Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 Hættan af Fram- sóknarflokknum eftir dr. Sigurð Pétursson Við þau löngu og leiðinlegu kynni, sem ég hafði af Framsókn- arflokknum út af mjólkurmálun- um hér á Suðvesturlandi á árun- um 1935—1960, leit ég alltaf á það sem fjarstæðu og næstum ósvífni, að þessi flokkur bænda, sem stóð í illdeilum við íbúana á aðalmark- aðssvæðinu fyrir búsafurðir, gæti ætlazt til þess að fá fulltrúa sinn kosinn í tiorgarstjórn Reykjavík- ur. Auk þess átti það að vera úti- lokað, að kjósendur í Reykjavík og nágrenni gæfu slíkum flokki at- kvæði, sem beitti íbúa þessa svæð- is öðru eins ofríki og bolabrögðum og Framsóknarflokkurinn gerði. Þessi yfirgangur Framsóknar- manna lýsti sér fyrst og fremst í setningu og framkvæmd mjólkur- laganna og síðan fleiri einkasölu- laga, en einnig í þrálátri andstöðu við raunhæft,* opinbert mjólkur- eftirlit. Sú valdbeiting og einokun, sem þarna var innleidd, átti ekki upp- tök sín í íslenskri bændastétt, heldur mun fyrirmyndin hafa ver- ið sótt til þeirra einræðisstjórna, sem fóru með völdin í Rússlandi, Þýzkalandi og á Ítalíu. Enda hélt þáverandi konungur vor, Kristján X., sig hafa fundið hér hinn ís- lenzka Mussolini í gervi eins fram- sóknarráðherra, svo sem frægt er orðið. Framsóknarflokkurinn og SÍS Það var þó nokkru áður en Rússland gerðist ráðstjórnarríki, að Framsóknarflokknum og Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga voru gefin nöfn hér á Islandi. Skyldleiki þessa tveggja samtaka er svo náinn, að nær ógerlegt mun að rekja hann, en þegar þau koma fram á sjónarsviðið hér í þéttbýl- inu við Faxaflóa á árunum kring- um 1930, þá eru þau á gelgjuskeiði og styðja hvort annað af fremsta megni. SÍS veitti Framsóknar- flokknum fjárhagslega aðstöðu sem hann galt með stjórnmála- legri fyrirgreiðslu, og hefur þessi gagnkvæma hollusta haldizt alla tíð síðan. Sá einræðislegi bægsla- gangur, sem Framsóknarflokkur- inn og SIS voru að hefja um þetta leyti, varð til þess að nokkrir þing- menn flokksins yfirgáfu hann og stofnuðu Bændaflokkinn (1932). Framsóknarflokkurinn hætti upp frá þessu að vera eingöngu flokkur bænda og tók að sigla á fleiri mið. SÍS eða þjóðin SÍS hélt áfram að dafna í faðmi Framsóknarflokksins. Það var nú rekið sem heildsölu-og atvinnufyr- irtæki í félagsformi með auð- valdssniði og færði stöðugt út at- hafnasvæði sitt. Það tók að reka margs konar iðnað, sjávarútveg, fiskverkun og siglingar og þjón- ustugreinar, sem tilheyra hverju þjóðfélagi, eins og bankastarfsemi og tryggingar, hótelrekstur og flugrekstur, jafnvel líka lyfjasölu. SIS er nú að verða ríki í ríkinu og þegnarnir eru fyrst og fremst kjósendur Framsóknarflokksins. „Allt er betra en íhaldið,“ sagði Steingrímur Hermannsson fyrir síðustu Alþingiskosningar og átti þar vafalaust bæði við krata og kommúnista auk síns eigin flokks. Hann gætti ekki að því, að bændur þessa lands eru yfirleitt talsvert íhaldssamir, hvar í flokki sem þeir standa, annars gætu þeir ekki bú- ið. Bændurnir eru hinn náttúrlegi kjarni hverrar þjóðar, en bylt- ingamenn eru þeir ekki, þá verður að sækja til annarra stétta þjóðfé- lagsins. Roðinn í austri Hér á landi hefur lengi verið starfandi kommúnistaflokkur er stefnir að því stjórnarfari, sem þeir hafa í Sovétríkjunum og er mjög andvígur Bandaríkjunum. Þessi flokkur hefur alltaf verið fremur lítill, en honum áhangandi eru oft ýmsir nytsamir sak- leysingjar og stundum byltinga- menn. Máttur flokksins liggur ekki hjá neinum auðhringjum, heldur hjá róttækari hluta verka- lýðsins. „Salonkommúnistarnir" flokka þetta fólk til „öreiga allra landa" og notar það til þess að vinna verkin, en sjálfir brugga þeir launráðin og stunda „kúltúr". íslenzkir kommúnistar hafa ör- sjaldan setið í ríkisstjórn, og hef- ur innrætið þá verið falið undir öðru flokksheiti, eins og Samein- ingarflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn og nú síðast Alþýðu- bandalagið. Af illri nauðsyn þurfti að sýna þessa ráðherrategund í núverandi ríkisstjórn og sérstak- lega hvernig þeir tækju sig út við hlið ráðherra Framsóknarflokks- ins. Voru lögð fram þrjú sýni af kommúnistum. Sá gætnasti var „íslenskir bændur og samtök þeirra sjálfra mega ekki tapa sjálfstæði sínu. Það verður að hindra vinstri sinnaða framsókn- armenn í því að álpast með SÍS og allt saman í fótspor Mr. Grimsson í fylgd með íslenskum kommúnistum inn undir ægishjálm Sovétríkj- anna.