Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982 Sýning stóðhestastöðvar BI: Margir kallaðir en fáir útvaldir ÁRLEG sýning stódhestastödvar Búnaðarfélags Islands var haldin sl. laugardag á hestakosti stöðvarinnar. Að þessu sinni var sýningin haldin að Gunnarsholti, en eins og kunnugt er flutti stöðin starfsemi sína þangað austur síðastliðið haust. Alls voru sýndir tuttugu og einn hestur í reið, en einnig voru yngstu folarnir teymdir ÚL Þrátt fyrir óhagstætt veð- ur til sýningar létu áhorfendur sig ekki vanta. Af þessum rúmlega tuttugu fol- um voru átta fjögurra vetra, átta fimm vetra, fjórir sex vetra og einn átta vetra. Eins og gefur að skilja voru folarnir misjafnir að gæðum og getu og sýndist sitt hverjum um kynbótagildi folanna. En áður en menn fella dóm er rétt að gera sér Ijóst við hvaða aðstæð- ur þeir voru sýndir. Eins og áður segir var veður leiðinlegt, hvass- viðri og gekk á með éljum. í öðru lagi var völlurinn, sem var sléttur túnskiki meðfram girðingu, mjög blautur og þungur yfirferðar. Að sögn sýnenda hafði folunum aldrei verið riðið þarna áður og þegar ungir og óharðnaðir folar koma á ókunnar slóðir með bílaraðir á báða vegu er ekki við því að búast að þeir sýni allt það besta sem í þeim býr. Þessi atriði er rétt að hafa í huga þá felldur er dómur. Misjafn sauður í mörgu fé Að dómi undirritaðs er ekki ósenniegt að tæpur helmingur fol- anna verði nothæfir og fjórir til fimm nái e.t.v. fyrstu verðlaunum. Einkum voru það tveir hestar sem skáru sig úr að gæðum. Báðir eru þeir fjögurra vetra og jarpir. Ann- ar þeirra Torfi frá Torfastöðum, er undan Sörla 653 frá Sauðár- króki og Tíbrá 4259 frá Ólafsvöll- um. Hinn folinn er Hörður frá Hvoli undan Náttfara 776 frá Ytra- Dalsgerði og móðir er Puma 4255 frá Arbæ. Eigandi er Bjarni Sig- urðsson, Hvoli. Það sem einkenndi þessa fola báða var fyrst og fremst gott geðslag og góðir hæfi- leikar. Torfi virtist hafa betri byggingu og betri klárgang en Hörður hefur betra skeið og senni- lega meiri vilja. Ekki er ósennilegt að hér séu á ferðinni topphestar framtíðarinnar. Aðrir hestar sem vert er að minnast á eru Ýmir frá Ysta-Bæli. Faðir er Blesi 577 frá Núpakoti og móðir Grána frá Ysta-Bæli, u. Grána 452. Ýmir var sýndur á fjórðungsmótinu á Hellu sl. sumar og stóð hann efstur í flokki fimm vetra stóðhesta. Hann er jafnvíg- ur á allan gang þó ekki sýni hann sérstök tilþrif á skeiði að þessu sinni. Það sem helst má að honum finna er stuttur háls. Neró frá Bjarnarhöfn olli nokkrum von- brigðum, en hann var sá foli sem leit hvað best út á sýningunni í fyrra og bjóst maður kannski við of miklu núna. Það er e.t.v. rétt að taka það fram að allan tímann meðan Neró var sýndur gengu hvöss haglél yfir og hefur það sjálfsagt haft sitt að segja. En þrátt fyrir þetta sýndi hann góða takta og framtíð hans er vafalaust björt. Síðan má nefna hesta eins og Flugar, fimm vetra hest frá Flugumýri, undan Gusti 680 frá Hólum og Hrefnu 4576 frá Flugu- mýri. Fer fallega í reið en full smár. Hólmi frá Stykkishólmi fjögurra vetra undan Hlyni 910 frá Báreksstöðum og Þotu 3210 frá Innra-Leiti. Kraftmikill og rúmur en lítið taminn og ósettur. Hóla- Blesi, fimm vetra undan Rauð 618 frá Stokkhólma og Kolbrúnu 3440 frá Hólum. Fallegur töltari en frekar smár. Mósi frá Flugumýri fimm vetra undan Gusti 680 frá Hólum og Kengálu frá Flugumýri. Fallega byggður klárhestur með tölti. Verðandi frá Gullberastöð- um, fimm vetra undan Hlyni 910 frá Báreksstöðum og Hélu frá Gullberastöðum. Vel rúmur á öll- um gangi en full þunglamaleg bygging. Prati