Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.05.1982, Qupperneq 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 102. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólskir bændur minnast afmælis „Sveita- samstöðu“ Varsjá, 12. mai. AP. I>ÚSUNDIR pólskra bænda söfnuó- ust í dag saman i Varsjá og hlýddu á messu til að minnast þess að nú er ár liðið frá því þeir stofnuðu cigin verkalýðsfélag, „Sveitasamstöðu“. Hundruð lögrcglumanna voru á verði í Varsjá á meðan á messunni stóð, en ekki kom til neinna árekstra. Fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að herlög voru sett í Póllandi og var mikil spenna í Varsjá í dag áður en messa bændanna hófst. Leiðtogar Samstöðu, sem nú fara margir huldu höfði, hafa hvatt til þess að félagar í Samstöðu leggi niður vinnu í 15 mínútur á morg- un, fimmtudag. Rakowski aðstoðarforsætisráð- herra Póllands hefur ekki vísað á bug tillögum um að fulltrúar vest- rænna verkalýðsfélaga komi til Póllands og geri tillögur um skip- an mála þar eftir að herlög verða numin úr gildi. Rakowski er nú staddur í Vínarborg en Bruno Kreisky kanzlari bar fram þessa tillögu í síðasta mánuði. Rak- owski sagðist mundu koma hug- myndinni á framfæri við Jaruz- elski hershöfðingja og aðra leið- toga í Póllandi. Talsmaður Kreiskys sagði í dag, að Rakowski hefði gert sér ferð til Austurríkis til þess eingöngu að ræða við Kreisky um þessa til- lögu. Tekur Chernenko við af Suslov? Moskvu, 12. maí. Al*. KAUÐA stjarnan, málgagn sov- ézka hersins, birtir í dag flenni- stóra mynd af Konstantin Chern- enko yfir þvera forsiðuna, þar sem hann flytur ræðu fyrir hönd Brezhnevs forseta á herforingja- ráðstefnu. Vestrænir stjórnarer- indrekar í Moskvu taka þetta til marks um að ráðamenn í Moskvu séu að búa i haginn fyrir ('hern- enko til að taka við hlutverki Kusl- ovs, sem helzti hugmyndafræðing- ur flokksins. Suslov lézt í janúar sl. „Biðjist fyrir, biðjist fyrir“ - sagði páfi við komuna til Fatima Lissahon, 12. mái. AIV JÓHANNES Páll páfi II baðst í kvöld fyrir með þúsundum pílagrima í Katima í Portúgal. Páfi sagði mannfjöldanum, sem var þar samankominn, að það hafi verið hans fyrsta ósk, eftir að honum var sýnt banatilræði fyrir ári, að koma til Fatima og þakka Mariu guðsmóður fyrir að hafa haldið yfir sér verndarhendi. Öryggisverðir fjarlægðu ungan spænskan prest, sem lét ófriðlega og hrópaði ókvæðisorð gegn páfa. Maðurinn hafði hníf innan klæða og hafði reynt að þröngva sér nálægt páfa, sem þó varð hans ekki var. Sjá „Flytur þakkargjöf fyrir lífgjöfina i Fatima" á bls. 22. Eanes forseti Portúgals tók á móti Jóhannesi Páli II páfa við komuna til Portúgals. Á myndinni sést páfi veifa mannfjölda á flugvellinum. (Símamynd \l*) Hollenzka stjórnin fallin llaa^. 12. maí. Al’. ANDRIES van Agt forsætisráð- herra Hollands baðst i dag lausn- ar fyrir ríkisstjórn sína, en hún hefur verið við völd í átta mánuði. Að stjórninni hafa staðið mið- flokkar og vinstri flokkar og hef- ur verið mikill ágreiningur milli flokkanna um það, hvar niður- skurður ríkisútgjalda eigi helzt að koma niður. Allt er nú i óvissu um stjórnmálaþróunina í Hollandi á næstunni. Brezkir hermenn ganga um borð i skemmtiferðaskipið víðfræga „Queen Elizabeth 2.