekki aó bíöa efrir málningarveðri! Frabærar niðurstðður íslenskra sérfræðlnga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrír vfðtækum prófunum á STEINAKRÝLII rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstfmum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvf einstaklega hæf tyrir islenskar aðstæður. Duftsmitandi fletlr valda ekkí lengur erflðlelkum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fteti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rlgningarskur er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentfnuþynnanleg málning, sem eróvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður.STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rígningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rígningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu malað f frostt. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttrí áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjog lágt hitastig. Jafnvel f 10 gráðu frosti (celcius) el þú endist til að mála i svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDISTI STEINAKRÝL • malningln sem andar málning'f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.