Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982
71
alvarlegar afleiðingar og orðið
hafa í þessu máli og sér ekki fyrir
endann á.
Þannig er rétt að hafa í huga, að
aðalvitni í máli þessu eru menn,
sem hafa verið viðriðnir fíkniefna-
afbrot um lengri tíma, hins vegar
kona, sem hefur hreint sakavott-
orð, en er nú borin sökum af þess-
um mönnum, sýnilega fyrst og
fremst í því skyni að koma sér
undan því að þurfa að upplýsa at-
riði og e.t.v. í þeirri viílu að bæta
stöðu sína gagnvart ákæruvald-
inu. í þessu sambandi er skemmst
að minnast er fjórir fíkniefna-
neytendur báru sakir á menn, sem
haidið var saklausum í varðhaldi
um lengri tíma og nú er rekið
skaðabótamál út af fyrir Hæsta-
rétti.
Þá er þess að gæta, að þess eru
dæmi að menn (ísl. ríkisborgarar)
með hinar þyngstu sakir, m.a. al-
varleg kynferðisafbrot hafa kom-
ist úr landi og þar með undan
refsivaldinu og engin krafa gerð
um framsal þeirra.
Þá er á það að líta, að þess eru
það, sem framsal konu þessarar
beinist að, er upplýst, nema hvað-
an hassið hafi borist til landsins
og eru alls engar líkur fyrir því að
hún geti upplýst neitt um það.
Hins vegar hef ég ráðlagt henni að
gefa ræðismanni íslands í Kali-
forníu skýrslu um málið, en ræð-
ismanninum var bannað að eiga
orðastað við konuna af
ambassadornum í Washington.
Loks er á það að líta, að enda
þótt hugsanlegt sé að konan hafi
verið í vitorði um fíkniefnamis-
ferli sambýlismanns síns, þá er
ólíklegt að hún myndi undir nein-
um kringumstæðum hljóta þyngri
dóma en skilorðsbundna refsingu
og í mesta lagi 6 mánaða frelsis-
sviptingu miðað við dómvenju
Hæstaréttar.
Einnig er þess að geta að yfir-
leitt hafa konur hlotið vægari
meðferð af hálfu refsivaldsins en
karlar, svo sem alkunna er. Því er
með öllu óskiijanleg sú áhersla
sem lögð hefur verið á framsal
konu þessarar.
Að endingu þetta: Það er ólík-
legt að konan nái sér nokkurn
tíma eftir þá meðferð, sem hún
hefur sætt og meira en nóg að gert
að ekki verði líka lagt á hana að
verða flutt til landsins á hinn
mest niðurlægjandi hátt.
Harðræðisreglan brotin
I 38. gr. laga um meðferð opin-
berra mála segir m.a.:
„Lögreglumenn skulu gæta þess i
störfum sínum að mönnum verði
ekki gert tjón, óhagræði eða miski
framar en óhjákvæmilegt er, eftir
því sem á stendur. Ekki mega þeir
beita sakaðan mann neins konar
harðræði fram yfir það, sem nauð-
synlegt er.“
Er þetta hin svokallaða harð-
ræðisregla og á hún jafnt við um
rannsóknardómara. Af því er rak-
ið hefur verið hér að framan má
vera ljóst að í þessu máli hefur
tekist svo til að regla þessi hefur
verið brotin.
Ljóst má vera að ímyndaðir
hagsmunir íslensku dómsmála-
stjórnarinnar í þessu máli eru
hégómi miðað við þá hagsmuni,
sem kona þessi á í húfi, því svo
gæti farið að hún ætti ekki aft-
urkvæmt til Bandaríkjanna ef hún
yrði framseld og það gæti þýtt
skilnað þeirra hjóna. Svo hitt, sem
í augum margra er þó alvarlegra,
að missa með öllu þá von að geta
gert Bandaríkin að sínu landi.
Frétt sú, spm orðið hefur tilefni
þessara skrifa og kann að hafa
verið gerð til þess að reyna að
hafa áhrif á almenningsálitið,
hlýtur að missa marks á sinn hátt.
