Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1982 Liv for to eftir Marie Cardinal mmtm bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Marie ( ardinai er mikill tízku- höfundur í Danmörku. Danir þýöa bækur hennar jafnskjótt og hún hefur sent frá sér nýja bók. Sumar þeirra eru framlag til hinnar stöo- ugu og endalaustu „kvennabar- áttu" i Danmörku, sem fer, eftir ýmsum sólarmerkjum og bókum að dæma, senn að snúast upp í andstæðu sína, aðrar eru eins og „Et liv for to" bók um mennskjur án pess að þurfi að líta á það sem bráðnauðsynlegan hlut að hver gjörð þeirra tengist kvenna- eða stéttabaráttu. „Et liv for to" heitir á frum- málinu ósköp einfaldlega „Une vie pour deux" og Marianne Huuse hefur þýtt hana á dönsku og málfarið virkar ágætlega á lesanda. Bókin gerist á írlandi. Þangað koma frönsku hjónin Simone og Jean Francois, þau eru hátt á fertugsaldri og þau hafa verið gift í tæp tuttugu ár og virðist sem hafi gengið á ýmsu. Þau eru þeirrar skoðunar — og umfram allt Simone — að þau geti byggt upp hjónaband sitt á nýjan leik, svo að þau megi njóta af sæmi- legri ánægju áranna sem fram- undan eru og kannski eru ógn- vekjandi í hennar huga. Er ald- urinn ekki farinn að segja til sín, með öllu því sem honum fylgir, æskublóminn er fölnaður, og þau sakna hans bæði. Á fyrsta degi í sumarleyfinu finnur Jean Francois drukknaða stúlku í flæðarmálinu. Og drukknaða stúlkan býr þeim hjónum nýjan stað sem þau geta sennilega lagt upp frá í hjóna- bandinu. Afdrif þessarar ungu stúlku, sem þau skíra Mary Mac- laughlin, verða Simone alveg sérstök hvatning til að reyna að skoða líf sitt og endurmeta áhrif bensku og æsku á seinni tíma. Hún lítur um öxl og rifjar upp fyrstu kynni þeirra Jean Franco- is og hjónaband þeirra og allt tengist þetta á óbeinan hátt hin- um bitru örlögum Mary Mac- laughlin. Orð sem endurleysa var fyrsta bók Marie Cardinal, fjarska lítið var á þeirri bók að græða að mínum dómi. Líf tveggja er mun efnismeiri, hnitmiðaðri og um- fram allt betur unnin. Dóttir kolanámumannsins Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson DÓTTIR KOLANÁMUMANNSINS Leikstjóri: Michael Apted. Ilandrit: Tom Rickman. Tónlist: Loretta Lynn. Framleiðandi: Bernard Schwartz. Nafn á frummáli: Coal Miner's Daughter. Efni kvikmyndarinnar „Coal Miner's Daughter" sem nú prýðir sýningartjald Laugarásbíós, er ekki ýkja frumlegt. Þar er fylgt eftir ferli ungrar stúlku sem hefst úr fremur óyndislegu umhverfi í Kentucky til mikillar frægðar sem „kántrýsöngkona". (Ævisaga sveitalagasöngkonunnar Lorettu Lynn liggur að baki handriti myndarinnar.) Það sem er óvenju- legt við þessa kvikmynd eru efnis- tökin. Hefur leikstjórinn Michael Apted kosið að greina frá lífsferli Lorettu á hlaupum ef svo má segja. Eykst raunar hraði frá- sagnarinnar með hverri mínútu uns æviskeið söngkonunnar líður framhjá áhorfandanum líkt og landslag fyrir járnbrautarglugga. Hæfir þessi frásagnarmáti vel lífshlaupi Lorettu Lynn, sem um þrettán ára aldur var numin úr föðurgarði og eignast síðan sjö börn í strykklotu, en áður en því verki er lokið nær rödd hinnar ungu stúlku að hljóma um þver og endilöng Bandaríkin. Sissy Spacek fékk hin