Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982 51 Furu-matborö Massíft Lakkað Stærö Stólar 3 geröir, verö frá kr. 550,- Sendum um land allt 83x135 cm kr. 1.505 74x74 cm kr. 1.195 74x74+40 cm stækkuö kr. 1.640 74x115 cm kr. 1.343 74x115+47 cm stækkuö kr. 2.132 74x74 +47 cm stækkuö kr. 1.786 110 cm kr. 3.442 80x160 cm kr. 3.531 90x190 cm kr. 3.130 Vörumarkaðurinn hf. Sími86112 \{ lin S|\(i \ SIMINN F.H: 22480 Fyrsta stigamót ársins fer framá Hvaleyrarvellinum laugardag og sunnudag og hefst kl. 9 f.h. hvorn dag, 36 holur á dag, alls 72 holur. Meistaraflokkur forgj. 5 og undir. Skráningu skal lokiö fyrir kl. 8 föstudagskvöld í síma 53360. Rástímar tilbúnir fyrir kl. 22. Bændaskólinn Hvanneyri: Fyrstu búfræðingarn- ir útskrifaðir eftir breyt- ingu á búfræðináminu Kynntu þér Vörumarkaðsveró húsa skrifstofa skólastjóra, skipti- borð ásamt skrifstofuaðstöðu að- stoðarfólks, fundaherbergi og bókasafn auk íbúða. Þá er gert ráð fyrir endurbótum á gamla heima- vistarhúsinu, gera við þak þess og skipta um glugga. Bygging bú- taeknisafns er samvinnuverkefni Bændaskólans og fleiri aðila. í fyrra voru steyptir sökklar safna- hússins, en fjárskortur hamlar frekari framkvæmdum. Rann- sóknarstofur skólans eru nú til húsa í risi fjóss og hiöðu og er þar unnið úr hey- og jarðvegssýnum þeirra tilrauna sem framkvæmdar eru á Hvanneyri og í nágrenni á vegum Bændaskólans og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, en þar fer einnig fram kennsla í efna- og líffræði, auk þess sem stofan vinnur úr hey- og jarð- vegssýnum frá bændum á Vestur- landi og Vestfjörðum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að unnið verði við gerð teikninga vegna húss fyrir efnarannsóknir og kennslu í efna- og líffræði að stærð áætlað 250 til 400 fermetr- ar. Bústofn Bændaskólans er nú 50 kýr, auk 50 geldneyta, m.a. Galloway-blendinga, 250 ær og nokkur hross. Sótt hefur verið um leyfi til að reisa hús fyrir sauðfé og loðdýr, en því hefur enn sem komið er verið hafnað. Ófeigur llvannoyri, I7. maí. BÆNDASKÓLANUM á Hvanneyri var slitið laugardaginn 15. maí við hátíðlega athöfn í húsakynnum skólans. Þær breytingar voru gerðar á búfræðinámi 1980 að það var lengt um eitt ár, auk þess sem hluti náms fer fram hjá bændum. Fyrstu nemendurnir sem hófu nám eftir þessa breytingu voru útskrifaðir að þessu sinni, 30 talsins. Þá var við nám 61 nemandi í fyrsta bekk í vetur og fara þeir nú til námsdvalar hjá bændum. I búvísindadeild eru við nám 9 nemendur og Ijúka þeir því næsta vor. Auk hinna hefðbundnu námsgreina bændadeildar eru í boði sex valgreinar: loðdýrarækt, afleysingarþjónusta, rekstrarhag- fræði og áætlanagerð, kartöflurækt, vélfræði, jarðabætur og meðferð þungavinnuvéla. Er hér um að ræða viðauka við hefðbundnu greinarn- ar og nýjar námsgreinar. Nemendur bændadeildar fóru í kynnisferðir til bænda í Borgar- firði í vetur, auk þess til Reykja- víkur og kynntu sér starfsemi stofnana landbúnaðarins þar. Bændaskólinn stóð fyrir nám- skeiðum í ýmsum greinum, m.a. tvö námskeið í almennri búfræði, fjögur námskeið í logsuðu og raf- suðu, einkum ætluð bændum í Borgarfirði. Voru þau mjög vel sótt. Þá var námskeið fyrir sölu- menn fóðurvöruverzlana. Þá sóttu um 50 nemendur sjöunda til ní- unda bekkjar grunnskóla í Borg- arfirði og Snæfellsnesi námskeið í meðferð dráttarvéla og öryggis- málum tengdum þeim. í apríl sl. var haldinn tveggja daga fundur um sauðfjárrækt fyrir frumkvæði Bændaskólans og nokkurra áhugamanna um sauðfjárrækt. Kennarar við skólann eru 12 auk skólastjóra og kenna ýmist við búvísindadeild eða bændadeild skólans. Hæstu einkunn þeirra sem nú luku brottfararprófi úr bændadeild hlaut Finnur Braga- - son, Reykjavík, 8,20, og hlaut hann ennfremur viðurkenningu Búnað- arfélags íslands fyrir góðan náms- árangur. Þá veitti bændaskólinn þeim sem beztum árangri náði á hverju einstöku námssviði sér- staka viðurkenningu. I búfjárrækt hlaut Víkingur Gunnarsson, Ak- ureyri, viðurkenningu skólans, í bútækni, bústjórn og jarðrækt Finnur Bragason, Reykjavík, og í verknámi Ari Árnason, Heiluvaði. Að sögn skólastjóra, Magnúsar B. Jónssonar, eru fyrirhugaðar nokkrar framkvæmdir á vegum skólans. Að undanförnu hefur mestu af framkvæmdafé hans ver- ið varið til endurbóta á eldri hús- um. Nýlega var tekið í notkun endurbætt húsnæði í gamla skóla- stjórabústaðnum. Þar verður til Á FURU-MATBORDUM OG STÓLUM ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al l.l.YSlK l M AI.LT I.AM) ÞRI.AR Þl AIGI.YSIR I MORGl N'BLAÐINl' Drekkið sykurlaust mest seldi sykurlausi gosdrykkur veraldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.