Það er trú mín, að svo mjög, sem
almenningur fordæmir hvers kon-
ar fíkniefnamisferli, þá fordæmi
hann engu að síður slíka óbilgirni
og hér hefur verið sýnt fram á að
átt hafi sér stað.
Að endingu skal tekið fram, að
það er álit mitt að fáir embætt-
ismenn vildu leggja blessun sína
yfir þær harkalegu aðgerðir, sem
hér hafa orðið og ekki voru séðar
fyrir.
Sighvatur Björgvinsson:
Þriðja hjólið og samkomulagið
Kafli úr þingræðu um Jón prímus og bankaskatta
UNDANFARNAR vikur hafa staðið grimm átök um ýmis mál
í ríkisstjórn, sagði Sighvatur Björgvinsson (A) í umræðu um
bankaskatta sl. fimmtudag. Átökin hafa þó eingöngu staðið
milli Alþýðubandalagsins annars vegar og Framsóknar-
flokksins hinsvegar. Lítið hefur farið fyrir þriðja hjólinu í
ríkisstjórninni, sem virðist ekki hafa skoðun á neinu máli,
aðeins vilja til að bíða eftir því, hvað verður ofan á í innbyrðis
deilum samstarfsaöilanna. Forsætisráðherra, sem er nokkurs
konar Jón prímus ríkisstjórnarinnar, leggur áherzlu á ein-
hvers konar samkomulag, sama hvers konar.
Sighvatur vitnaði síðan til
Kristnihalds undir jökli:
„Séra Jón (les prímus ríkisstjórn-
arinnar): Ef ekki á að gera alla upp
fyrir skuldum undir eins, þá verð-
ur að koma sér saman um eitt-
hvað; sama hvað það kostar; sama
hvaða bölvuð vitleysa það er: sam-
komulag verður að vera. Menn
verða til að mynda að koma sér
saman um að peníngar hljóti að
vera einhversstaðar — hjá þeim
ríku ef ekki vill betur; í baunkun-
um; að minnstakosti hjá ríkinu.
Þó vita allir að peningar eru til-
búningur frá rótum; fixjón.
Umbi: Ég hefði þó haldið að
fyrsta skrefið væri að koma sér
Sighvatur Björgvinsson
saman um að eitthvað sé satt og
reyna síðan að lifa eftir því í fé-
lagi.
Séra Jón: Það er gaman að
hlusta á fuglana kvaka. En það
væri annað en gaman ef fuglarnir
væru einlægt að kvaka satt. Hald-
ið þér að gullbryddingin á þessu
skýi sem við sjáum þarna í jónos-
ferunni sé sönn? En hver sá sem
ekki er reiðubúinn að lifa og deyja
fyrir þetta ský, hann er heillum
horfinn maður.
Umbi: Á þá bara að hafa skáld-
legt hugarflug í staðinn fyrir rétt-
læti?
Séra Jón (les prímus ríkisstjórnar-
innar): Samkomulag er það sem
skiptir máli. Annars verða allir
drepnir.
Umbi: Samkomulag um hvað?
Séra Jón: Sama um hvað ...“
Síðan kom frumvarpið um
skattana á innlánsstofnanir.
Fækkum slysum og sjúkdómum vegna
ófullnægjandi vinnuaðstöðu
— eftir Jóhann
Guðbjartsson
Eins og fram kom í frétt hér í
Morgunbiaðinu þann 20. febrúar
þá var var ákveðið á Alþýðusam-
bandsþinginu, sem haidið var
1980, að árið 1982 skyldi helgað
vinnuverndarmálum. Markmið
þess er að vekja fólk til umhugs-
unar og umræðna um aðbúnað, ör-
yggi og heilbrigðismál á vinnu-
stöðum, með það fyrir augum, að
innan vinnustaðanna verði unnið
að því að færa ástand þessara
mála til betri vega á grundvelli
laga um aðbúnað, öryggi og holl-
ustuhætti á vinnustöðum, en þau
tóku gildi 1. janúar 1981. Lögin
byggja á því sem grundvallarat-
riði að skapa skilyrði til þess að
unnið sé að lausn þessara mála
innan vinnustaðanna í samstarfi
atvinnurekenda og launþega undir
leiðsögn og stjórn Vinnueftirlits
ríkisins, sem stofnað var til þess
að annast framkvæmd laganna.
