Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 40

Morgunblaðið - 13.05.1982, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 Kópavogur: „Leynimelur 13M GAMANLEIKURINN „Leynimel- ur 13“ eftir Þrídrang í nýrri leik- gerð Guðrúnar Ásmundsdóttur hefur legið niðri um nokkurt aftur á fjalirnar skeið af óviðráðanlegum ástæð- um. Er nú áætlað að sýna leikinn að nýju, og verða næstu sýn- ingar fimmtudaginn 13. maí og laugardaginn 15. maí nk. kl. 20.30, en sú sýning verður í tengslum við ársþing Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldið verður í Kópavogi 14.—16. maí nk. Með helstu hlutverk fara Sig- urður Grétar Guðmundsson, Einar Guðmundsson, Helga Harðardóttir, Sigurður Jóhann- esson, Sigríður Eyþórsdóttir og Sólrún Yngvadóttir. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir, söngtexta í leiknum samdi Jón Hjartarson og annast Magnús Pétursson undirleik. Kosið í Frama TVEIR listar eru í kjöri í kosn- ingum til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Bifreiðastjórafélags- ins Frama í Reykjavík. Síðari dagur kosninganna er í dag milli klukkan 13 og 21 í skrifstofu fé- lagsins við Fellsmúla. Síðast var kosið í stjórn félagsins 1978. A-listi er borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði og í aðalstjórn er stillt upp Úlfi Markússyni, formanni, Guð- mundi Valdimarssyni, Ingi- mundi Ingimundarsyni, Jó- hannesi Guðmundssyni og Ólafi Sveinssyni. B-listi er borinn fram af Styrmi Þorgeirssyni og fleir- um. Formannsefni er Ingólfur M. Ingóifsson, en í aðalstjórn er enn stillt upp Agli Hjartar- syni, Kristjáni Guðmundssyni, Sveini Aðalsteinssyni og Óla Ómari Ólafssyni. Leiðrétting í frétt Mbl. í gær um útkomu bókarinnar „Helgi skoðar heim- inn“ í Danmörku segir að höfund- ur sé Njörður P. Njarðvík. Hið rétta er, að Halldór Pétursson teiknaði myndirnar í bókinni, en fékk síðan Njörð til að skrifa text- ann. Almennir stjórn- málafundir á Austurlandi Sjálfstæðismenn halda al- menna stjórnmálafundi víðs veg- ar um Austurland á næstu dög- um, en að sögn Sverris Her- mannssonar, alþingismanns, verður fyrsti fundurinn í kvöld, að Hótel Höfn, Höfn, Hornafirði og hefst hann klukkan 21.00. Síðan verður farið á hvern fjörðinn af öðrum og upp á Hérað á næstu dögum. Á fund- ina munu mæta alþingismenn- irnir Egill Jónsson, Friðrik Sophusson, Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson. Séra Gunnar Gíslason Glaumbæjar- prestakall brátt laust til umsóknar SÉRA Gunnar Gíslason, prófastur í Glaumbæ í Skagafirði, hefur fengið lausn frá embætti frá 30. júni nk. og hefur þá þjónað því prestakalli í tæplega 40 ár. Síðustu fimm árin hefur hann verið prófastur Skagfirð- inga, en þingmaður þeirra og reynd- ar Norðurlandskjördæmis vestra var sr. Gunnar í nær tvo áratugi. Glaumbæjarprestakall verður auglýst laust til umsóknar innan tíðar, en umsóknarfrestur um tvö prestsembætti stendur nú yfir. Eru það Bjarnarnesprestakall í Skaftafellsprófastsdæmi og er umsóknarfrestur til 10. júní og embætti farprests og lýkur um- sóknarfresti nú um helgina eða 15. maí. 1 kvöld Dansar frá Spáni Spænsku flam- enco-dansararn- ir Galon og Fer- mandez dansa hjá okkur í kvöld og Bermu- dez leikur af mikilli snilld á gítar gullfallega spænska tónlist. Hásetar athugið Guðmundur Rúnar Lúð- víksson verður gestur okkar í kvöld og flytur lög af plötu sinni „Vinna og ráðningar". Guðmundur sló sannarlega í gegn um síðustu helgi og er boð- inn velkominn aftur. Frumsýning Kl. 21.30 kemur Veronica fram j fyrsta sinn á Islandi. Þessi sönghópur er nýkominn úr sigurför til Japan þar sem þau komu fram m.a. í sjónvarpi og gefin var út með þeim LP- plata. Veronica hafa átt lög í efstu sætum vin- sældaiista í Evrópu, Japan og S-Ameríku. Þeir, sem semja flest lög Veronica sömdu m.a. lagið „Sun of Jamaica" fyrir Boney M, það gefur einhverja hugmynd um hverskonar tónlist er á ferðinni, þ.e.a.s. skemmtileg og létt, frá- bærlega vel flutt. Vegna fjölda áskorana Ragnar Jörundsson hljómlistar- maöur í Lexía kemur á staö- inn og flytur lög af hinni nýju plötu þeirra félaga. Boróapantanir í síma 77500. Tvennar prestskosn- ingar á sunnudaginn SUNNUDAGINN 16. maí fara fram tvennar prestskosningar; í Árnespresta- kalli á Ströndum, en þar hefur orðið að fresta kosningum vegna veðurs. Umsækjandi er einn: sr. Einar Jónsson í Söðulsholti. Einnig verður kosið