Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 14

Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 Launamálaráð ríkisstarfsmanna innan BHM: Launamunur verk- og tæknifræðinga hjá ríki og öðrum er 17—70% Þróttmikið starf íslenska Amnesty Hrafn Bragason endurkjörinn formaður „Launamálaráð BHM mótmælir harðlega nýgengnum kjaradómum um aðalkjarasamning og sérkjara- samninga, sem fólu í sér mjög óverulega leiðréttingu eða almennt um 1—2%. Minna má á að samn- ingar þessir gilda í 2 ár og ekki er heimilt að endurskoða sérkjara- samninga á þeim tíma,“ segir í xamþykkt fundar launamálaráðs rikisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna. í samþykktinni er vitnað til um- mæla fjármálaráðherra í blöðum 11. desember sl. Þar segir hann m.a. að launakjör opinberra starfsmanna fari ekki eftir stöðu ríkissjóðs hverju sinni heldur skuli þau fyrst og fremst vera í samræmi við það sem gerist á hin- um almenna vinnumarkaði og að hliðstæðar launabreytingar eigi sér stað hjá opinberum starfs- mönnum. Minnt er á að í lögum standi að kjaradómur skuli gæta þess við úrlausnir sínar að ríkis- starfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum. Síðan segir í samþykkt launamálaráðsins: „Það er viðurkennd staðreynd að opin- berir starfsmenn innan BHM njóta ekki sambærilegra kjara og þeir launþegar sem vinna hliðstæð störf á hinum almenna vinnu- markaði... Laun háskóla- menntaðra starfsmanna bank- anna voru skv. könnun í desember 1981 um 33% hærri en meðallaun ríkisstarfsmanna í BHM. í apríl 1981 voru meðallaun viðskipta- fræðinga í einkaþjónustu 64% hærri en laun viðskiptafræðinga sem starfa skv. samningum BHM. Munur á launum verkfræðinga, arkitekta og tæknifræðinga hjá ríki og skv. samningum á almenn- um vinnumarkaði er nú 17—70%. Þannig tekur fjármálaráðherra hvorki tillit til skýrra lagaákvæða né fyrri yfirlýsinga sinna í trausti þess að kjaradómur feti dyggilega þá slóð. Þá eru að lokum gagn- rýndar aðferðir kjaradóms, sagt að svo virðist sem dómurinn kynni sér ekki nægilega gögn né leggi eyru við málflutningi, félögum sé ætlaður of skammur tími. AÐALFUNDUR fslandsdeildar Amnesty International var haldinn aó Kjarvalsstöóum 28. april, og var vel sóttur. Formaður deildarinnar, Hrafn Bragaxon, sagói í ársskýrslu stjórnar, að starfsemi deildarinnar hafí verið öflug á starfsárinu. Sam- tökin hafa verió kynnt með marg- víslegum hætti í fjölmiðlum, og kynningarerindi hafa verið haldin í allmörgum félögum og framhalds- skólum. Opinberir fundir og fundir virkra félaga voru nokkrir á árinu að vanda, til dæmis í tengslum við komu erlendra gesta. Vel heppnað námskeið var haldið á vegum deildarinnar með þátttöku 100 manns. Samtökunum bættust ennfremur tugir nýrra virkra fé- laga í febrúar, og skipuðu þeir sér í hina ýmsu starfshópa. í skýrslu gjaldkera deildarinnar sagði að tvö fjáröflunarverkefni hafi verið í gangi frá því í byrjun nóvember. Forystumenn starfshópa fluttu einnig skýrslu um starfsemi þeirra. Sem dæmi um afköst má nefna skyndiaðgerðahópinn, sem í eru u.þ.b. 50 manns. Þar lætur nærri að skrifað sé eitt stuðn- ingsbréf á dag. Starfsemi utan Reykjavíkur hefur verið aukin og hafa hópar tekið til starfa á Akra- nesi og í Keflavík. Stjórn deildarinnar var endur- kjörin, en hana skipa: Hrafn Bragason, borgardómari, formað- ur, sr. Bernharður Guðmundsson, varaformaður, Þorvaldur G. Ein- arsson, lögfræðingur, gjaldkeri, Jóhanna Jóhannesdóttir, tækni- fræðingur, ritari, og Anna Atla- dóttir, læknaritari, meðstjórn- andi. I varastjórn sitja Margrét R. Bjarnason, fréttamaður, og Frið- rik P. Jónsson, fréttamaður. (FrétUtilkynning.) Hrafn Bragason Sextán ára japönsk skólastúlka, óskar eftir bréfasambandi við 12—13 ára pilta. Ýms áhugamál, svosem íþróttir og matreiðsla: Hisami Higashi, 329 Kamishirakkawa- machi 2 chome, Omuta City, Fukuoka, 837 JAPAN Sextán ára japönsk skólastúlka með áhuga á popptónlist og íþrótt- um: Naofumi Ide, 1—5—5 Kunikobo, Fuji City, Shizuoka, 417 JAPAN Nítján ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Hiromi Nishimura, 49 Tera-machi Nozato, Himeji City, Hyogo, 670 JAPAN Tvítug japönsk stúlka, hefur áhuga á íþróttum, bókalestri, blómum, dýrum og frímerkjasöfn- un: Kumiko Shibuya, 64—11 Oguchi, Kitaura, Kogota, Toda, Miyagi, 987 JAPAN Geturdu ímyndað þérmc»giin ánM Þá geturðu eins vel ímyndað þér allan gang heimsmálanna eins og þau leggjasig t.d.ástandið í Póllandi,síðustu fréttir af átökum ráðamanna í austri og vestri um eldflaugar í Evrópu, stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis- réttið í Afríku o.s.frv. fmyndaðu þér líka hvað er að gerast heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð- bólgumet, hver er staða frystiiðnaðarins, hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í stjórnmálunum. Svo skaltu ímynda þér eitthvað skemmti- legt: veistu t.d. hvaða nýjustu kvikmyndir er verið að sýna, hvaða sýningar og tónleikar eru væntanleg, hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi, hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt forvitnilega fólkið er að aðhafast....? Geturðu ímyndað þér morgun eða jafnvel heilan dag án Moggans? Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt? jc5Þ a. . nV* Meira en þú gelurimyndað þér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.