frá Hlöðutúni fjög- urra vetra undan Hrannari frá Hlöðum og Nótt frá Hlöðum. Þokkalega byggður, hæfileikamik- ill og væntanlega flugvakur. Sval- ur frá Svignaskarði átta vetra undan Kul 746 frá Eyrarbakka og Ljónslöpp 2958 frá Svignaskarði. Myndarlegur klárhestur með tölti, vel viljugur. Ekki er ástæða til að nefna fleiri fola að sinni en fróð- legt verður að fylgjast með þess- um folum á grýttum vegi kynbót- anna í náinni framtíð. Aukinn áhugi almennings á starfi stöðvarinnar Ef marka má þann mikla fjölda sem fylgdist með sýningunni á laugardag er áhugi almennings fyrir því sem er að gerast í stöð- inni stöðugt að aukast. Stöðin hef- ur nú verið starfrækt í tæpan ára- tug og var starfsemin töluvert gagnrýnd á fyrstu árunum en nú á seinni árum hafa óánægju raddir farið lækkandi. Ekki er ósennilegt að ástæðan fyrir þessari óánægju hafi m.a. verið sú, að mönnum hafi sárnað að fá folana sína senda heim án eistna og með reikning fyrir fóður. Síðan hefur runnið upp ljós fyrir mönnum að sá kostnaður sem þeir þurfa að greiða fyrir folana til fimm vetra aldurs er aðeins brot af því sem það kostaði þá sjálfa að ala folana upp og temja. Svo ekki sé nú talað um þá fyrirhöfn sem fylgir stóð- hestahaldi einstaklinga. Einnig er almennur áhugi fyrir hrossarækt að aukast og eru þéttbýlismenn farnir að fylgjast með og jafnvel taka þátt í því í töluverðum mæli. Ekki verður svo við skilið að ekki sé minnst á hina nýju og stórbættu aðstöðu stöðvarinnar. En eins og áður sagði var starf- semin flutt frá Litla-Hrauni síð- astliðið haust. Að vísu er ekki um að ræða neina sérhönnun hvorki á hesthúsinu né annarri aðstöðu en eigi að síður er þetta allt annað og betra líf að sögn starfsmanna stöðvarinnar. Að sögn Þorkels Bjarnasonar er samið um fimm ára leigu á hesthúsinu og til fimmtíu ára um aðstöðu á staðn- um þ.e. í Gunnarsholti. í ráði mun að byggja hesthús undir stöðina innan fimm ára en einnig kvað hann að tryggja þyrfti starfsfólki stöðvarinnar húsnæði. Að lokinni sýningu reiðfæru fol- anna voru ungfolarnir teknir út og skoðaðir og vöktu sérstaklega at- hygli folar undan Hrafni 802 frá Holtsmúla en ekki skal farið nán- ar útí þá sálma hér, þeir fá vænt- anlega sín tækifæri til að sanna sitt ágæti. Veitingasala var í mötuneyti Landgræðslunnar og er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á siíka þjónustu á sýningum stöðv- arinnar. Ekki var annað að heyra en að menn gerðu góðan róm að þessum nýju heimkynnum stöðvarinnar og er það e.t.v. sannmæli sem ein- um varð á orði: „Nú er stöðin loks- ins komin heim.“ VK Það er hátt til lofts og vítt til veggja í húsi því er hýsir hestakost stöðvarinnar. Kemur sér vel að hafa breiðan fóðurgang þegar fjölmennt er á sýningardegi. Höður frá Hvoli vakti athygli fyrir góð skeiðtilþrif og Ijúfa hind. Minnti hann óneitanlega á föður sinn, Náttfara 776 fri Ytra-Dalsgerði. Knapi er Páll B. Pálsson. Torfi frá Torfastöðum gaf fraenda sínum frá Hvoli ekkert eftir í reiðhesta- kostum. Virtist hesturinn búa yfir afbragðsgóðu brokki og tölti og þegar því fylgir góð lund, þá er von á góðu. Torfi er undan beiðursverðlaunahestinum Sörla 653 frá Sauðárkróki. Það vakti bæði vonir og kæti að sjá ungfolana fara á svifmiklu brokki undir sjálfum sér. Hér er á ferðinni einn af sonum Hrafns 802 frá Holtsmúla. Á hlið hans má sjá frostmerkingu, en tilraunir með slíkt hafa verið gerðar á stöðinnL Einn best byggði hestur stöðvarinnar að sögn Þorkels Bjarnasonar hrossa- ræktarráðunauts mun vera Mósi frá Flugumýri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.