“ settur yfir fjarmalin, sá æstasti yfir heilbrigðismálin og félags- málin og sá framgjarnasti, sem er líffræðingur, fékk atvinnumálin til meðferðar, og hefur hann vakið langmesta eftirtekt. Hefur hlaup- ið æðisgengið fjör í áætlunargerð hins háa ráðuneytis með tilheyr- andi uppákomum og umbrotum. Alls konar nýtízkulegar verk- smiðjur eru komnar á teiknibrett- in og ein, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í víðri veröld, er þegar í byggingu. Allar eiga þessar verk- smiðjur að skila hagnaði, enda ætlar ríkið að eiga minnst 40% í hverri þeirra. Einnig ætlar ríkið að yfirtaka eldri verksmiðjur, Þegar vinstri flokk- arnir fóru að búa eftir Pál V. Daníelsson Það getur verið gagnlegt að gera sér grein fyrir sumum hugdettum manna, sem hafa haft vald til þess að ráðskast með fé almennings og ausa því í gagnslausar fram- kvæmdir og rekstur í því skyni einu að þjóna eigin duttlungum. Fjármál hafa ekki verið hin sterka hlið vinstri flokkanna og það sýnir mjög vel stjórn þeirra á bæjarmálum Hafnfirðinga þegar þeir réðu lögum og lofum í bænum frá 1927 til ársins 1962. Skatt- heimtan var orðin langt umfram það, sem gerðist í nágrannabyggð- arlögum, enda bæjarfélagið nán- ast gjaldþrota, þegar kommar og kratar glötuðu meirihluta sínum. Reykvíkingar hafa nú eitt kjör- tímabil fengið að kynnast aukinni skattlagningu, samhliða margs- konar óstjórn og er svo komið, að einn vinstri flokkanna tekur það upp sem stefnuskráratriði að lækka skattana aftur. Það getur kallast að flengja sjálfan sig, en ekki meira um það. Vinstri flokkarnir í Hafnarfirði, Alþýðuflokkurinn, kommúnistar og með stuðningi Framsóknar fóru að búa í Krýsuvík. Byggð voru gróðurhús, fjós, sem aldrei kom belja í, votheysturnar, sem ekki kom hey í ö.fl. Þá var byggt bústjórahús, þar kom bústjóri, og byggð voru starfsmannahús og þar kom eitthvað af fólki. Kostn- aðurinn við allt þetta var gífurleg- ur en tekjuhliðin rýr, þótt gefið væri út að Krýsuvík gæti brauð- fætt alla Hafnfirðinga. Eg gerði mér það til gamans og fróðleiks að fletta reikningum bæjarins til að kanna árangurinn Páll V. Daníelsson af þessu búskaparbrölti. Þá kom í ljós að útgjöld áranna 1944—1961 voru gífurlega mikil. Er þá búið að Á hættuslóðum Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Á HÆTTUSLÓÐUM Nafn á frummáli: The Next Man. Handrit: Mort Fine, Alan Trust- man og David M. Wolf. Byggt á samnefndri sögu Trustman og Wolf. Tónlist: Michael Kamen. Framleiðandi: Martin Bergman. Iæikstjórn: Richard Sarafian. Sýningarstaður: Stjörnubíó. Hver man ekki eftir Skotanum Sean Connery úr James Bond- myndunum „From Russia With Love“ eða „Goldfinger"? Ég held að flestir muni eftir Sean Conn- ery úr þessum myndum fremur en kvikmyndum á borð við „Sardoz" eða „Tarzan’s Greatest Adventure". Sést á þessu hve varasamt er fyrir leikara að taka að sér aðalhlutverk í vinsælum framhaldsmyndaseríum. Það er í rauninni sama í hve ágætu hlut- verki Sean Connery er þá og þá stundina, skuggi James Bond fylgir honum gegnum tíma og rúm. Þannig átti ég erfitt með að sjá ekki núll-núll-sjö að baki persónunnar Khalil Abdul- Mushen forsætisráðherra Saudi-Arabíu en þessa furðulegu persónu sýnir Sean Connery okkur nú í Stjörnubíói. Þó var greinilegt að Connery var all fjarri James Bond í þessu hlut- verki, fremur eins og leikarinn væri að skemmta sér við að leika arabíska útgáfu af Heinz Alfred Kissinger. Virtist Connery lifa sig áreynslulaust inní það sjón- arspil sem öryggisverðir setja gjarnan á svið kringum valda- menn. Var innlifunin