svoköll- uðu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. Vissulega túlkar Spacek á sannfærandi hátt hina ungu sveitastúlku sem hefst með ljóshraða á toppinn vanbúin til líkama og sálar. En það sem gerir leik Sissy Spacek áhrifaríkan er sú staðreynd fyrst og fremst að í andliti hennar speglast í senn barn og fullþroska kona. Tel ég hæpið að verðlauna fólk fyrir meðfæddan andlitssvip. Álít ég mótleikara Spacek, Tommy Lee Jones, betur kominn að viðurkenn- ingu. En þessi ágæti leikari túlkar á einstaklega næman hátt hinn sérstæða eiginmann Lorettu sem var í senn trylltur, óheflaður ruddi og blíður, slægur mann- þekkjari með næmt auga fyrir tækifærum lífsins. Að vísu ofleik- ur Tommy Lee Jones hressilega í upphafsatriðum myndarinnar enda ekki á færi nema ódauðlegra meistara að tjá tilfinningavið- brögð óheflaðs rudda með skap- gerð Egils Skallagrímssonar. En hvað sem öllum verðlaunum líður þá er samleikur þeirra Sissy Spacek og Tommy Lee Jones með slíkum ágætum að seint gleymist. Fannst mér mega greina á bak við baráttu þeirra fyrir viðurkenn- ingu og síðar fyrir ást og hlýju, þann möndul sem sálarlíf flestra manna snýst um. Eða snýst ekki líf manneskjunnar um að hljóta viðurkenningu meðbræðranna og ást ákveðinnar mannveru? Ekki veit ég það en hitt virðist mér ljóst að líf þeirra Lynnn-hjóna snerist um fyrrgreindan möndul. Því mið- ur grípur Michael Apted til heldur ófrumlegra áhrifameðala undir lok myndarinnar o£ glatar hún þar þeirri sálrænu útgeislun sem stafar frá samleik Spacek og Jon- es framanaf. Máski var ekki hægt að enda þessa mynd öðruvísi en söngkonan fræga legðist í pilluát (við höfuðverk) og maður hennar færi að rækta veðhlaupahesta, en ég hafði einhvernveginn búist við öðru eftir hin frábæru upphafs- atriði í Kentucky. Þar náði sam- hæfing leiks, sviðsbúnaðar, hljóð- setningar og texta fullkomnun. Hlýtur sá maður að vera kalinn á hjarta sem ekki fann til í því at- riði er hin fjórtán ára gamla stúlka kveður föður sinn albúin að fara í annan landshluta til fundar við eiginmanninn en faðirinn mælir þessi skilnaðarorð: „Þú munt aldrei sjá mig aftur. Þú sem yerið hefur augasteinninn minn." í þessu atriði lukust upp fyrir mér sem aldrei fyrr hin djúpvitru orð: Sígandi lukka er best. Textílar Huldu Sigurðardóttur I eystri gangi Kjarvalsstaða heldur um þessar mundir og fram til sunnudagskvölds ungur listamaður, Hulda Sigurðardóttir að nafni, sína fyrstu listsýningu. Er hér um að ræða allmargar textílmyndir, prjónaða hluti, uppköst og tillögur að textílum svo og ýmiss konar vinnubækur. Hulda hefur verið búsett í Skotlandi síðustu átta ár og mun hafa stundað nám í listgeira fjölbrautaskóla í Cumbernauld og lauk þaðan námi árið 1977. Sama ár innritaðist hún í lista- skóla (Duncan of Jordanstone College of Art) þar sem hún lagði stund á þrykktextíl ásamt listprjóni sem aukagrein og út- skrifaðist þaðan árið 1981. Heimkomin hefur hún hvílt sig um stund en hefur nú hafið starfið aftur með því að safna saman hlutum á þessa sýningu °g hyggst hefjast handa við gerð textíla að henni lokinni. Öll sýningin ber vott um að hér sé óvenju opinskár listhönn- uður að verki því að Hulda kem- ur til dyranna