Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. MAI1982 Ferðamálaráðstefna Suðurlands: „Staðurinn er til frambúðar hluti af uppeldi gestsins, menntun hans og menningu" FYRRI HLUTI Fjölsótt og vel heppnuð ferðamálaráðstefna Suð- urlands var haldin fyrir skömmu á Selfossi á veg- um kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi. Árni Johnsen var ráðstefnustjóri, Haukur Gíslason fundarstjóri og Þorsteinn S. Ásmundsson var fundarritari. Ráðstefnustjóri gat þess í setn- ingarávarpi að þetta væri fyrsta ráðstefna sinnar tegundar á Suðurlandi þar sem ferðamálamenn úr öllum byggðum kynntu stöðu og stefnu í ferðamál- um og bæru saman bækur sínar. Fjallaði hann um mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og kvað um 5% af tekjum íslendinga frá þeirri atvinnugrein. Þá fjallaði Árni um þann ótrúlega fjölda staða sem væri á Suðurlandi og laðaði að Selfoss í miðhverfishlutverki Óli Þ. Guðbjartsson frá Selfossi hóf mál sitt á því að fjalla um al- mennar breytingar í atvinnumálum þar sem hann taldi bæði sjávarút- veg og landbúnað mettaðan af mannafla, og því yrði að beina aukningu atvinnutækifæra fyrst og fremst að iðnaði, þjónustu, þar á meðal ferðamálum og einnig benti hann á breytingar atvinnulífs með tölvuvæðingu. Taldi Óli að á kom- andi tímum yrði meiri tími hjá fólki til tómstunda og þar með til auk- inna ferðalaga bæði innanlands og utan. Rakti Óli síðan nokkuð það sem Selfoss hefur upp á að bjóða sem ferðamannastaður. Nefndi hann legu kaupstaðarins í héraðinu, verzlunaraðstöðu, lítið hótel í einka- eign, góða íþróttaaðstöðu til kapp- leikja og móta, sundhöll með úti- (.ullfnss Þingvcllir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, og kvað hann engan landshluta annan búa yfir slíkri fjöl- breytni. Ræðumenn gerðu ítarlega grein fyrir stöðu mála og fjölluðu jófnum höndum um fortíð, nútíð og framtíð ferðamála. í erindi sínu sagði séra Heimir Steinsson m.a.: „Spyrja má, hvers vegna verði til ferðalóg og ferðamannamiðstöðvar, merkir staðir og helgir, sem fólk af sundurleitustu hvötum þyrpist saman til að sjá. Svörin eru ugglaust af mörgum toga. Eitt gæti verið á þá lund, að heim- sókn ferðalangs á merkisstað geri þann stað að því umtalsverða fyrirbæri sem hann telst vera. Helgi Skálholts og jafnvel Þingvalla er tæpast sjálfgefin þegar óll kurl koma til grafar og væri raunar engin, ef ekki væru til menn, sem leggja ást á þessa unaðsreiti báða. Staðurinn er þannig fyrst og síðast til vegna þess fólks, er þar dvelur og þangað leitar. Staðurinn er á gefinni stundu hluti af lífi þessa fólks, tilveru þess sem mennskra manna. Staður- inn er til frambúðar hluti af uppeldi gestsins, menntun hans og menningu. Af sjálfu leiðir að umhyggja fyrir ganglera þeim er stígur á helgan völl hverju sinni, er ekkert fíflskaparmál og engir smámunir heldur hluti af þjóðaruppeldi og jafnvel mannkynsuppeldi. Sérhver umræða um ferðamál er liður í því uppcldi." sundlaug og afþreyingar- og æf- ingasvæði, tennisvelli og væntan- lega minigolfi. Þá vék hann að nýt- ingu skólaeldhúss Gagnfræðaskól- ans