slík á stundum að manni varð hugsað til þeirra sólríku daga er Nixon Sean Connery (Khalil Abdul- Mushen) á hættustund. og Pompidou spígsporuðu um Kjarvalsstaði. Er líða tók á myndina hvarflaði hugurinn hins vegar til fyrrum starfsbróð- ur Sean Connery — þess er nú situr í Washington DC. (Ætli sé annars ekki skást fyrir leikara að taka þátt í þeim fjölmiðlaleik sem stjórnmálin eru að verða?) Nú mega menn ekki skilja orð mín svo að nýjasta mynd Stjörnubíós „The Next Man“ snúist eingöngu um Sean Conn- ery. Þótt Connery og hinum und- urfagra mótleikara hans, Corn- eliu Sharpe, sé stillt fyrir fram- an myndavélina líkt og ljós- myndafyrirsætum mest allan sýningartímann þá hefur leik- stjóranum Richard Sarafian einnig tekist með nærmynda- töku og allgóðu vali aukaleikara í hlutverki öryggisvarða að sýna þá ólgu sem olíuauður Saudi- Araba hefir valdið um heim all- an. Með því að skipta á milli yf- irspenntra öryggisvarðanna og sjónvarpsmynda af blóðugum hryðjuverkum á hinu mið- austurlenska svæði tekst leik- stjóranum að vekja hugboð um það varnarleysi sem háttsettur mið-austurlenskur stjórnmála- maður býr við. Mér varð ljóst er ég horfði á þessa mynd hvílíkur sælureitur Reykjavík er miðað við átakasvæði Mið-Austur- landa. í það minnsta þurfum við ekki að óttast bombur og blýél þótt sumum finnist nú ganga mikið á í kosningaslagnum. hvað sem það kostar, og erlend fjármögnun er fordæmd. I fáum orðum sagt: Flestar þessar rekstraráætlanir eru óraunhæfar, byggðar á bjartsýni fjárhættuspilarans, og hagnaður- inn fenginn með reikningstöfrum Sólon Islandus. Tel ég að sýningin í atvinnumálaráðuneytinu hafi gefið góða mynd af ábyrgðarleysi kommúnista. Ekki mun þó for- maður Framsóknarflokksins vera mér hér sammála, enda ber hann, ásamt Rannsóknaráði ríkisins, höfuðábyrgðina, bæði á saltverk- smiðjunni og á þörungaverksmiðj- unni. í fótspor Mr. Grimsson Kommúnistaflokkar stefna yfir- leitt að allsherjar ríkisrekstri og sá íslenzki þá einnig. Framsóknar- flokkurinn stefnir að hliðstæðum rekstri, nema hvað þar stendur „SÍS“ í staðinn fyrir „ríki“, enda hafa íslenzkir kommúnistar lengi litið hýru auga til samvinnuhreyf- ingarinnar í von um samstöðu. Hér er hætta á ferðum. Einkum stafar hætta frá vinstra armi Framsóknarflokksins undir nú- verandi stjórn flokksins. Það hef- ur sýnt sig, að síðasta vígið gegn yfirtöku kommúnista í öðrum löndum eru venjulega bændurnir. Bændurnir í Póllandi hafa alltaf haldið sjálfstæði sínu, og því að- eins gat „Samstaðan" orðið þar til og náð svo miklum árangri sem raun ber vitni. íslenzkir bændur og samtök þeirra sjálfra mega ekki tapa sjálfstæði sínu. Það verður að hindra vinstri sinnaða framsóknarmenn í því að álpast með SÍS og allt saman í fótspor Mr. Grimsson í fylgd með íslenzk- um kommúnistum inn undir æg- ishjálm Sovétríkjanna. í komandi sveitarstjórnakosningum ber því að hafa hugfast, að atkvæði greidd Framsóknarflokknum geta jafn- gilt beinum stuðningi við Komm- únistaflokkinn, einkum í Reykja- vík og stærri kaupstöðum lands- ins. 17.maí 1982 draga frá allar tekjur og aðeins talið það fé, sem fór til stofnkostn- aðar og taprekstrar. Til þess að gera þessar tölur læsilegar í dag hefi ég fært þær til verðlags í mars 1982 og breytt þeim í nýkrónur. Ekki hefur verið tekið tillit til vaxtataps eða hvað betri nýting fjárins hefði getað gefið Hafnfirðingum. Á verðlagi í mars 1982 var eytt í Krísuvík árin 1944 til 1961 22,7 millj. nýkróna og af því var Bæjarútgerðin látin borga 5,6 millj. eða um 'A hluta. Þessar framkvæmdir hafa aldrei gefið neinar tekjur. Þannig fór um búskapinn í Krýsuvík undir stjórn vinstri flokkanna í Hafnarfirði og færi vel á því að launa Alþýðuflokkn- um forystuhlutverkið með því að mála hina rauðu rós flokksins utan á innantóma votheysturnana í Krýsuvík, svona til þakklætis og áminningar um þau víti sem var- ast ber. fKttSpm* í KCNNMIMllllMlliaffll ■ IMIW|illlllllllllllVl II FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.