Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982 Kurt Zier á Kjarvalsstöðum Valtýr Pétursson Það var mikil hamingja, er fundum þeirra Lúðvigs Guð- mundssonar og Kurt Ziers bar saman. Þá byrjáði sá vinskap- ur, sú virðing og samvinna, er einkenndi starf þessara tveggja ólíku manna að listmenntun hérlendis. Myndlista- og hand- íðaskóli íslands var óskabarn þeirra beggja og sá skóli, er nú blasir við og er staðreynd í þjóðlífi okkar, er árangur af samstarfi þessara merku brautryðjenda. Það var Grett- istak að halda þessari stofnun lifandi og starfhæfri á byrjun- arárum hennar, og við, sem lít- um um öxl og berum saman þá tíð er var og þá sem nú er, furð- um okkur á, hvernig hlutirnir hafa æxlast. Samt er því enn haldið fram, að þessi mennta- stofnun sé hornreka í mennta- kerfinu, og þá verður sú spurn- ing eðlileg, hvernig þeir fóru að, Lúðvig og Kurt Zier á sínum tíma. Það er annars ekki staður né stund til að ræða þetta mál nánar hér. En þegar Myndlista- og handíðaskólinn heiðrar fyrrverandi og látinn skóla- stjóra með minningarsýningu á verkum hans, hljóta margir að minnast þess einstæða og merka skólastarfs, sem þessi ágæti skóiamaður leysti af heimagarði, 1937, (pennateikning). hendi í okkar litla og einangr- aða þjóðfélagi. Hann var hér gestur, sem með tíð og tíma varð meiri heimamaður en margur annar, og þótt ekki væri nema fyrir það eitt, er okkur skylt að minnast með þakklæti framlags hans til myndlistar hér á landi. Mér finnst það afar vel til fallið, að skólinn skuli hafa haft forgöngu um að minnast Kurt Ziers. Hann var marg- slunginn persónuleiki, sem átti sér óskir í margar áttir innan listasviðsins. Hann var fyrst og fremst kennari af guðs náð, en hugur hans leitaði fyrir sér á mörgum sviðum. Hann skar í tré, gerði strengjabrúður, mál- aði og teiknaði. LeikJist átti mikil ítök í þessum hámennt- aða og næma manni af ætt Abrahams, en einmitt vegna ætternisins varð honum ekki líft í Þriðja ríkinu, og því lá leið hans hingað norður að heim- skautsbaug. Þannig getur mannvonska og vitfirring eins aðila orðið gæfa annarra. Ekki skal ég orðlengja um lífshlaup Kurt Ziers, en bendi á afar vandaða sýningarskrá, sem fylgir minningarsýningunni á Kjarvalsstöðum. Þar skrifa margir af þeim er þekktu Kurt Zier manna best, og er óþarfi að endurtaka það hér. Það eru 113 verk á þessari sýningu, af þeim eru örfá olíu- málverk, en því meira af teikn- ingum og vatnslitamyndum. Kurt Zier hélt ekki sýningu á myndverkum sínum, meðan hans naut við. Ekki veit ég, hverjum augum hann leit þessi verk sjálfur, en segja mætti mér, að hann hefði ekki verið alls kostar ánægður með þann árangur, sem við blasir á þess- ari sýningu. Þarna kemst greinilega til skila, að Kurt Zier hefur verið afar vandvirkur í myndlist sinni. Hann er fyrst og fremst teiknari, og mörg þessara verka bera þess vitni, að hann hefur kunnað vel fyrir sér á því sviði, sem svo mörgum öðrum. Liturinn er honum þyngri í skauti, og þar er engu líkara en hann hafi hvergi verið eins næmur á því sviði og þegar hann gefur sig á vald teiknaðri línu. Nokkur verk fannst mér skera sig úr, hvað myndræn . gæði snerti, og tjá skap og ástríður listamannsins. Nefni ég þar til nr. 5, 12, 26, 42, 57 og 68. Um það leyti, er ég hef að rita þessar línur, verður mér á að leggja eyrun við útvarpi síð- degis á sunnudegi. Þar eru mætir menn að minnast annars meistara, ættaðs úr Jerúsalem og Þýskalandi: Doktors Rób- Sýning Elíasar Elías B. Halldórsson er bú- settur norður á Sauðárkróki og rær þar einn á báti, ef svo mætti að orði komast. Hann er þar nokkuð einangraður, og við, sem lifum og hrærumst í öllu því sýningarflóði, sem á sér stað hér í borg, erum jafnvel öf- undsjúkir yfir friðsæld Elíasar við Skagafjörðinn. En ekki er ég viss um, að Elíasi sjálfum finn- ist hann öfundsverður af þessu, og ef til vill vildi hann skipta um hlutverk, en auðvitað þori ég ekkert að fullyrða um það. Þetta er nú í fimmta skiptið, sem Elías heldur sýningu á verkum sínum í Reykjavík, og ég held, að fullyrða megi, að hann hafi ætíð unnið af mikilli alvöru og sótt jafnt og þétt á brattann. Sú sýning, sem stend- ur þessa viku í Norræna húsinu, er um margt frábrugðin fyrri sýningum Elíasar. Nú er eins og Elías standi á vegamótum, og myndefni hans er að færast úr hreinni formbyggingu í fígúra- tífara horf. Ef ég reikna dæmið rétt, er Elías að fara inn á nýjar brautir, og það virðist fara hon- um ágætlega. Hann heldur við strangri myndbyggingu, og hon- um hefur þegar tekist að þróa fígúrur sínar í klassískt form. Það fer ekki milli mála, að Elías hefur snúið sér allar götur til grískrar listar í meðferð forms- ins og nær þegar sannfærandi árangri. Mikill partur núver- andi sýningar er einnig tengdur abströktu formi og enn má nefna þriðja hluta þessarar sýningar, þema með tilbrigðum af húsum við hafið eða húsum í landslagi. Þarna munu hugar- fóstur ráða ferð en ekki einhver sérstakur byggðakjarni. Hugur- inn er látinn reika og mynd- bygging hefur algerlega yfir- hönd í sköpun verksins. \ og mest seldi sykurlausi gos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.