Þessi vinnuverndarlög eru hins
merkustu og má segja að með
þeim hafi verið stigið fyrsta skref-
ið hér á landi til atvinnulýðræðis.
I lögunum segir meðal annars: Á
smærri vinnustöðum þar sem
vinna 1—9 starfsmenn skal at-
vinnurekandi eða verkstjóri hans
stuðla að góðum aðbúnaði, öryggi
og hollustuháttum í nánu sam-
starfi við starfsmenn. Á vinnustað
þar sem starfa 10 eða fleiri skal
atvinnurekandi tilnefna af sinni
hálfu öryggisvörð, en starfsmenn
kjósa úr sínum hópi öryggistrún-
aðarmann. Þessir aðilar eiga að
fylgjast með því að lögin séu hald-
in. Þar sem starfsmenn eru 50 eða
fleiri skal stofna öryggisnefnd
tveggja fulltrúa starfsmanna og
tveggja fulltrúa atvinnurekenda.
Nefndin skipuleggur aðgerðir
varðandi aðbúnað, öryggis- og
hollustuhætti innan fyrirtækisins
og annast fræðslu starfsmanna
um þau efni og sér til þess að
ráðstafanir varðandi þessi mál
komi að tilætluðum notum. Til
þess að lög þessi komi að gagni
þarf hver og einn starfsmaður að
vera sífellt á verði gagnvart ör-
yggis- og aðbúnaðarmálum og
ræða það sem ábótavant er við ör-
yggistrúnaðarmann eða öryggis-
verði.
Sérhæfing og aukin verkaskipt-
ing hafa farið vaxandi á liðnum
árum og hafa í mörgum tilfellum
leitt til einhæfari starfa sem hef-
ur í för með sér síendurtekningu
einhæfra hreyfinga, sem valdið
getur óeðlilegu sliti þeirra lík-
amshluta sem fyrir álagi verða.
Það er því þýðingarmikið að að-
stæður séu sem haganlegastar á
vinnustaðnum en séu ekki með
þeim hætti að auka enn álag á
starfsfólk. Hin mikla tækni ásamt
fjölda efna sem notuð eru á hinum
ýmsu vinnustöðum, hafa haft í för
með sér ýmsa sjúkdóma og slysa-
hættu. Sú þróun sem átt hefur sér
stað á liðnum árum, hefur verið
svo ör að erfitt hefur verið að
fylgjast með og gera sér fulla
grein fyrir þeirri sjúkdóma- og
slysahættu sem fylgt hefur í kjöl-
farið. Mörg kemisk efni sem notuð
eru í iðnaði eru skaðleg og geta
beinlínis valdið alvarlegu heilsu-
tjóni og jafnvel dauða þeirra er
með þau vinna ef ekkert er að gert
til varnar heilsutjóni af völdum
þeirra. Loftmengun af völdum
ryks, eims eða reyks er víða mikil
á vinnustöðum og berast þá þessi
skaðlegu efni í gegnum öndunar-
færin inn í líkamann. Auk þess
getur snerting við hættuleg efni
verið skaðleg. Á mörgum vinnu-
Jóhann Guðbjartsson
„Hin mikla tækni
ásamt fjölda efna sem
notuð eru á hinum ýmsu
vinnustöðum, hafa haft í
för með sér ýmsa sjúk-
dóma og slysahættu. Sú
þróun, sem átt hefur sér
stað á liðnum árum, hef-
ur verið svo ör að erfitt
hefur verið að fylgjast
með og gera sér grein
fyrir þeirri sjúkdóma-
og slysahættu sem fylgt
hefur í kjölfarið.“
stöðum er veruleg mengun af völd-
um hávaða, en hann getur valdið
heyrnartjóni ef hljóðstyrkur fer
yfir 85 desibel. En það er ekki ein-
vörðungu að hávaði geti valdið
heyrnarskaða því hann hefur
einnig áhrif á taugakerfið, hann
veldur streitu, svefnleysi og
þreytu og skerðir hæfileika manna
til einbeitni, auk þess sem hann
skerðir hæfileika líkamans til þess
að verjast áhrifum hættulegra
efna.
