Morgunblaðið - 19.05.1982, Side 1

Morgunblaðið - 19.05.1982, Side 1
 Midvikudagur 19. mai - Bls. 41-72 Árið 1982 er ár aldraðra. Af þeim sökum hafa málefni aldraðra verið ofarlega á baugi að undanförnu og málsmetandi menn og konur haldið allmargar ræður um efnið og sitthvað verið gert í þá veru að bæta ástand í þessum málum. En staðreyndirnar eru m.a. þær að nú nýverið var úthlutað 28 einstaklingsíbúðum og fjórum hjónaíbúðum á nýju vistheimili fyrir aldraða við Snorrabraut. Tæplega 300 um- sóknir bárust og margar eldri umsóknir lágu fyrir þess utan. Á síðasta ári fengu 1260 aldraðir heimilis- hjálp frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, allt frá einu sinni í hálfum mánuði og upp í átta tíma á hverjum degi og um 550 fengu heimilishjúkrun. Má ljóst vera að nokk- uð af þessu fólki þarfnast í raun fremur að fá inni á vistheimili en heimilishjálpar. Vitaskuld eru hagir aldraðs fólks misjafnir, en ljóst er að almennt eru lífskjör gamals fólks í velferðarsamfélaginu hér á landi til lítils sóma og í sumum tilfellum til hreinnar skammar. Morgunblaðið ákvað að kanna þessi mál og átti samtöl við nokkra aldraða í höfuð- borginni um kjör þeirra og aðstöðu. Það kom fljótlega í ljós að ákaflega torvelt var að ná til þeirra sem við verst kjör búa og fá þá til að segja frá sínum högum. Var því líkast sem fólki fyndist minnkun að bágindum sínum og neituðu margir alfarið að ræða við blaðamenn. Það má því slá því föstu að þau viðtöl sem hér birtast gefa þegar á heildina er litið heldur fegurri mynd af aðstæðum gamals fólks í borginni en raunveruleg efni standa til. Á næstu bladsídum er rætt við aldrað fólk í Reykjavík Bjami Guðmundsson Björg Guðmundsdóttir Birna Ellingsen Guðni Jónsson Jakob Loftsson Kristján Sveinbjörnsson Þorsteinn Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.