Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982 61 Ikarus-vagnar eyða meira eldsneyti og eru oftar á verkstædi, segir greinarhöfundur. Eldsneytiseyðslan Lauga.rdaginn 30. janúar 1982 voru 3 Ikarus-vagnar teknir í notkun hjá SVR. (Sögulegur dag- ur. Fyrirtækið hefir ákveðið að flagga hjá sér framvegis í hálfa stöng 30. janúar ár hvert.) Fóru þessir vagnar á leiðar: 11 — Hlemmur Breiðholt, 8 — Hægri hringleið og 15/10 Melar Hlíð- ar/Hlemmur Selás. (Sami vagninn leið 15 á kvöldin og um helgar, en leið 10 á daginn.) Til samanburðar var 1 Volvo-vagn tekinn í notkun daginn áður, föstudaginn 29. janú- ar 1982. Hann var settur á leið 3. Frekar erfið leið. Að febrúar- og marsmánuðum liðnum var tekið saman m.a. yfirlit: Meðaleldsneytiseyðsla hjá Ikar- us var 67 lítrar á 100 km. Meðaleldsneytiseyðsla hjá Vol- vo-vögnunum 11 fram að því var 57 lítrar á 100 km. Eða Ikarus- vagnarnir með 17,5% hærri meðal- eyðslu en Volvo-vagnarnir. Ég vil aðeins minna á að ein af röksemd- unum hjá bjartsýnisfólkinu var að Ikarus væri svo neyslugrannur vagn!!! Bilanatíðni Það er skemmst frá því að segja að veslings Ikarus-vagnarnir voru alltof mikið inni á verkstæði. Og þar voru sérfræðingar frá Sam- afli, umboðsaðilanum ,sem einir máttu gera við þá svo nokkru næmi. Að þessum tveimur mánuð- um liðnum kom sú sláandi niður- staða að útivera Ikarus á leiðum sinum var aðeins 56% af klukku- stundum þeim er vagn var á leiðinni sem þeir áttu að þjóna. Eða rétt rúmur helmingur af tímanum. (Svo að ætluðu Guðrún og Sigur- jón að kaupa 40 Ikarus-vagna hefðu þau þurft að kaupa ca. 80 vagna svo helmingurinn gæti ávallt verið á verkstæðinu til skiptis.) En Volvo-vagninn sem tek- inn var í notkun á sama tíma þjónaði leiðinni sinni 93,5% klukku- stundanna sem vagn var þar á leiðinni. Sláandi niðurstöður, eða finnst ykkur það ekki? Flutningsgeta Að minnsta kosti á einum vagn- inum þurfti oft á dag að senda aukavagna með Ikarus-inum vegna lítillar flutningsgetu hans, á leið 11 Farþegar voru skildir eftir á bið- stöðvunum. Vagninn tók einfald- lega ekki nema 68 farþega á móti 87 hjá Volvo. Til taks þurfti því að hafa vagn og vagnstjóra í skot- stöðu þegar „kerfið sprakk“. Ég vil í þessu sambandi minna á þá stað- reynd að af 15 leiðum SVR í dag er flutningsgetan svipuð þessari hjá ca. 10—11 leiðum. Aðeins á 4—5 leiðum gætu vagnar með svona litla flutningsgetu verið og ráðið við flutningstoppana á morgnana og síðdegis. En þá kemur enn ann- að. Þeir komust svo hægt og voru svo lengi af stað og fl. að leið 8 og leið 9 útilokuðust vegna þessa. Þá er aðeins eftir leið 1 og leið 15/10 fyrir Ikarus. En einmitt á leið 1 eru farþegarnir elstir og fótalún- astir og eiga erfiðast með að fara upp í 90 cm háa vagna. (Volvo er með 62 cm gólfhæð á móti. Munur- inn er því ca. 48% hærri hjá Ikar- us.) Fyrir nú utan þá siðblindu að kaupa svona háfjallabíla til að klöngrast upp í á ári aldraðra! Svo að eftir stendur leið 15/10 sem Ik- arus gæti þjónað. (Og ef til vill einum — tveimur vögnum á leið 6-7.) Einnig útilokaðir sem varavagnar Utilokað er að vera með vagna hjá SVR sem aðeins geta verið á 2—3 leiðum. Ef vagn bilar skyndi- lega verða varavagnarnir að geta gripið inn í alls staðar. Ekki bara á 2—3 leiðar. Menn sjá óhagræðið í því að vera með 2 eða fleiri vagnastærðir í gangi í einu. Og enginn stærð passaði saman. Hefðu nú verið keyptir 20—40 Ik- arusar hefði þurft 20—30 vara- vagna og vagnstjóra til vara á toppálagstímunum þegar þessir litlu vagnar fylltust. Menn sjá hagræðið í því. Væntanlega hefur stjórnarformaðurinn séð