Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 Þjóðskjalasafii, héraðsbókasöfii, atvinnusögulegt skjalasafii eftir Sigfús Hauk Andrésson skjalavörð Framtíðaraðsetur Þjóðskjalasafns Þann 31. marz sl. birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu, sem ég nefndi „Hugleiðingar um húsnæð- ismál Þjóðskjalasafns í tilefni ald- arafmælis þess“. Þar ræddi ég í stuttu máli um það áform, að Þjóðskjalasafn fái allt Safnahúsið við Hverfisgötu til afnota, er Landsbókasafn flytur loks í Þjóð- arbókhlöðuhúsið, sem er enn í smíðum. Niðurstaða mín var sú, að heppilegast væri að öllu saman- lögðu að Stjórnarráðið fengi í framtíðinni Safnahúsið til sinna þarfa, þ.e. sem skjalageymslu; skrifstofu- og fundahúsnæði. I staðinn yrði byggt yfir Þjóðskjala- safnið sem næst Háskólanum, eft- ir því hvar nægilega hentuga og rúmgóða lóð væri að fá. Það væri á allan hátt bezt í sveit sett i nánd við Þjóðarbókhlöðu, Árnastofnun, heimspekideild Háskólans o.fl. menningarstofnanir á þeim slóð- um. Sjálfsagt þótti t.d. á sínum tíma að byggja þar yfir Þjóð- minjasafnið. Þjóðskjalanefnd Allar raunhæfar úrbætur í hús- næðismálum Þjóðskjalasafns hafa dregizt úr hömlu, eins og upphaf- legar áætlanir um Þjóðarbókhlöð- una. Bygging Þjóðarbókhlöðuhúss hefur nú loksins komizt á veru- legan rekspöl við það, að núver- andi ríkisstjórn tók hana beinlínis inn í málefnasamning sinn. Ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka það Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra, sem hefur ávallt verið mikill áhugamaður um viðgang menningarmála. Eftir tilkomu hans í embætti mennta- málaráðherra er ennfremur loks- ins tekið að huga í alvöru að vandamálum Þjóðskjalasafns og skjalavörzlu almennt, svo sem með skipun þjóðskjalanefndar á aldarafmæli safnsins þann 3. apríl sl. Auk húsnæðismála Þjóðskjala- safns og þróunar þess yfirleitt á þjóðskjalanefnd að fjalla um hlut- verk héraðsskjalasafna og tengsl þeirra við þjóðskjalasafn, skipulag skjalasafna opinberra embætta og stofnana, girsjun þeirra o.s.frv. Einnig skal nefndin kanna, hvort leggja ætti ríkari skyldur en nú er gert á atvinnufyrirtæki og um- svifamiklar opinberar stofnanir um skjalageymd og safnþjónustu í tengslum við Þjóðskjalasafn. Þetta eru viðamikil verkefni og vandasöm, og ætlunin er að ræða hér dálítið um tvo þessara mála- flokka. Eru það héraðsskjalasöfn og það sem ég nefni einu nafni atvinnusöguleg gögn. Tilkoma héraösskjalasafna og hlutverk þeirra í bók minni „Þjóðskjalasafn ís- lands — Ágrip af sögu þess og yf- irlit um heimildasöfn þar“ vitna ég á einum stað (2. útg., bls. 87) í bréf frá Jóni Þorkelssyni þjóð- skjalaverði. Þar segir hann það vera mark og mið safnsins að koma saman á einn stað og í eina heild öllu því, er sé beinlínis und- irstaða og uppspretta að sögu landsins. Svipaðra sjónarmiða gætir í lögum um Þjóðskjalasafnið frá ár- inu 1969, sem eru enn í gildi. Þar segir m.a., að safnið eigi að annast innheimtu og varðveizlu afhend- ingarskyldra skjala (eftir gildandi regiugerð) hjá embættum og stofnunum rfkisins og safna öðr- um skráðum heimildum varðandi sögu þjóðarinnar, þar með ljósrit- um af slíkum gögnum í erlendum söfnum. í þessum lögum eru gögn sveit- arfélaga ekki beinlínis nefnd. Stafar það að sjálfsögðu af því, að komin voru til sögunnar hér- aðsskjalasöfn samkvæmt lögum frá 1947 og þar að lútandi reglu- gerð 1951. Héraðsskjalasöfnum er aðallega ætlað að taka til varð- veizlu skjalagögn