Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 69 \^L?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAi J TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu Er ekki kominn tími til að hjúkrunarstörf verði endurmetin? 4396-4348 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Til forna voru sjúkrahús rekin af klaustrum. Þeir, sem unnu þar hjúkrunar- störf, fengu viðurgjörning þar og ekki önnur laun. Allar götur síðan hafa hjúkrunarstörf verið van- metin til launa. Þjóðfélagið hefur um flest breytt um háttu frá því sem áður var, og því er orðið nauð- synlegt að greiða fyrir hjúkrun- arstörf á annan hátt en klaustrin gerðu til forna. Þessar gömlu hefðir og sú staðreynd, að þettar er fyrst og fremst kvennastétt, hafa hamlað því, að þessi störf hafi verið metin að verðleikum. Enn þann dag í dag lifir hjúkr- unarstéttin á sultarlaunum, þrátt fyrir síauknar kröfur um menntun og meiri menntun. Þetta hefur valdið flótta úr stéttinni og þar með skorti á hjúkrunarfræðing- um, en auknu álagi á þá sem þrauka. Er ekki tími til kominn, að þessi störf verði endurmetin og gerð aðlaðandi greindu, menntun- arfúsu og góðu fólki? Að hafa það heldur er sann- ara reynist „Kæri Velvakandi Jón hristvin Margeirsson fil. lic. skrifar: Sunnudaginn 16. maí sl. birtir þú bréf í dálkum þínum frá sr. Kolbeini Þorleifssyni um kristni- tökuárið. Hér er þess getið, að ég hafi boðið tímaritinu Skírni rit- dóm um doktorsritgerð Ólafíu Einarsdóttur, Studier i kronolog- isk metode. Þar eð sagnfræðingum er skylt að fara eftir boðorði Ara fróða, að hafa það heldur er sann- ara reynist, þykir mér rétt, að það komi hér fram, að ég minnist þess ekki, að ég hafi boðið Skírni þenn- an ritdóm. Hann varð til með þeim hætti, að ég hafði fengið leyfi til að skrifa svonefnda „trebetygsritgerð" um aðferðina í ritgerð Ólafíu, og var þessi ritsmíð mín síðan rædd í þrjár klukku- stundir á „seminari" í háskólanum í Lundi. Svo vel vildi til, að Ólafía hafði nokkru áður varið þessa rit- gerð til doktorsgráðu í Lundi, en ekki í Ósló eins og segir í Velvak- andabréfi sr. Kolbeins, og sá mað- ur sem stjórnaði áðurnefndu „seminari" hafði tekið mikinn þátt í því að dæma ritgerð Olafíu. Það var því um margt að tala á þessu „seminari" og stjórnandinn (sem þá var settur prófessor við háskól- ann í Lundi) var mér ósammála í veigamiklum atriðum. Ekki stóð samt á því, að ég fengi ágæta ein- kunn fyrir þessa ritgerð. Ég hafði ekki í hyggju að sinna bók Ólafíu frekar, en Stefán Karlsson handritafræðingur taldi mig á það að skrifa grein um bók- ina og gerði ég það. En þetta reyndist óþarfa tímasóun, þar eða tímaritið SAGA vildi ekki taka hana til birtingar. Skírnir var um þetta leyti hættur að sinna sagnfræði á sama hátt og áður hafði tíðkazt, og grein mín hentaði varla til birtingar annars staðar en í SÖGIJ. Með þökk fyrir birtinguna." Eru kökurnar sótthreinsaðar? Magnea Gunnlaugsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að biðja þig að koma á framfæri fyrirspurn til heilbrigð- isyfirvalda. Þannig er að börnin mín eru nýkomin frá Danmörku. Þau gerðu það svona til gamans að taka með sér nokkra kökupakka til að færa mér og datt ekki annað í hug en það væri í lagi enda þótt kjötinnflutningur og allt slíkt væri í banni vegna gin- og klaufa- veikinnar sem herjar á danskt búfé. En það gekk ekki. Á flugvell- inum var allt tekið af þeim, engu hleypt í gegn. Þegar þau sögðu mér frá þessu datt mér í hug að kanna, hvað liði kökuinnflutningi frá Danmörku. Og viti menn: Allt er óbreytt að því er hann snertir. I verslun einni, þar sem ég kannaði málið, voru þeir nýbúnir að fá sendingu frá Danmörku. Þess vegna spyr ég og vonast eftir svari frá heilbrigðisyfirvöldum: Eru kökurnar sótthreinsaðar eftir að þær koma hingað til lands? Og hvernig er eftirliti með þessum innflutningi háttað? Skjóllítið SVR-skýli 7250—4658 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að benda þeim hjá SVR á að skýlið fyrir utan Hagkaupsbúðina í Lækjargötu er allsendis ófull- nægjandi. Bæði er það allt of lítið miðað við ferðatíðni vagna sem þaðan fara og farþegafjölda sem með þeim fer, og svo er það skjól- litið og jafnvel gagnslaust strax og hreyfir vind. Það er gersamlega opið fyrir austanátt og sunnan- og suðaustanátt sem eru rigningar- áttir, og ég get af hrollkaldri reynslu vottað að fólk er oft gegn- drepa og illa haldið loksins þegar það kemst þaðan inn í vagnana sína. Það verður að finna ein- hverja lausn á máli alls þess fólks sem þarna bíður, þar af margt daglega, í síðasta lagi áður en haustar á ný. Annað kynn- ingarlag, þökk fyrir 6410-8344 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Viltu koma því á framfæri við hann Sigmar B. Hauksson að það yrði vel þegið af mér og fleirum, ef hann skipti um kynningarlag með þætti sínum Á vettvangi. Lagið sem spilað hefur verið á undan og eftir þættinum er orðið (og hefur kannski alltaf ver- ið) óþolandi. Annað kynningarlag, þökk fyrir. GÆTUM TUNGUNNAR lleyrst hefur: Stúlkan varð ekki var við neitt óvenjulegt. Rétt væri: Stúlkan varð ekki vör við neitt óvenjulegt. Heyrst hefur: Þeir töluðu við hvorn annan. Rétt væri: Þeir töluðu hvor við annan. Oft færi best: Þeir töluðust við (ræddust við, töluðu saman). S3? SIGGA V/öGA £ VLVtmi Kynntu þér Vörumarkaðsverð á garðhúsuöunum Bekkur, 2 stólar og borö kr. 1742,- Sófi, stólar m. sessum og afl. borö kr. 2115,- Hringlaga borö og 4 stólar meö sessum kr. 2822,- Borö og 4 stólar meö sessum kr. 4986,- Athugiö aö viö eigum sjö aörar geröir af garösettum, en myndirnar sýna — á mjög hagstæöu veröi. Einnig blómaker og garöbekki. Bæjarins besta berð irumarkaðurinn hl. Sími86112 Sendum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.