Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 67 afar fáir verndaðir vinnustaðir þó undarlegt megi teljast, og þar sem þeir eru, virðast þeir mjög einhæf- ir og er mér þá efst í huga Múla- lundur. Nýta þyrfti betur yinnu- aflið sem fyrir hendi er, en að sjálfsogðu þyrfti að haga ákveðn- um hlutum á sinn ákveðna hátt fyrir þann hreyfihamlaða. Að vísu yrði stofnkostnaður meiri við að undirbúa sérhannaðan vinnustað, en afraksturinn yrði án efa marg- faldur gróði fyrir ríkið þegar fram í sækti. Þarna er komið að veigamiklu at.riði varðandi ríkisframkvæmdir tryggingamála. Eftir því sem tekj- ur hækkuðu þá lækkuðu örorku- bæturnar. Augljóslega yrði þetta til góðs fyrir alla aðila. Tryggingakerfið hefur nú þegar opnað þann moguleika að hreyfi- hömluð manneskja komist leiðar sinnar. Það hefur verið gert þann- ig, að hluti af tollum hefur verið felldur niður af bifreið sem við- komandi vill kaupa. En vankantar eru á þessum málum sem oðrum. Annarvegar vegna þess að örorku- bætur og tekjutrygging eru hér á landi þær lægstu í gjörvallri Evr- ópu og hinsvegar að lán- eða víxla- taka er ekki auðvelduð. Margt hef ég látið ósagt hvað varðar hinar félagslegu aðstæður. Má þar nefna heimili og aðstoð, félagsráðgjöf og hjálp sem veitt er af ríkinu. En hvað um það, margt virðist samt ógert ennþá. Framtíðin Framtíðin er ekki skýr hjá M.S.-sjúklingum. Pólk með M.S. spyr oft hvort ekki hafi eitthvað áunnist í nýlegum rannsóknum á M.S., hvort ekki sé lækning á næsta leiti. Erfitt er að gera grein fyrir framförum í rann- sóknum á sjúkdómnum í fáum orðum, enda snertir þar fátt eitt þá sem þjást af M.S. og þau vandamál sem viðkomandi sjúklingar eiga við að glíma. Ég veit ekki hvenær lækning eða áhrifarík vörn verður uppgötv- uð, en það er aðaltakmark margra öflugra rannsóknarhópa og ég treysti því og trúi að sigur í baráttunni sé á næstu grösum. (Bryan Matthews, Multiple Sclerosis, The facts, Oxford University Press 1980, bis. 99.) HeimiMsskri. Hry»« Mallkews: MÍMffc ScleitMis. mmmmi Oiford Uirrersitjr l'ress 1980. (^uAiniindur PétarasiM: „fieils- og nueBUsigg." Afimeliwil M-S. rébgs fsUads 1968—1978. (5). Helnml rUuer: IMsseniseret selerose. Munk^urd 1979. Johs Besedikz: „Meéfrr* i HJi" Afnuelisrit MX-féUgs fsUnds 1968—1978. (9-10). Það eru ekki slíkir menn sem okkur vantar til að hafa vit fyrir þjóðinni, okkur vantar ekki slag- orðasmiði, okkur vantar menn sem hafa sannfæringarkraft til að fá þjóðina til að trúa á sjálfa sig. Það er greinilegt að þessir ungu 'V jjtjóramálamenn í V-Húnavatns- sýslu hafa gert sér grein fyrir því að nauðsyn ber til að á alþingi okkar íslendinga sitji í meirihluta menn sem eru í návígi við mikil- vægustu atvinnuvegi þjóðarinnar og hafa skilning á lífsháttum hennar og nýtingu þeirra auðæfa sem náttúran ber í skauti sér. ís- lensk bænda- og dreifbýlismenn- ing er ekki eins og raf orkuver sem hægt er að kveikja á og slökkva eftir þörfum, hún er fjöregg þjóð- arinnar sem skapar verðmæti, raunhæf verðmæti sem koma úr skauti lands og þjóðar. Hvernig farið er með þau verðmæti er aft- ur annað og stærra mál sem ekki verður gert skil hér, en þar veldur sá sem á heldur. Því segi ég, ungir stjórnmálamenn í V-Húnavatns- sýslu, haldið áfram með ykkar sannfæringu og til hamingju með framtakið. Reykjavík, 26. april, „Land og synir" í belgíska sjónvarpinu Fyrir nokkru var kvikmyndin „Land og synir" sýnd í belgíska sjónvarpinu. Það fyrsta, sem kom upp í hugann, var, hvort þýðmndan- um myndi takast að ná fram þvi biti sem