embætta, nefnda, stofnana, fyrirtækja og félaga, sem starfa á vegum hlutað- eigandi héraðs eða svæðis og eru kostuð eða styrkt af því. Sem dæmi skal nefna skjöl bæjar- stjórna, sýslu-, hrepps-, og fræðslunefnda, sjúkrasamlaga, búnaðarfélaga, umgmennafélaga, lestrarfélaga, bæjar-, sýslu- og hreppsfyrirtækj a. Allt eru þetta gögn, sem Þjóð- skjalasafn átti áður að taka við til varðveizlu og á enn að gera, þar sem engin héraðsskjalasöfn eru. Þá hafa mörg þau héraðsskjala- söfn, sem stofnuð hafa verið til þessa, ennfremur safnað ýmsum einkaskjölum, atvinnusögulegum gögnum o.fl. Þannig hafa þau orð- ið til að bjarga alls konar merkum sögulegum heimildum, sem Þjóð- skjalasafn hefði að öðrum kosti átt að bjarga, ef þau hefðu þá ekki glatazt alveg áður en það gerði eitthvað í málinu. Vel rekin hér- aðsskjalasöfn hafa ennfremur orðið miðstöðvar héraðssögulegra rannsókna, eins og tilgangurinn með þeim líka er. Héraðsskjalasöfnum er misskipt á landiö Héraðsskjalasöfn hafa smám saman verið að komast á laggirn- ar undanfarna áratugi. Elzt þeirra er Borgarskjalasafn Reykjavíkur, stofnað 1948. önnur héraðsskjala- söfn, talin eftir aldri eru: Hér- aðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki, Héraðsskjalasafn ís- firðinga og beggja ísafjarðar- sýslna á Isafirði, Héraðsskjala- safn Suður-Þingeyinga og Húsa- víkurkaupstaðar á Húsavík, Hér- aðsskjalasafn Borgarfjarðar- og Mýrasýslu í Borgarnesi (án aðild- ar Akraneskaupstaðar), Héraðs- skjalasafn Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu á Ákureyri, Hér- aðsskjalasafn Austur-Húna- vatnssýslu á Blönduósi, Hér- aðsskjalasafn Vestur-Húna- vatnssýslu á Hvammstanga, Hér- aðsskjalasafn beggja Múlasýslna á Egilsstöðum (án aðildar kaup- staðanna á Austurlandi) og Hér- aðsskjalasafn Austur-Skafta- fellssýslu á Hornafirði. Ennfrem- ur hefur verið stofnað héraðs- skjalasafn fyrir Dalvíkurkaupstað og nágrenni á Dalvík, og unnið er að stofnun héraðsskjalasafns í Vestmannaeyjum. Eru héraðs- skjalasöfn því nú um tólf talsins. Héraðsskjalasöfnum er þannig nokkuð misskipt á landið. Einna athyglisverðast er, að þegar Reykjavík er undantekin, hefur ekkert slíkt safn enn komizt á fót hér á suðvesturhorninu og á Suð- urlandsundirlendinu, þótt víða sé þar ákjósanleg aðstaða fyrir hendi. En ekki er unnt að ræða þetta nánar í þessari stuttu grein. Fjölga þarf héraðs- skjalasöfnum og auka hlutverk þeirra í grein, sem ég skrifaði um Þjóðskjalasafnið árið 1968 og birt- ist þá í 2. hefti tímaritsins Sam- vinnunnar, benti ég á, að safninu gæti orðið mikill styrkur að heppi- lega staðsettum og vel reknum héraðsskjalasöfnum. Þess vegna ætti Þjóðskjalasafnið að leitast Sigfús Haukur Andrésson í meðfylgjandi grein bendir höfundur m.a. á, „að í safnamálum okkar sé það æskilegast, að þeir aðilar, sem þurfa í raun og veru hver á öðr- um að halda, styðji hver annan í stað þess að hver bauki í sínu horni. Afar mikilvægt sé því, að söfn séu í nábýli, þar sem við verður kom- ið...