svo sem hún er klædd, — er ekki með neitt puk- ur og lætur allt flakka. Máski þykir það unggæðisháttur en það væri þá óskandi að margur héldi slíkum eiginleikum lífið í gegn. Það er nefnilega styrkur hvers ungs listamanns, að hafa ekkert að fela, jafnvel ekki það sem þeim er síðtlr til sóma. Ég nefni þetta hér vegna þess, að í þessu tilviki er óhætt að fullyrða að sýningin hefði orðið fullkomnari með nokkurri grisjun, en hún hefði þá um leið tapað ýmsu af lífsgleði sinni og æskuljóma. Margt á sýningu Huldu Sig- urðardóttur er gætt uppruna- legum yndisþokka en jafnframt er auðséð að hér er um að ræða unga listspíru á þroskabraut. Framtíðin sker svo úr hvernig lífsins listrænu strik skrifast og það er mjög áríðandi að hér verði ekki látið staðar numið heldur kröftuglega tekið til handanna. Framundan eru möguleikarnir í sjálfstæðri og kröfuharðri listsköpun og tel ég óhætt að álíta, að þá bætist hinni ungu íslenzku listgrein „textílhönnun" góður liðsmaður. Bragi Ásgeirsson Gjörningur Olle Taninger Danskur myndlistarmaður Olle Tallinger að nafni, treður um þessar mundir upp með all- nýstárlega sýningu í sölum Ný; listasafnsins á Vatnsstíg 3. í stað þess að sýna verk er hann hefur þegar málað fer hann öfugt að og málar verkin á staðnum, — skyldu verkin svo ekki vera fullgerð meðan á sýn- ingu stendur þá fullgerir hann þau einungis eftir sýningartím- ann! í þessu tilviki er því þó ekki þannig varið því að er ég leit þarna inn á miðvikudag var listamaðurinn í óða önn að mála síðustu myndina af fimmtán. Hann hefur þann háttinn á, að búa til orð og setningar á skilti sem hann hengir snyrtilega fyrir neðan léreftin og málar svo út- frá innihaldi orðanna. Máski nokkuð frumlegt en betur væri kannski ef listamaðurinn full- gerði myndirnar fyrir opnun sýningar því að það er ekki mikil opinberun að sjá hann að verki. í öllu falli ekki móts við það sem var að sjá þá Georges Mathieau eða Franz Kline á sínum tíma. Þótt Tallinger máli myndir sínar er heilmikið af hugmynda- fræðilegri list í iðju hans og kemur það m.a. fram í því hvern- ig hann mótar umhverfi sitt á meðan hann máiar. Á gólfi er t.d. mikil blaðasnifsahrúga og hann hefur hengt hitt og þetta á veggina, plaköt, úrklippur úr blöðum o.fl. Sýning Olle Tallinger er með sanni fullgilt innlegg í þá myndrænu rðkræðu er átt hefur sér stað á vettvangi nýlista í þessum húsakynnum undanfar- ið. Bent á meginlínur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Heimir Pálsson: STRAUMAR OG STEFNUR í ÍSLENSKUM BÓK- MENNTUM FRÁ 1550. 2. útgáfa, endurskoðuð og breytt. Val mynda og umbrot: Jón Reykdal. Aðstoð við umbrot og teiknun kápu: Þröstur Magnússon. Iðunn 1982. Fyrsta útgáfa Strauma og stefna í íslenskum bókmenntum eftir Heimi Pálsson kom út 1978. Bókinni var yfirleitt vel tekið þótt ýmislegt sætti gagnrýni, en þó bar nokkuð á ósanngjömum kröfum í garð höfundar og jafnvel dylgjum. Hjá þessu verður víst ekki komist, einkum þegar menn freista þess að leggja dóm á bókmenntavið- leitni samtímamanna. I formála annarrar útgáfu skrifar Heimir Pálsson m.a.: „Fáum var betur ljóst en mér, að þetta verk þyrfti mikillar endurskoðunar við og nú tóku ýmsir gagnrýnendur