Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982 Varnarorð gegn vís- vítandi blekkingum Nokkrar stadreyndir um Ikarus-ævintýrið hjá núverandi borgarstjórnarmeirihluta og frammistöðu núverandi stjórnarformanns SVR Guörúnar Ágústsdóttur o.fl. varðandi SVR - eftir Magnús Skarphéðinsson, vagnstjóra Þáttur Þjóðviljans — eftir Magnús Skarp- héðinsson, vagnstjóra Ég verð nú að byrja strax á því að geta þess að mér finnst fremur óheiðarlegt af mér að finna að stefnu stjórnarflokkanna hér í Reykjavíkurborg í Morgunblað- inu. Og biðst ég velvirðingar á því. En ég hreinlega nenni ekki að standa í þessu stappi við að fá greinar birtar í Þjóðviljanum um mál sem ekki falla undir viður- kenndar skoðanir hans í þessu sambandi. Eða eins og þegar ég var hér um árið að fá smáathuga- semdir um vanefndir á biðskýla- loforðum Alþýðubandalagsins birtar í Þjóðviljanum, þá dróst óhóflega lengi að fá þær birtar. Og ógleymanleg eru mér orð Einars Karls ritstjóra þá: „Gættu að því maður minn að við erum hér í al- varlegu pólitísku starfi en ekki sandkassaleik." Svo mörg urðu þau orð. Það var bara sandkassa- leikur að spyrjast fyrir um hvort ekki ætti nú að fara að standa við eitthvað af kosningaloforðunum gagnvart SVR. En menn líta hver sínum augum á silfrið. Gagnrýni á SVR og loforð um umbætur 1978 Eins og ég hefi áður rakið í Þjóðviljanum er frammistaða stjórnarflokkanna hér hjá SVR í fáum orðum sagt virkilega sorg- leg, hjá eins miklum umbótasinn- um og mér og fleiri starfsmönnum SVR. Við héldum að nú yrði farið að smíða biðskýli af fullum krafti. Og við héldum að nú yrði gerður uppskurður á rekstrinum og sér- staklega stjórn fyrirtækisins. Þar er ýmislegt sem hreinsa þarf burt, áður en nokkrar umbætur geta átt sér stað. En allt kom fyrir ekki. 4 ár til viðbótar til ónýtis. Engin al- menningsvagnastefna sem orð er á gerandi. Eitt atriði er þó óumdeilanleg framför nú. Og má líta í gegnum fingur með margt í staðinn fyrir það. Við borgarstarfsmenn, og fyrstir hjá SVR, fengum áheyr- endafulltrúa í stjórn fyrirtækis- ins. Fyrsti vísirinn að atvinnulýð- ræði á Islandi. Því hefur Sjálf- stæðisflokkurinn því miður alltaf verið á móti. Og það skyldu allir borgarstarfsmenn hafa í minnum. En stefnan fyrir kosningarnar 1978, um allt sem gera átti, og þá sérstaklega í Þjóðviljanum í við- tölum við Guðrúnu Ágústsdóttur hljómar í dag sem innantómt hjal. Betra hefði verið að þegja um hlutina. Sem og Þjóðviljinn hefur nú vit á. Og ef þú hefur eitthvað við þetta að athuga, Guðrún, þá skal ég sundurliða þetta við fyrsta tækifæri. Ikarus-ævintýrið — Stærsta ævintýri kjörtímabilsins Eftir á hugsað er það ævintýri líkast hvernig þetta Ikarus- ævintýri hefur gengið yfir fyrir- tækið. Líkt og drepsótt. Ég held að sjaldan hafi í seinni tíð verið gert annað eins tilræði við SVR og Magnús Skarphéðinsson bætta almenningsvagnastefnu. En hvað hefi ég fyrir mér í því? Það eru svo margir búnir að blása um þetta mál að flestir eru orðnir þreyttir á því. Og hverju á að trúa? Nær aldrei hefur aðalatrið- um málsins verið fylgt. Ef einhver kærir sig um að vita nokkrar stað- reyndir um málið þá eru þær hér: Upphafið — Tilboðið — Ungverjalandsferðin, og skýrsla þremenninganna í byrjun árs 1980 voru boðnir út 20 strætisvagnar af 40 fyrir SVR sem liður í 5 ára áætlun um endurnýjun ca. 60% af flota SVR. Þau tilboð sem til greina komu voru aðeins frá Volvo, Benz, Ley- land og Scania. Auk annarra til- boða er voru óhagstæðari. Ikarus- tilboðið fullnægði alls ekki út- boðskröfum SVR. Samt gengu sum öfl hér í borg berserksgang yfir því að það yrði tekið. Ikarus var og er um 32%—40% ódýrari í inn- kaupi miðað við Volvotilboðið, sem talið var hagstæðast af sérfróðum aðilum. En vegna þess hve ódýrt tilboðið þótti var a.m.k. ákveðið að skoða þá nánar, þrátt fyrir að þeir full- nægðu alls ekki útboðinu. Voru sendir 2 af sérfróðustu tækni- mönnum borgarinnar til Þýska- lands og Ungverjalands til að skoða þessa glæsivagna. Sú ferð varð reyndar skrautlegri en svo áð ég geti rakið hana hér. Egill Skúli borgarstjóri var sendur með þeim tveimur, svona