íslenski textinn hefur. Tækist bonum það, þá var von til þess, að þeir Hollendingar og Belgar sem sáu myndina næðu að hneykslast svona sæmilega yfir bændablóti íslend- inga. Allt sem hét „djöfuls andskot- ans" var þó látið liggja milli hluta og útkoman varð því næsta kristilegt málfar. Ekki skiptir þó mestu máli hvað og hvernig myndin var borin fram, heldur það hvernig henni var tekið í því formi sem hún kom. Til þess að gera langt mál stutt, þá bauð ég nokkrum vinum mínum að líta með mér á myndina og fjalla um hana eftir á. „Ha ha ha ha, en þau ökutæki og klæði sem þið notið á íslandi," var — eftir Eggert H. Kjartansson það fyrsta sem glumdi við. „Þessi föt voru notuð um 1450 hér í Hol- landi." Má vel svo vera, án þess að ég gangi frekar eftir því. Myndin gekk hægt og rólega fyrir sig, og smátt og smátt komust menn inn í það hörmungarþjóðfélag sem ver- ið var að lýsa og samúðaraugum „rigndi yfir mig". Aðrir þættir, svo sem göngur, ollu vangaveltum, því fæstir höfðu nokkurn tíma heyrt af slíku. „Hvaða 'rosa fyllerísreisur eru þetta á ykkur íslendingum þarna uppi á reginfjöllum," gall í einni. „Mikið gífurlega eigið þið fallegt land ... og fallegar stúlkur, hum." Óperusöngvari uppi á fjöllum? ? ? „Heyrðu Eggert, geturðu ekki út- vegað okkur íslenska hesta svo við komumst án of mikilla erfiðleika heim af barnum. Reiðhjólin enda alltof oft í rósabeði." Þrátt fyrir að laus skot hafi flogið, þá var skoðun flest allra mjög jákvæð, en flestir áttu í dá- litlum vandræðum með að ná „þemá" 'myndarinnar. Fyrir þeim er „flóttinn úr sveitunum" óþekkt fyrirbrigði. Hafa lesið um það ein- hvern tíma, að iðnbyltingin hafi haft svipuð áhrif í öðrum hlutum Evrópu. „Ógeðslegt, hvernig dettur ykk- ur annað eins í hug! Að drepa (myrða) reiðhestinn si svona." Hér í Hollandi er það í tísku að vernda öll dýr og hundahald er svo almennt, að varla er stígandi niður fæti fyrir hundaskít og ekk- ert má deyða. Að minnsta kosti er engin ástæða að láta sjá slíkt. Blóð í sjónvarpi á aðeins að koma úr mönnum, dettur manni stund- um í hug. Eftir að Einar var sestur upp í rútuna á ieið suður, fannst sumum meira en nóg um ákveðnina og vó þar þungt, að hann skildi elskuna og hundinn eftir í sveitjnni. Þegar aðeins er litið á myndina sem afþreyingu, svo sem flestir sjónvarpsáhorfendur munu gera, þá er hún illa fallin til slíks, var mat félaganna. Ýmsir þættir gætu einnig misskilist, því fólk verður að setja sig inn í allt annað og nýtt menningarsvið. Hvaða viðhorf menn hafa til tæknilegra atriða myndarinnar ræddi enginn, en al- mennt fannst þeim myndin faileg, hvað svið og umgjörð snerti. Myndin var í heild fræðandi og skemmtileg, var niðurstaðan. Hún vakti fjölda spurninga og seinni partur kvöldsins fór í að svara spurningum um ísland og skála í öli fyrir því eina landi sem ýmsir halda að enn sé byggt til víking- um. „Heyrðu, eigið þið ekki eitthvað af víkingamyndum. Þær viljum við sjá." Umræður á stúdentakaff- inu snerust nú æ meira í áttina til Óðins, Þórs og Freyju og tími kominn til að fara að halla sér. Gullfalleg húsgögn fyrir fólk sem gerir kröfur Heimsþekkt merki Lubke borðstofusett Eilersen Km sófasett Hn Geysigott úrval af húsgögnum: Sófasett, borðstofusett, eldhúshúsgögn, veggeiningar, kommóður, forstofuhúsgögn, blómasúlur, blaðagrindur o.fl. o.fl. Munið sérpöntunarþjónustu á húsgögnum frá Bilersen og Lubke. Við bjóðum ykkur velkomin j i i | t»*-í r % r iS, ln RZ9Blaskogar [I^P I ÁRMÚLI8 SIMi: 8b080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.