til ferðamannaþjónustu undir forystu eins snjallasta matreiðslu- manns landsins, Ragnars Wessm- ann. Þá vék Oli að skipulógðum tjaldsvæðum fyrir ferðamenn, golfvelli, stangveiði, hinum ýmsu merku söfnum á Selfossi, byggða- safni, tréskurðarsafni Halldórs frá Brandshúsum, málverkasafni, ís- lenzku dýrasafni o.fl. Þá fjallaði Óli nokkuð um þætti sem vantaði í myndina og taldi brýnast í þeim efnum að ljúka sem fyrst við félagsheimilis- sog hótel- byggingu, sem hófst 1974, en þar er um glæsilegt mannvirki að ræða, ýtt úr vör undir forystu sjálfstæð- ismanna. í því húsi verður leikhús, þrír samkomusalir, hótel fyrir 50 gesti, veitingastofa fyrir almenna ferðaþjónustu, útvarpsstúdíó og fleira. Þá lagði Óli áherzlu á að það yrði hlutverk Selfoss í framtíðinni að gegna miðhverfishlutverkinu á vettvangi ferðamála sem fleiri þátta í héraðinu. Möguleikar við hvert fótmál Bjarni Kristinsson frá Hvera- gerði kvað áætlað að um 300—350 þúsund ferðamenn heimsæktu Hveragerði árlega og væri garð- yrkju- og veitingastaðurinn Eden ef til vill fjölsóttasti ferðamannastað- ur landsins með um 10 þúsund gesti um helgar á annatíma. Nefndi Bjarni ýmsa forvitnilega möguleika til þess að nýta betur ferðamanna- strauminn sem liggur til Hvera- gerðis, t.d. hestaleigu og akstur í hestvögnum um staðinn, tívolí, dýragarð, sérstaka minjagripasölu, minigolfvöll, fullkominn golfvöll í Ölfusdal og þá taldi Bjarni sund- laugina í Hveragerði bjóða upp á ýmsa möguleika, svo sem byggingu sérstakrar vatnsrennibrautar sem hvarvetna um heim hefur verið mjög vinsælt af fólki á öllum aldri. Þá nefndi Bjarni að þeir bjart- sýnustu væru ekki með neinar smá- hugmyndir og gat þess að Sigurður Karlsson uppfyndingamaður væri búinn að teikna 8000 rúma hótel í Ölfusdal og væri þar um að ræða byggingu sem væri að mestu leyti undir gleri á 20 hektara svæði, með allri mögulegri aðstöðu innanundir. Fjallaði Bjarni nokkuð um starf Edens undir stjórn Braga Einars- sonar og gagngerar breytingar á því húsnæði að undanförnu. Þá taldi Bjarni að Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusdal byði upp á mikla möguleika fyrir ferðamenn og landkynningu og um tíma komu þangað árlega 20—25 þúsund gestir að sögn Grétars Unnsteinssonar skólastjóra, en því miður varð að taka fyrir hópferðir erlendra ferða- nanna í skólann vegna þess að mót- taka var orðin of tímafrek fyrir starfsfólk. Þá gat Bjarni þess að gestafjöldi í Blómaborg Hjartar Gunnarssonar á sl. ári hefði verið um 150 þúsund. Þá vék Bjarni að því að Hvera- gerðishreppur gerði lítið til þess að byggja upp ferðaútveginn í Hvera- gerði, en spurði síðan hvort mönnum þætti undarlegt að göturn- ar í Hveragerði væru slæmar ef um 100 þúsund bifreiðir fara um þær árlega fyrir utan akstur íbúa. Vakti Bjarni athygli á því að meirihluti ferðamanna í Hveragerði væru Reykvíkingar í stuttum skemmti- ferðum og taldi hann mikla mögu- leika á að lengja dvöl þeirra með ýmsum framkvæmdum sem væru arðsamar. „Hjá okkur er allt yfir- fullt af ferðamönnum," sagði Bjarni, „það eina sem vantar er auk- in aðstaða til þess að