Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 Multiple Sclerosis OrsÖk og eðli Multiple Sclerosis Margar kenningar og tilgátur hafa verið settar fram um orsakir M.S. Menn hafa stungið upp á alls- konar umhverfisþáttum, matar- æði, sýklum, veðurfari, geislum eða arfgengum eiginleikum, en ekkert af þessu hefur tekist að sanna. Sjúkdómurinn er algeng- astur í hinum tempruðu beltum jarðarinnar og tíðnin minnkar þegar nær dregur miðbaug. Flytji menn af svæði með tiltölulega háa sjúkdómstíðni til landa þar sem fáir fá M.S., kemur í ljós, að hjá þeim, sem flytja börn að aldri, verður sjúkdómstíðnin lík og í nýja landinu, en peir sem eldri eru halda tíðni þess lands sem þeir fluttu frá. Þessar niðurstöður benda til þess að umhverfisáhrif í æsku ráði verulega um tíðni sjúkdómsins og langur tími geti liðið frá því að þessara áhrifa gæti og þar til sjúkdómseinkenna verð- ur vart. Nú hallast menn æ meira að því að þetta sé veirusjúkdómur. Veir- an sjálf hefur enn ekki fundist þrátt fyrir langvarandi rannsókn- ir um heim allan. Samkvæmt veirukenningunni er það, sem ger- ist í miðtaugakerfinu, að líkaminn myndar mótefni gegn þessari veiru, hvort sem hún er ein eða fleiri. Utan um veiruna er hjúpur sem líkist hjúpnum (mergslíðrinu) sem einangrar taugaþræði í mið- taugakerfi. Álitið er að brenglun verði í mótefnastarfsemi líkam- ans, hvítu blóðkornin fari vill veg- ar og ráðist á blásaklausu tauga- þræðina í stað hinnar illræmdu veiru. Af þessu leiðir, að dreifðar skemmdir myndast í miðtauga- kerfinu. Á afmökuðum svæðum missa taugaþræðirnir hjúp sinn, það er að segja svokallað merg- slíður. Veldur það truflun á flutn- ingi taugaboða auk ýmissa ann- arra breytinga. Þessar breytingar geta orðið á vefjum miðtaugakerf- is og í mænuvökva. Mjög er enn á huldu á hvern hátt arfgengir eiginleikar kynnu að hafa áhrif á sjúkdóm- inn. Hann virðist eitthvað al- gengari í vissum fjölskyldum en við mætti búast ef tilviljun ein réði. Varlega skyldi þó ályktað um arfgengni þar sem ákveðin umhverfisáhrif eru algengari í sumum fjöskyldum en öðrum. Þó að annar eineggja tvíbura, en þeir bera báðir sömu erfðaeig- inleika, fái sjúkdóminn, sleppur hinn tvíburinn oftast við hann. eftir Hólmfriði Astu Bjarnason Þetta dregur mjög úr líkum á því að um beinar erfðir geti ver- ið að ræða, þó að einhver aukin tilhneiging til að fá sjúkdóminn geti erfst. Vel er hugsanlegt að um samspil umhverfisþátta og erfða geti verið að ræða. (Af- mælisrit M.S.-félagsins, 1978 Guðmundur Pétursson, bls. 5.) Smitun Ekkert hefur fundist sem bendir til þess að veikin berist frá einum sjúklingi til annars eins og venju- legur smitsjúkdómur. Menn hafa hinsvegar fundið að sjúklingar með M.S. hafa yfirleitt meira magn mótefna gegn ýmsum al- gengum veirusjúkdómum en geng- ur og gerist, t.d. mislingum. Þann- ig hafa sumir látið sér detta í hug, að sjúkdómurinn stafaði af sjald- gæfum og afbrigðilegum viðbrögð- um sem leiddu til sjúkdóms miklu seinna en sýking verður. Aðrir túlka þetta þannig að M.S.