Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 45 Er þörf á að opna áfeng- isútsölu á Akranesi? eftir Hörð Pálsson Flestir, sem vinna að verslun og viðskiptum, gera sér ljóst að því víðar sem varan, sem þeir vilja selja, er á boðstólum þeim mun meira er af henni keypt að öðru jöfnu. Nú er okkur Akurnesingum boð- ið upp á það á laugardaginn kem- ur að greiða atkvæði um það hvort við æskjum þess að Afengis- og tóbaksverslun ríkisins setji á lagg- irnar sölubúð í bænum okkar. Það þýðir með öðrum orðum hvort við óskum eftir því að Akurnesingar og Borgfirðingar kaupi meira af þeirri vöru, sem stofnun þessi sel- ur, en þeir hafa gert hingað til. — Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt aðildarþjóð- irnar til að fækka dreifingarstöð- um áfengis, m.a. vegna þess að því fleiri sem þeir eru því meira er drukkið og þeim mun meira verð- ur tjónið sem af drykkjunni hlýst. Akurnesingar hafa löngum ver- ið þekktir fyrir dugnað og reglu- semi. Þeim hefur aldrei verið fjöt- ur um fót að hér hefur ekki verið áfengissala. Þeir eru flestir — ef ekki allir — það skýrir í hugsun að þeir gera sér ljóst að það eru engin sérréttindi að hafa áfengisútsölu í bænum sínum. Hitt eru sétrétt- indi, sem við skyldum meta mikils, að fá að vera laus við slíka sölubúð og þann ómenningarbrag sem henni fylgir. Þetta gerðu íbúar Selfoss og Seltjarnarness sér ljóst þegar þeir greiddu atkvæði um hvort þar skyldi opna vínsölubúð. Á Selfossi var slíku hafnað með 979 atkvæð- FITUBANINN Adeins 2-3 töflur 1/2 tíma fyrir máltíð, gefur fyllmgu þanmg að þú borðar ekki meira en þú þarft. INNIHELDUR einnig, Prótein og jurtaefni Nú fáanlegt í Apótekum og matvöruverslunum um mest allt landid iNDHOLD ca. 100 stk. , etrent produM AGÚST SCHRAM heildverslun sími 31899 Bolholt 6, 105 Reykjavík „Akurnesingar hafa löngum veriö þekktir fyrir dugnað og reglu- semi. Þeim hefur aidrei verið fjötur um fót að hér hefur ekki verið áfengissala. Þeir eru flestir — ef ekki allir — það skýrir í hugsun að þeir gera sér Ijóst að það eru engin sérrétt- indi að hafa áfengisút- sölu í bænum sínum.“ um gegn 671 og á Seltjarnarnesi með 897 atkvæðum gegn 499. Rannsóknir Tómasar Helgason- ar benda til að allmiklu meiri lík- ur séu á að þeir unglingar, sem alast upp á stöðum þar sem áfeng- isútsala er, verði ofdrykkju að bráð en hinir sem eiga heimili á stöðum sem njóta þeirra forrétt- inda og þeirrar gæfu að vera án slíkra stofnana. Og hverjum skyldi svo áfengis- útsala hér verða til góðs? Við viljum gera Akranes að skólabæ. Ekki er áfengisútsala til gagns og þroska börnum og ungl- ingum. Við viljum heilbrigt og sterkt atvinnu- og framkvæmda- líf. Ekki er áfengisútsala til gagns fyrir atvinnufyrirtæki og fram- leiðslu. Hér hafa menn, sem áður áttu í erfiðleikum vegna áfengisneyslu, stofnað AA-deild. Þeir