Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 59 Guðlín Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 30. júní 18% Diin 10. maí 1982 Látin er tengdamóðir mín Guð- lín Jóhannesdóttir. Guðlín eða Lína eins og hún var ávallt kölluð fæddist í Reykajvík 30. júní 1896, dóttir hjónanna Sólveigar Bjarna- dóttur og Jóhannesar Þórðarson- ar. Lína ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til að hún giftist 21. desember 1918 Einari B. Hall- dórssyni verzlm. Lína varð fyrir þeirri þungu sorg, að Einar maður hennar lézt eftir aðeins tíu mán- aða sambúð. Þeim varð ekki barna auðið. 1924 giftist Lína Eyjólfi Kristjánssyni verzlm. síðar spari- sjóðsgjaldkera í Hafnarfirði. Þau bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Reykjavík, 1927 fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar síð- an. í janúar 1947 misstu þau hjón son sinn Einar í sjóslysi og í maí sama ár lést Eyjólfur, maður hennar, á bezta aldri. Það má nærri geta, að áföll þessi höfðu mikil áhrif á líf Línu, en eiginleikar hennar voru ávallt að ganga hljóðlega um og flíka ekki tilfinningum sínum. Eg á þessari ljúfu konu svo margt að þakka á langri samleið. Mér eru sérstaklega minnisstæðir þeir tímar, er ég var að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur þeirra hjóna, Guðnýju, og hvað þessi góðu hjón tóku mér vel, mér var svo sannarlega tekið sem syni. Heimili Línu og Eyjólfs í Hafnar- firði var eitt af þessum íslenzku rausnarheimilum, reglusemi og ljúfmennska sat í fyrirrúmi, enda ávallt mjög gestkvæmt hjá þeim og þau bæði mjög vinsæl. Allt er Lína tók sér fyrir hendur var gert af ljúfmennsku og samviskusemi, enda bera börn hennar þess merki. Eftir að Lína missti mann sinn, Eyjólf, bjó hún í Hafnarfirði til ársins 1956, en þá flutti hún til okkar Guðnýjar og bjó hjá okkur til ársins 1972, að hún fór að Elli- heimilinu Ás í Hveragerði og síðar að Elliheimilinu Grund í Reykja- vík. Síðustu árin var Lína að mestu rúmföst. Eg vil með línum þessum þakka þessari ljúfu konu samfylgdina og Fimmtán ára japönsk skólastúlka sendir af sér mynd. Hefur mikinn áhuga á íslandi: Youku Kinomura, 413—1 Hashiramoto, Kitagata-cho, Motosu-gun, Gifu, 501-04 JAPAN Fimmtán ára japönsk skólastúlka, segist hrifin af söng „Þú og ég“- flokksins, sem hún heyrði syngja í Japan. Óskar eftir pennavinum á Islandi, einkum vill hún komast yfir myndir og greinar um söng- flokkinn: Kikumi Kobayashi, 1032—2 Misawa, Shimobe-cho, NishiyaLsushiro-gun, Yamanashi, 409—31 JAPAN Danskur frímerkjasafnari óskar að skiptast á frímerkjum við ís- lendinga. Segir ekki til um aldur. Skrifar hingað á dönsku: Peer Seeberg, Knvaldsvoj 24, 8600 Silkeborg, DANMARK þá ekki síst umhugsun hennar um börnin okkar sex. Það var ómet- anlegt að hafa Linu á heimilinu. Með skapfestu, en þó sömu ljúf- mennskunni tókst henni að halda sex æringjum á mottunni, enda báru þau öll mikla virðingu fyrir ömmu. Þó að Lína væri hæglát og dul átti hún líka til galsa, sagði vel frá og hafði mikla kímnigáfu. Við Lína ræddum oft saman meðan hún bjó hjá okkur og þá sérstak- lega um Reykjvík og gamla Reyk- víkinga enda Lína Reykvíkingur í húð og hár og var hreykin af. Línu og Eyjólfi varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Einar, látinn eins og áður ritað. Guðný, eiginm. und- irritaður. Reynir, eigink. Dóra Guðmundsdóttir. Björg, eiginm. Vilhjálmur Ólafsson. Blessuð sé minning þessarar ljúfu konu. Kristján Þorvaldsson Kveðja frá barnabörnum Margar minningar leita á hug- ann, þegar komið er að hinstu kveðjustundinni. Við áttum öll því láni að fagna að njóta góðvildar ömmu. Alltaf virtist hún hafa tíma til að sinna hugarangri okkar og veita okkur þá athygli, sem börnum er nauð- synleg. Nú þegar við erum orðin full- orðin minnumst við hennar ein- stöku mannkosta, prúðmennsku og hugrekkis. Amma var orðin lasburða og rúmföst síðastliðin tvö ár og erum við sannfærð um, að hún er fegin hinni hinstu hvíld. Við aftur á móti berum stóran trega í