sem fulltrúi „hlut- lausra" skoðana. í stuttu máli sagt var niðurstaðan þessi: Þeir þre- menningarnir voru einróma sam- mála um að Ikarus-vagnarnir hentuðu SVR ekki. Væri alls ekki það sem SVR væri að leita eftir, hvorki að gæðum, endingu né flutningsgetu. Alit okkar starfs- mannanna hjá SVR Fannst okkur starfsmönnum SVR við lestur skýrslunnar það liggja í augum uppi að ekkert þyrfti að hugsa um þetta mál meira, þetta kæmi alls ekki til greina. Og var það aðallega vegna þrenns: 1. Vagnarnir tæknilega afturfór, ca. 20—30 ár. Um það eru allir sammála í dag, miðað við t.d. Volvo-strætisvagna á markaðn- um. 2. Uppgefin ending hjá verksmiðj- unum ca. 5—7 ár. Éða ca. 'h af endingu Volvo og fleiri teg. Miðað við það er Ikarus ca. 70—90% dýrari en Volvo-vagn- arnir sem okkur þóttu hag- kvæmastir. 3. Flutningsgetan alltof lítil. Ikarus flytur aðeins 68 farþega á móti 87 hjá Volvo. Eða ca. 22% minni flutningsgeta. Sé miðað við það er Ikarus ekki nema 14—16% ódýrari. Að óreiknaðri hinni ógnvekjandi litlu énd- ingu. Ég minni á að Strætisvagnar Búdapestborgar eiga yfir 500 slíka vagna og endingin hjá þeim er rétt um 6 ár. Á móti 15—18 ára end- ingu á Volvo hjá SVR í dag. Og ekki er minnst á hversu slæm far- þegaafgreiðslan er í Ikarus á flest- an hátt nema þá sætin. Tröppurn- ar ógnvekjandi háar auk annars. Svo ekki sé nú talað um hávaðann af farartækjunum. Alit Sigurjóns og Guðrúnar Ágústsdóttur og tiilöguflutningur þeirra Fljótlega eftir þetta flutti Sig- urjón Pétursson tillögu í Borgar- ráði um kaup á 20 Ikarus-vögnum til að byrja með. Þrátt fyrir álit allra sérfróðra starfsmanna Reykjavíkurborgar á þessu sviði. Og þrátt fyrir álit yfir 90% alls starfsfólks SVR. Og sam- hliða þessum tillöguflutningi í Borgarráði flutti Guðrún Ágústs- dóttir (stjórnarformaður SVR og fulltrúi Álþýðubandalagsins þar) tillögu í stórn SVR um sama efni. Kaup á 20 Ikarus-vögnum til að byrja með. Aðrir 20 kæmu síðar á eftir var sagt. Þá hófst stríðið inn- an SVR fyrir alvöru sem enn er ekki lokið. Það er glæsilegt að standa í svona málarekstri gegn öllu áliti starfsfólksins og 70—90% dýrara rekstrarformi á vögnum SVR. Þetta dæmi á sér alls enga hliðstæðu í sögu stræt- isvagnanna. Ikarus-vagnarnir keyptir samt Það varð að samkomulagi í borgarstjórnarmeirihlutanum að kaupa til að byrja með 3 Ikarus- strætisvagna, þrátt fyrir fyrir- liggjandi rekstraratriði í öllu til- liti og upplýsingar um áratuga afturför. Það var sagt í bókunum hjá m.a. Borgarráði að þeir yrðu keyptir samhliða Volvo-vögnunum 20 til samanburðar. Það var sem- sagt samt talin þörf á að sann- reyna allar þessar upplýsingar. Það var greinilega ekkert mark tekið á borgarstjóranum í Reykja- vík. Þess í stað var hann rægður af Þjóðviljanum leynt og Ijóst fyrir „rangar upplýsingar" og fleira. Sá mannlegi embættismað- ur á allt annað skilið af Reykvík- ingum, og allra síst Þjóðviljanum. En reyna skyldi þessa vonlausu vagna. Þetta er svipað því að „Að febrúar- og marsmánuðum liðnum var tekið saman m.a. yf- irlit: Meðaleldsneytis- eyðsla hjá Ikarus var 67 lítrar á 100 km. Meðaleldsneytis- eyðsla hjá Volvo-vögn- unum 11 fram að því var 57 lítrar á 100 km. Eða Ikarus-vagnarnir með 17,5% hærrí meðal eyðslu en Volvo-vagn- arnir. Ég vil aðeins minna á að ein af rök- semdunum hjá bjartsýn- isfólkinu var að Ikarus væri svo neyslugrannur vagn???“ þrautreyna hvort asni geti alls ekki borið og dregið sömu byrðar og stór og stæðilegur hestur. Svo í desember sl. komu vagnarnir. Og á götuna þann 30. janúar sl. Én þá byrjaði ballið fyrst fyrir alvöru, lesandi góður. Árangur af notkun Ikarus fyrstu 2 mánuðina í samanburði við Volvo Það er skemmst frá því að segja að árangurinn var verri en menn hafði grunað. Að sumu leyti svip- aður, en að engu leiti betri. Ef við skiptum rekstrarálitinu í þrennt skulum við byrja á aðalrekstrar- kostnaðinum. Volvo-„liövagnar“, sem SVR íhugar kaup á. Sigurjón Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir fluttu tillögu um kaup Ikarus-vagna, þrátt fyrir andmæli sérfræðinga og starfsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.