“ við eftir mætti að stuðla að stofn- un héraðsskjalasafna á hentugum stöðum, þar sem þau væri líkleg- ust til að ná tilgangi sínum. Ég er ennþá á sömu skoðun, en vitanlega þarf aukin aðstoð ríkis- valdsins einnig að koma til. Verði héraðsskjalasöfnum komið á fót í öllum landshlutum og kaupstöð- um, þar sem grundvöllur er fyrir þau, munu þau bæði létta miklum byrðum af Þjóðskjalasafninu og verða til mikils menningarauka á landsbyggðinni. Athuga ber vendi- lega, hvort ekki sé rétt að auka starfssvið þeirra með því að láta þau t.d. taka við skjalagögnum sumra ríkisstofnana úti á landi, svo sem gögnum skóla og heil- brigðisþjónustu. Skjöl Mennta- málaráðuneytis, Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytis, fræðslu- stjóranna og landlæknis ættu að nægja Þjóðskjalasafni. Nauðsynlegt er ennfremur, að héraðsskjalasöfnum verði ásamt Þjóðskjalasafni falið að hafa hönd í bagga með skjalavörzlu opin- berra embætta og stofnana, eigi hún almennt að komast í viðun- andi horf. Auka ber stuðning ríkisins við héraaðsskjalasöfn Rekstrargrundvöllur þeirra hér- aðsskjalasafna, sem stofnuð hafa verið til þessa, er eðlilega mjög misjafn. Að sumum þeirra standa t.d. fjölmenn og þéttbýl héruð, en nokkuð fámenn og strjálbýl að öðrum, og hjá slíku verður vart komizt. Þótt mörg héraðsskjala- söfn séu rekin með myndarbrag, mun starfsemi þeirra almennt ekki komast á nægilega góðan rekspöl, nema með auknum bein- um og óbeinum stuðningi ríkis- valdsins. Með því fyrrnefnda er aðallega átt við aukinn fjárhags- legan stuðning, en með því síðar- nefnda t.d. það, að hresst verði svo um munar upp á Þjóðskjalasafnið, þannig að það rísi undir nafni sínu og hlutverki sem forystuafl í mál- efnum skjalasafna. Þá þarf ennfremur að vinna að sem nánustum tengslum milli hér- aðsskjalasafna og annarra safna úti á landi, svo sem minja-, lista- og bókasafna, og sameina slík söfn í menningarmiðstöðvum, þar sem því verður komið við með góðu móti. Kannski væri gagnlegt að koma á laggirnar samstarfsnefnd milli Þjóðskjalasafns, Þjóðminja- safns, Listasafns Islands og emb- ættis bókafulltrúa ríkisins, sem gæti verið mönnum á landsbyggð- inni til halds og trausts, i stað þess að hver sé að bauka í sínu horni. Hér er alls ekki átt við það, að Reykjavíkurvaldið eigi að taka ráðin af heimamönnum, enda mest undir dugnaði og áhuga þeirra komið, heldur að menn reyni að styðja hver annan. Hefja þarf markvissa söfnun atvinnusögu- legra heimilda Loks skal vikið dálítið að at- vinnusögulegum skjölum. Ekki verður séð, að nein ákveðin við- leitni hafi verið sýna'af opinberri hálfu til að bjarga sögulega mik- ilvægum gögnum umsvifamikilla atvinnufyrirtækja síðan árið 1902. Þá skrifaði Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður eigendum og for- stöðumönnum verzlana á landinu og falaðist eftir gömlum verzlun- arskjölum, sem þeir kynnu að hafa í fórum sínum. Árangurinn varð sá, að næstu tvo til þrjá ára- tugina barst safninu mikið magn gagnmerkra skjala frá ýmsum hinna gömlu verslunarstaða landsins. Ekki hefur hins vegar tekizt betur til en svo, að árið 1954 voru þau látin víkja úr safnahúsinu fyrir embættisskjölum og sett til geymslu á lofti Bessastaðakirkju. Liggja þau þar að mestu leyti enn, algerlega óaðgengileg til allra fræðilegra afnota. Það er ljóst, að hér verður að gera bragarbót, sem um munar. Þjóðskjalasafnið þarf í fyrsta lagi að vera fært um að búa sómasam- lega að þessum og öðrum atvinnu- sögulegum gögnum, sem það hefur í fórum sinum. í öðru lagi verður það að leggja sitt af mörkum til þess að sögulega mikilvægum skjölum fyrirtækja og hagsmuna- félaga í atvinnurekstri verði fram- vegis safnað og þau gerð aðgengi- leg fræðimönnum. Atvinnusögulegt skjalasafn? I þessu efni er reyndar um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að verkefninu verði beinlínis skipt milli Þjóðskjalasafns og hér- aðsskjalasafna. Myndi þá hið fyrr- nefnda aðallega