brjósti á þessari stundu og þökkum minn- ingar um góða ömmu með þessum fátæklegu orðum. Hún er okkur öllum góð fyrir- mynd. Þegar frú Guðlín Jóhannesdótt- ir verður í dag kvödd hinztu kveðju hverfur hugur minn aftur í tímann til þeirra ára, sem hún gegndi húsfreyjustarfi sínu í Hafnarfirði. Hún hafði flutzt ung til Hafnar- fjarðar en ættir sínar átti hún að rekja upp í Borgarfjörð og á Kjal- arnes, dóttir Jóhannesar Þórðar- sonar frá Mávahlíð í Lundar- reykjadal og konu hans Sólveigar Bjarnadóttur frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi, móðuramma hennar var Ása Magnúsdóttir frá Braut- arholti, systir Kristins útvegs- bónda í Engey. Æskuheimili Guðlínar stóð á Njálsgötu 38, Rvík, og þar ólst hún upp í hópi fjögurra systkina. Þar rak faðir hennar skósmíðaverk- stæði, en þá iðngrein lærði hann eftir að hafa orðið fyrir slysi sem gerði sjómanninum ókleift að halda sínum fyrri störfum áfram. Árið 1918 giftist Guðlín, Einari Bergi Halldórssyni frá Eyrar- bakka, en samvistir þeirra voru stuttar því í sept. 1919 andaðist hann, en glíman við hinn „hvíta dauða“ var þá víða háð. Vinkona mín Guðlín hafði þá skapgerð til að bera að hún efldist við það mótlæti, sem að höndum bar. Það sá ég vel þegar við kynnt- umst. Það var því ekkert hjá henni að leggja árar í bát. Hún giftist aftur 19. jan. 1924 Eyjólfi Krist- jánssyni verzlunarmanni, ættuð- um austan af Berufjarðarströnd og með honum fluttist hún til Hafnarfjarðar þremur árum síð- ar. Skömmu eftir að þau Guðlín og Eyjólfur fluttust til Hafnarfjarð- ar hóf Eyjólfur störf við Verzlun Einars Þorgilssonar hf. og þar áttu þeir samstarf faðir minn og Eyjólfur í um hálfan annan ára- tug, eða þar til Eyjólfur réðst sem gjaldkeri Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar 1946. Þetta voru beztu ár í ævi Guð- línar. Börn þeirra Einar, Guðný, Reynir og Björg uxu úr grasi og nutu mikillar umhyggju foreldra sinna. Eyjólfur var afburða dug- legur maður, eftirsóttur til vinnu og félagsstarfa og í forystuliði sjálfstæðismanna meðan hans naut við. Guðlín var hin styrka eiginkona og umhyggjusama móð- ir. En Guðlín hafði ekki hlotið allt það mótlæti sem henni var ætlað. I jan. 1947 drukknaði Einar sonur hennar frá unnustu og ófæddri dóttur, og í maímánuði andaðist eiginmaður hennar, Eyjólfur Kristjánsson langt fyrir aldur fram. Með stillingu sinni og geðprýði tók Guðlín því sem að höndum hafði borið og hélt ótrauð áfram vegferð sinni og naut sambýlis og umhyggju barna sinna og tengda- barna. Hún hélt heimili sínu í Hafnar- firði á meðan þess var kostur. Dvaldist síðan hjá dóttur sinni og tengdasyni í Reykjavík þar til hún heilsu sinnar vegna fékk vistun á Elliheimilinu Grund. Náið samstarf föður míns og Eyjólfs Kristjánssonar leiddi til vináttu fjölskyldna þeirra. Ég var því tíður gestur á heimilinu þar og naut umhyggju vinkonu minnar Guðlínar eins og væri ég hennar eigin sonur. Mér eru minnisstæðastar þær stundir þegar á móti blés í lífi Guðlínar, hversu sterk hún þá var og veitti börnum sínum mikinn styrk. Þegar Guðlín Jóhannesdóttir er kvödd fylgja henni kveðjur vina hennar úr Hafnarfirði, sem vita að hvíldin var henni kærkomin. Við minnumst þeirra hjóna Guð- línar og Eyjólfs Kristjánssonar með virðingu og þakklæti og send- um börnum þeirra og fjölskyldum samúðarkveðjur okkar. Matthías Á. Mathiesen. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. TOYOTA Hl ACE SENDIFERÐABILL Bensínbíll með gluggum Verð til atvinnubílstj. Dísilbíll með gluggum Verð til atvinnubílstj. Bensínbíll án glugga Verð til atvinnubílstj. Dísilbíll án glugga ... Verð til atvinnubílstj. kr. 176.000. kr. 130.000. kr. 197.000. kr. 145.000. kr. 132.000. kr. 127.000. kr. 149.000. kr. 141.000. Lipur og umfram allt hagkvæmur bíll i rekstri, sem gott er að vinna við. Vélin bensín 2000cc eða dísil 2,2. 5 dyra. TOYOTA P SAMUELSSON & CO HF UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KOPAVOGI SIMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.