fyrir þessu einhvern veginn. Samt á að reyna enn meira Þegar hér var komið sögu að sannað var að þessir vesalings vagnar gætu útilokað þjónað SVR með sæmilegu móti, burtséð frá hversu miklu dýrari þeir eru að öllu leyti, flutti fulltrúi starfsfólks SVR í stjórn SVR tillögu um að vagnarnir yrðu seldir upp í and- virði 1—2 liðvagna fyrir SVR er tækju 120—130 farþega hver, fyrir mannflestu leiðirnar hjá fyrirtæk- inu. 87 farþega burðargeta er sums staðar of lítil og verður að reyna að mæta því á einhvern skynsaman hátt. Sérstaklega með tilliti til farþeganna. Að skilja þá ekki bara eftir þegar toppurinn fer fram úr meðallagi sínu. Af þessu sést m.a. hversu fyrirtækinu nýtist víðsýni og þekking starfs- fólksins betur nú en áður, þegar við áttum engan málsvara i stjórn þess. Óvæntur hringsnúningur Alþýðuflokksfull- trúa í stjórn SVR En viti menn. Annar samflutn- ingsmaður fulltrúans okkar í stjórn, fulltrúi Alþýðuflokksins, Birgir Þorvaldsson, sem var einna harðastur á að selja vagnana, vildi meira að segja skila þeim hrein- lega til verksmiðjanna aftur, var nú tekinn það harðlega á beinið heima hjá sér að viku seinna eftir að hann flutti tillöguna, og ljóst var að hún nyti meirihlutafylgi í stjórn SVR, felldi hann eigin til- lögu. Og það var eftir að stjórnar- formaðurinn fékk vikufrest á at- kvæðagreiðsluna til greinilega að „gera viðeigandi ráðstafanir" gegn þessum óþæga fulltrúa Alþýðu- flokksins. Og að sið alþýðúflokks- manna hlýddi hann stóra bróður þegar merkið var gefið. Svo tillag- an hans var felld. Til málamynda var samþykkt tillaga um að prófa þá í 2—3 mánuði enn. En undrandi urðum við starfsmenn SVR að lok- inni þessari leiksviðssetningu í stjórn fyrirtækisins. Grátbrosleg endurnýjun Svo að nú á að prófa þá enn. Og enn betur en síðast. Hvort þetta geti nú ekki verið mögulegt. Að lokum vil ég geta þess að enginn af öllum þeim vagnstjórum sem höfðu vagna þessa fasta á sinni leið treystu sér að hafa þá lengur en hér var komið. Heldur báðu þeir um 14 ára gamla Volvo- strætisvagna í staðinn fyrir þessa nýju austantjaldsbíla. (Tilboð mitt um hjólbörurnar stendur enn, Guðrún!) En grátbroslegt er það, hvað sem öðru líður, að ætla sér að endurnýja 14 ára gamla vagna. Strætisvagna Reykjavíkur með 24 ára gömlum vögnum, tæknilega séð. Það segir kannski meira en mörg orð um framfarirn- ar. Með vinsemd og virðingu. Magnús H. Skarphéðinsson, vagnstjóri SVR nr. 99. Heimildir: 1. Tæknileg samanburðarskýrsla Egils Skúla, Jans Jansen og ögmundar Ein- arssonar, mars 1980. 2. Útboðslýsing á vagnkaupum hjá SVR 1979. 3. Tilboð Ikarus-verksmiðjanna í 20/40 vagna fyrir SVR 1980. 4. Rekstraryfirlit af tæknideild SVR yfir samanburð Ikarus og Volvo, apríl 1982. 5. Eldsneytiseyðsla vagna SVR. Þvotta- stöð SVR og fl. apríl 1982. 6. Rekstraryfirlit eftirlitsmanna SVR yfir Ikarus, febrúar 1982. 7. Fundargerðir Borgarráðs Reykjavík- ur 1978-1982. 8. Fundargerðir Strætisvagna Reykja- víkur 1978—1982. 9. Samantekið álit starfsfólks SVR apríl 1980 og mars 1982. 10. Fundargerð Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. um fund vegna meintra vörusvika Samafls gagnvart SVR og fl. janúar 1982. 