mjög í þann streng. Er ég þeim mörgum hverj- um þakklátur fyrir ágætar ábend- ingar. Að vísu hefur oft í ræðu og riti borið á misskilningi á eðli þessa verks. Straumar og stefnur er ekki bókmenntasaga í þeim skilningi sem oft er í það orð lagð- ur: Hér er ekki reynt að rekja alla söguna og halda til haga öllum þeim rithöfunum sem ástæða væri til að nefna og ræða. Hér er aðeins reynt að benda á meginlínur í myndinni, ekki að mála hana alla. Slíkt væri raunar óðs manns æði, því ljóst er að álitamál yrðu þá fleiri og stærri en kostur yrði að ráða fram úr." Síðan skýrir Heimir frá því að fyrstu 82 síður verksins séu óbreyttar að mestu, en hann hafi endursamið allan þann hluta sem fjallar um síðustu tvær aldir: „Er það von mín að nú hafi verk mitt komist nær upphaflegri ætlan og leggi sómasamlega áherslu á síð- ustu tíma." Eins og fyrr leggur Heimir Pálsson mikla áherslu á félagslega hlið bókmennta, en til nýjunga má telja í ritinu hve módernisma í ljóðlist eru gerð ítarleg skil. Heimir styðst mjög við Atóm- skáldin eftir Eystein Þorvaldsson og Líka líf eftir Ólaf Jónsson. Heimir segir í formála að honum hafi „orðið ómetanlegt gagn að riti Eysteins Þorvaldssonar", en hinar mörgu tilvitnanir í Eystein, þótt skilmerkilegar séu, íþyngja nokk- uð verkinu. Mér er næst að halda að Heimir hefði getað orðað hug- myndir sínar um atómskáldin og módernismann án hjálpar Ey- steins. Tilvitnanir í Ólaf Jónsson og fleiri eru aftur á móti í hófi. Það er í bok Heimis gerð heið- arleg tilraun til að skýra form- breytingu í ljóðlist. En flest dæm- in sem hann velur sýna að bilið er í raun og veru ekki breitt. Sam- hengi ljóðlistarinnar er eiginlega órofið. Heimir fjallar á einum stað um „breyting heimsmyndarinn- ar", sem leiðir til „öryggisleysis kynslóðanna" og segir að „svipað- ur uggur virðist vera í ljoði Þor- steins frá Hamri, Stormi (Tannfé handa nýjum heimi, 1960)". Að mínu mati er Stormur einkum ást- Straumar og stefnur í endurskoð- aðri útgáfu arljóð. Þar er ort um hin mörgu og undarlegu veður sem ógna tilvist elskenda: „ástin mín sofðu, ef eitthvað skeður / ég er hér vopn- aður ..." Þetta er fyrst og fremst einkalegt kvæði. Það kemur því á óvart þegar Heimir ályktar: „í þessari veröld undarlegra veðra þar sem fjölmiðlar fluttu daglegar fregnir af hörmungum stríðsins í Víetnam eða öðrum viðsjám með mönnunum gilti ekki lengur hin sjálfsörugga þátttaka i leiknum, sem einkennt hafði félagslega raunsæið. Tískurorðið var firring og bókmenntir einkenndust meir og meir af tilraunum til að lýsa manninum sem umkomulausum og yfirgefnum í fjandsamlegri veröld sem hann hafði lítil sem Heimir Pálsson engin áhrif á." Þetta er rétt lýsing á því sem átti sér stað hjá mörg- um skáldum, en á ekki sérstaklega við um Þorstein frá Hamri, allra síst Storm hans. Víetnamstríðið er líka síðar á dagskra. Þetta er í raun aðeins lítilvæg aðfinnsla. Sama gildir um annan þanka sem ekki verður komist hjá að láta fljóta með. í kaflanum Deiglan 1920-1930 er drepið á nýjungar og tilraunir á þriðja ára- tugnum. Undir lok kaflans eru nefndir „einhverjir ágætustu full- trúar hefðarinnar í íslenskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.