“, sem lagði af stað i gær áleiðis til Falklandseyja-svæðisins með 3000 manna liðsauka við það herlið Breta sem þar er fyrir. símamvnd AP. Stríðið við Falklandseyjar: Tvær argentínskar or- ustuþotur skotnar niður Aukin bjartsýni í sáttaviðræðunum í New York London, New Vork, Buenos Aires, 12. maí. AP. BKESKUR tundurspillir skaut í dag niður tvær argentínskar orustuþotur skammt undan ströndum Falklandseyja, að því er talsmaður brezka varnar- málaráðuneytisins greindi frá. I'riðja þotan komst undan, en talið er að orustu- þoturnar hafi verið að fylgja flutningaflugvél af Herkúles gerð til eyjanna, þar sem hún hafi átt að kasta niður birgðum. Areiðanlegar heimildir herma að tundurspillirinn hafi beitt eldflaug- um af gerðinni „Sæúlfur" og mun þetta í fyrsta sinn sem slíkar eld- flaugar granda flugvélum. Að sögn Breta gerðu þoturnar árás á tund- urspillinn innan 200 mílna mark- anna við eyjarnar en tókst ekki að hæfa skipið. Ein brezk þyrla af gerðinni Sea King fórst í dag, en fjögurra manna áhöfn hennar var bjargað. Brezka varnarmálaráðuneytið segir að hér hafi verið um slys að ræða og hafi þyrlan ekki orðið fyrir árás. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lét í dag ljós nokkra bjart- sýni um að takast megi að finna friðsamlega lausn á Falklandseyja- deilunni. Sagðist hann vonast til að deiluaðilar gætu hafið beinar við- ræður sín í milli fyrir vikulokin. Francis Pym, utanríkisráðherra Breta, varaði í kvöld við of mikilli bjartsýni, en sagði að nokkur atriði hefðu komið fram í sáttaumleitun- um de Cuellars, sem gæfu nokkra von um árangur. Veður er nú sagt hið versta við Falklandseyjar, þoka og mikill sjór. Talsmaður varnarmálaráðuneytis- ins í London sagði þó í dag, að flota- deild Breta fylgdist eftir sem áður náið með hernaðarsvæðinu „við og milli eyjanna" og vissi nú hvar „öll helztu“ skip argentínska flotans væru niður komin. Heimildir herma þó að Bretar hafi verulegar áhyggjur af því hvar þrír kafbátar Argentínumanna séu staddir, en um þá hefur ekkert vitn- ast. Er jafnvel talið að kafbátunum sé ætlað að ráðast á birgða-og liðs- flutningaskip Breta á siglingarleið- inni frá Ascension-eyju, en á því svæði geta brezku skipin litlum vörnum við komið. Brezka skemmtiferðaskipið „Queen Elizabeth 2.“, sem tekið hef- ur verið leigunámi, lét í dag úr höfn í Southampton með þrjú þúsund menn úr úrvalssveitum brezka hersins innan borðs. Skipinu hefur verið nokkuð breytt og þar sem áð- ur voru sundlaugar hefur nú verið komið fyrir lendingarpöllum fyrir þyrlur. Ráðgert er að þessi liðsauki verði notaður til að styrkja sveitir fallhlífarhermanna og landgöngu- liða sem þegar eru komnar á Falk- landseyjasvæðið. Heimildir í varnarmálaráðuneyti Breta sögðu í dag, að brezka stjórn- in hefði ekki útilokað möguleikann á vopnaðri innrás á Falklandseyjar. þrátt fyrir að eitthvað hefði miðað í samningaviðræðunum í New York, enda hefði Woodward flotaforingi, yfirmaður flotans við eyjarnar, nú allt það lið sem hann þyrfti til að ráðast til atlögu. Tilkynnt var í London í kvöld, að 189 argentínskir fangar sem teknir voru höndum, í árás Breta á Suð- ur-Georgíu, yrðu sendir til Uruguay frá Ascension-eyju. Stjórn Uruguay mun sjá um að koma þeim á ný heim til Argentínu. Frakkar og Sví- ar hafa þó óskað eftir því að einum mannanna verði haldið eftir, en hann hefur verið sakaður um hryðjuverk á frönskum og sænskum borgurum í Argentínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.