taka við skjölum stórfyrirtækja, sem teygðu starf- semi sína til stórs hluta eða alls landsins, en héraðsskjalasöfn við gögnum hinna, sem væru einkum tengd ákveðnu héraði eða byggð- arlagi. Hin leiðin er, að stofnað verði sérstakt atvinnusögulegt skjalasafn, sem væri í tengslum við Þjóðskjalasafnið, t.d. þannig að það ætti fulltrúa í stjórn þess. Eðlilegt væri þó, að gögn fyrir- tækja, sem hefðu eingöngu hér- aðssögulegt gildi, færu eftir sem áður til héraðsskjalasafna. Ekki verður þó betur séð en rík- ið þyrfti hvort sem væri að reka atvinnusögulegt skjalasafn, ef stofnað yrði. Spurningin er því, hvort þetta væri nokkuð ódýrari lausn, heldur en að búa þannig að Þjóðskjalasafninu, að það gæti sinnt þessu verkefni. Það færi eft- ir því, hvort atvinnufyrirtæki og hagsmunafélög í atvinnurekstri vildu standa að atvinnusögulegu safni ásamt ríkinu. Reyndar hljóta gróin og vel rekin fyrirtæki hvort sem er að leggja í talsverðan kostnað við geymslu skjalasafna sinna. Því mætti ætla, að það væri þeim bæði hagsmuna- og metnað- armál, að sá hluti þeirra, sem hef- ur sögulegt gildi, kæmist í örugga varðveizlu og fræðileg afnot í opinberu skjalasafni. Skjalasafn Seðla- og Landsbanka grundvöllur atvinnusögulegs safns? Segja má, að þegar sé til vísir að atvinnusögulegu skjalasafni. Það er skjalasafn Seðlabankans og Landsbankans, sem var talsvert rætt um á Alþingi og í fjölmiðlum í sl. marzmánuði. í þeim umræð- um kom m.a. fram, að ætlunin væri að þetta safn tæki við gögn- um annarra ríkisbanka og þarna hefði verið komið upp miklu og veglegu bókassafni. Ég vék að þessu skjalasafni í fyrrnefndri grein minni 31. marz. sl. og sagði í því sambandi, að ríkisbankarnir hefðu aldrei afhent Þjóðskjalasafni nein skjöl. Þetta var ekki alveg rétt, heldur reynd- ist Þjóðskjalasafn hafa skilað um- ræddu bankaskjalasafni þeim skjölum, sem það hafði fengið frá Landsbankanum. Með þessu tel ég, að höfð séu endaskipti á hlutunum og ítreka þá skoðun mína, að það sé fjarstæða að einstakar opinber- ar stofnanir komi sér upp slíkum sérsöfnum, sem hér er um að ræða. Allt annað mál væri það, ef um- ræddir bankar ættu þátt í því að koma á fót atvinnusögulegu skjalasafni á breiðum grundvelli á borð við það, sem ég hef drepið á hér að framan. Þannig gæti líka hið mikla bókasafn orðið að meira og almennara gagni en það virðist nú vera. Lokaorð Hér að framan hef ég m.a. bent á, að í safnamálum okkar sé það æskilegast, að þeir aðilar, sem þurfa í raun og veru hver á öðrum að halda, styðji hver annan í stað þess að hver bauki í sínu horni. Afar mikilvægt sé því, að söfn séu í nábýli, þar sem við verður komið, jafnvel hér í Reykjavík, svo ekki sé talað um landsbyggðina, þar þurfi m.a að vinna markvisst að fjölgun héraðsskjalasafna jafn- framt því sem hresst verði upp á Þjóðskjalasafnið svo um munar. I gildandi lögum um Þjóðskjala- safn og héraðsskjalasöfn eru í rauninni einungis ákvæði um varðveizlu opinberra skjalagagna. Bráðnauðsynlegt, er að einnig verði sett lög um björgun sögulega mikilvægra gagna atvinnufyrir- tækja o.fl. einkaaðila. Er í því sambandi um það tvennt að velja, að fela þetta alveg Þjóðskjalasafni og héraðsskjalasöfnum eða koma upp atvinnusögulegu skjalasafni. Safnþjónusta fyrirtækja og stofn- ana í tengslum við Þjóðskjalasafn, sem þjóðskjalanefnd hefur verið falið að athuga um, óttast ég hins vegar að yrði býsna flókin og erfið í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.