Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 V elferðarsamfélagið líka fyrir aldraða? Björg Guðlaugsdóttir: „Ég reyni að basla svona á f meðan ég get“ „Mér tékst aö komast af með því að spara allt eins og framast er unnt. Ég fer aldrei neitt og eyði engu nema í mat og brýnustu nauðsynjar — ég þarf að greiða húsaleigu og auk þess rafmagn og hita, svo það er engin furða þótt fjárhagurinn sé þröngur þegar innkoman er smá,“ sagði Björg Guðlaugsdóttir er blm. Mbl. spurði hana hvernig henni gengi að komast af. Eiginmaður Bjargar, Guðni Steindórsson, er lát- inn fyrir einu ári en hann átti við mikið heilsuleysi að strýða síðustu árin sem hann iifði og var lamaður alveg upp að hálsi. Mbl. ræddi við þau hjónin fyrir tæpum tveimur ár- um, og bjuggu þau þá við erfiðar aðstæður. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig,“ sagði Björg. „Sérstaklega eftir að hann var orðinn alveg lamaður og gat ekki einu sinni hreyft hönd — þá varð ég að gera allt fyrir hann og það reyndi mjög á mig ég hef verið svo heilsulaus sjálf." Hefur þú ekki fengið neina að- stoð? „Meðan Guðni lifði fengum við aðstoð og það kom sér mjög vel, en síðan hann dó hef ég enga aðstoð fengið. Ég reyni að basla svona á meðan ég get. Sonur minn, sem hefur verið iamaður í fótunum frá því að hann var 10 ára, býr hérna hjá mér. Ég fer yfirleitt í búðir sjálf, ég hef gott af því að hreyfa mig dálítið, en þegar kalt er í veðri sækir sonur minn allt fyrir mig. Björg Guölaugsdóttir Það er kannski best að búa að sínu á meðan maður getur — þetta hef- ur slarkað svona hingað til. Það er verst hvað það er ein- manalegt hérna. Síðan ég flutti hingað upp í Breiðholt hefur mér leiðst. Hér er allt svo ömurlegt og tómlegt. Við áttum lengi heima í Vesturbænum og þar kunni ég vel við mig — þar sá maður svo mikið1 af fólki en hér er ekkert nema bíl- ar og aftur bílar. En við urðum að flytja hingað uppeftir þegar Guðni veiktist — hann gat ekki komist niður stigana, svo það var ekki um annað að ræða.“ Þú tekur ekki þátt í félagsstarfi eldri borgara? „Nei, við þessi veikindi sem Guðni átti í síðustu árin fór ég eiginlega út úr öllu. Ég hef mig einhvern veginn ekki í að fara neitt og þekki mjög fáa. Ég er eig- inlega aðkomumanneskja hér í Reykjavík og hef lítið kynnst fólki hér, því ég er hlédræg að eðlisfari. Ég þekki heldur engan hér í blokkinni — þessar blokkir eru einhvern veginn þannig að fólk getur búið í nábýli árum saman án þess að vita nokkur deili á hverju. öðru.“ Hvernig verðu tímanum yfir- leitt? „Ég gríp oft í það að prjóna og les líka mikið. En ég get ekki lesið mikið í einu lengur — þá fæ ég höfuðverk, sem hefur bagað mig lengi. Á kvöldin horfi ég svo á sjónvarpið — það er eiginlega það eina sem ég hef verulega gaman af. Ég held að ég væri aiveg út úr öllu ef ég hefði ekki sjónvarpið." Hvað finnst þér að sé brýnasta málið, sem menn ættu að einbeita sér að nú á ári aldraðra? „Mér finnst að það ætti fyrst og fremst að hugsa um þá sem verst eru settir svo þeim geti líðið betur. Sjálfri hefur mér tekist að komast af með ítrasta sparnaði og hef aldrei beðið um hjálp, og geri það ekki meðan þetta bjargast hjá mér. Verst þykir mér hvað hér er einmanalegt síðan Guðni dó — hann var svo mikill geðprýðis maður og svo fróður um marga hluti, mér hefur leiðst mikið síðan hann fór.“ - bó. Kristján Sveinbjörnsson: „Gengur sæmi- lega að lifa af ellilaununum“ Kristján Sveinbjörnsson býr við Mýrargötu ásamt konu sinni, Guð- rúnu Bjarnadóttur. Hann er 88 ára, hún 87. „Ég get ekkert gert lengur. Ég lamaðist í fótunum og var sjúkl- ingur í mörg ár. Við fáum heimil- ishjálp tvisvar í viku og hingað kemur hjúkrunarkona þrisvar í viku. Þetta bjargar okkur alveg. Og svo það, að við eigum húsið. Við værum annars eflaust í vand- ræðum, því við lifum bara á elli- laununum. Þeir sem þurfa að borga húsaleigu af þessum litlu tekjum, eru mjög illa settir. En okkur gengur svona sæmi- lega að lifa af ellilaununum. Að vísu er fasteignaskatturinn auð- vitað bansett plága á manni. Þessar stúlkur sem koma eru al- veg ljómandi. Heimilishjálpin er hérna hálfan dag og þvær þvott og ryksugar og fer í búðir fyrir okkur og hjúkrunarkonurnar sem koma hér, eru alveg indælar. Þær segj- ast ætia að gera mig hundrað ára. Við værum alveg ómöguleg ef við fengjum ekki þessa hjálp.“ SIB Bjarni Guðmundsson: „Mér leiðist dá- lítið eir.verán“ „Ég kann vel við mig hérna og kemst alveg sæmiiega af. Það kem- ur kona hingað tvisvar í viku frá heimilishjálpinni og lagar til hjá mér. Svo fæ ég keyptan mat hjá Rauða krmæ-félaginu. Það er komið með matinn einu sinni í viku og ég bjarga mér svo sjálfur með mennskuna — paö er auðvelt því péssi matur er þannig að það þarf yfirleitt ekki að gera annað en að hita hann upp,“ sagði Bjarni Guð- mundsson er blm. Mbl. spurði hann hvernig honum gengi að komast af. „Nei, ég hef alveg verið fyrir utan félagsstarf aldraðra, enda aðkomumaður hér í Reykjavík. Ég flutti hingað frá Keflavík fyrir 7 árum, um það leyti sem konan mín dó. Mér leiðist dálítið einveran en bó ætti ég ekki að vera að kvarta — börnin mín líta oft inn og svo á ég prýðis sarr.oýi- isfólk hér í blokkir.ni, sem ág hef oft samband við.“ Hvemig finnst þér eldra fólk yfirleitt komast af þar sem þú þekkir til?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.