í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Þar eru umsækjendur tveir, þeir séra Hörður Þ. Ásbjörnsson og Rúnar Þór Egilsson guðfræðingur. Á annan í hvítasunnu verður síðan kosið í Staðarprestakalli í Isafjarðarprófastsdæmi. Þar er einn umsækjandi, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson settur prestur þar. Síðar verður kosið á Möðruvöll- um í Hörgárdal, en þar sækir um Geimstríð í Austurbæjarblói Austurbæjarbíó hefur byrjað sýningar á „geimstriðsmynd" frá Warner Bros, sem heitir Stríð handan stjarna. Myndin fjallar um árás her- skás einræðisherra á hendur friðsemdarfólkinu Akir og segir í kynningu kvikmyndahússins, að sú viðureign sé „tröllslegur hildarleikur, sem lýkur með mjög óvæntum hætti". Meðal leikara í myndinni eru Richard Thomas, Robert Vaughn, John Saxon og George Peppard. séra Pétur Þórarinsson á Hálsi. Ennfremur verður kosið til Mel- staðar í Húnavatnsprófastsdæmi. Umsækjandi þar er settur far- prestur, séra Guðni Þór Ólafsson sem nú þjónar í Stykkishólmi í leyfi sóknarprestsins þar, séra Gísla Kolbeins. JC í Kópavogi: Framboðsfundur I Víghólaskóla í kvöld JC í Kópavogi gengst fyrir fram- boðskynningu i Víghólaskóla í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá Heimi Bergssyni. Á fundinn mæta fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í Kópavogi, og bjóst Heimir við að tveir efstu menn hvers framboðslista mættu. Efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins eru þeir Richard Björg- vinsson og Bragi Mikaelsson, á lista Framsóknarflokksins Skúli Sigur- grímsson og Ragnar Snorri Magn- ússon, á lista Alþýðuflokksins Guð- mundur Oddsson og Rannveig Guð- mundsdóttir og á lista Alþýðu- bandalagsins Björn Ólafsson og Heiðrún Sverrisdóttir. Hver frambjóðandi talar í 7 mín- útur og dregið verður um röð þeirra. Að framsöguerindum lokn- um verða fyrirspurnir. Fundar- stjóri verður Reynir Þorgrímsson. Ur fórum borgarstjórnar 1978—1982: Glundroði í felum Vinstri menn höfðu um það mörg og falleg orð 1978, að þeir ætluðu aö koma með „nýtt andrúmsloft" og „ferskar hugmyndir", í borgarstjórn Reykjavíkur, ef þeir næðu þar völd- um. í opnuviðtali í Þjóðviljanum fyrir kosningarnar 1978 lýsti Guðrún Helgadóttir fundum í borgarstjórn, sem hún kallaði „draugslega samkomu þar sem borgarfulltrúar halda einræður i stað þess að tala saman eins og fólk.“ Síðan sagði Guðrún: „Enda sést þar aldrei nokkur maður á áheyrendapöllunum. Reykviking- um finnst þeir ekkert erindi eiga á fundi borgarstjórnar." Svo einkennilega hefur til tek- izt, að aðsókn að borgarstjórnar- fundum hefur ekkert aukizt við komu Guðrúnar Helgadóttur í borgarstjórn. Ekki verður heldur séð, að ræðu- og fundaformið hafi mikið breytzt undir forsetastjórn SiguHóns Péturssonar. „Einræð- ur“ Oddu Báru hafa verið með sama hætti og sl. tíu eða tuttugu ár og ekki hefur orðið breyting á hefðbundnum ræðum Kristjáns Benediktssonar. Viss eftirsjá er þó að því, hve fáir Reykvíkingar hafa verið viðstaddir til að hlýða á sumar yf- irlýsingar vinstri manna í borgar- stjórn. Sjón er sögu ríkari og víst er, að fáir hefðu gleymt Guörúnu Helgadóttur í ræðustól, þegar hún var að ræða skrefatalninguna frægu og sagði, að fólkið í Reykja- vík talaði of mikið í síma og að einkasímanotkun í Reykjavík væri óhóflega mikil. V Rétt er í þessu sambatldi að rifja upp tillögu, sem Alþýðu- bandalagið flutti í borgarstjórn, rétt áður en það komst í meiri- hluta þar sem m.a. stóð: „Fundi borgarstjórnar skal ávallt auglýsa rækilega með minnst tveggja daga fyrirvara í fjölmiðl- um, þar með taldir ríkisfjölmiðlar. Almenningi skal gefinn kostur á áskrift að fundargerðum nefnda og ráða borgarinnar." Hvernig skyldi standa á því, að vinstri menn hafa gjörsamlega misst áhugann á því að kynna gerðir borgarstjórnar, eftir að þeir komust þar í meirihluta? Eða kannast nokkur við auglýsingar í fjölmiðlum um borgarstjórnar- fundi? Og hvað skyldu vera marg- ir áskrifendur að fundargerðum félagsmálaráðs borgarinnar, svo dæmi sé nefnt. Því var lengi spáð, að stjórn margra vinstri flokka í Reykjavík myndi leiða af sér glundroða í stjórn borgarinnar. Hann hefur auðvitað komið í Ijós, en þó ekki allur. Það skyldi þó aldrei vera, að áhugaleysi vinstri manna á því að kynna fundi sína og fundargerðir stafaði af því, að með því kæmi allur glundroðinn fram í dagsljós- ið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.