hafa starf- að vel og margir dáðst að vilja- þreki þeirra. Áfengisútsala er hnefahögg framan í viðleitni þess- ara manna. Það er nefnilega helm- ingi algengara að menn drekki áfram daginn eftir mikla drykkju þar sem áfengisútsala er en ann- ars staðar. Og það er einmitt „af- réttarinn“ sem er tíðum upphaf ógæfunnar. Við viljum aukna verslun og fjörugt viðskiptalíf. Það fé, sem menn greiða ríkinu fyrir áfengi, rennur ekki til fyrirtækja í bæn- um. Það er hverjum fullvita manni ljóst. Nei, kæru Akurnesingar. Áfeng- isútsala hefur ekkert gott í för Hörður Pálsson með sér. Hún breytir svipmóti bæja til hins verra. Hún er opin gildra fyrir unglinga og drykkju- menn. Hún getur að vísu fjölgað verðlitlum seðlum í ríkiskassanum en hún gerir heimili Akurnesinga og þar með bæjarfélagið okkar fá- tækara. Sýnum að við berum þá virðingu fyrir bænum okkar, sögu hans og framtíð, að hafna þeirri áfengissölubúð sem fákænir menn vilja prakka inn á okkur. Sýnum að við séum ekki eftirbátar Sel- tirninga og þeirra sem við Ölfus- árbrú búa. — Sýnum að við berum framtíð og gæfu barna okkar fyrir brjósti. HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími13280. AUGLYSINGASIMINN FR: 22410 C35 |H«r0imbUbib Kjörstaðir og k jördeilda skipting í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 22. maí 1982 Alftamýrarskólinn: 1. kjördeild: Álftamýri — Ármúli, Fellsmúli tll og meö nr. 9 2. „ Fellsmúli 10 og til enda — Háaleitisbraut til og meö nr. 51 3. „ Háaleitisbraut 52 og til enda — Hvassaleiti til og með nr. 45 4. „ Hvassaleiti 46 og til enda — Safamýri — Síöu- múli — Skeifan — Starmýri — Suöurlands- braut, vestan Elliöaáa — Steinahlíö Árbæjarskólinn: 1. kjördeild: Árbæjarblettur — Hraunbær nr. 1 til og meö nr. 11 2. „ Hraunbær nr. 12 til og meö nr. 84 3. „ Hraunbær nr. 85 til og meö nr. 172 4. „ Hraunbær nr. 174 og til enda ásamt húsnöfn- um austan Elliöaáa. Austurbæjarskólinn: 1. kjördeild: Reykjavík, óstaösettir — Auöarstræti — Egilsgata 2. „ Eiríksgata — Grettisgata 3. „ Guörúnargata — Klapparstígur 4. „ Laugavegur — Lindargata 5. „ Lokastígur — Njaröargata 6. „ Nönnugata — Skúlagata til og meö nr. 62 7. „ Skúlagata nr. 64 og til enda — Þórsgata Breiöagerðisskólinn: 1. kjördeild: Akurgeröi — Borgargeröi 2. „ Brautarland — Efstaland 3. „ Espigeröi — Geitland 4. „ Giljaland — Heiöargeröi nr. 1 til og með nr. 62 5. „ Heiðargeröi nr. 63 og til enda — Hulduland 6. „ Hvammsgerði — Láland 7. „ Langageröi — Rauöageröi 8. „ Róttarholtsvegur — Sogavegur 9. „ Steinageröi — Vogaland Breiöholtsskólinn: 1. kjördeild: Bleikagróf — Eyjabakki nr. 1 til og meö nr. 20 „ Eyjabakki nr. 22 og til enda — Hjaltabakki „ Hólastekkur — Leirubakki nr. 2 til og meö nr. 12 „ Leirubakki nr. 14 og til enda — Þangbakki Fellaskólinn: 1. kjördeild: Álftahólar — Austurberg o "'Hrahóiar — Gyöufell 3. „ Háberg — Klapparbery 4. „ Kríuhólar — Möörufell 5. „ Neöstaberg — Suöurhólar nr. 2 til og meö nr. 14 6. „ Suöurhólar nr. 16 og til enda — Unufell 7. „ Valshólar — Vesturberg nr. 1 til og meö nr. 132 8. „ Vesturberg nr. 133 og til enda — Æsufell Langholtsskólinn: 1. kjördeild: Álfheimar — Austurbrún nr. 2 2. - Austurbrún nr. 4 og t!I endá — tísiasund „ ^‘viubogur — Goðheimar nr. 1 til og meö nr. 12 „ Goöheimar nr. 13 CQ til enda — Kleppsmýrar- vegur „ Kleppsvegur frá nr. 118 ásamt Kleppi — Laíig- holtsvegur nr. 1 til og meö nr. 114 A „ Langholtsvegur nr. 115 og til enda — Ljósheim- ar nr. 1 til og meö nr. 11 7. „ Ljósheimar nr. 12 og til enda — Nökkvavogur 8. „ Sigluvogur — Sólheimar nr. 1 til og meö 22 9. „ Sólheimar nr. 23 og til enda — Vesturbrún Laugarnesskólinn: 1. kjördeild: Borgartún — Hofteigur 2. „ Hraunteigur — Kleppsvegur nr. 2 til og meö nr. 46 3. „ Kleppsvegur nr. 48 til og meö nr. 109 ásamt húsanöfnum — Laugarnesvegur nr. 13 til og meö nr. 104 4. „ Laugarnesvegur nr. 106 og til enda — Rauöa- lækur til og meö nr. 26 5. „ Rauöalækur nr. 27 og til enda — Þvottalauga- vegur Melaskólinn: 1. kjördeild: Álagrandi — Fáfnisnes 2. „ Fálkagata — Grenimelur nr. 1 til og með nr. 15 3. „ Grenimelur nr. 16 og til enda — Hjaröarhagi 4. „ Hofsvallagata — Kaplaskjólsvegur nr. 1 til og meö nr. 81 5. „ Kaplaskjólsvegur nr. 83 og til enda — Nesvegur nr. 41 til og með nr. 48 6. „ Nesvegur nr. 49 og til enda — Sörlaskjól nr. 1 til og meö nr. 56 7. „ Sörlaskjól nr. 58 og til enda — Ægisíða Mióbæjarskólinn: 1. kjördeild: Aöalstræti — Bergstaöastræti 2. „ Bjargarstígur — Framnesvegur 3. „ Fríkirkjuvegur — Laufásvegur nr. 1 til og meö nr. 41 4. „ Laufásvegur nr. 42 og til enda — Ránargata 5. „ Seljavegur — Tjarnargata nr. 10 til og meö nr. 10 D 6. „ Tjarnargata nr. 16 og til enda — Öldugata Sjómannaskólinn: 1. kjördeild: Barmahlíö — Bogahlíö 2. „ Bolholt — Drápuhlíö nr. 1 til og meö nr. 41 3. „ Drápuhlíð nr. 42 og til enda — Flókagata 4. „ Grænahlíð — Langahlíö 5. „ Mávahlíð — Mjðáhlíö 6. „ Mjölnisholt — Stangarholt 7. „ Stigahlíö — Þverholt Ölduselsskólinn: 1. kjördeild: Akrasel — Engjasel nr. 1 til og með nr. 60 2. „ Engjasel nr. 61 og til enda — Flúöasel nr. 2 til og með nr. 60 3. 4. „ Jórusel — Stíflusel 5. „ Strandasel — Þverársel Elliheimilið „Grund“: 1. Ikjördeild: Hringbraut nr. 50 „Hrafnista" DAS: 1; kiördeild: Kleppsvegur .Hrafnjoja” _ jökulqrunn „Sjálfsbjargarhúsiö“ Hátún 12: 1. kjördeild: Hátún 10, 10 A, 10 B og Hátún 12 Kjörfundur hefst laugardaginn 22. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á því, aö ef kjörstjórn óskar, skal kjósandi sanna, hver hann sé, meö því aö framvísa nafn- skírteiní eöa á annan fullnægjandi hátt. Aaani nr. 61 og til enda — Ystasel riuv/uv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.