-sjúkl- ingar svari áreitni sýkla almennt öðruvísi en aðrir einstaklingar. Rannsóknir Hér á landi hefur lítið verið unnið að rannsóknum M.S. ef und- anskilið er hið frábæra starf Kjartans heitins Guðmundssonar og samverkamanna hans. Þeir skráðu og athuguðu tíðni M.S. á íslandi. Illa hefur gengið, þrátt fyrir miklar tilraunir víða um heim, að framkalla sjúkdóma í tilraunadýr- um sem líkjast M.S. í einu og öllu. Slíkt sjúkdómsmódel væri hins- vegar ómetanlegt fyrir þá sem reyna að leysa þessa gátu. Með sérstökum ónæmisaðgerð- um á vissum tegundum tilrauna- dýra hefur tekist að nálgast all- mjög sjúkdómsmynd M.S. í fólki. Gefur það góðar vonir um aukinn skilning á eðli sjúkdómsins. I til- raunum þessum eru framkölluð ónæmisviðbrögð gegn mergslíðri taugasíma og valda þau skemmd- um á mergslíðrinu. Skemmdir þessar líkjast vefjabreytingum hjá M.S.-sjúklingum. Gangur og þróun sjúkdómsins í þessum tilraunadýrum hefur þó verið frábrugðinn því sem gerist meðal M.S.-sjúklinga. Nýjar að- ferðir hafa reyndar framkallað langvinnan sjúkdóm í naggrísum sem líkist M.S. öllu meira. Máttur lyfja Við viljum trúa því, að nútíma- aðferðir í læknisfræði séu skynsamari og byggist meira á raunþekkingu en áður var, en lækningatæki og tækni verður sífellt fjölbreytilegri, svo sem geislameðferð, margs konar skurðaðgerðir og ótrúlegur fjöldi lyfja ber vitni um. Allt getur þetta haft í för með sér óteljandi skaðlegar aukaverkan- ir. (Afmælisrit M.S.-félags Is- lands 1978, John Benedikz, bls. 9.) Þau lyf sem eru notuð til með- ferðar við M.S. eru í lyfjaflokki sem nefnist steralyf. Sterar eru hormónar sem myndast í nýrna- hettuberkinum og eru þeir notaðir sem bólgueyðandi lyf. Rannsóknir benda til, að með þessu lyfi sé hægt að flýta fyrir bata í köstum og ef til vill milda þau. Þó eru á engan hátt allir sérfræðingar sammála í þessu efni. Hvernig sterar virka er ekki vitað með neinni vissu, en það er hald manna að þeir dragi meðal annars úr bjúgmyndun í skemmdum þeim sem verða af völdum sjúkdómsins og minnki þannig þrýsting á aðliggjandi taugavef, svo að honum sé kleift að starfa eðlilega. Það er alveg ljóst samt sem áður, að lang- tíma meðferð með sterum er gagnslaus til að koma í veg fyrir köst eða bæta úr hugsanlegri fötlun. Reyndar eru aukaáhrif lyfsins mun þyngri á metunum en kostir þess, sé um langtíma meðferð að ræða. (Afmælisrit M.S.-félags íslands 1978, John Benedikz, bls. 10.) Þau aukaáhrif sem John Bene- dikz minnist á geta verið fólgin í að beinin verða mjög stökk og við- kvæm. Þar af leiðandi er mikil hætta á úrkölkun, til dæmis í mjaðmarlið. Einnig getur bjúgur sest á líkamann, sér í lagi ef þess er ekki gætt að neyta réttrar fæðu meðan á meðferð stendur. Að auki gera sterar viðkomandi mjög næman fyrir ýmisskonar sýkingu. Auk þessara dæma eru mörg önn- ur aukaáhrif sem fylgja í kjölfar stera-lyfja. Lesandanum er án efa ljóst, að við M.S. hefur enn ekki fundist nein viðhlítandi lækning. Með það í huga tel ég að líta þurfi á málið í víðara samhengi. (Af- mælisrit M.S.