11. Fundargerðir starfsfólks SVR 1979—1982 og fleira. Auk margra sam- tala er ekki verða rakin hér að sinni. Stöðuveiting við Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs Blaðinu hefur borist eftirfarandi frá stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs: Á fundi stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs 6. maí sl. var eftirfarandi samþykkt gerð og sendist hún hér með: Stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs hafa borist undir- skriftarlistar með nöfnum 1019 kvenna á Suðurnesjum svo og bréf undirritað af 8 konum sem komu undirskriftalistunum á framfæri við stjórnina, auk þess hefur stjórn SK borist bókun sem gerð var af bæjar- stjórn Keflavíkur 4. maí ’82, þ.e. meirihluta bæjarstjórnar. I þessum erindum koma fram mótmæli, athugasemdir og óskir um skýringar á þeirri ákvörðun, sem tekin var um ráðningu deildarstjóra á fæðingagang sjúkrahússins þann 16. apríl 1982, sem að framan er greindur. Af þessu tilefni samþykkir stjórn SK að senda frá sér eftirfar- andi greinargerð: Á fundi stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs þann 14. ág- úst 1981, var dagskrá m.a. eftirfar- andi: „1. Hjúkrunarforstjóri — deildarstjóri Forstöðumaður greindi frá því, að nokkrar umræður hafi farið fram meðal starfsfólks sjúkrahússins, þ.e. lækna, hjúkrunarfræðinga og starfs- fólks sjúkrahússins, um skipulags- breytingar á störfum innan sjúkra- hússins, þar með einhverskonar deildaskiptingu. Stjórnin samþykkir að fela yfir- lækni, hjúkrunarforstjóra og for- stöðumanni að koma slíkri skipan á, og að fá fólk í deildarstjórastörf um stundarsakir. Samþykkt þessi kom ekki til fram- kvæmda þá, en 25. janúar 1982 var eftirfarandi bókað í fundargerð: C) Erna Bergmann upplýsti, að auglýsa þyrfti í tvær stöður, deildar- stjóra sjúkradeildar og fæðingar- deildar. Ákveðið var að fresta ákvörðun til næsta fundar. Á fundi 24. febrúar 1982 er málið enn tekið fyrir og þá er bókað í fund- argerð 3. mál: Deildarstjórar. Bréf frá Suðurnesjadeild Ljósmæðrafé- lags íslands dags. 23. febrúar 1982, SLFÍ á fundi í Keflavík 23. febrúar 1982 álítur eðlilegt að staða yfir- manns við fæðingadeild SK heiti yfirljósmóðir en ekki deildarstjóri, og staða yfirmanns sé einnig auglýst laus til umsóknar. Afgreiðslu málsins frestað, og óskað eftir því, að Ingibjörg Magn- úsdóttir mæti á fund til nánari ákvörðunar um málið." Á þessum sama fundi las hjúkrun- arforstjóri upp handrit af auglýs- ingu svohljóðandi: Auglvsing: „Stöður deildarstjóra á fæðinga- gangi og A- og B-gangi legudeildar eru lausar til umsóknar. Umsóknum sé skilað til hjúkrunarforstjóra fyrir 15. marz 1982. Einungis starfandi hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður við Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs koma til greina. Heimilt er að skipa í stöð- urnar til bráðabirgða." Að öðru leyti en að framan er lýst, var ekki fjallað um málið af stjórn- inni fyrr en á fundi hennar 16. apríl 1982, en þá lá m.a. fyrir ráðning deildarstjóra á fæðingadeild. Tvær umsóknir bárust, frá Ragn- heiði Brynjólfsdóttur, ljósmóður, og Sólveigu Þórðardóttur, ljósmóður og hjúkrunarfræðingi. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu er það hlutverk stjórnar sjúkrahússins að ráða í stöðu sem þessa, að fenginni umsögn hjúkrun- arforstjóra, sem er svohljóðandi: „Fæðingadeild: Umsækjendur eru tveir, Sólveig Þórðardóttir, ljósmóð- ir og hjúkrunarfræðingur, og Ragn- heiður Brynjólfsdóttir, ljósmóðir. Tel ég umsækjendur báða hæfa til að gegna stöðu deildarstjóra á þessari deild. Ragnheiður hefur verulega starfsreynslu sem ljósmóðir, hefur verið örugg og farsæl í starfi, væri því ekki óeðlilegt að hún fengi tæki- færi til að gegna deildarstjórastarfi á fæðingadeild." Við afgreiðslu málsins kom fram ósk frá fulltrúum starfsfólks í stjórn SK um að viðhöfð yrði leynileg at- kvæðagreiðsla, og var orðið við þeirri ósk. Rétt er að fram komi í þessu sambandi, að framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar er í samræmi við það sem áður hefur verið gert í stjórn sjúkrahússins við ráðningu starfsfólks. Atkvæðagreiðsla fór þannig, að Sólveig Þórðardóttir fékk 3 atkv., Ragnheiður Brynjólfsdóttir 1 atkv. og einn seðill var auður. Á fundinn voru mættir allir aðal- fulltrúar sveitarfélaganna, Steinþór Júlíusson, Albert Karl Sanders og Sveinn R. Eiðsson, fulltrúar starfs- fólks voru Sólveig Hólm aðalfulltrúi og Elísa B. Magnúsdóttir, fyrsti varafulltrúi, og sat hún fundinn, þar sem annar umsækjenda, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, á sæti í stjórninni sem aðalmaður. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs er ódeildaskipt samkv. lögum. Eftir stækkun sjúkrahússins eru þar 38 rúm, þ.e. 30 rúm á legudeild og 8 rúm á fæðingagangi. Til samanburð- ar skal þess getið, að á deildaskipt- um sjúkrahúsum er algengt að 25—30 sjúkrarúm séu á hverri deild. Með tilliti til þess, að ódeildaskipt er Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs erfitt stjórnunarlega séð, hófust fyrir nokkrum árum umræður meðal starfsfólks og stjórnenda SK um nauðsyn þess að hafa deildarstjóra á hinni almennu legudeild, og siðar eftir stækkun sjúkrahússins einnig á fæðingagangi. Hlutverk deildarstjóra er í stórum dráttum að vera hjúkrunarforstjóra til aðstoðar við daglega stjórnun á viðkomandi deild og hafa umsjón og eftirlit á deildinni. Stjórn sjúkra- hússins hefur fallist á þessi sjón- armið og þess vegna hefur nú verið ráðið í viðkomandi stöður deildar- stjóra. Auk þess sem hér hefur kom- ið fram, fylgir hér með lýsing yfir- læknis á þeirri starfsemi sem fram fer á fæðingagangi: „Til frekari upplýsinga varðandi starfsemi á fæðingagangi, skal tekið fram eftirfarandi: Þrátt fyrir aukinn fjölda fæðinga, eða alls 211 á síðasta ári, hefur ekki tekist að fullnýta þau 8 rúm sem þar eru. Þess vegna hafa þau einnig ver- ið notuð fyrir aðra kvensjúklinga sem aðgerðar hafa þurft með, allt frá því að deildin tók til starfa. M.a. þess vegna var samþykkt af sjúkrahússtjórn á fyrra ári að fá leyfi ráðuneytisins til að ráða sér- fræðing í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp í að minnsta kosti 75% starf, en það leyfi hefur ekki fengist. Sá læknir, sem nú vinnur þar, er sér- fræðingur í kvensjúkdómum og í fæðingarhjálp og er lausráðinn einn dag í viku og er okkur ráðgefandi varðandi rekstur fæðingagangs." Eftirfarandi bréf bárust stjórn sjúkrahússins dagsett 21. apríl 1982. Ég undirrituð, Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir, segi hér með upp starfi mínu við Sjúkrahús Keflavíkurlækn- ishéraðs frá og með 1. maí 1982. Ástæðan fyrir uppsögn minni er ákvörðun sjúkrahússtjórnar, að ráða Sólveigu Þórðardóttur í starf deild- arstjóra við sjúkrahúsið. Ég undirrituð, Þóra Þorgilsdóttir, segi hér með starfi mínu við Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs lausu frá 1. maí 1982. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: Stjórn SK harniar uppsagnir Þóru Þorgilsdóttur og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Stjórn- in lýsir yfir fyllsta trausti sínu á þeim sem starfsmönnum sjúkra- hússins og skorar á þær að endur- skoða afstöðu sína og draga upp- sagnir til baka. Eftirfarandi var bókað að beiðni Ernu Bergmann: „Ég harma, að stöðuveitingar hér á sjúkrahúsið skuli þurfa að valda öllu því moldviðri og blaðaumtali sem raun ber vitni, og hlýtur að skaða stofnunina, bæði út á við og inn á við.“ Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs Steinþór Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.