taka á móti þeim." Hvatti hann til stofnunar samtaka hagsmunaaðila innan Hveragerðis til uppbyggingar mót- töku ferðamanna. Ungt byggðarlag með sitthvað forvitnilegt Eirný Valsdóttir frá Þorlákshöfn kvað skipuleggjendur ferðamála ganga með þá meinloku að Þor- lákshöfn væri úr alfaraleið og þar væri ekkert markvert að sjá. Taldi hún þetta á misskilningi byggt, því þótt Þorlákshöfn væri ungt byggð- arlag, þá væri þar ýmiskonar að- staða til móttöku ferðamanna og nágrenni Þorlákshafnar byði upp á fjölbreytni í gönguferðum og nátt- úruskoðun. Þá nefndi hún rekstur nýlegs söluskála olíufélaganna og Sjómannastofuna Messann sem opnar í apríl rekstur í 240 m* nýju húsi, mötuneyti og veitingasal. Þá nefndi Eirný sundlaug Þorlákshafn- ar og væntanleg tjaldstæði fyrir ferðamenn þar hjá. Þá er mikil hestamennska í Þorlákshöfn. Þá nefndi Eirný að í nágrenni Þor- lákshafnar væru ýmsir merkir skoð- unarstaðir þar sem m.a. væri hægt að rekja í klettum ríkjandi vindáttir á svæðinu, en það sem Eirný taldi m.a. ábótavant fyrir ferðamenn á Þorlákshafnarleið væri lág tíðni ferða. „Menn geta komið með Herj- ólfsrútunni á staðinn, en þaðan komast þeir ekki til baka fyrr en næsta dag, með Herjólfsrútunni." Vék Eirný nokkuð að þeim mögu- leikum sem sköpuðust með þeim fjölda ferðamanna sem koma til Þorlákshafnar til móts við Herjólf á leið til Vestmannaeyja. Sjaldgæft svipmót þorpanna Þór Hagalín, Eyrarbakka, ræddi um aðstöðumun í uppbyggingu ferðaiðnaðar á íslandi og í sólar- löndum. Hann hvatti til sameigin- legs átaks í ferðamálum líkt og nú er að gerast í iðnaðaruppbyggingu. Einnig náins samstarfs hagsmuna- aðila á Suðurlandi með skipulagðri raðtengingu á áningarstöðum sem stuðluðu að minnkandi gegnum- akstri og lengdu dvalartíma ferða- manna í héraðinu. Einnig vakti hann sérstaka athygli á auknum möguleikum með hringtengingu við brúargerð á Ölfusárósum og taldi alla opinbera arðsemisútreikninga mjög vanreiknaða hvað varðar þetta atriði. Einnig átaldi Þór skipulag sérleyfismála. Varðandi móttöku ferðamanna á Eyrarbakka og Stokkseyri taldi Þór aðstöðu litla fyrir hendi og virtust litlir tilburðir til þess að bæta úr því. Stórt vanda- mál væri að báðir staðirnir væru endastöðvar og sér virtist sem það sjónarmið væri ríkjandi meðal ferðalanga að að þurfa að aka sömu leið til baka væri tímaeyðsla. At- hyglisvert taldi Þór gamalt og sjaldgæft svipmót þorpanna og fjar- an mjög sérstæð til náttúruskoðun- Sögufrægð og fagrir staðir í Rangárþingi Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli, fjall- aði um möguleika Hvolsvallar sér- staklega með tilliti til nálægðar við marga fagra og sögufræga staði á Suðurlandi. Aðstaða til móttöku ferðamanna á Hvolsvelli hefði batn- að á undanförnum árum en væri annmörkum háð þar sem ferða- mannatími væri mjög stuttur, varla meiri en 6—8 vikur á ári. Ólafur bar lof á þjónustu sérleyfishafanna Austurleið hf., Hvolsvelli, og taldi að þáttur erlendra ferðamanna í Oli 1». Guðbjartsson Bjarni Kristinsson Kirný Valsdóttir l>ór Hagalín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.