-félags íslands 1978, John Benedikz, bls. 9.) Félagslegar aðstædur Þegar uppgötvað er, búið að fullgreina og staðfesta að sjúkl- ingur er með M.S. koma fram margar spurningar. Þar spila margir þættir inn í, svo sem á hvaða stigi sjúkdómurinn er, hvort hann hefur skilið eftir var- anleg ör eftir að kast líður hjá og ekki síst hverjar félagslegar að- stæður hvers og eins eru. Það má segja að eins og við erum mörg, þá eru aðstæður okkar ólíkar, og sjúkdómurinn herjar ekki eins á neina tvo einstaklinga. Hvað M.S. áhrærir er gangur sjúkdómsins firna margbreyti- legur. Hjá einum getur aðeins verið um að ræða tvö köst um ævina og hann fullkomlega heil- brigður milli þeirra. Annar sjúklingur getur fengið tvö eða jafnvel þrjú köst á einu ári. (Af- mælisrit M.S.-félags íslands, John Benedikz, bls. 9.) Mörg vandamál koma í kjölfar sjukdómsins. Þó við státum okkur af þróuðu og vel upplýstu nútíma þjóðfélagi, þá er ekki gert ráð fyrir okkur öllum þar. Má nefna sem dæmi að þegar M.S.-sjúkling- ur, heftur vegna hreyfihömlunar, ætlar sér aðeins að fara í strætis- vagn rekst hann á vegg. En eins og svo oft hefur verið skrifað af læknum og öðrum sem tengjast á einn eða annan hátt læknastéttinni, þá er mjög mikil- vægt fyrir sjúklinginn að vera sem mest úti í hinu daglega lífi eins og segir í „Dissemineret Sclerose", bæklingi danska M.S.-félagsins: Sjúklingurinn skyldi vera á fót- um og starfa eins mikið og mögu- legt er, en að sjálfsögðu innan vissra takmarka, takmarkana sem skapast af líkams- og sálarlegum möguleikum hans. Upphaflegt markmið með virkri sjúkraþjálfun er að fullnýta mátt og orku til daglegrar hagnýtingar. (Dissem- ineret Sclerosis 1979, Helmut Bau- er.bls. 16.) í þessu felst að sjúkraþjálfunin verði hinum hreyfihamlaða til hjálpar í daglega lífinu. Markmið- ið skyldi vera að sjúklingurinn geti notfært sér æfingar, t.d. fara upp og niður stiga, snúa sér í rúmi, geta staðið sjálfur upp ef hann dettur o.fl. Ef þjálfunin er byggð upp á raunsæjan hátt, getur hún komið að miklu gagni fyrir utan veggi spítalans ásamt því sem áður er talið. Þarna kemur of t á tíðum til kasta sjúkraþjálfarans, að hann beiti hugmyndafluginu til notkunar annars en hinna hefð- bundnu æfingatækja úr köldu stáli. Til rökstuðnings þessu get ég nefnt að hægt væri að færa æf- ingarnar úr æfingasalnum út und- ir bert loft á góðum sumardegi. Hólmfríður Ásta Bjarnason „Með sérstökum ónæmisaðgerðum á vissum tegundum til- raunadýra hefur tekist að nálgast allmjög sjúkdómsmynd M.S. í fólki. Gefur það góðar vonir um aukinn skiln- ing á eðli sjúkdómsins.' Það er ágætis gönguæfing að ganga á grasi, því það er ekki eins slétt og gólf, fyrir nú utan hress- inguna sem útiloftið veitir öllum, ekki síst þeim sem þurfa að dvelja innandyra meira og minna. Ekki ætla ég mér að fara að rífa niður læknisþjónustuna á íslandi, en því miður er ótal margt, sem betur mætti fara. Mannskap vant- ar tilfinnanlega. Ef hann væri til staðar væri hægt að sinna hverj- um og einum sjúklingi betur. Þá væri án efa hægt að framkvæma hugmyndir út í ystu æsar, svo sem eins og þá sem ég var að stinga upp á. Þá um leið yrði þjálfun mun mikilvægari þáttur í „lækningu" en hún er nú. En allt ber að sama brunni. Þó fjárlóg heilbrigðis- og trygg- ingamála séu hæstu fjárlög ríkis- ins, þá eru þau ekki nándar nærri nógu mikil. En það er ekki vett- vangur þessarar ritgerðar að gagnrýna fjárlög íslenska ríkisins. Eins og áður hefur komið fra, þá er nauðsynlegt fyrir viðkomandi M.S.