í tengslum við kjarasamninga
1977, sem gjarnan hafa verið
kenndir við sólstöður, tókst um
það samkomulag milli aðila vinnu-
markaðarins og ríkisins að gerð
yrði könnun á ástandi aðbúnaðar,
öryggis og hollustumála vinnu-
staða. Þessi könnun sem var sú
fyrsta sinnar tegundar sem fram-
kvæmd hefur verið hér á landi fór
fram á 158 vinnustöðum, viðsveg-
ar um landið. Leiddu niðurstöður
þessarar könnunar í ljós að mörgu
er ábótavant, svo ekki séu notuð
sterkari orð. Þar ber hæst hvað
þvotta- og baðaðstöðu er víða
ábótavant, eða á yfir 75% skoð-
anastaða. Einnig kemur þar fram
að búnings- og fataherbergjum er
ábótavant. Á það við um 60%
skoðanastaða. Hávaði og titringur
reyndist vera of mikill á 55%
skoðanastaða, svo drepið sé á
nokkrar niðurstöður úr könnun-
inni. Alls voru athugaðir 32 að-
búnaðar-, öryggis- og heilbrigðis-
þættir á þeim stöðum sem skoðað-
ir voru. Það hefur verið vanrækt,
að stuðla að vörnum gegn slysum
og atvinnusjúkdómum hér á landi
á liðnum árum og því þarf að gera
mikið átak til þess að þoka þessum
málum til betri vegar með það að
leiðarljósi að fækka slysum og
sjúkdómstilfellum sem orsakast af
ófullnægjandi vinnuaðstöðu. Ef
því markmiði er náð mun draga úr
þörf fyrir sjúkrahús og hæli.
AFS hefur fulltrúa á
12 stöðum á landinu
Tveir byggðafulltrúanna á ráðstefnunni, Helga Þorvarðardóttir frá Stykkis-
hólmi og Hlöðver Magnússon frá Selfossi.
NÝLEGA var haldin í Reykjavík
landsbyggðaráðstefna á vegum AFS
á íslandi. Voru þar mættir fulltrúar
víðs vegar að, en AFS hefur nu full-
trúa á 12 stöðum úti á landi. Einnig
sátu ráðstefnuna fulltrúar af Stór-
Reykjavikursvæðinu svo og fulltrúi
frá alþjóðasamtökunum, AFS Int-
ernational/ Intercultural Programs.
Aðalumræðuefni ráðstefnunnar
voru fjáröflun, kynning og fjöl-
skylduöflun. Einnig var rætt um
starfið úti á landsbyggðinni og
hvernig hægt væri að efla það.
Það kom fram, að víða í byggðum
landsins veit fólk allt of lítið um
samtökin og starf þeirra. Þess
vegna hafa unglingar á þeim stöð-
um ekki tækifæri til að njóta
þeirra möguleika sem samtökin
hafa að bjóða. Samtökin þyrftu að
fá fleira fólk til samstarfs úti á
landi, ekki síst kennara og aðra
sem með fræðslumál hafa að gera.
Mikið er rætt um höfuðvanda
félagsins sem er tvenns konar: í
fyrsta lagi sá, að fá nógu margar
fjölskyldur til að taka skiptinema
inn á heimili sín og í öðru lagi hin
erfiða fjárhagsstaða, en hún er
þannig að öllu starfi er allt of
þröngur stakkur skorinn. '
Ráðstefnan var hin gagnlegasta
og var ákveðið að slíkt ráðstefnu-
hald yrði fastur liður í starfi fé-
lagsins í framtíðinni.
(Kréttat ilkvRninj;).