Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982 63 fclk í fréttum Luciana + Hin ítalska Luciana varð fræg þegar hún reyndi að koma James Bond fyrir katt- arnef á hvíta tjaldinu. Hún er nú orðin 43 ára gömul og hefur sagt skilið við leikinn og stendur nú fyrir sínu í viðskiptaheiminum. Luciana er gift bandarískum auðjöfri og eiga þau uppkominn son. Hvar eru þessar James Bond-stúlkur 38 ára gömul. Luciana og 007. Við8kiptakonan Luciana. + Margir minnast Sean Connerys sem hins eina sanna James Bond á hvíta tjaldinu, en hann lék þessa vinsælu hetju Ian Flemings í nokkrum kvikmyndum á sjöunda áratugnum. Þá eins og nú komu hinar fegurstu stúlkur fram í James Bond-myndunum — en hvar eru þær nú? Oft er talað um slæmar afleiðingar frægðarinnar, en fjórar hinar best mundu James Bond-stúlkur frá sjöunda áratugnum komust áfallalaust frá frægðinni og lifa nú í hamingjusömum hjónaböndum (allar giftar auðugum mönnum). Við kynnum nú þessar týndu James Bond-stúlkur. Shirley + Shirley Eaton lék í Goldfinger og á góðar minningar frá því. Hún lék annars í 30 kvikmyndum á 20 ára tímabili, en nú hefur hún dregið sig í hlé og helgað sig heimilinu. Fjörutíu og fimm ára gömul sinnir hún íburðarmiklu heimili sínu í Hertford-skíri á Knglandi og það er ekkert sem minnir þar á frægð í kvikmynda- leik. Maður hennar í 25 ár er byggingarmeistari nokkur auðug- Claudine + Hún var kjörin Ungfrú Frakkland 15 ára gömul. Sautján ára giftist hún einum fremsta kvikmyndaleikstjóra Frakka og lék þá jafnframt í James Bond-myndinni „ThunderbalT. Claudine Auger heitir hún, nú 38 ára og gift í annað sinn kvikmyndaleikstjóranum Jacques Delray. Hún leikur ennþá í kvikmyndum en kærði sig ekki um að vera „stúlkan í sundfötunum, það sem eftir var leikferilsins", eins og hún segir. Hún kveðst sjá Sean Connery alltaf annað veifið og sé þeim vel til vina. Claudine er barnlaus, en hefur gefið sig mjög að líkn flóttabarna ... Með James Bond. Daniela + Daniela Bianchi, ljóshærða stúlkan í James Bond-kvikmyndinni „From Russia with Love“, stendur nú á fertugu og býr með manni sínum og syni á Ítalíu. Hún lék í 20 kvikmyndum á aðeins tuttugu árum, en þá kynntist hún ítalska milljónamæringnum Al- berto Cameli. Þau giftust árið 1970 og Dani- ela segist aldrei iðrast þess að hafa kvatt frægðina og helgað sig heimili sínu. Hugmynd h/f og Saga Film h/f vinna nú að gerð kvikmyndarinnar Trúnaðarmál, sem verður tekin í Reykjavík á næstu vikum. í því sambandi leitum við til almenn- ings með eftirfarandi: 1. ÞÁTTTAKENDUR í HÓPATIUÐI: AUt að 300 manns 20 ára og eldri, sem gesti á tónleika, veg- farendur og fl. Hér er um að ræða 9ins dags þátt- töku í senn. Þeir sem hafa áhuga komi til skráningar fimmtudaginn 20. mai milli kl. 14 og 18 að Suðurlandsbraut 10, bakhús. 2. ÍBÚÐIR: 2-3 rúmgóðar eldri íbúðir með 20 - 25 ára gömlu innbúi til að kvikmynda einstök atriði í. Hér er um að ræða 1 dag eða hluta úr degi. 3. LEDCMUNI: Vönduð borðstofuhúsgögn frá ca. 1940 (sporöskjuiagað borð, 8 stólar og skápar), ljósakrónur frá 1940 (loftljós og veggljós), sófa- sett gólfteppi og annað innbú frá þessum áium. Þeir sem telja sig geta veitt okkur aðstoð vinsam- legast hringið í sima 84045 milli kl. 9-17 alla virka daga. Með fyrirfram þökk UGMYND SAGA FILM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.