-sjúkling að vera sem mest úti í hinu daglega lífi við leik og starf. í okkar íslenska þjóðfélagi finnast Nokkur orð um stjórnarskrár- málið í Vestur-Húnavatnssýslu Síðastliðinn vetur boðuðu nokkrir ungir stjórnmálamenn úr öllum flokkum í V-Húnavatns- sýslu til fundar á Hvammstanga um stjórnarskrármálið. Þar sem mér er málið nokkuð hugleikið, og hef reyndar sjálfur í nokkurn tíma reynt að vekja at- hygli á mikilvægi þess, þótti mér ástæða til að sækja þennan fund. Ég verð að viðurkenna að fyrst eftir fundinn var ég ekki alveg . sannfærður um hvort hugur fylgdi máli, eða hvort hér væru aðeins ungir stjórnmálamenn að vekja á sér athygli. Ástæðan fyrir þessari efasemd minni á rætur að rekja til þess að nokkrir þingmenn kjör- dæmisins mættu á staðinn og reyndu að sjálfsögðu að draga úr sannfæringarkrafti ungu mann- anna. Menn með sannfæringu eru alltaf hættulegir ekki síst ef þeim dettur í hug að fara að rugla reyt- um flokkanna. Það skal þó tekið fram að það var gert af mikilli varfærni og föðurlegri umhyggju. Eftir undirritaða yfirlýsingu þess- ara manna í Morgunblaðinu 6. apríl sl. verð ég þó að viðurkenna að ég hef fengið nokkra trú á meiningu þeirra. Eftir að hafa lesið spurningar Ólafs G. Einarssonar í Morgun- blaðinu 15. s.m. sá ég að við svo búið mátti ekki standa, hér yrðu fleiri að leggja hönd á plóginn. Sjaldan hef ég séð jafn mikið skilningsleysi opinberað í jafn stuttu máli og þar er gert, ekki síst fyrir það, að ólafur sat í verk- efnaskiptanefnd ríkis og sveitar- félaga og ætti því að vera nokkuð kunnugur hinum ýmsu vandamál- um sem hinar dreifðu byggðir eiga við að etja. Það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni ljóst að fjölgun þingmanna á suðvestur- horninu skapar stóraukna hættu á byggðaröskun. Byggðajafnvægi er mikið stærra mál en svo, að því verði svarað tæmandi í spurningaþætti alþingismannsins, en ég tel V-Húnvetninga fullfæra um að gefa viðhlítandi svör við þeim spurningum sem þar eru settar fram. Aftur á móti hefði ég áhuga á að beina nokkrum spurningum til háttvirts alþingismanns Olafs G. Einarssonar. 1) Er ekki nægur vandi fyrir okkur hér á þéttbýlissvæðinu að um 500 gamalmenni eru, eftir blaðaskrifum að dæma, svo gott sem umhirðulaus? 2) Hvaða fólki skilað sér fyrst á þéttbýlissvæðið? 3) Yrði það ekki fullorðna fólkið? 4) Eru líkur á að húsaleiga og fasteignaverð muni hækka? 5) Hvað eigum við að gera við unga fólkið sem vill fá vinnu við sitt hæfi? 6) Senda það í nýtt álver? 7) Eða setja það í að byggja Breiðholt 4? 8) Hvaðsvo? 9) Vilja þeir sem búa hér á suð- vesturhorninu fá aukinn vanda á þessum sviðum? 10) Er hann ekki nægur fyrir? Það hefur farið í vöxt á undan- förnum árum að stjórnmálaflokk- arnir stilli upp í framboð pólitísk- um uppalningum sem ræktaðir eru í gróðurhúsum þröngrar flokksklíku. Þessir menn koma jafnvel kolhráir beint af skóla- bekk og þykjast fullfærir um að Gunnar l'all Ingólfsson stjórna þjóðinni, oft vill verða kátbrosleg leit þessara manna að málefnasnauðum slagorðum sér og sínum til framdráttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.